Morgunblaðið - 14.09.2005, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
JENS Stoltenberg, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, verður næsti for-
sætisráðherra Noregs en hið rauð-
græna bandalag stjórnarandstöðu-
flokkanna, Verkamannaflokks,
Sósíalíska vinstriflokksins og Mið-
flokksins, fékk hreinan meirihluta í
kosningunum í fyrradag, 87 þing-
menn á móti 82 stjórnarflokkanna en
alls sitja 169 menn á Stórþinginu.
Kosningarnar í gær voru um sumt
sögulegar. Nú mun taka við valda-
taumunum fyrsta meirihlutastjórnin
í Noregi í 20 ár og þetta verður í
fyrsta sinn, sem Verkamannaflokk-
urinn tekur þátt í samsteypustjórn.
Sigurvegarar í kosningunum í
fyrradag voru þrír: Verkamanna-
flokkurinn, sem fékk 61 mann kjör-
inn og bætti við sig 18; Framfara-
flokkurinn, sem fékk 37 menn, bætti
við sig 11, og Venstre, einn stjórn-
arflokkanna, sem fór úr tveimur
mönnum í 10. Hinir stjórnarflokk-
arnir tveir guldu afhroð. Kristilegi
þjóðarflokkurinn, flokkur Kjell
Magne Bondeviks forsætisráðherra,
missti helming þingsætanna, fór úr
22 í 11, og Hægriflokkurinn missti 14
menn, fór úr 38 í 24. Fyrir kosningar
var talið hugsanlegt, að smáflokkar,
fyrrverandi maóistar og Strand-
byggðaflokkur Steinars Bastesens,
kynnu að ráða úrslitum um stjórn-
armyndun en hvorugur þeirra fékk
mann kjörinn.
Umskipti í stjórnmálunum
Hér er um að ræða allmikil um-
skipti í norskum stjórnmálum.
Verkamannaflokkurinn er ekki leng-
ur „fremstur meðal jafninga“ eins og
verið hefur um skeið, heldur hefur
hann endurheimt stöðu sína sem
langstærsti stjórnmálaflokkurinn í
Noregi. Þá er Hægriflokkurinn, sem
verið hefur forystuafl borgaralegu
aflanna í Noregi, ekki lengur næst-
stærstur, heldur í þriðja sæti á eftir
Framfaraflokknum. Veitti Fram-
faraflokkurinn minnihlutastjórn
Bondeviks brautargengi á þingi á
síðasta kjörtímabili en með honum
vill þó enginn mynda stjórn. Er hann
sakaður um lýðskrum og ábyrgðar-
leysi en framhjá því verður þó ekki
horft, að hann nýtur nú stuðnings
rúmlega fimmta hvers kjósanda í
Noregi.
Rune Karlsen, stjórnmálafræð-
ingur við Óslóarháskóla sagði í gær,
að lesa mætti það út úr kosningun-
um, að skattalækkanir væru ekki
mesta áhugamál kjósenda, heldur
jafnari skipting þjóðarauðsins.
Kjell Magne Bondevik forsætis-
ráðherra hefur þegar tilkynnt Har-
aldi konungi Ólafssyni, að hann muni
segja af sér í næsta mánuði þegar
hann hefur lagt fyrir þingið fjárlög
fyrir næsta ár. Að því búnu mun rík-
isstjórn Jens Stoltenbergs taka við
og er mikið um það rætt í norskum
fjölmiðlum hvers af henni megi
vænta.
Helstu stefnumálin
Engar skattalækkanir eru í far-
vatninu og er heldur búist við, að
skattar á þá, sem eru með um fjórar
milljónir ísl. kr. í árslaun eða meira
verði hækkaðir lítillega. Á móti verði
skattar á lág laun lækkaðir.
Búist er við, að svokallaðir um-
hverfisskattar verði hækkaðir. Samt
er gert ráð fyrir, að bílakaup verði
nokkru auðveldari en áður en aftur á
móti verði reksturinn dýrari.
Frá 1. janúar næstkomandi verður
hámarksgjald fyrir leikskólapláss
rúmar 17.000 ísl. kr. og er stefnt að
því að útrýma biðlistum fyrir árslok
2007.
Einkavæðing heilbrigðisþjónust-
unnar verður alveg stöðvuð.
Skilyrði fyrir stofnun einkaskóla
verða stórhert og líklegt, að sumir
þeirra, sem fyrir eru, verði sviptir
ríkisstyrknum. Talið er sennilegt, að
nemendur í framhaldsskólum fái
námsbækurnar ókeypis og hugsan-
lega einnig skólamatinn.
Í húsnæðismálum er stefnt að
aukinni byggingu ódýrs leiguhús-
næðis.
Ágreiningur um
olíumál og ESB
Í þessum efnum eru flokkarnir
samstiga en þá greinir á um margt
annað. Verkamannaflokkurinn vill
hefja olíuboranir í Barentshafi en
Sósíalíski vinstriflokkurinn ekki og
Verkamannaflokkurinn vill reisa raf-
orkuver, gasaflsstöð, með þeim skil-
yrðum, sem um það gilda innan Evr-
ópusambandsins. Þar er ekki gert
ráð fyrir sérstakri hreinsun á koltví-
sýringi. Sósíalíski vinstriflokkurinn
og Miðflokkurinn vilja hreinsunar-
búnað og einnig, að starfsleyfi ann-
arra slíkra stöðva verði afturkallað
nema hreinsunarbúnaði verði komið
upp.
