Morgunblaðið - 14.09.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 14.09.2005, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hugrún Krist-insdóttir fædd- ist á Akureyri 13. mars 1934. Hún lést á Landspítala, Foss- vogi, 2. september síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Kristins J. Árnason- ar frá Skeiði í Svarf- aðardal, f. 22. des- ember 1899, d. 1. apríl 2000 og Unnar Guðmundsdóttur frá Dæli í Fnjóska- dal, f. 8. apríl 1896, d. 3. janúar 1967. Systkini Hug- rúnar eru Jórunn, f. 6. nóvember 1928, Sigurlaug, f. 5. september 1930, maki Einar Eggertsson, f. 18. júní 1930, tvíburarnir Auður Lilly, f. 28. september 1939, d. 27. mars 1940 og óskírður drengur, f. 28. september 1939, d. 28. sept- ember 1939. Hugrún giftist Halldóri Þor- steini Briem 19. desember 1959. Þau skildu. Þau eiga fjóra syni, þeir eru: 1) Þorsteinn, f. 6. júlí 1959, sonur hans og Sigríðar Pét- ursdóttur, f. 18. mars 1961, er Al- exander, f. 6. febrúar 1990, 2) Em- il Kristinn, f. 6. febrúar 1961, 3) Sturla, f. 26. júlí 1964, d. 27. júlí 1980, og 4) Haukur Geir Eggert, f. 7. desember 1966. Sonur Hugrúnar er Stefán Berg Rafnsson, f. 5. mars 1970. Hugrún giftist Sigfúsi Hansen 25. nóvember 1972. Þau skildu. Sonur þeirra er Sigurður Hilmar, f. 14. desember 1973, sambýliskona Harpa Dögg Nóa- dóttir, f. 21. janúar 1983, sonur þeirra er Óðinn Þór, f. 6. nóvember 2003. Sonur Hörpu er Aron Freyr, f. 14. maí 1999. Börn Sigurðar eru Sigríður Hug- rún, f. 9. september 1990 og Gunn- ar Máni, f. 26. ágúst 1996. Hugrún flutti til Reykjavíkur árið 1953. Hún flutti til Akureyrar þegar hún giftist í annað sinn og síðan aftur til Reykjavíkur. Hún bjó síðustu árin á Hjúkr- unarheimilinu Víðinesi á Kjalar- nesi þar til hún flutti á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Hugrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin 15. Jarðsett verður í Gufu- neskirkjugarði. Hinn 2. september lést Hugrún frænka á Landspítalanum í Fossvogi. Hugrún ólst upp á Akureyri ásamt systrum sínum tveim, Jórunni og Sigurlaugu og nánum hópi skyld- menna. Hún átti góða æsku og rifjaði gjarnan upp ánægjulegar stundir frá þeim tíma. Hún flutti suður til Reykjavíkur tæplega tvítug, giftist og hóf búskap. Hún var kattþrifin, myndarleg og bjó sonum sínum gott heimili eftir föngum. Hún var hand- lagin og naut þess að vinna við handa- vinnu. Hún prjónaði á börnin okkar þegar þau voru lítil og saumaði út. En Hugrún frænka var veikbyggð og glímdi lengi við erfið veikindi. Um fertugt veiktist hún af Parkinson- sjúkdómnum sem lék hana grátt. Hreyfigeta hennar þvarr og lífsbar- átta hennar varð sífellt erfiðari. Hug- ur hennar var þó alla tíð vakinn og sofinn yfir sonunum og ættmennum og naut hún þess að fylgjast með lífi okkar allra. Hún var einstaklega glaðlynd, hafði gott minni og skop- skyn og rifjaði gjarnan upp orðatil- tæki og skammarstrik frá fyrri tíð. Hún var gefandi í samskiptum, ætt- rækin, vinmörg, hafði stærsta hjarta sem við höfum kynnst og vildi öllum gott gera. Hún hafði gjarnan orð á hvað hún ætlaði að gefa okkur öllum þegar hún ynni í Lottóinu. Hana dreymdi drauma eins og okkur öll og hennar snerust þrátt fyrir veikindin um lítið hús uppi í sveit með kött, hænsnakofa, púddur og berjamó eða ferðalög til framandi landa. Hún gafst aldrei upp og gerði sér vonir um að ný tækni í læknisfræðinni gæfi henni tækifæri á auknum lífsgæðum. Ó, faðir, gjör mig lítið ljós um lífs míns stutta skeið, til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefur villst af leið. Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt, sem brosir öllum mót og kvíðalaust við kalt og hlýtt er kyrrt á sinni rót. Ó, faðir, gjör mig ljúflingslag, sem lífgar hug og sál og vekur sól og sumardag, en svæfir storm og bál. Ó, faðir, gjör mig styrkan staf að styðja hvern sem þarf, uns allt það pund, sem Guð mér gaf, ég gef sem bróðurarf. Ó, faðir, gjör mig sigursálm, eitt signað trúarlag, sem afli blæs í brotinn hálm og breytir nótt í dag. (Matthías Jochumsson.) Að leiðarlokum þökkum við systk- inin Hugrúnu frænku samfylgdina og umhyggjuna sem við höfum notið svo ríkulega. Hvíl í friði. Þín systurbörn, Eggert, Magnea, Unnur og Áslaug. Kæra frænka, þetta er kveðja frá okkur til þín. Undir háu hamra belti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristalstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finn ég hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Með þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Guð geymi þig. Auður Inga, Hildur Inga, Ása Inga, Helgi, Atli, Einar Þór og Helga Kristín. Mig langar að kveðja þig kæra vin- kona með örfáum orðum. Við kynntumst þegar við vorum ungar og sætar. Við unnum saman í Nóa sælgætisgerð. Við héldum vin- skap alla leið upp frá því. Við áttum einnig börn á svipuðu reki. Á tímabili þegar þú áttir erfitt passaði ég Stebba son þinn. Hann bjó hjá mér í um tvö ár. Það var mikið basl hjá þér og oft áttir þú ekki fyrir mat fyrir þig og börnin. Aldrei settist samt að hjá þér biturleiki. Ég hafði svo uppi á þér fyrir fimm árum eftir að hafa búið í Svíþjóð í 14 ár. Þá varst þú orðin mjög veik af Parkinson. Aldrei misstir þú samt móðinn og reyndir að njóta lífsins þó svo að þú hefðir enga líkamlega burði í það. Þú vildir oft koma í heimsókn til mín og fara í búðir, en það urðu oft vandamál því fylgjandi. Andi þinn var ungur og hress, þó svo að líkami þinn væri orðinn hrörlegur. Það var oft svo sárt að horfa á þig þurfa að gefast upp fyrir þeirri staðreynd. Þú varst samt alltaf að reyna að horfa fram á bjartari tíma. Ég kveð þig kæra vinkona og ég veit að nú líður þér vel. Til minningar um þig hef ég svunturnar sem þú málaðir og gafst mér og svo auðvitað minninguna um þig. Guðrún Ágústsdóttir. HUGRÚN KRISTINSDÓTTIR ✝ María Sigurðar-dóttir fæddist á Hafnarnesi við Fá- skrúðsfjörð, 14. september 1922. Hún lést á Landspít- alunum við Hring- braut 4. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Sigurðardóttir hús- móðir, f. á Hafnar- nesi 6.10. 1906, d. 27.5. 1981 og Sig- urður Karlsson bóndi, f. á Efri- Garðsá við Fáskrúðsfjörð 29.3. 1904, d. 12.8. 1972. Systkini Maríu eru Emil, f. 8.1. 1924, Jórunn Þór- unn, f. 27.10. 1925, d. 3.8. 1967, Óskar, f. 19.5. 1927, Rafn, f. 29.3. 1929, d. 27.8. 1988, Erna Guð- mundína, f. 16.5. 1932, Ásta, f. 1.8. 1933, Oddný Fjóla, f. 13.10. 1936 og Valgerður Jóna, f. 15.12. 1942. Samfeðra bróðir Maríu er Ágúst Heiðar, f. 1938. Í maí 1953 giftist María Magn- c) Ásþór Sævar, f. 3.11. 1983. Sonur Maríu og Arngríms Ragnars Guðjónssonar, f. 14.5. 1927, d. 24.9. 1990, er Guðjón Em- il, f. 6.5. 1946, maki Ekaterina Naryshkina, f. 19.12. 1976, sonur þeirra er Arngrímur Konstantín, f. 22.3. 2002. Fyrir átti Guðjón tvö börn, þau eru: a) Hanna Þóra, f. 4.4. 1968, maki Heimir Þorsteins- son, f. 20.6. 1970, börn þeirra eru Drífa Sóley, f. 10.7. 1994, Heba Sólveig, f. 2.6. 1999, Arna Sólrún, f. 14.1. 2002 og Hugi Svörfuður, f. 12.8. 2004, b) Helena Rannveig, f. 17.8. 1968, maki Ingólfur Karls- son, f. 12.7. 1967, börn þeirra eru Pétur Karl, f. 11.6. 1987, Elmar Snær, f. 30.9. 1996 og Hallfríður, f. 30.9. 1996. María var elst í stórum systk- inahópi og byrjaði snemma að að- stoða við rekstur heimilisins í Hafnarnesi. Hún fór ung í vist á mismunandi stöðum, þangað til hún kom til Reykjavíkur, þar sem hún eignaðist börnin sín fjögur. Húsmóðurstarfið var henni alltaf mikilvægast, en auk þess vann hún á ýmsum stöðum, m.a. um langt skeið í verslun Vogue og í eldhúsinu á Borgarspítalanum. María var jarðsungin frá Bú- staðakirkju 10. maí. úsi Benjamínssyni, f. á Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd 14. nóvember 1922. For- eldrar hans voru Benjamín Halldórs- son, f. í Suðurkoti á Vatnsleysuströnd 26.2. 