Morgunblaðið - 26.08.2005, Page 47

Morgunblaðið - 26.08.2005, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 47 MENNING Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó alla föstudaga kl. 14. Baðstofan er opin frá kl. 9–13 í dag. Sparikaffi kl. 15. Allir velkomnir. Ath. við æfum boccia tvisvar í viku, mánudaga og fimmtudaga kl. 10. Við bjóðum þér að vera með. Vinnustofan opin alla daga. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, fótaaðgerð, frjálst að spila í sal. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 11.15–12.15 matur. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist í kvöld í Gjábakka kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dagsferð 3. september: Fjallabak syðra, Emstrur. Ekið að Keldum og um Fjallabak syðra að Álftavatni, síð- an um Hvanngil og Emstrur, komið að Markarfljótsgljúfri og ekið um Fljóts- hlíð. Nokkur sæti laus. Ath. takmark- aður sætafjöldi. Uppl. og skráning í síma 588 2111. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Slökunarjóga og teygjur kl. 10.30 og 11.30. Furugerði 1 | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun. Kl. 14.15 verður Aðalheiður Þorsteinsdóttir við píanóið fram að kaffi kl. 15. Allir velkomnir. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, kl. 9 baðþjónusta, fótaað- gerð, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 pútt, kl. 12 hádegismatur, kl. 13 bókabíll, kl. 15 kaffi, kl. 14 bingó. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Pútt á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Brids kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Böðun virka daga fyrir hádegi. Hádegisverður. Dagblöðin liggja frammi. Fótaaðgerð- ir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Púttvöllur er alltaf opinn. Morgunkaffi, hádegisverður og síð- degiskaffi. Gönguhópurinn Gönu- hlaup kl. 9.30. Hárgreiðslustofa 568 3139. Fótaaðgerðarstofa 897 9801. Enn er möguleiki á að koma með hugmyndir að starfsemi á haustönn. Uppl. á staðnum og í síma 568 3132. Norðurbrún 1 | Námskeið hefst aftur í leirvinnslu fimmtudaginn 1. sept. kl. 9. Myndlist verður á mánud. kl. 9–12 og postulínsmálning kl. 13–16.30. Á föstud. myndlist kl. 9–12, innritun er hafin í síma 568 6960. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 handavinna. Kl. 11.45–12.45 hádegis- verður. Kl. 13.30–14.30 sungið v/ flygilinn. Kl. 14.30–14.45 kaffiveit- ingar. Kl. 14.30–16 dansað í aðalsal. Vesturgata 7 | Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs. Kl. 14.30 kynna Lilja Jónsdóttir og Hjör- dís Geirs haust- og vetrarferðir frá Úrvali Útsýn, ferðavinningar í boði. Kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sig- valda. Rjómapönnukökur með kaffinu. Allir eru velkomnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, hárgreiðslu og fótaaðgerða- stofur opnar, böðun, bingó kl. 13.30. Skráning stendur yfir í námskeið vetrarins t.d. bútasaum, penna- og perlusaum, glerskurð, glerbræðslu, bókband og leirmótun. Opið fyrir alla á hvaða aldri sem er, uppl. í síma 411 9450. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10. Létt spjall og kaffisopi. Allir vel- komnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga fólksins. Samkoma kl. 20. Bænastund kl. 19.30 fyrir samkomu. Allir velkomnir. www.filo.is. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Föstudagur 26. ágúst 12.00: Tónlistarandakt. Einar Jóhannesson klarínett og Douglas A. Brotchie orgel. Jo- hann Sebastian Bach: Preludi- um í fís-moll BWV 883/1. John A. Speight: Music, when soft voi- ces die (frumflutn- ingur). Wolfgang Ama- deus Mozart: Tvær kirkjusónötur, KV 67 og 336. Sr. Kristján Valur Ing- ólfsson. 18.00 – 22.00: Kirkjulistaspjall með kaffihúsastemningu. Suðursalur Hallgrímskirkju. „Þér eruð salt jarðar“, passí- an og guðspjöllin í listinni. Stutt innlegg, almennar um- ræður. Umræðum stýra Ævar Kjartansson og dr. Sigurður Árni Þórðarson. Dagskráin er fimmþætt: 18.00: Tónlist. Matteusarpassíur Bachs og Kvernos. Umsjón: Halldór Hauksson og sr. Hauk- ur Ingi Jónasson. Trond Kverno tónskáld og Terje Kvam kórstjóri, sem stjórnað hefur báðum verkunum, segja frá. 19.00: Bókmenntir. Hallgrímur og guðspjöllin. Um- sjón: Margrét Egg- ertsdóttir cand. mag. og dr. Gunnar Krist- jánsson guðfræðingur. 