Morgunblaðið - 14.09.2005, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðjón JóhannJóhannsson
fæddist í Stykkis-
hólmi 15. septem-
ber 1929. Hann lést
í St. Franciskus-
spítalanum í Stykk-
ishólmi 6. septem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar Guðjóns
voru Sigurborg
Jónsdóttir, f. 9.
október 1900, d. 3.
febrúar 1943 og Jó-
hann Guðjónsson, f.
14. október 1901, d.
28. desember 1998. Frá tveggja
ára aldri ólst hann upp hjá föð-
urömmu sinni, Rósu Þorvarðar-
dóttur, f. 27. apríl 1870, d. 9. júlí
1958. Systir Guðjóns, sam-
mæðra, er Hrefna Þorvarðar-
dóttir, f. 18. september 1936,
maki Hannes K. Gunnarsson, f.
12. október 1933.
Bróðir, samfeðra,
er Þór Jóhannsson,
f. 21. ágúst 1935,
maki Erna Arnórs-
dóttir, f. 10. mars
1938. Guðjón bjó
alla tíð í Stykkis-
hólmi. Tvítugur
keypti hann hús að
Reitarvegi 6 og þar
bjó hann ásamt
ömmu sinni Rósu
og dóttur hennar
Pálínu Jónasdótt-
ur, meðan þær
lifðu. Hann stundaði ýmis verka-
manna- og iðnaðarstörf, s.s. við
rafvirkjun og múrverk, en
lengstan hluta starfsævinnar
vann hann hjá Stykkishólmsbæ.
Útför Guðjóns verður gerð í
dag frá Stykkishólmskirkju og
hefst athöfnin klukkan 14.
Aðfaranótt þriðjudagsins 6. sept-
ember kvaddi móðurbróðir okkar,
hann Guðjón Jóhannsson, þennan
heim eftir stutta en grimma veik-
indalegu. Minningarnar um Guðjón
eru sveipaðar birtu, glettni, góð-
mennsku, heiðarleika og snyrti-
mennsku. Við sjáum hann fyrir okk-
ur þar sem hann hjólar niður
Aðalgötuna á svarta hjólinu sínu.
Hann stígur petalana í barroktakti,
hægt en örugglega. Fötin hans eru
kannski ekki eftir nýjustu tísku, en
á þeim er ekki hægt að finna óhrein-
indablett. Það er numið staðar og
plastrusl tekið upp af jörðinni og
stungið í töskuna á stýrinu. Hann
gefur sig á tal við þungbúinn mann.
Eftir stutt spjall er maðurinn farinn
að brosa og hlæja. Þeir kveðjast og
Guðjón tekur til við barroktaktinn.
Þegar heim er komið kemur
frændi hjólinu fyrir á sínum stað og
gengur inn í skúrinn með álbút sem
nú á að fá framlengingu á tilveru
sinni. Í skúrnum eru allar vélarnar.
Sumar eru frá Bretanum, aðrar frá
Þjóðverjanum og einhverjar frá
Kananum eða jafnvel Japananum.
Guðjón kveikir á útvarpinu sem
stillt er á gufuna og raular með um
leið og hann fer að brýna fjárklipp-
urnar hans pabba og gera þær eins
og nýjar í fjórða sinn. Hann getur
gert við allt. Enda kallaður Gaui
galdró. Þegar því er lokið er rölt inn
í litla bæinn, skipt um gleraugu og
við tekur lestur bókar um seinni
heimsstyrjöldina. Síðan er ljósið
slökkt í litla snyrtilega bænum á
Reitarveginum.
Og nú hefur lífsljós Guðjóns verið
slökkt. Þegar hann kvaddi þennan
heim gat hann litið yfir lífsveg sinn
viss um að þessu lífi var vel lifað.
Við erum stolt af því að hafa átt
Guðjón fyrir frænda og þakklát fyr-
ir að hafa kynnst eins heilum manni
og hann var, því hann hafði bætandi
áhrif á allt sitt umhverfi og sam-
ferðafólk.
Nú verða hjólatúrarnir ekki fleiri
á þessari jörð og líklega verður
pabbi oftar að kaupa sér nýjar klip
ur.
Heimurinn væri betri á allan hátt
ef fleiri hefðu sama lífsstíl og hann
Guðjón frændi.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Sigurborg, Gunnar og Lárus.
Guðjón Jóhannsson verkamaður í
Stykkishólmi er látinn. Hann verður
jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju
miðvikudaginn 14. september.