1882, d. 31.10. 1962 og Þuríður Ingibjörg Hallgríms- dóttir, f. í Austurkoti í Vogum 13.8. 1884, d. 19.3. 1957. María og Magnús eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Karl Brynjar, f. 1.6. 1953, sonur hans er Sigurður Stefán, f. 16.5. 1977. 2) Guðmundur Sævar, f. 4.10. 1954, dóttir hans er Díana Sara, f. 31.8. 1990. 3) Bryndís, maki Ásþór Guðmundsson, f. 14.1. 1954, börn þeirra eru: a) Birgir Snævarr, f. 20.5. 1974, maki Ingibjörg Elín Árnadóttir, f. 26.11. 1973, b) Marí- anna Björt, f. 26.10. 1981, maki Farid Bouhidour, f. 17.9. 1977, og Elsku amma María. Við kveðjum þig nú í síðasta sinn og þótt við séum full saknaðar á þessari stundu vitum við að nú ert þú komin á góðan stað, þar sem friður ríkir og vel er tekið á móti þér. Þetta vitum við vegna þeirrar hlýju og ást- ar sem þú ávallt sýndir okkur. Þú og heimili þitt í Skálagerðinu var alltaf fastur punktur í lífi okkar. Hvaðan sem við komum úr heiminum var maður ekki kominn „heim“ fyrr en maður kom við í Skálagerðinu til að faðma þig, fá brauðsneið hjá þér og leggja sig í sófanum til að hvíla sig á meðan þú sast í stólnum við hliðina. Alveg sama hvað gerðist í lífi okk- ar, þá vissum við að alltaf væri hægt að koma heim til þín; þar urðu aldrei skyndilegar breytingar og þú varst alltaf hin sama ljúfa, góða amma María. Við munum hve mikla ánægju það færði þér þegar öll fjölskyldan safnaðist saman um hátíðir og þú naust þess að gleðja okkur með öll- um þeim dýrindismat sem þér alltaf tókst að galdra fram með miklum hamagangi inni í eldhúsi. Við munum eftir þessum ánægjustundum frá því að við vorum lítil; eins og allt annað í kringum þig var þetta fastur punkt- ur í síbreytilegu lífi okkar. Í minningunni um þig, amma María, er greinilegt að þú leist á það sem þitt mikilvægasta verk að sjá til þess að okkur myndi líða sem best. Sérstaklega passaðir þú alltaf upp á að enginn gengi út úr Skálagerðinu án þess að vera saddur og sæll, alveg sama hvenær maður kom við hjá þér. Oftar en ekki sat maður dágóða stund við eldhúsborðið og spjallaði við þig um allt milli himins og jarðar og þannig fylgdist þú alltaf vel með öllu sem á daga okkar dreif, og hvattir okkur alltaf til að fara var- lega í lífinu. Um leið og við syrgjum fráfall þitt, amma María, sendum við afa Magn- úsi okkar innilegustu samúðarkveðj- ur í sínum mikla missi. Guð blessi minningu þína, elsku amma María. Þín barnabörn, Birgir Snævarr, Sigurður Stefán, Maríanna Björt, Ásþór Sævar og Díana Sara. MARÍA SIGURÐARDÓTTIR ✝ Halla Hafliða-dóttir fæddist á Siglufirði hinn 1. maí 1924. Hún lést mánu- daginn 5. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jó- hanna Sigvaldadótt- ir og Hafliði Jónsson skipstjóri. Halla átti fjögur systkini, Guð- rúnu, Björgu, Björn og Harald. Haraldur lifir einn systkin- anna. Hann býr í Hafnarfirði. Eftirlifandi eiginmaður Höllu er Haraldur Guðmundsson frá Stokkseyri. Þau gengu í hjónaband hinn 8. mars 1950. Börn þeirra eru: 1) Maríanna, f. 27.6. 1948, eigin- maður hennar er Júlíus Mattíasson og eiga þau fjögur börn og sjö barnabörn. 2) Guðmunda, f. 8.5. 1956, eiginmaður hennar er Þórður Vilhjálmsson og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. Fyrir átti Halla dótturina Rögnu Jóhönnu Ragnarsdóttur, f. 22.7. 