Morgunblaðið - 14.09.2005, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 14.09.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 29 MINNINGAR ✝ Þorbjörg Stein-grímsdóttir fæddist á Hóli í Presthólahreppi í N-Þing. 14. sept- ember 1915. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eir í Reykjavík 5. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríð- ur Björg Þorsteins- dóttir frá Blika- lóni, f. 1891, d. 1982 og Steingrím- ur Guðnason frá Hóli, f. 1884, d. 1958. Þorbjörg var þriðja elst í sjö systkina hópi. Þorbjörg giftist Guðmundi Snorra Guðmundssyni frá Sveinsgarði í Grímsey, f. 1917, d. 1996, þau skildu. Þau eign- uðust fjögur börn: a) Þorbjörg Karolína, f. 1940, d. 1987, var gift Eiríki Þorsteinssyni búsett- um á Raufarhöfn. Dóttir Þor- bjargar er Anna Þorbjörg To- her, f. 1960, gift Pétri Steini Guðmundssyni, f 1958. b) Arna Borg, gift Sighvati Sveinssyni, þau eiga tvo syni, Svein Snorra, f. 1971 og Andrés Birki, f. 1974. c) Steingrímur, f. 1947, kvæntur Maríu Einarsdótt- ur, f. 1950. Þau eru búsett í Noregi og eiga tvær dætur, Hrönn, f. 1970, og Brynju, f. 1971. d) Ævar, f. 1948, kvæntur Önnu Jónu Haraldsdótt- ur, f. 1949, þau eiga tvær dætur, Nönnu, f. 1973, og Örnu, f. 1978. Sonur Ævars er Steingrímur Davíð, f. 1970. Hún stundaði hússtjórnarnám við Húsmæðraskólann á Blöndu- ósi og fluttist síðan til Akureyr- ar þar sem hún giftist Guð- mundi Snorra. Þorbjörg fluttist til Reykjavíkur með börnin sín fjögur og bjó síðast á Brávalla- götu 18. Hún starfaði í um 30 ár á Landspítalanum við Hring- braut í matsal starfsmanna og á sótthreinsunardeild. Þorbjörg verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Mér finnst það ljúft og skylt að rita fáein minningarorð við fráfall Þorbjargar Steingrímsdóttur sem var tengdamóðir mín og góður vinur. Kynni okkar byrjuðu í ágústmán- uði 1961 þegar ég kom fyrst á heim- ilið hennar í Þingholtstræti 1, eftir að hafa hitt Örnu dóttur hennar um verslunarmannahelgina þá um sum- arið í Þórsmörk þar sem svo mörg ástarsambönd hafa bundist. Sjálfsagt var henni ekki sama hvaða ungi sveinn gerði sig líklegan að stíga í væng við hina ungu dóttur og leit því fránum augum á hann í fyrstu en einhvern veginn tókst honum að bræða hjarta hennar eftir því sem heimsóknum fjölgaði og hefur vin- átta okkar síðan verið órjúfanleg. Þorbjörg ólst upp á Blikalóni á Melrakkasléttu sem barn og ung- lingur við almenn sveitastörf þar sem aldrei var slegið af og allir þurftu að vinna hörðum höndum. Eftir nám við Húsmæðraskólann á Blönduósi fór hún til Akureyrar þar sem hún giftist Guðm. Snorra Guð- mundssyni vélgæslumanni og átti með honum fjögur mannvænleg börn. Hún starfaði þar við húshjálp og framreiðslustörf hjá ýmsu mektar fólki þar til að auka tekjur heimilis- ins. 1955 flytjast hjónin til Reykja- víkur með börnin en skildu fljótlega eftir það. Þorbjörg bjó síðustu 15 ár- in á Brávallagötu 18. Hún starfaði hjá Landspítalanum í 30 ár í matsal starfsfólks og á sótt- hreinsunardeild þar sem hún naut virðingar samstarfsfólks síns sakir dugnaðar og vandvirkni. Auk þeirra starfa sem hér eru upptalin biðu húsmóðurstörfin heima fyrir við upp- eldi á fjórum börnum og einu barna- barni sem hún kom svo vel til manns. Og aldrei sást Þorbjörg öðruvísi en með eitthvað á milli handanna, mauriðin við að hekla heilu rúmteppin eða sauma dúka og eftir hana liggja mörg hundruð lista- verk sem hún hafði svo gaman af að gefa fjölskyldu og vinum. Hún var afskaplega gestrisin og bjó