Morgunblaðið - 14.09.2005, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÖLL aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eiga
að fá tækifæri til setu í öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna og Ísland á góða möguleika á
sæti þar eins og íslensk stjórnvöld stefna að,
að sögn sir Marrack Gouldings, fyrrverandi
aðstoðarframkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna.
Íslendingar vinna að framboði til setu í
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2009–
2010. Tyrkland og Austurríki sækjast einnig
eftir setu í ráðinu en tvö sæti eru í boði.
Marrack Goulding segir að ein helsta hindr-
un Íslendinga sé sú að vegna kosninga í ör-
yggisráðið komi meðal annars fram í stofn-
skrá SÞ að taka skuli til greina framlög
þjóða til alþjóðlegrar friðargæslu. Ísland
hafi ekki tekið mjög virkan þátt í þessari
gæslu og til dæmis ekki sent her á vettvang
vegna þess að landið hafi ekki her. Hins
vegar eigi Ísland möguleika á að fá kosn-
ingu í ráðið vegna þess að keppinautarnir
verði útilokaðir á annan hátt en Ísland,
Austurríki vegna fyrri setu í öryggisráðinu
og Tyrkland vegna deilna í tengslum við
ýmis vandamál varðandi aðild að Evrópu-
sambandinu.
Aðildinni fylgir aukið vægi
Kostnaðaráætlun vegna baráttu Íslands
fyrir að ná kjöri og vegna setu í ráðinu
hljóðar upp á um 600 milljónir króna.
Goulding segir að ríki verði að gera það upp
við sig hvort þau vilji eyða miklum fjár-
munum til að eiga aðild að öryggisráðinu.
Aðildinni fylgi aukið vægi á alþjóðlegum
vettvangi og þátttaka í mikilvægum, alþjóð-
legum ákvarðanatökum. Þetta sé mikilvæg
staða fyrir hverja þjóð og ef hann væri Ís-
lendingur vildi hann að Ísland ætti setu í ör-
yggisráðinu. Smáríki hafi átt aðild að ráðinu
og þannig ætti það að vera.
Sameinuðu þjóðirnar eiga við ýmis vanda-
mál að etja og eiga í erfiðleikum þess vegna.
Goulding segir að helstu vandamálin séu
þau að friðargæslan hafi mistekist. Ekki
hafi tekist að færa stefnuna í nútímalegt
horf. Í öðru lagi hafi bandarísk stjórnvöld
skaðað Sameinuðu þjóðirnar með einhliða
stefnu sinni.
Goulding var hér á landi á dögunum og
flutti tvö erindi. Umbætur á Sameinuðu
þjóðunum og leiðtogafundurinn mikli: er
einhver von um árangur? kallaði Marrack
Goulding erindi sitt sem hann flutti í hádeg-
isfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands í
fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands í gær.
Um helgina hélt hann annað erindi á vegum
Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands og
nefndi það Hvers vegna skipta smáríki svo
miklu máli við friðargæslu Sameinuðu þjóð-
anna?
Marrack Goulding var aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna 1986–
1997 (yfirmaður friðargæslusviðs 1986–1993
og yfirmaður stjórnmálasviðs 1993–1997).
Áður gegndi hann ýmsum ábyrgðarstöðum
innan bresku utanríkisþjónustunnar, en síð-
an 1997 hefur hann verið forstöðumaður St.
Antony’s College við Oxford-háskóla á Eng-
landi.
Sir Marrack Gouldings, fyrrv. aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna
Segir ríki eiga
að skiptast á setu
í öryggisráði SÞ
Morgunblaðið/Þorkell
Sir Marrack Goulding flutti erindi um um-
bætur á Sameinuðu þjóðunum í hádeg-
isfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands í
gær.
SAMTÖK myndrétthafa á Íslandi, SMÁÍS,
sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem kem-
ur fram hörð gagnrýni á Neytendasamtökin
og yfirlýsingu þeirra vegna umræðu um
áskriftir að SKY-sjónvarpsstöðvunum hér á
landi.
Í yfirlýsingu Neytendasamtakana kemur
meðal annars fram að þau telji þá Íslendinga
sem hafa aðgang að SKY-stöðvum ekki vera
að brjóta gegn reglum, því eru SMÁÍS hins
vegar ósammála. Meðal annars segir í til-
kynningu SMÁÍS að „það [sé] með ólíkindum
að Neytendasamtökin skuli taka upp hansk-
ann fyrir ólögmæta starfsemi og vera með
slíkar yfirlýsingar sem raun ber vitni. Það er
ljóst að með yfirlýsingu sinni og rökleysu hafa
Neytendasamtökin reynt að upphefja starf-
semi sem er á skjön við íslensk lög og [...] get-
ur slíkt seint talist til hagsbóta fyrir neyt-
endur.“
SMÁÍS telur einnig að SKY og flestir þeir
milligöngumenn sem selji áskriftir hér á landi
brjóti á íslenskum skattalögum þar sem ekki
séu greiddar upphæðir fyrir skatta og skyldur
af starfseminni eins og lög gera ráð fyrir.
Ennfremur borgi íslenskir fjölmiðlar háar
upphæðir fyrir íslenska sýningarréttinn en
enginn réttur hefur verið keyptur af SKY fyr-
ir Ísland.
