Morgunblaðið - 14.09.2005, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 19
MINNSTAÐUR
Þóra lærði myndlist hjá Kristni
Pálmarssyni myndlistarmanni.
„Hann kom manni til að vera mað-
ur sjálfur og vera með eigin hug-
hrif og það hefur heltekið mig,“
segir Þóra. „Ég hef yfirleitt engar
fyrirmyndir. Ég byrja og hætti
ekki fyrr en ég er ánægð sjálf.“
Þóra byrjaði fyrst að mála í
Amager malerier – tegninger skól-
anum í Danmörku 1985 en eftir að
hún flutti heim árið 1989 hefur
hún sótt fjölda námskeiða.
Garður | Þóra Jónsdóttir myndlist-
arkona sýnir þessa dagana mál-
verk sín í Byggðasafninu á Garð-
skaga. Sýningin stendur næstu
tvær vikur.
Um er að ræða abstraktmyndir
en Þóra segist hneigjast til slíkrar
túlkunar. „Ég er að brjóta upp
landslagið, þetta eru nokkurs kon-
ar hughrif,“ segir Þóra, sem er
fædd árið 1933. „Mér þykir meira
gaman að abstrakt myndlist heldur
en hinu formfasta.“
Ljósmynd/Víkurfréttir
Listakona Þóra Jónsdóttir sýnir óhlutbundin verk.
Þóra Jónsdóttir sýnir abstrakt-
málverk í Byggðasafninu
meðferðarúrræði og framtíðarsýn.
Markmið Stuðningshópsins Sunn-
an 5 er að einstaklingar sem greinst
hafa með krabbamein hitti aðra sem
gengið hafa í gegnum svipaða
reynslu og til að fá fræðslu og styrk
hvert frá öðru. Allir eru velkomnir
og heitt er á könnunni.
Reykjanesbær | Krabbameinsfélag
Suðurnesja og stuðningshópurinn
Sunnan 5 halda opinn fræðslufund í
kvöld kl. 20 að Smiðjuvöllum 8 (húsi
Rauða krossins). Þar mun doktor
Þórarinn Guðjónsson frumulíf-
fræðingur halda fyrirlestur um
stofnfrumur og krabbamein og ný
Fræðslufundur Sunnan 5
Kópasker | Um síðustu helgi var
korn skorið rétt norðan við Kópa-
sker. Átta bændur í Öxarfjarð-
arhreppi sáðu byggi í vor í um átta
hektara lands þar sem einu sinni
var flugvöllur.
Að öllum líkindum er þetta
nyrsti kornakur landsins en upp-
skeran, sem þótti nokkuð góð,
verður notuð sem fóður fyrir
sauðfé í vetur.
Nyrsti
kornakur
Íslands
Hvammstangi | Í upphafi skóla-
ársins á dögunum var tekinn í
notkun nýr sparkvöllur á
Hvammstanga að viðstöddu fjöl-
menni. Völlurinn er á lóð Grunn-
skóla Húnaþings vestra og er hinn
veglegasti. Hann er með gervi-
grasi, upphitaður með hitaveitu-
vatni og með góðri timburgirðingu
umhverfis.
Völlurinn er einn af mörgum í
átaki KSÍ og er sagður sá 21. af 63
völlum sem gerðir eru á tveimur
árum. Smiður vallarins er Benja-
mín Kristinsson á Hvammstanga,
en einnig komu að verkinu Skjanni
ehf., starfsmenn áhaldahúss og
vinnuskóla Húnaþings vestra und-
ir yfirstjórn tæknideildar sveitar-
félagsins.
Eyjólfur Sverrisson, hinn kunni
fótboltamaður, var fulltrúi KSÍ og
hvatti hann ungmenni Húnaþings
vestra til að nýta sér völlinn, en
einnig að hugsa vel um hann í
framtíðinni. Afhenti hann Umf.
Kormáki nokkurn fjölda fótbolta í
tilefni dagsins.
Forráðamenn sveitarfélagsins
héldu tölur, og m.a. sagði Skúli
Þórðarson frá því að fyrir nokkr-
um árum hefði hann fengið bréf
frá tveimur ungum sveinum, þar
sem því var lýst að mikil þörf væri
á litlum velli við skólann.
Nú mættu þeir sömu koma og
klippa á borðann við opnun vall-
arins. Ungmenni léku því næst
boltaleik á vellinum ásamt Eyjólfi,
við hvatningu áhorfenda.
Gestir þáðu að lokum veitingar í
boði sveitarstjórnar.
Nýr sparkvöllur tekinn í notkun
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
Ánægt íþróttafólk Krakkar á Hvammstanga kætast nú þegar þeir fá
sparkvöll til að leika sér á.
FASTEIGNASALA
HÁTÚNI 6a
SÍMI 512 1212 FAX 512 1213
Bragi Björnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali
OPIÐ HÚS - UGLUHÓLAR 12 - 111 REYKJAVÍK
Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, fax 512 12 13, netfang foss@foss.is
OPIÐ HÚS Í KVÖLD FRÁ KL 20-22. MJÖG GÓÐ, OPIN OG
BJÖRT TVEGGJA HERBERGJA ÍBÚÐ MEÐ FRÁBÆRU
ÚTSÝNI Í LITLU 8 ÍBÚÐA FJÖLBÝLI Í UGLUHÓLUM
Í REYKJAVÍK.
Íbúðin er mjög opin og sérstaklega vel skipulögð. Forstofa og
bjart alrými, sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu.
Stórar svalir frá stofu með frábæru útsýni yfir Elliðaárdalinn.
Svefnherbergi er rúmgott. Flísalagt baðherbergi með tengi fyrir
þvottavél. Snyrtileg eldhúsinnrétting. Snyrtileg sameign.
MJÖG GÓÐ ÚTSÝNISÍBÚÐ Í HÓLAHVERFI Í REYKJAVÍK.
Verð kr. 13,5 milljónir. Steinþór Hilmarsson tekur vel á móti
væntanlegum kaupendum í kvöld frá kl. 20-22.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111