Morgunblaðið - 02.09.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 02.09.2005, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í LEIÐARA Morgunblaðsins föstudaginn 26. ágúst er fjallað um mönnunarvandamál á dvalarheim- ilum fyrir aldraða. Þar segir m.a. eftirfarandi: „Þótt þjónustan sé áfram fjármögnuð af almannafé, fer ekki á milli mála, eins og Morgunblaðið hefur margoft bent á, að með einkarekstri og sam- keppni má tryggja betri nýtingu fjár- muna, meiri sveigj- anleika og betri kjör starfsmanna. Það er t.d. umhugsunarvert, sem kemur fram í Morgunblaðinu ídag, að hið einkarekna hjúkrunarheimili Sól- tún hefur nú þegar mannað allar stöður fyrir veturinn og telur sig vel samkeppnisfært, þótt aðrir séu ívandræðum.“ Kvöldið áður var hamrað á því í Ríkissjónvarpinu að „hið einkarekna“ Sóltún væri búið að leysa sín mönnunarvandamál. Öðru máli gegndi um aðrar stofn- anir. Mjög eindregið var svo að skilja á fréttinni að allt væri þetta einkarekstri að þakka. Nú skulum við láta liggja á milli hluta hvar einkarekstur eigi við og hvar ekki. Á því eru mismunandi skoðanir og því álitamál. Staðreyndir eru hins vegar ekki álitamál. Þess vegna eru þær kallaðar staðreyndir. Framhjá stað- reyndum virðast mér bæði frétta- stofa Sjónvarps og leiðarahöfundur Morgunblaðsins horfa í þessu máli. Sú staðreynd sem þessir aðilar horfa framhjá er sú að dvalarheimilum fyrir aldraða er gróf- lega mismunað af hálfu fjárveitingavaldsins. Hlutafélagið Sóltún fær þannig hlutfalls- lega miklu meira fjár- magn úr ríkissjóði en aðrar öldrunarstofn- anir, hvort sem þær eru sjálfseignarstofn- anir eða í öðrum sam- félagslegum rekstri. Samningurinn er mun hagstæðari og allt vísi- tölubundið í bak og fyr- ir. Verði lyfjakostnaður meiri en gert er ráð fyrir í samn- ingnum þá borgar ríkið, gagnstætt því sem gerist hjá öðrum stofnunum; allur byggingarkostnaður er greidd- ur gagnstætt því sem er hjá öðrum. Ég vil taka það skýrt fram að allt þykir mér þetta vera í lagi að því til- skildu að mismunun gagnvart öðrum stofnunum verði afnumin. Samningar við Sóltún og aðrar stofnanir eru ekki eins upp byggðir einsog að framan greinir og þarf nokkra yfirlegu til að rýna í sam- anburðinn. Að mínu frumkvæði gerði Ríkis- endurskoðun úttekt á þessum mis- mun á sínum tíma og staðfesti að um umtalsverðan mun væri að ræða. Og hver skyldi hafa verið skýring Ríkis- endurskoðunar á því að ríkisvaldið var gjöfulla á skattfé til Öldungs hf. en til annarra dvalarheimila fyrir aldraða? Hin síðarnefndu, sagði Ríkisendurskoðun, „eiga að jafnaði ekki að sýna hagnað af starfsemi sinni. Að sjálfsögðu á slíkt ekki við um hlutafélög og aðra sambærilega einkaaðila á borð við Öldung hf. For- svarsmenn félagsins hljóta að gera eðlilegar kröfur um hagnað af starf- semi fyrirtækisins.“ Þar fengum við það. Hlutafélagið átti m.ö.o. að fá meira skattfé en önnur heimili fyrir aldraða til að geta greitt hluthöfum arð! Hvernig birtist svo þessi mis- munun í raunveruleikanum? Skýra má muninn með því að bera saman framlög til Sóltúns og Vífilstaða en bæði þessi heimili taka 90% nýrra innlagna beint af sjúkrahúsum. Þeg- ar framlag á fjárlögum er skoðað til þessara tveggja stofnana, fjöldi vist- manna gaumgæfður og síðan reikn- að út hvað Vífilstaðir ættu að fá ef framlögin væru samkvæmt sömu forsendum og hjá Sóltúni ættu Víf- ilstaðir að fá 76 milljónum krónum meira á ári en nú er raunin. Ef þessi samanburður væri heimfærður á Grund myndi sú stofnun fá 273 millj- ónum krónum meira en nú er. Um þetta sagði yfirlæknirinn á Skjóli í ársskýrslu sem birt var 14. mars 2003: „Það er hins vegar mikið undr- unarefni, hve mismunur milli heim- ila og vistmanna þeirra vex.“ Skýr- ingin er augljós sagði hann ennfremur, „sá óhjákvæmilegi mun- ur hlýtur að vera augljós á verktaka- kostnaði aðila sem annars vegar reiknar sér og hluthöfum sínum 15% arð af starfseminni og hins vegar sjálfseignarfélögum sem hafa það eitt á stefnuskrá að skrimta halla- laus frá ári til árs.“ Ég hef oft vikið að þessu málefni í skrifum, m.a. hér í Morgunblaðinu. Sannast sagna hefur það komið mér á óvart hve lítinn áhuga fjölmiðlar hafa sýnt því hróplega ranglæti og mismunun sem dvalarheimili aldr- aðra búa við, að ekki sé minnst á hagsmuni skattgreiðenda. Ég vil leggja ríka áherslu á að ég sé ekki ofsjónum yfir framlagi til þeirrar ágætu stofnunar sem Sóltún er, að því undanskildu að sjálfsögðu, að skattfé, sem varið er til velferðar- mála á að mínu mati ekki erindi í vasa fjárfesta. Mér svíður hins vegar að ekki sé búið eins vel að öðrum stofnunum hvað opinber fjárframlög snertir. Þetta misrétti má ekki líðast leng- ur. Þegar þetta hefur verið lagað verða fyrst komnar sanngjarnar for- sendur fyrir samanburð af því tagi sem leiðarahöfundur Morgunblaðs- ins og Fréttastofa Sjónvarpsins hafa gert að umtalsefni. Aðstaða hjúkrunarheimila fyrir aldraða verði jöfnuð Ögmundur Jónasson fjallar um kjör aldraðra ’Sannast sagna hefur það komið mér á óvart hve lítinn áhuga fjölmiðlar hafa sýnt því hróplega ranglæti og mismunun sem dvalarheimili aldraðra búa við.