Morgunblaðið - 14.09.2005, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fágu
n
A4 Q
uatt
ro
®
Koparþræðir
skila því sem
ljósleiðaranum
var ætlað
Framtíðin
kom í ljós
á morgun
FORMENN landssambanda
verkalýðsfélaga, sem eiga aðild að
ASÍ, luku tveggja daga vinnufund-
um sínum í gær. Meðal verkefna
var að undirbúa ársfund ASÍ, sem
fram fer í næsta mánuði. Einnig
varð mönnum tíðrætt um horfur í
kjaramálum í kjölfar nýjustu mæl-
ingar Hagstofunnar á neysluvísi-
tölunni, sem sýndi 4,8% verðbólgu
á ársgrundvelli. Fram komu þung-
ar áhyggjur af þróun verðlags- og
atvinnumála og horfum á næsta
ári þess efnis að verðbólgan verði
áfram töluverð og staða krónunnar
veikist.
Kristján Gunnarsson, formaður
Starfsgreinasambandsins, segir
menn gera sér vel grein fyrir því
að nú reyni verulega á helstu for-
sendur kjarasamninga, annars
vegar verðbólguna og hins vegar
þróun annarra samninga.
Framundan séu viðræður um
endurskoðun á kjarasamningum.
„Verðbólgumarkmiðin hafa ekki
náðst og svo hafa verið gerðir hér
samningar á vinnumarkaði sem
hafa farið langt fram úr okkar
samningum. Mikið kraftaverk þarf
að gerast til að þetta gangi til
baka, enda engin verðhjöðnun til
staðar,“ segir Kristján, sem ekki
telur koma til greina að breyta
neysluvísitölunni á þann veg að
taka út húsnæðisliðinn. „Við skipt-
um ekki um hest úti í miðri á.“
Kristján bindur vonir við að-
komu ríkisins að launamálum.
Margt komi til greina, m.a. með
aðkomu að lífeyrissjóðsmálum lág-
launafólks, en allar aðgerðir verði
að hafa jöfnunaráhrif. Kristján
segir ekki vera hægt að líta
framhjá þeirri staðreynd að kaup-
máttur margra hafi aukist en ráða-
menn megi þá heldur ekki gleyma
því að verðhækkanir hafi að mestu
étið upp þá aukningu. Rjóminn
hafi ekki skilað sér til allra.
Gunnar Páll Pálsson, formaður
Verzlunarmannafélags Reykjavík-
ur, segir forsendur kjarasamninga
vera í uppnámi og ástæða sé til að
hafa áhyggjur af stöðunni. Vonir
séu bundnar við störf endurskoð-
unarnefndar, sem í eiga sæti
fulltrúar atvinnurekenda og laun-
þega.
Menn séu að ráða ráðum sínum
um hvort segja eigi samningunum
upp eða fá innspýtingu í þá, eink-
um til hækkunar lægstu launanna.
Vitað sé að nokkurt launaskrið
hafi átt sér stað í ýmsum stéttum.
Að því leyti megi taka undir orð
forsætisráðherra í Morgunblaðinu
í gær, um að kaupmáttaraukning
hafi orðið meiri en reiknað var
með.
„Launaskrið er eðlilegur fylgi-
fiskur uppsveiflu í efnahagslífinu,
eins og hefur orðið, en alltaf eru
einhverjir sem sitja eftir. Það eru
þeir sem við höfum áhyggjur af,“
segir Gunnar Páll og vísar þar
m.a. til fjölmargra VR-félaga, sem
hafi orðið fyrir kaupmáttarrýrnun.
Formenn landssambanda innan ASÍ stilltu saman strengi sína
Þungum áhyggjum lýst
af þróun verðlagsmála
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
Samninganefndir atvinnurekenda og launþegafélaga á almenna markaðinum gengu frá samningum í mars 2004.