Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 47 MENNING Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó alla föstudaga kl. 14. Baðstofan er opin frá kl. 9–13 í dag. Sparikaffi kl. 15. Allir velkomnir. Ath. við æfum boccia tvisvar í viku, mánudaga og fimmtudaga kl. 10. Við bjóðum þér að vera með. Vinnustofan opin alla daga. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, fótaaðgerð, frjálst að spila í sal. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 11.15–12.15 matur. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist í kvöld í Gjábakka kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dagsferð 3. september: Fjallabak syðra, Emstrur. Ekið að Keldum og um Fjallabak syðra að Álftavatni, síð- an um Hvanngil og Emstrur, komið að Markarfljótsgljúfri og ekið um Fljóts- hlíð. Nokkur sæti laus. Ath. takmark- aður sætafjöldi. Uppl. og skráning í síma 588 2111. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Slökunarjóga og teygjur kl. 10.30 og 11.30. Furugerði 1 | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun. Kl. 14.15 verður Aðalheiður Þorsteinsdóttir við píanóið fram að kaffi kl. 15. Allir velkomnir. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, kl. 9 baðþjónusta, fótaað- gerð, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 pútt, kl. 12 hádegismatur, kl. 13 bókabíll, kl. 15 kaffi, kl. 14 bingó. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Pútt á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Brids kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Böðun virka daga fyrir hádegi. Hádegisverður. Dagblöðin liggja frammi. Fótaaðgerð- ir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Púttvöllur er alltaf opinn. Morgunkaffi, hádegisverður og síð- degiskaffi. Gönguhópurinn Gönu- hlaup kl. 9.30. Hárgreiðslustofa 568 3139. Fótaaðgerðarstofa 897 9801. Enn er möguleiki á að koma með hugmyndir að starfsemi á haustönn. Uppl. á staðnum og í síma 568 3132. Norðurbrún 1 | Námskeið hefst aftur í leirvinnslu fimmtudaginn 1. sept. kl. 9. Myndlist verður á mánud. kl. 9–12 og postulínsmálning kl. 13–16.30. Á föstud. myndlist kl. 9–12, innritun er hafin í síma 568 6960. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 handavinna. Kl. 11.45–12.45 hádegis- verður. Kl. 13.30–14.30 sungið v/ flygilinn. Kl. 14.30–14.45 kaffiveit- ingar. Kl. 14.30–16 dansað í aðalsal. Vesturgata 7 | Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs. Kl. 14.30 kynna Lilja Jónsdóttir og Hjör- dís Geirs haust- og vetrarferðir frá Úrvali Útsýn, ferðavinningar í boði. Kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sig- valda. Rjómapönnukökur með kaffinu. Allir eru velkomnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, hárgreiðslu og fótaaðgerða- stofur opnar, böðun, bingó kl. 13.30. Skráning stendur yfir í námskeið vetrarins t.d. bútasaum, penna- og perlusaum, glerskurð, glerbræðslu, bókband og leirmótun. Opið fyrir alla á hvaða aldri sem er, uppl. í síma 411 9450. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10. Létt spjall og kaffisopi. Allir vel- komnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga fólksins. Samkoma kl. 20. Bænastund kl. 19.30 fyrir samkomu. Allir velkomnir. www.filo.is. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Föstudagur 26. ágúst 12.00: Tónlistarandakt. Einar Jóhannesson klarínett og Douglas A. Brotchie orgel. Jo- hann Sebastian Bach: Preludi- um í fís-moll BWV 883/1. John A. Speight: Music, when soft voi- ces die (frumflutn- ingur). Wolfgang Ama- deus Mozart: Tvær kirkjusónötur, KV 67 og 336. Sr. Kristján Valur Ing- ólfsson. 18.00 – 22.00: Kirkjulistaspjall með kaffihúsastemningu. Suðursalur Hallgrímskirkju. „Þér eruð salt jarðar“, passí- an og guðspjöllin í listinni. Stutt innlegg, almennar um- ræður. Umræðum stýra Ævar Kjartansson og dr. Sigurður Árni Þórðarson. Dagskráin er fimmþætt: 18.00: Tónlist. Matteusarpassíur Bachs og Kvernos. Umsjón: Halldór Hauksson og sr. Hauk- ur Ingi Jónasson. Trond Kverno tónskáld og Terje Kvam kórstjóri, sem stjórnað hefur báðum verkunum, segja frá. 19.00: Bókmenntir. Hallgrímur og guðspjöllin. Um- sjón: Margrét Egg- ertsdóttir cand. mag. og dr. Gunnar Krist- jánsson guðfræðingur. 