Morgunblaðið - 14.09.2005, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SKOÐA KAUP Á STERLING
Forsvarsmenn FL Group kanna
nú möguleika á kaupum samsteyp-
unnar á norræna lággjaldafélaginu
Sterling Airways. Viðræður hafa enn
ekki hafist og óvíst hver niðurstaðan
verður.
Bondevik boðar afsögn
Kjell Magne Bondevik, forsætis-
ráðherra Noregs, tilkynnti Haraldi
konungi í gær að hann hygðist segja
af sér í næsta mánuði þegar frumvarp
til fjárlaga næsta árs hefur verið lagt
fyrir þingið. Þá tekur við stjórn undir
forystu Jens Stoltenbergs, leiðtoga
Verkamannaflokksins.
Ákæran verði óbreytt
Saksóknari í Baugsmálinu krafðist
þess fyrir dómi í gær að ákæran í
málinu yrði látin standa óbreytt,
verknaðarlýsingar sem þar kæmu
fram væru fullnægjandi. Verjandi
eins sakborninga sagði gallana á
ákærunni aftur á móti svo mikla að
málinu ætti að vísa frá í heild sinni
Bush kveðst axla ábyrgð
George W. Bush Bandaríkjaforseti
kvaðst í gær axla ábyrgð á því sem
fór úrskeiðis hjá stjórninni þegar hún
tókst á við hamfarirnar við Mexíkó-
flóa. Hann sagði þær vekja spurn-
ingar um hvort yfirvöld gætu brugð-
ist sem skyldi við náttúruhamförum
og stórfelldum hryðjuverkum.
Selja fisk fyrir 22 milljarða
Fisksölufyrirtækið Atlantis Group
undirritaði í gær samning við Daito
Gyorui í Japan, stærsta fiskmarkað
Tókýó. Samningurinn snýst um kaup
Japana á fiski frá Atlantis næstu
fimm árin, aðallega eldisfiski eins og
lax og túnfiski, og nemur andvirði
hans rúmum 22 milljörðum króna.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 26
Fréttaskýring 8 Umræðan 22/27
Viðskipti 13 Bréf 27
Erlent 14/15 Minningar 27/32
Minn staður 16 Myndasögur 36
Höfuðborgin 17 Dagbók 36/38
Akureyri 17 Staður og stund 37
Suðurnes 18 Leikhús 40
Landið 19 Bíó 42/45
Daglegt líf 20 Ljósvakamiðlar 46
Menning 21 Veður 47
Forystugrein 24 Staksteinar 47
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Mikið úrval stórra og
smárra heimilistækja
ásamt lömpum,
þráðlausum símum
og farsímum á sann-
kölluðum Búhnykks-
kostakjörum.
Komið og gerið frábær
kaup.
GH
-
SN
05
09
00
2
ÚTFÖR Guðmundar H. Kjærne-
sted, fyrrverandi skipherra, var
gerð frá Hallgrímskirkju í Reykja-
vík í gær að viðstöddu fjölmenni.
Séra Pálmi Matthíasson og séra
Hjalti Þorkelsson jarðsungu.
Kistuna báru úr kirkju: Björn
Ingvarsson, Hafsteinn Heiðarsson,
Halldór Gunnlaugsson, Hjalti Sæ-
mundsson, Kristján Þ. Jónsson, Leif
K. Brydde, Ólafur Pálsson og Tóm-
as Helgason.
Morgunblaðið/RAX
Útför Guðmundar H. Kjærnested
DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra
segir í samtali við Morgunblaðið að
við skoðun á nýjustu mælingu Hag-
stofunnar á
neysluvísitölunni
verði að hafa í
huga að hin raun-
verulega verð-
bólga, sem snerti
almenning í land-
inu, sé óveruleg.
Það sé hins vegar
húsnæðisliðurinn
sem ýti undir
verðbólguna, en
hún er sem kunnugt er komin yfir
markmið Seðlabankans.
„Ef við skoðum samræmdar vísi-
tölur í Evrópu, þar sem húsnæðislið-
urinn er hafður sér, þá erum við með
hvað lægstu verðbólguna,“ segir
Davíð en honum kom það á óvart að
sjá hve dagvaran hafi hækkað milli
mánaða í mælingu á vísitölunni.
Varðandi bensínið og hækkun
þess segir Davíð það vera nokkuð
sem ekki sé hægt að bæta sér upp.
Hækkanir bitni á þjóðfélaginu öllu
þar sem forsendur þeirra eru utan-
aðkomandi.
Varðandi kröfu bíleigenda um
lægri álögur ríkisins á eldsneytis-
verði bendir Davíð á að stjórnvöld
hafi sýnt þá framsýni að breyta
bensíngjaldi í fast gjaldi.
„Sú ákvörðun ein, ef ég man rétt,
hefur þýtt að álögur ríkisins eru 35%
lægri en ella,“ segir Davíð.