1943, eiginmað- ur hennar er Emil H. Pétursson og eiga þau fjögur börn. Þau Halla og Har- aldur bjuggu fyrst á Stokkseyri, síðan í Reykjavík en fluttu til Hafnarfjarðar árið 1957 og þar hafa þau búið síðan. Í ein 50 ár hafa þau átt sér sælureit í landi Miðfells í Þingvallasveit sem þau hafa byggt upp og ræktað. Útför Höllu verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þá er komið að því að kveðja góðan vin og ömmu með miklum söknuði í hjarta. Ég á eftir að sakna þín svo mikið, elsku amma mín, allar minn- ingarnar um sumarbústaðinn þegar við vorum að spila ólsen ég, þú og afi, ég á aldrei eftir að gleyma því þegar ég fékk að vera heila helgi í bústaðn- um með ykkur, það var sú helgi sem ég man mest eftir úr æskunni, mér fannst það æðislegt. Svo líka þegar ég var oft heima hjá ykkur, við vorum alltaf að spila ólsen og þú eldaðir allt- af fiskibollur í dós með tómatsósu, það var það besta sem ég fékk. Jóla- boðin sem þú varst alltaf með heima hjá ykkur afa, þá varst þú alltaf inní eldhúsi með okkur krökkunum að tala og spila við okkur á meðan full- orðna fólkið var inni í stofu. En nú veit ég að þér líður betur, elsku amma mín, nú ertu komin til himna með Jesú og ég veit að hann mun passa upp á þig. Við fjölskyldan pössum upp á afa fyrir þig, elsku amma mín. Elsku afi, ég bið fyrir því að guð gefi þér styrk á þessari sorgarstund. Þinn vinur, Vilhjálmur Magnús. Eftir yndislegar samverustundir og góðar fréttir af þér í sumar kom símtalið sem ég átti við mömmu 5. september sl. eins og þruma úr heið- skíru lofti, hún bað mig um að koma strax niður á spítala þar sem þú hafð- ir verið lögð inn deginum áður því það væri ekki allt með felldu, og aðeins örfáum tímum síðar farstu farin frá okkur. Þetta voru erfiðustu tímar á minni lífsleið. En minningin um þig er eins ljúf og söknuðurinn er erfiður. Ég minnist þess þegar ég kom í heimsókn til ykkar afa og fékk að leika mér með rauða vörubílinn sem þið geymduð uppí skáp í eldhúsinu og allir opal-brjóstsykursmolarnir sem við mauluðum á og svo sé ekki minnst á ísinn, það var alltaf til vanillu-ís hvort sem það var heima hjá ykkur eða uppi í bústað á Þingvöllum því þú bauðst allataf upp á ís og ávexti þegar ég kom í heimsókn. Og þegar þú kenndir mér að spila olsen olsen, veiðimann og að stokka spil, ég man þetta eins og það hafi gerst í gær. Þegar ég var að stússast með afa í garðinum í kringum bústaðinn eða í bátnum og fórum svo í kaffi til þín og ég fékk mjólkurkex og mjólk og dýfði því ofan í mjólkina eins og þú varst vön að gera. Svo nú í seinni tíð þegar ég kynnti ykkur fyrir Höllu minni sem einnig er frá Siglufirði, þá brost- irðu mikið og fannst sniðugt að ég hefði náð mér í siglfirska dömu sem héti Halla, eins og afi hafði gert forð- um daga, Halli og Halla. Elsku amma mín, ég veit að nú ertu komin á góðan stað og líður vel, og ég veit og finn það á mér að þú fylgist með okkur og þá sér í lagi afa mínum sem á allan hug okkar og hjarta á þessum erfiðu tímum. Guð blessi þig og varðveiti, elsku amma mín, minningin um þig mun ávallt skipa stóran sess í lífi mínu. Þinn Haraldur Jóhann. Amma mín, hún Halla, var besta amma í heimi, alltaf svo góð og skemmtileg, og hugsaði alltaf svo vel um alla. Henni ömmu fannst rosalega gaman að spila og mér líka og þegar ég kom í heimsókn þá spiluðum við oft tímunum saman og spjölluðum mikið. Hún var alltaf í góðu skapi og stóð með þeim sem þurftu á henni að halda, vildi öllum svo vel, var alltaf svo fín, með varalit og skart. Amma fylgdist vel með mér þegar ég var að keppa á hestbaki og hringdi í mig og óskaði mér til hamingju. Það fannst mér rosalega gaman og gott að vita, að hún væri að fylgjast með mér. Ég mun aldrei gleyma henni ömmu, hún mun alltaf vera til staðar í hjarta mér. Elsku afi, megi guð styrkja þig og styðja og mundu að fjölskyldan og heimili okkar stendur þér alltaf opið. Halla María Þórðardóttir. HALLA HAFLIÐADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.