20.00: Myndlist. Guð- spjöllin séð með aug- um myndlistarmanna. Umsjón: Þóra Krist- jánsdóttir listfræð- ingur og dr. Pétur Pét- ursson guðfræðingur. Rúrí segir frá verkum sínum á Kirkjulistahátíð 2005. 21.00: Kvikmyndir. Fjallað um Matteusarguðspjall Pasolinis. Umsjón: Oddný Sen kvik- myndafræðingur og dr. Arn- fríður Guðmundsdóttir guð- fræðingur. 22.00: Matteusarguðspjall. Kvik- mynd frá 1964 eftir Pier Paolo Pasolini. Miðaverð: 500 kr. Dagskrá Kirkjulistahátíðar Á CAFÉ Rósenberg verða í kvöld og annað kvöld tónleikar kvart- ettsins Busy doing nothing. Kvart- ettinn er skipaður þeim Birgi Baldurssyni trommuleikara, Eð- varð Lárussyni gítarleikara, Sig- urði Perez saxófónleikara og Þórði Högnasyni kontrabassaleik- ara. Þeir félagarnir hafa leikið með ýmsum hljómsveitum í gegnum ár- in en hafa núna tekið höndum saman um að spila snarstefjaða tónlist úr ýmsum áttum. Mest verður þó leikið af blús- og djass- efni með suðrænum áhrifum. Tón- leikarnir hefjast kl. 22.30 bæði kvöldin og er aðgangseyrir 500 kr. Morgunblaðið/Jim Smart Uppteknir iðjuleysingjar á Rósenberg LÍF og fjör er í Mosfellsbæ en þar stendur nú yfir menningar- og úti- vistarhátíðin „Í túninu heima“. Þar er boðið upp á fjölbreytta röð við- burða bæði fyrir yngstu kynslóð- irnar og þá sem eldri eru. Björn Þráinn Þórðarson er sviðs- stjóri fræðslu- og menningarsviðs Mosfellsbæjar og hefur yfirumsjón með verkefninu: „Mosfellsbær vill koma sér á viðburðadagatal sumars- ins. Það má segja að við höfum hátíð- ina milli Ljósanætur og Menning- arnætur og stefnum við að því að endurtaka viðburðinn að ári.“ Yf- irskrift hátíðarinnar er lánuð frá Nóbelsskáldinu sem eins og kunn- ugt er gerði Mosfellsbæ að sínum heimabæ: „Við reynum að tjalda því sem best er í Mosfellsbæ. Við fáum til okkar gesti til að skemmta en fyrst og fremst verður það okkar eigið listafólk sem treður upp,“ segir Björn. Mikil útivistar- og menningar- dagskrá verður um helgina. Nefna má að á laugardaginn verður vígð ný fitness-braut við Útivistarmiðstöð- ina á Varmá. Bekkjarkeppni verður milli grunnskólabarna og hestar teymdir undir börnum, svo nokkuð sé nefnt. Sjöþúsundasti Mos- fellsbæingurinn kom í heiminn á dögunum og verður honum og fjöl- skyldu hans færð sérstök viðurkenn- ing og gjafir frá bæjarfélaginu og fyrirtækjum í bænum. Á sunnudag kl. 17 halda Ellen Kristjánsdóttir, KK og Eyþór Gunn- arsson tónleika í Lágafellskirkju en yfir hátíðardagana stendur listasýn- ingin Glerþræðir í listasal Mosfells- bæjar. Á Gljúfrasteini munu síðan Þórarinn Eldjárn og Ilmur Krist- jánsdóttir lesa í lautinni á laugardag kl. 14. Á laugardag er líka útidansleikur með hljómsveitinni Bermúda, grillað verður fyrir gesti í boði fyrirtækja í bænum og varðeldssöngur með lið- sinni skátahóps bæjarins. Gengið verður á fell, haldin stafgöngu- námskeið og kynning á vetrarstarfi íþróttafélaganna í íþróttamiðstöð- inni, svo nokkuð sé nefnt. Ókeypis er á alla viðburði hátíð- arinnar. Hátíð í Mosfellsbæ ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali 533 4200 eða 892 0667 Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Hef kaupanda að vönduðu einbýlishúsi á stór-Reykjavíkursvæðinu Seljendur vinsamlega hafið samband í síma 533 4200 eða 892 0667 FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 SÓLVALLAGATA — NÝLEG Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, fax 512 12 13, netfang foss@foss.is Einstaklega sjarmerandi og björt þriggja herbergja risíbúð á vinsælum stað í vesturbæ Reykjavíkur. Fallegur stigi með stórum glugga. Komið inn í hol. Baðherbergi er allt nýlega tekið í gegn á mjög smekklegan hátt, flísalagt á gólfum og veggjum, fallegt frístandandi baðkar og sturta, vönduð tæki og halogen-lýsing, hiti í gólfi. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni. Eitt hjónaherbergi sem er rúmgott og bjart, parket á gólfum. Barnaherbergi er parketlagt. Eldhús er rúmgott með nýlegri snyrtilegri innréttingu. Stofa og borðstofa í alrými. Mjög fallegir glugg- ar í stofu sem gefa íbúðinni mikinn svip. Parket er á gólfum. Íbúðin er undir súð þannig að íbúðin er í raun um ca 76 fm. Bílastæði fylgir eigninni. Verð kr. 17,9 milljónir.           
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.