Guðjón á Höfðanum eins og hann
var oftast nefndur setti svip sinn á
bæinn. Ekki vegna þess að hann
væri fyrirferðarmikill í framgöngu
sinni heldur vegna þess að hann var
jafnan þar sem verk þurfti að vinna
í þágu íbúanna. Hann stóð vaktina í
þjónustu sinni við bæjarbúa í ára-
tugi og var stoltur af bænum sínum.
Viðgerðir og hverskonar snyrting
og hreinsun gatna og torga voru
hans helstu viðfangsefni sem starfs-
maður bæjarins. Hann lifði sig inn í
verkefni hvers dags af einlægni og
áhuga, hvort sem um var að ræða
lagningu vatnsveitunnar, viðgerðir
skólplagna eða véla og tækja. Allt
lék í höndum hans. Í hátt á annan
áratug störfuðum við saman hjá
Stykkishólmsbæ, en hann var
starfsmaður bæjarins mestan hluta
starfsævi sinnar. Á samstarf okkar
brá aldrei skugga og hann var
traustur og trúr starfsmaður. Guð-
jón var spurull og vildi fylgjast með
því sem bæjarstjórinn var að fást
við. Hann leit gjarnan við hjá mér
eða hringdi. ,,Hvað er að frétta,
elskan mín“ var hans einlæga ávarp.
Í senn formlegt, krefjandi í hægð-
inni og elskulegt. Samtölin og sím-
tölin voru stutt. Engar málaleng-
ingar. Hann kom strax að kjarna
hvers máls. Guðjón lagði sig eftir að
læra tungumál. Virtist það vera sér-
stakt áhugamál hans og hann naut
þess ekki síst vegna þess að hann
vildi geta lesið alla bæklingana og
leiðarvísana sem tækjunum hans
fylgdu. Það var hans ástríða að eiga
góð ,,tæki“. Hann var jafnan fyrstur
til þess að eignast nýjustu og bestu
þvottavélarnar, svo ekki væri talað
um borvélar og önnur verkfæri sem
hann taldi sig þurfa á að halda. það
var ævintýri líkast að koma í skúr-
inn við húsið hans á Reitarveginn-
um. Þar var allt á sínum stað, tilbúið
til notkunar. En nú er Guðjón horf-
inn. Hann fer ekki lengur á hjólinu
sínu uppúr bænum til að líta eftir
góðmálmum eins og hann sagði. En
minningin um góðan og gegnan
borgara og góðan vin lifir meðal
þeirra sem þekktu hann og fengu
notið vináttu hans. Ég hitti Guðjón
síðast á spítalanum hjá St. Frans-
iskussystrunum. Honum var óvenju
mikið niðri fyrir. Hann ræddi um
framkvæmdir og framfaramál í
Stykkishólmi og á Snæfellsnesi í
gegnum tíðina og hann gaf umsögn
og einkunnir. Þessa síðustu sam-
verustund okkar er mér ljúft að
geyma með minningunni um góðan
dreng. Blessuð sé minning hans.
Sturla Böðvarsson.
Guðjón vinur minn hefur kvatt
þetta jarðlíf. Með honum er genginn
einn af bestu borgurum Stykkis-
hólms. Þar var hann fæddur og átti
heima allan sinn aldur og vann bæn-
um sínum allt það sem hann orkaði.
Lengst var hann í bæjarvinnunni og
alls hjá 6 bæjarstjórum.
Hann hafði ekki tök á að mennta
sig, en skólavist hans í barnaskól-
anum hér var vel notuð, trúmennsk-
an og hagvirkni voru stærstu liðir í
lífssögu hans. Hann var alinn upp
hjá ömmu sinni Rósu Þorvarðar-
dóttur og ein af mínum kynnum við
þau í fyrstu var að hjálpa þeim að
kaupa hentugt húsnæði og gera fyr-
ir þau afsal og aldrei gleymdi Guð-
jón þessum greiða og margt vann
hann fyrir mig þegar ég var í vand-
ræðum með að fá eitthvað lagfært.
Guðjón var feikilega lagvirkur og
snemma kom í ljós handlægni hans
og fjöldinn allur leitaði til hans í
ýmsum vanda. Á síðari árum kom
hann sér upp snyrtilegu og góðu
verkstæði, fékk sér í það vélar og
gat hann því unnið þar að sínu
áhugamáli. Hann var feikilega
greiðvikinn og eiga margir Hólm-
arar honum margt upp að unna.