Hækkun dagvöru
kom á óvart
Davíð Oddsson
Utanríkisráðherra um verðbólguna
„MÉR finnst vera kominn tími til
þess að karlar komi um borð,“ segir
Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra, sem á fundi jafnréttisnefndar
Evrópuráðsþingsins í gær kynnti
hugmynd um karlaráðstefnu. Að-
spurður sagði Árni vonast til þess að
hægt verði að fara af stað með inn-
lenda karlaráðstefnu nú í haust og í
framhaldinu alþjóðlega karlaráð-
stefnu vorið 2006.
„Ég tel að það sé mjög mikilvægt
að karlar ræði þessi mál, því jafn-
réttismál eru ekkert síður okkar mál
en kvenna. Sem betur fer höfum við
verið að ná góðum árangri hérlendis,
en við getum gert betur,“ sagði Árni
í samtali við Morgunblaðið. Aðspurð-
ur sagði hann hugmyndina að karl-
aráðstefnu ekki vera sína, heldur frá
Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi
forseta, en í
ávarpi sínu á mál-
þingi um jafnrétti
í Borgarleikhús-
inu fyrir ári gagn-
rýndi Vigdís það
að alltaf væru það
aðeins konur sem
mættu þegar
ræða ætti jafn-
réttismál. „Þá
kviknaði ljós hjá mér og ég hef síðan
rætt þessa hugmynd um karlaráð-
stefnu bæði við hana og fleiri aðila og
er sannfærður um að þetta sé það
sem við eigum að gera,“ segir Árni
og upplýsir að hann vonist til þess að
í framhaldi af innlendu ráðstefnunni
verði hægt að halda hérlendis alþjóð-
lega karlaráðstefnu. „Því ég vil
meina að við Íslendingar séum í
ákveðnum fararbroddi í jafnréttis-
málum og höfum einhverju að
miðla.“
Aðspurður segist Árni búast við
því að meginviðfangsefni innlendu
ráðstefnunnar verði að fara yfir það
hvað hafi áunnist á umliðnum árum
og eins verði rætt með hvaða hætti
karlmenn geti orðið virkari og haft
meiri áhrif á jafnréttisbaráttuna.
„Og hvernig við getum tryggt að ár-
angur verði meiri.“
Spurður hvort hann sjái fyrir sér
að jafnréttisumræðan verði öðruvísi
þegar aðeins karlar taki þátt í um-
ræðunni svarar Árni því játandi. „Ég
er eiginlega alveg viss um að umræð-
an verði svolítið öðruvísi og ég held
að jafnréttisbaráttan hafi gott af því.
Með því er ég ekki að gagnrýna
hvernig hún er, heldur miklu frekar
að segja að við getum útvíkkað
hana,“ segir Árni og tekur fram að
hann telji að til þess að hægt verði að
ná næstu áföngum í jafnréttisbarátt-
unni þá þurfi karlar að verða miklu
virkari en þeir eru í dag.
Félagsmálaráðherra kynnir karlaráðstefnu í haust
„Kominn tími til að
karlar komi um borð“
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Árni Magnússon
„HÉR var rífandi stemning og
myndinni afar vel tekið,“ segir
Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumað-
ur Kvikmyndamiðstöðvar Íslands,
sem viðstödd var frumsýningu á
mynd Baltasars Kormáks A Little
Trip to Heaven á kvikmyndahátíð-
inni í Toronto sl. mánudagskvöld.
Að sögn Laufeyjar var koluppselt
á frumsýninguna og margir sem
ekki gátu fengið miða. „Það er búið
að vera rosalega fín stemning í
kringum myndina hér úti og hún
hefur farið virkilega vel af stað.“
Að frumsýningu lokinni sátu
Baltasar Kormákur og Forest
Whitaker fyrir svörum. Segir Lauf-
ey að þar hafi komið fram mikil
ánægja með annars vegar söguflétt-
una og hins vegar hvaða tökum
Baltasar tekur hin sammannlegu
vandamál. Segir hún greinilegt að
áhorfendur hafi þekkt vel til Baltas-
ars því menn hafi verið að bera nýju
myndina saman við fyrri myndir
hans.
Aukasýn-
ing vegna
góðrar að-
sóknar
♦♦♦
RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi
sínum í gær að veita Bandaríkja-
mönnum fjárhagsaðstoð til endur-
uppbyggingar í þeim ríkjum sem
verst urðu úti í fellibylnum Katr-
ínu sem brast á 29. ágúst. Rík-
isstjórnin samþykkti að verja
hálfri milljón Bandaríkjadala, jafn-
virði um 31 milljón íslenskra
króna, til þessa verkefnis.
Halldór Ásgrímsson forsætis-
ráðherra lagði þetta til í samráði
við Davíð Oddsson utanríkisráð-
herra.
Davíð Oddsson segir við Morg-
unblaðið að hér sé um táknrænan
stuðning Íslands að ræða, fyrst og
fremst til að sýna Bandaríkja-
mönnum samhug á erfiðum tímum.
Ekki sé um háa upphæð að ræða
miðað við þann gríðarlega kostnað
sem þeir standi frammi fyrir.
Bandaríkjamenn hafi hins vegar
komið Íslendingum og mörgum
öðrum þjóðum til hjálpar, þegar
eitthvað hafi bjátað á.
Styrkja
Bandaríkja-
menn um 31
milljón