‘ Ögmundur Jónasson Höfundur er formaður BSRB og alþingismaður. SKIPULAGIÐ í Reykjavík er að vanda mál málanna þegar kemur að borgarpólitíkinni. Undirritaður er kannski ekki alltaf sammála mikilvægisstuðlinum og finnst stundum halla á málaflokka eins og skólamál og félagsmál. En það er ekki mitt að dæma um það hvað eigi og eigi ekki að vera mik- ilvægasta málið í dag. Hér kemur því stutt innlegg í skipulags- umræðuna. Í miðri Reykjavík er nokkuð fallegur grasbali með trjám og tjörn í kring. Þetta er Hljóm- skálagarðurinn en þar má vel fara í pik- nik ef vindáttin er hagstæð og ef slökkt er á hinum einkar hallærislega gos- brunni sem þrátt fyr- ir fyrirheit um annað blæs gjarnan tjarn- argrútnum yfir göngustíga. Það er hinsvegar ljóst að nýting garðsins er ekki sem skyldi og er það fremur sorglegt í ljósi þess að þetta er grænt svæði á besta stað í borginni. Fyrir stuttu var dregin fram í dagsljósið gömul hugmynd um byggingu kaffihúss í garðinum. Það er frábær hugmynd og gæti verið vísir að endurnýjun lífdaga fyrir þennan yfirgefna garð. Það mætti gera miklu meira við Hljómskálagarðinn. Það er t.d. óskiljanlegt hvers vegna Árbæj- arsafninu var valinn staður í Árbæ (kannski var bara búið að skíra það áður en húsin voru flutt). Hrafn Gunnlaugsson kom með frá- bæra hugmynd fyrir nokkrum ár- um sem fólst í því að flytja gömlu húsin úr Árbænum í Hljóm- skálagarðinn. Þetta er góð hug- mynd. Hljómskálagarðurinn og tjarnarsvæðið sunnanvert tæki stórkostlegum framförum fyrir vikið. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er sígilt deilumál. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar í þessu samhengi og sýnist sitt hverjum. Nýverið kom enn ein patentlausnin fram sem felst í því að byggja nýjan flugvöll 500 m frá núverandi flugvelli – bara úti í sjó. Hér er vond hug- mynd á ferðinni og aldrei þessu vant var leiðarahöfundur Morg- unblaðsins á tánum og gagnrýndi vitleysuna. Þvílík sóun á almannafé að henda 13 milljörðum í nýjan flugvöll til þess eins að stinga dúsu upp í þá sem eru óánægðir. Það er alveg sama hvað reynt er það er aldrei hægt að gera öllum til hæf- is. Pólitík sem gengur út á það að friða fólk í stað þess að taka af skarið og hafa dug og þor er bara leiðinleg framsóknarmennska. Hvaða framtíðarsýn er það að hafa tvo stóra flugvelli á 25 km radíus? Í ljósi tækniþróunar sl. 50 ára mætti ætla að 25 km vegalengd (í lofti) verði orðin að engu eftir 50 ár. Hvers vegna þá að byggja nýjan flugvöll? Kefla- vík er alltaf að færast nær og nær og þar er ein af lengri flug- brautum Evrópu og þar er svæðið sem ætti að verða framtíð- armiðstöð innan- og utanlands flug- samgangna okkar Ís- lendinga. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er liðin tíð. Hann truflar og tekur pláss. Það sem meira er: það er ekki þörf fyrir hann. Það er skammsýni að halda að ferðatími farþega af landinu muni lengjast svo nokkru nemi – sé litið lengra en til allra nánustu framtíðar. Hugmyndir um flugvöll á Lönguskerjum eru í besta falli slæmar og í versta falli ef fram ná að ganga heimskuleg sóun á almannafé. Borgin skipulögð Grímur Atlason fjallar um skipulagsmál Grímur Atlason ’Burt með flug-völlinn og setj- um Árbæj- arsafn í Hljómskála- garðinn.‘ Höfundur situr í stjórn VGR. Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan sið- blindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma. Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum til- vikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppn- islög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á hon- um. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hags- muni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrver- andi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar Hvernig heilsast á morgun Glæsilegur blaðauki um heilsu og hollan lífsstíl fylgir Morgunblaðinu á morgun. Meðal efnis er líkamsrækt, heilsufæði, jógaiðkun, betri svefn, sykurlaust mataræði, leiðir til að hætta að reykja, mikilvægi slökunar og margt fleira.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.