Sósíalíski vinstriflokkurinn og
Miðflokkurinn vilja seilast aðeins
dýpra í olíusjóðinn en gert hefur ver-
ið en Verkamannaflokkurinn er því
algerlega andvígur. Verkamanna-
flokkurinn vill sækja um aðild að
Evrópusambandinu en hinir flokk-
arnir ekki.
Fyrir kosningar fékk norska við-
skiptablaðið Dagens Næringsliv alla
flokka á þingi til að gera grein fyrir
helstu kosningaloforðunum og
kostnaði við þau. Sósíalíski vinstri-
flokkurinn áætlaði hann vera um 600
milljarða ísl. kr. en Verkamanna-
flokkurinn taldi sín mundu kosta um
300 milljarða kr.
Fyrsta meirihlutastjórn
í Noregi í tvo áratugi
Ný stjórn Stoltenbergs vill stöðva einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni
Reuters
Rauðgræna bandalagið: Kristin Halvorsen, leiðtogi Sósíalíska vinstriflokksins, Jens Stoltenberg og Åslaug Haga,
leiðtogi Miðflokksins. Ekki er búist við að deilur flokkanna um ESB-aðild muni strax valda erfiðleikum.
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
( "" ) ! %*+ " !
!, ,&' "", -#&
./ , " + %
0&' "" *
1+
+ ".# ,16"
%5# " &&
>.& .
23
5
!0" &&
D & &# "F
2 >.0&&C
" &&
/6 4"4 & " &&
- " &&
5 #".# "&
54 6 +,, - 70 8
( "! ""
! " #
STJÓRNMÁLAFERILL
væntanlegs forsætisráðherra
Noregs, Jens Stoltenbergs,
hefur verið ærið skrautlegur,
allar götur síðan hann var
ungur uppreisnarseggur sem
braut rúður í bandaríska
sendiráðinu í Ósló til að mót-
mæla Víetnamstríðinu.
Stoltenberg hefur nú, fyrst-
um manna, tekist að fá vinstri-
flokkana í Noregi til að mynda
kosningabandalag og sigra
borgaraflokkana.
Þetta verður reyndar ekki í
fyrsta sinn sem Stoltenberg
sest í forsætisráðherrastólinn.
Fyrir fimm árum fór hann
fremstur í flokki þegar Kjell
Magne Bondevik var hrakinn
frá völdum og var Stoltenberg
þá við völd í hálft annað ár. En
í kosningunum 2001 galt
Verkamannaflokkurinn mesta
afhroð sitt í heila öld.
Á yngri árum var Stolten-
berg andvígur Atlantshafs-
bandalaginu, NATO, og
Evrópusambandinu, þótt hann
sé núna orðinn þeirrar skoð-
unar að Noregur eigi að vera í
hvorum tveggja samtökunum.
Hann er menntaður í hagfræði
og starfaði stuttlega sem
blaðamaður en að mestu hafa
stjórnmálin átt hug hans allan.
Gro Harlem Brundtland hafði
hann í hávegum á meðan hún
var forsætisráðherra á níunda
áratugnum og hann var kos-
inn á þing 1991.
Uppreisnar-
seggur og
leiðtogi
NAZILA, 15 ára gömul
pastúna-stúlka í Kandahar í
Afganistan, á baráttufundi
kvenna í gær en þingkosn-
ingar verða í landinu á
sunnudag. Um 6.000 karlar
og konur eru í framboði.
Forseti landsins, Hamid
Karzai, hvatti í gær
alþjóðasamfélagið til að
endurskoða stefnuna í
stríðinu gegn hryðjuverk-
um í Afganistan, ráðast yrði
gegn uppsprettunni. „Ég
tel að við þurfum að huga
að stöðum þar sem þeim er
veitt aðstoð,“ sagði Karzai.
Er spurt var hvort hann
ætti við Pakistan, þar sem
vitað er að margir talíbanar
og al-Qaeda menn halda
sig, sagðist hann ekki eiga
við neitt ákveðið land. Reuters
Kosninga-
fundur í
Kandahar
London. AFP. | Bretar verja stórfé á hverju
ári í tæki eins og baðvogir og brauðristar
sem síðan eru sjaldan eða aldrei notuð og
rykfalla í skápum og geymslum. Trygg-
ingafélagið Esure lét kanna þessi mál og
var niðurstaðan að samanlagt hefðu Bret-
ar eytt um 9,5 milljörðum punda, sem sam-
svarar rúmum 1.000 milljörðum króna, í
slík kaup á ævinni.
Drjúgur hluti fjárhæðarinnar fer í gjafir
til vina og vandamanna. Um 24% þeirra
sem tóku þátt í könnuninni viðurkenndu að
þeir héldu að tækin yrðu aldrei notuð.
Tækið sem var efst á listanum yfir þau
sem safna ryki var brauðristin, um 45% að-
spurðra sögðust ekki nota hana, 31% sagð-
ist aldrei nota baðvogina, 22% nota ekki
fótanuddtækið, 21% ekki rafknúna hnífinn.
Önnur tæki sem enda í geymslunni eru
rafknúnir dósaopnarar, brauðgerðartæki,
grænmetistæki eins og kartöfluflysjarar,
soda stream-tæki og andlitsgufutæki.
Tækjakaup
til einskis