Neytendasamtökin eru jafnframt talin
halda hlífiskildi yfir starfsemi sem brýtur lög
og reglugerðir og sögð eiga að endurskoða
hlutverk sitt sé það ætlun þeirra.
SMÁÍS gagnrýna
Neytendasamtökin
Segja samtökin
halda hlífiskildi
yfir ólöglegri
starfsemi
GISSUR Páll Gissurarson ten-
órsöngvari lauk á mánudag, ásamt
Hólmfríði Sigurðardóttur píanó-
leikara, tónleikaröð á heimssýn-
ingunni í Japan. Héldu þau alls 12
tónleika á fimm dögum og voru
viðbrögðin mikil og góð. Sungu
þau og léku á vegum norræna
skálans á heimssýningunni, m.a. á
stóru sviði á kvöldin fyrir framan
tugþúsundir áhorfenda.
Á fjölbreyttri söngskrá voru 23
íslensk lög og að sögn Gissurar
fóru þau sérlega vel í japanska
áhorfendur. Þeirra á meðal var
Hamraborgin.
„Viðbrögðin hafa verið frábær.
Japanir hafa greinilega mikinn
Flóvenz söngkonu. Bæði eru þau
Kópavogsbúar en eftir söngnám í
Söngskóla Reykjavíkur fluttu þau
til Ítalíu árið 2001 og byrjuðu á
ítölskunámi við háskólann í Siena.
Þau héldu síðan söngnáminu
áfram í Bologna en að auki hefur
Gissur Páll sótt tíma að und-
anförnu hjá stórsöngvaranum
Kristjáni Jóhannssyni. Með nám-
inu hefur Gissur víða komið fram á
tónleikum og í óperum, bæði sem
einsöngvari og í kór.
„Kristján hefur reynst mér
rosalega vel í söngnum og einnig
hjálpað mér við að komast í sam-
band við fólk í söngheiminum,“
segir Gissur Páll sem nú undirbýr
sig m.a. fyrir áheyrnarpróf síðar í
mánuðinum hjá þekktum umboðs-
manni söngvara á Ítalíu.
alls 24 þúsund gestir komu yfir
einn sýningardag. Frá því að sýn-
ingin hófst hafa yfir tvær milljónir
manna kynnt sér það sem Norð-
urlöndin hafa upp á að bjóða í
menningu, viðskiptum og ferða-
þjónustu.
Spurður hvernig tónleikarnir í
Japan hefðu komið til sagði Gissur
Páll að þau Hólmfríður, sem starf-
ar sem píanóleikari á Íslandi,
hefðu sett saman söngdagskrá og
sótt um að fá að syngja og leika ís-
lensk lög á heimssýningunni. Um-
sókninni hefði verið vel tekið og
þau að sjálfsögðu gripið tækifærið.
Í námi hjá Kristjáni
Gissur Páll býr um þessar
mundir í Parma á Ítalíu ásamt
konu sinni, Sigrúnu Daníelsdóttur
áhuga á óperusöng því eftir hverja
tónleika á stóra sviðinu beið okkar
fjöldi fólks sem vildi fá eiginhand-
aráritanir og við vorum mynduð í
bak og fyrir. Einnig komu margir
á tónleikana aftur og aftur,“ segir
Gissur Páll í samtali við Morg-
unblaðið.
Á síðustu tónleikunum á mánu-
dag söng hann m.a. fyrir íslensku
viðskiptasendinefndina sem er í
heimsókn í Japan með Davíð
Oddsson utanríkisráðherra í
broddi fylkingar. Einnig hitti hann
um helgina virta japanska óp-
erusöngkonu, sem gaf sig á tal við
þau Hólmfríði að tónleikum lokn-
um, og vildi fá allar upplýsingar
um þau og íslenska söngtónlist.
Aðsóknarmet var slegið í nor-
ræna skálanum um helgina þegar
Gissur Páll Gissurarson tenórsöngvari vakti athygli
með flutningi íslenskra sönglaga á heimssýningunni í Japan
Ljósmynd/Ragnar Þorvarðarson
Gissur Páll Gissurarson tenórsöngvari og Hólmfríður Sigurðardóttir píanóleikari gefa japönskum áhang-
endum eiginhandaráritanir að loknum tónleikum á heimssýningunni í Japan.
Gissur Páll og Hólmfríður komu
fram á 12 tónleikum á fimm dög-
um við norræna skálann á Expo
2005 í Japan.
Hamraborginni vel tekið
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is GUÐNÝ Hildur Magnúsdóttir, félagsráðgjafi
og MA í félagsfræði, hefur
ákveðið að gefa kost á sér í
3.–6. sæti í forvali Vinstri
grænna í Reykjavík fyrir
borgarstjórnarkosningarn-
ar 2006.
Guðný hefur setið í jafn-
réttisnefnd Reykjavíkur-
borgar frá árinu 2002 og
verið varaborgarfulltrúi frá
árinu 2003. Guðný hefur
setið í stjórn VGR frá árinu 2002 og hefur
stýrt Velferðarsmiðju VGR, sem m.a. stóð fyr-
ir málþingi sl. vor um þátttöku feðra í uppeldi
barna. Þau málefni sem eru Guðnýju mest
hugleikin eru velferðarmál, jafnréttismál, mál-
efni minnihlutahópa, þátttökulýðræði, fé-
lagsauður og að draga úr neysluhyggju í sam-
félaginu.
Gefur kost á
sér í forval VG
♦♦♦