til góðan mat og bauð oft á ári til veislu, allri fjölskyldunni til sín og var þá oft glatt á hjalla. Hún var mjög söngelsk og tókum við oft lagið saman því hún kunni ógrynni af ís- lenskum lögum og textum, sem hún hélt gjarnan til haga og límdi inn í úrklippubók. Var oft gott að komast í hana og fá að ljósrita úr henni. Þegar börnin uxu úr grasi gaf hún sér tíma til að ferðast með fjölskyld- unni bæði á erlendri grund sem hér- lendis og vorum við hjónin þeirrar gæfu aðnjótandi að upplifa með henni bæði fyrstu tjaldútileguna hennar og ferð erlendis. Þá talaði hún oft um þær skemmtilegu stundir sem hún hafði oft átt með systkinum sínum Þóru og Friðgeir í sólarlönd- um. Börnum og barnabörnum unni hún heitt og þau henni og var alltaf minnsta mál hjá henni að gista og vaka yfir barnabörnunum, hvort heldur var eina nótt eða í lengri tíma. Þorbjörg hafði sterkan en góðleg- an norðlenskan svip og fannst mér hún fallegri og fallegri eftir því sem árin færðust yfir og flestir ókunnugir trúðu vart þessum háa aldri hennar. Hún var alltaf svo vel klædd og með vel greitt kastaníu-brúnt hárið. Þeg- ar langömmu-börnunum tók að fjölga var hún oftast í fjölskyldunni kölluð „Langa“ og unni hún þeim titli vel. Fyrir tæpu ári fluttist hún á hjúkrunarheimilið Eir vegna þess að líkaminn var orðinn lúinn eftir lang- an vinnudag. Hún fylgdist vel með, las alltaf Moggann sinn og hafði gaman að spjalla um heima og geima, þó svo skammtímaminnið væri farið að gefa sig, en sauma- skapnum sleppti hún aldrei fyrr en síðasta daginn. Þó hún hefði kosið að vera lengur heima hjá sér þá fór vel um hana á Eir og vill fjölskyldan þakka öllu starfsfólki þar fyrir góða umönnun og sérstaklega starfsfólki 4. hæðar. Að lokum þakka ég þér samfylgd- ina og vináttuna hér og trúi á endur- fundi á æðri stöðum. Mín lokaorð eru úr kvæðinu „Rósin“ sem sungið verður við útför þína á 90. afmæl- isdegi þínum: „Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín“. Farðu á Guðs vegum. Sighvatur Sveinsson. Elskuleg amma mín, Þorbjörg Steingrímsdóttir, verður í dag borin til sinnar hinstu hvílu eftir langa og viðburðaríka ævi. Að minnast hennar í fáum orðum er ekki auðvelt því hún var stórbrotin kona og aðdáunarverð fyrir elju og dugnað alla sína tíð. Fórnfýsi, heiðarleiki og mikið skap komu henni áfram í lífinu og okkur börnum hennar til manns. Hún tók mig að sér, ól mig upp sem eitt af börnunum sínum og er ég henni þakklát fyrir það því ég tel það vera mína mestu gæfu í lífinu að hafa fengið að alast upp í hennar ná- vist. Hún kunni ógrynni af sögum, vísum og sálmum sem hún kenndi mér á meðan hún sat við að sauma, baka eða hvað það nú var sem hún þurfti að gera eftir langan vinnudag. Hún sagði mér svo margt úr barn- æsku sinni og hvernig það var þegar hún var að alast upp hjá ömmu sinni. Við áttum það sameiginlegt að alast upp hjá ömmu okkar og eiga kær- leiksríkar minningar um þá ljúfu ást sem aðeins amma getur gefið. Ekki var hún síðri Langa, eins og sonur minn kallaði langömmu sína. Hjá henni átti hann hauk í horni og bandamann frá fyrsta degi. Við hjón- in fengum að búa á heimili hennar í tvö ár og þá áttu þau tvö margar góðar stundir sem eru honum kærar minningar nú þegar hann saknar hennar svo sárt. Sál hennar er flogin burt til að kanna ný lönd, sem hana langaði að sjá. Ég bið því góðan Guð að geyma hana eins og hún bað hann svo oft að gera fyrir mig þegar ég var að flækj- ast um heiminn. Bænir voru mitt veganesti svo mig langar að ljúka þessum minningarbrotum með bæn sem ég lærði hjá henni. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Anna Þorbjörg Toher. Það var 14. júní 1971 sem ég kynntist ömmu minni, en það var hún sem var viðstödd fæðinguna mína. Þar með hófst 34 ára vinátta sem rofnaði aldrei. Hún var ekki bara amma mín heldur vinur og gaf mér allaf góð ráð þegar mikið lá á. Minningarnar eru margar og góð- ar. Ég var bara lítill strákur þegar amma passaði mig fyrst og oft var hún hjá okkur inní Aró eða ég heima hjá henni. Öll jól, páska, afmæli, fermingu og giftingu vorum við sam- an. Ég var alltaf öruggur hjá henni og vinkaði bara mömmu og pabba þegar þau voru á einhverju flakki. Að kúra í hálsakotinu hjá ömmu að kvöldi og finna ylinn og hlýjuna af henni er eitthvað sem maður gleymir aldrei. Að hlusta á sögurnar um gamla daga, bækurnar sem hún las fyrir mig, hversu oft hún tók upp hanskann fyrir mig þegar einhver var að skamma mig – „jú ég var eng- inn engill“. Síðustu árin kom hún oft á heim- ilið mitt í Mosarima og borðaði hjá okkur og hún talaði alltaf um það hvað henni þótti hlýlegt og gott að vera hjá okkur. Hún hafði það oft á orði hversu vel kvæntur ég væri og hvað ég ætti yndislega fjölskyldu, en þeim var vel til vina, Lindu og ömmu. Ég naut hverrar mínútu með þér amma. Ég minnist dagsins sem ég gifti mig, það var góður dagur, og margar stórkostlegar myndir sem náðust á þeim degi af okkur sem eig- um eftir að lifa áfram. Ég man hvað þú varst glöð þegar ég sagði þér að ég ætti von á erfingja, þú varst búin að bíða svo lengi. Og þessi mánuður sem þú og litli prinsinn áttuð saman var stórkostlegur og fyrir það er ég þér þakklátur. Hvað hann er hepp- inn að hafa hitt þig, en ég veit að þú kemur til með að standa við það lof- orð sem þú gafst mér áður en þú kvaddir, að vaka yfir honum dag og nótt það sem eftir er. Ég er þakklátur fyrir þig og þær stundir sem við áttum saman. Það var heiður að fá að kalla þig ömmu, þú varst góð amma. Það er bara svo erfitt að kveðja þig eftir öll þessi ár. En lífið heldur áfram og minningin lifir áfram um konu sem vann hörð- um höndum alla sína ævi. Ég mun minnast þín með bros á vör. Elsku amma mín, takk fyrir mig Sveinn Snorri. Loks hefur amma fengið hvíldina sem hún hafði óskað sér. Þó að ég samgleðjist henni þá er söknuður í hjarta og minningarnar streyma. Amma var sjálfstæð og ákveðin per- sóna en einnig ljúf og hjartahlý. Hún var mikill fagurkeri, hafði unun af því að horfa á það fallega í kringum sig. Amma var mikil fjölskyldumann- eskja og eru matarboðin á Hverf- isgötunni stór hlekkur í keðju minn- inganna. Amma var einstaklega dugleg og iðin og sat aldrei auðum höndum. Það var ekki ósjaldan sem ég sat og horfði á hana hekla eða sauma út og hlustaði á hana tala um gamla tímann. En þó að amma hafi upplifað margt þá gekk hún hnarreist í gegn- um lífið. Nú kveð ég einstaka per- sónu sem ég mun ætíð minnast og líta upp til. Nanna. Elsku Þorbjörg, þegar mamma kynntist Sveini Snorra fyrir tæpum þremur árum síðan, fylgdi honum eldri kona sem ávallt var glöð í bragði og öllum þótti vænt um. Þeg- ar við hittumst fyrst náðum við vel saman og urðum strax góðir vinir. Við gátum spjallað heillengi saman um allt milli himins og jarðar og sagðir þú mér margar fróðlegar og skemmtilegar sögur frá þínum yngri árum. Þess mun ég sakna. En þrátt fyrir að söknuðurinn og eftirsjáin sé mikil er það huggun að vita af þér á betri stað. Ég veit líka að þú munt vaka yfir okkur og ný- fæddum bróður mínum, langömmu- stráknum