Hann var jafnan í góðu skapi og
gaman að ræða við hann. Hann var
minnugur á allt sem hann sá og
heyrði og fróður og nýtti sér það
sem hann lærði og átti marga góða
vini og viðmælendur.
Mér fannst það alltaf ávinningur
að hafa kynnst Guðjóni og geta talið
hann til góðra vina minna.
Það kom vinum hans mjög á óvart
hversu brátt bar að með sjúkdóm
hans sem leiddi hann til dauða, en
hann var undirbúinn og í heimsókn
minni til hans í veikindum hans fann
ég hversu traust hans á annarri til-
veru og Drottni var einlæg og
örugg. Hann hafði lært mikið af líf-
inu og alla tíð verið reglusamur og
trúr hugsjónum sem honum voru
innrættar í æsku, átti hóp vina og
einlægari Hólmara var ekki hægt að
hugsa sér.
Það eru því fleiri en ég og mín
fjölskylda sem sakna þessa góða
drengs, sem alltaf færði yl inn í
samfélagið.
Ég vil því þakka honum sam-
fylgdina, hans góða viðmót og allar
þær skemmtilegu stundir sem við
áttum saman.
Góður guð fylgi honum og bless-
un hans vermi hann á nýjum vett-
vangi.
Árni Helgason, Stykkishólmi.
GUÐJÓN JÓHANN
JÓHANNSSON
LEGSTEINAR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
KRISTJÁNS FR. HAGALÍNSSONAR
vélstjóra,
Garðabraut 5,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til læknanna Geirs Tryggvasonar og Önnu B. Magnús-
dóttur og annars hjúkrunarfólks á háls-, nef- og eyrnadeildum A5 og B3 á
Landspítala Fossvogi.
Helga Guðjónsdóttir,
Ingiríður B. Kristjánsdóttir, Ólafur Ólafsson,
Smári H. Kristjánsson, Nikolína Th. Snorradóttir,
Guðjón Kristjánsson, Ingibjörg Sigurðardóttir,
Guðrún H. Kristjánsdóttir, Vicente Carrasco,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför sonar míns,
ÁSGEIRS ARNARS JÓNSSONAR,
Urðargerði 4,
Húsavík.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Hrefna Steingrímsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og systir,
FRIÐMEY GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Bíldsfelli,
Grafningi,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði
fimmtudaginn 1. september verður jarðsungin
frá Selfosskirkju föstudaginn 16. september
kl. 13.30.
Ágústa Guðlaugsdóttir, Sigtryggur Einarsson,
Svavar Valdimarsson, Valey Guðmundsdóttir,
Guðríður Þorvaldsdóttir, Haraldur Ríkarðsson,
Guðmundur Þorvaldsson, Krístín Gísladóttir,
Sigurður Þorvaldsson,
Pétur Þorvaldsson, Hjördís B. Ásgeirsdóttir,
Árni Þorvaldsson, Sigrún Hlöðversdóttir,
Rósa Þorvaldsdóttir, Sturla Pétursson,
Þorsteinn Þorvaldsson, Fjóla Ægisdóttir,
Guðmundur Öfjörð.
Ruth Guðmundsdóttir,
Kristbjörg Guðmundsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
ELÍSABET JÓNSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn
16. september kl. 13.30.
Kolbrún Árnadóttir, Valdimar Jónsson,
Ólöf Árnadóttir,
Friðrik Árnason,
Kári Árnason, Ásdís Þorvaldsdóttir,
Einar Árnason, Svandís Gunnarsdóttir,
ömmu-, langömmu-
og langalangömmubörn.
Útför mannsins míns,
GEIRS ÞORSTEINSSONAR
verkfræðings,
sem andaðist fimmtudaginn 8. september, verður
gerð frá Langholtskirkju föstudaginn 16. septem-
ber kl. 11.00.
Inge Jensdóttir.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
STEINÞÓR GESTSSON
á Hæli
í Hreppum,
verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju þriðju-
daginn 20. september kl. 13.30.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Maðurinn minn og bróðir,
KRISTJÁN S. KRISTJÁNSSON
fyrrv. fjárhagsáætlunarfulltrúi,
Efstaleiti 10,
Reykjavík,
lést laugardaginn 10. september sl.
Ólöf Steingrímsdóttir,
Hulda Kristjánsdóttir.