20.00: Myndlist. Guð- spjöllin séð með aug- um myndlistarmanna. Umsjón: Þóra Krist- jánsdóttir listfræð- ingur og dr. Pétur Pét- ursson guðfræðingur. Rúrí segir frá verkum sínum á Kirkjulistahátíð 2005. 21.00: Kvikmyndir. Fjallað um Matteusarguðspjall Pasolinis. Umsjón: Oddný Sen kvik- myndafræðingur og dr. Arn- fríður Guðmundsdóttir guð- fræðingur. 22.00: Matteusarguðspjall. Kvik- mynd frá 1964 eftir Pier Paolo Pasolini. Miðaverð: 500 kr. Dagskrá Kirkjulistahátíðar Á CAFÉ Rósenberg verða í kvöld og annað kvöld tónleikar kvart- ettsins Busy doing nothing. Kvart- ettinn er skipaður þeim Birgi Baldurssyni trommuleikara, Eð- varð Lárussyni gítarleikara, Sig- urði Perez saxófónleikara og Þórði Högnasyni kontrabassaleik- ara. Þeir félagarnir hafa leikið með ýmsum hljómsveitum í gegnum ár- in en hafa núna tekið höndum saman um að spila snarstefjaða tónlist úr ýmsum áttum. Mest verður þó leikið af blús- og djass- efni með suðrænum áhrifum. Tón- leikarnir hefjast kl. 22.30 bæði kvöldin og er aðgangseyrir 500 kr. Morgunblaðið/Jim Smart Uppteknir iðjuleysingjar á Rósenberg LÍF og fjör er í Mosfellsbæ en þar stendur nú yfir menningar- og úti- vistarhátíðin „Í túninu heima“. Þar er boðið upp á fjölbreytta röð við- burða bæði fyrir yngstu kynslóð- irnar og þá sem eldri eru. Björn Þráinn Þórðarson er sviðs- stjóri fræðslu- og menningarsviðs Mosfellsbæjar og hefur yfirumsjón með verkefninu: „Mosfellsbær vill koma sér á viðburðadagatal sumars- ins. Það má segja að við höfum hátíð- ina milli Ljósanætur og Menning- arnætur og stefnum við að því að endurtaka viðburðinn að ári.“ Yf- irskrift hátíðarinnar er lánuð frá Nóbelsskáldinu sem eins og kunn- ugt er gerði Mosfellsbæ að sínum heimabæ: „Við reynum að tjalda því sem best er í Mosfellsbæ. Við fáum til okkar gesti til að skemmta en fyrst og fremst verður það okkar eigið listafólk sem treður upp,“ segir Björn. Mikil útivistar- og menningar- dagskrá verður um helgina. Nefna má að á laugardaginn verður vígð ný fitness-braut við Útivistarmiðstöð- ina á Varmá. Bekkjarkeppni verður milli grunnskólabarna og hestar teymdir undir börnum, svo nokkuð sé nefnt. Sjöþúsundasti Mos- fellsbæingurinn kom í heiminn á dögunum og verður honum og fjöl- skyldu hans færð sérstök viðurkenn- ing og gjafir frá bæjarfélaginu og fyrirtækjum í bænum. Á sunnudag kl. 17 halda Ellen Kristjánsdóttir, KK og Eyþór Gunn- arsson tónleika í Lágafellskirkju en yfir hátíðardagana stendur listasýn- ingin Glerþræðir í listasal Mosfells- bæjar. Á Gljúfrasteini munu síðan Þórarinn Eldjárn og Ilmur Krist- jánsdóttir lesa í lautinni á laugardag kl. 14. Á laugardag er líka útidansleikur með hljómsveitinni Bermúda, grillað verður fyrir gesti í boði fyrirtækja í bænum og varðeldssöngur með lið- sinni skátahóps bæjarins. Gengið verður á fell, haldin stafgöngu- námskeið og kynning á vetrarstarfi íþróttafélaganna í íþróttamiðstöð- inni, svo nokkuð sé nefnt. Ókeypis er á alla viðburði hátíð- arinnar. Hátíð í Mosfellsbæ ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali 533 4200 eða 892 0667 Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Hef kaupanda að vönduðu einbýlishúsi á stór-Reykjavíkursvæðinu Seljendur vinsamlega hafið samband í síma 533 4200 eða 892 0667 FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 SÓLVALLAGATA — NÝLEG Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, fax 512 12 13, netfang foss@foss.is Einstaklega sjarmerandi og björt þriggja herbergja risíbúð á vinsælum stað í vesturbæ Reykjavíkur. Fallegur stigi með stórum glugga. Komið inn í hol. Baðherbergi er allt nýlega tekið í gegn á mjög smekklegan hátt, flísalagt á gólfum og veggjum, fallegt frístandandi baðkar og sturta, vönduð tæki og halogen-lýsing, hiti í gólfi. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni. Eitt hjónaherbergi sem er rúmgott og bjart, parket á gólfum. Barnaherbergi er parketlagt. Eldhús er rúmgott með nýlegri snyrtilegri innréttingu. Stofa og borðstofa í alrými. Mjög fallegir glugg- ar í stofu sem gefa íbúðinni mikinn svip. Parket er á gólfum. Íbúðin er undir súð þannig að íbúðin er í raun um ca 76 fm. Bílastæði fylgir eigninni. Verð kr. 17,9 milljónir.           

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.