þínum, sem þú fékkst að sjá og faðma. Ég er glaður að hafa fengið að kynnast þér og þakka ég allar þær góðu stundir sem við átt- um saman. Minningin mun lifa í hjarta mínu alla ævi. Þinn vinur, Dagur Snær. ÞORBJÖRG STEIN- GRÍMSDÓTTIR Ég skrifa þessa minningargrein um Lovísu vegna þess að í dag, 13. sept., hefði hún orðið tvítug. Lovísa lést í bílslysi hinn 5. maí sl. aðeins 19 ára. Er hægt er að túlka þennan sorglega atburð sem tilvilj- un eða var hennar tími kominn? Það fæ ég að vita síðar því ég trúi því að ég muni hitta hana aftur. Lovísa var miklu meira en bara LOVÍSA RUT BJARG- MUNDSDÓTTIR ✝ Lovísa RutBjargmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 13. sept- ember 1985. Hún lést af slysförum 5. maí síðastliðinn og var jarðsungin frá Árbæjarkirkju 12. maí. frænka mín, því ég leit alltaf á hana sem systur mína og mik- inn vin. Hún verndaði mig og kenndi mér margt. Hún var mjög hress og gefandi per- sóna, alltaf brosandi og sá oftar en ekki hið spaugilega við hlutina. Ég og Lovísa og Kol- brún, yngri systir hennar, áttum margar góðar stundir saman við leik og annað sem börn taka sér fyrir hendur. Við teiknuðum og föndr- uðum oft og Lovísa var mjög lagin við svoleiðis hluti og miðlaði kunn- áttu sinni til okkar. Við lékum okkur líka mikið úti í náttúrunni og gæludýrin okkar komu þar mikið við sögu. Lovísa hélt mikið upp á dýr og kom fyrir að hún fékk sér oftar en ekki gæludýr án þess að spyrja leyfis hjá foreldrum sínum. Við þrjú áttum fjöldann allan af þeim í gegn- um tíðina. Það voru hamstrar, kan- ínur, naggrísir, fiskar, eðlur og nú síðast áttum við hunda sem eru bræður, þá Lauga og Sófus. Við Lovísa fórum saman með þá á hundanámskeið og viðruðum þá gjarnan á Geirsnefi eða við Rauða- vatn. Einn daginn, úti við Rauðavatn, vorum við Lovísa saman úti með hundana þegar stór og mikill Si- berian Husky hundur kom labbandi með bíl eiganda síns. Lovísa sagði þá að hún ætlaði að fá sér þannig hund og líka úlfhund þegar hún yrði eldri. Hún ætlaði líka að búa í sveit og eiga fullt af dýrum. Framtíðin með vonum og vænt- ingum beið hennar en slysin gera ekki boð á undan sér og í einni svip- an er allt breytt. Ég veit að Guð varðveitir Lovísu mína. Blessuð sé minning hennar. Sindri Garðarsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi JÚLÍUS A. FOSSDAL, Brekkubyggð 5, Blönduósi, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 11. september. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigríður Árnadóttir, Erna Fossdal, Jón Stefánsson, Þorgerður Fossdal, Baldur Ragnarsson, Árnína Fossdal, Ingibjörg Fossdal, Þórður Sverrisson, Ósk Fossdal, Páll Gestsson, Bjarnheiður J. Fossdal, Björn Torfason, Sigríður Fossdal, Ólafur Ívarsson, Ari B. Fossdal, Ingibjörg Ólafsdóttir, Birkir Þ. Fossdal, María Kristinsdóttir, Einar Óli Fossdal, Sigríður Helga Sigurðardóttir, afa- og langafabörn. Elskulegur sonur, bróðir og mágur, STEINGRÍMUR KRISTJÓNSSON, Laugavegi 143, Reykjavík, er látinn. Guðbjörg Jóhannsdóttir, Guðrún Kristjónsdóttir, Gylfi Knudsen, Laufey Kristjónsdóttir, Sverrir Þórólfsson, Linda Rós Kristjónsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Jóhann Kristjónsson, Kristín Egilsdóttir, Arnrún Kristinsdóttir, Einar Þorvarðarson, Finnbogi E. Kristinsson, Sólveig Birgisdóttir, Hjörtur Kristinsson, Dagný Emma Magnúsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Gunnar Örn Harðarson, Árni Kristinsson, Ingibjörg Jónsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.