Morgunblaðið - 14.09.2005, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 37
DAGBÓK
Viltu gerast ferðaráðgjafi?
Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn hér á landi sem býður upp á
alþjóðlegt nám frá IATA/UFTAA, sem eru alþjóðleg samtök flugfélaga
og ferðaskrifstofa, og útskrifar skólinn á hverju ári „ferðaráðgjafa“ til
starfa hjá flugfélögum, ferðaskrifstofum og við aðra ferðaþjónustu.
Með aukningu ferðamanna hefur þörfin eftir fólki með slíka menntun
aldrei verið meiri. Flestir, sem útskrifuðust í vor, fengu starf innan
ferðaþjónustunnar að loknu námi. www.menntun.is
Nafnið á fyrirlestrinum er tekið úrljóði eftir sjálfa mig og ég byrja áað tala um skáldskap út frá mínusjónarhorni sem ljóðskálds. Ég er
að reyna að skilgreina mín viðhorf til ljóðlist-
arinnar. Það getur reyndar verið erfitt en það
er ekkert skemmtilegt sem ekki er erfitt,“ seg-
ir Ingibjörg Haraldsdóttir spurð út í fyr-
irlestur sinn sem haldinn verður í Norræna
húsinu í dag klukkan 17, en í dag er fæðing-
ardagur dr. Sigurðar Nordals og hefur verið
venjan að halda fyrirlestur á þessum degi.
„Undirtitill var einhvern tíma: Erindi og
framtíð ljóðsins. Ég segi aðallega frá skáld-
skapnum, hvernig hann verður til og hvernig
hann gengur fyrir sig út frá mínu eigin sjón-
armiði og nokkurra annarra sem ég vitna í.
Ég kemst heldur betur að því að ljóð eigi er-
indi við okkur. Ég segi eitthvað á þá leið að
ljóðið hafi lifað með okkur frá ómunatíð og
muni halda því áfram, enda er ég bjartsýn á
það.
Mér finnst fyrst og fremst vanta umræðu
um ljóð og skáldskap hér hjá okkur. Það er
skrifað mikið og talað mikið um skáldsögur en
miklu minna um ljóðin – það heyrir til und-
antekninga ef slíkt er gert og ég veit ekki
hvers vegna, en það virðist vera eitthvað minni
áhugi á ljóðum en sögum.
Það eru mjög skiptar skoðanir um ljóð, eins
og reyndar margt annað. Það er til fólk sem
segir að skáld nú á dögum kunni ekki að yrkja
og að þetta séu allt ómöguleg ljóð. Því fólki
bendi ég á að það þarf ekki að kvarta. Það hef-
ur verið ort á Íslandi í ein ellefuhundruð ár og
það er til nóg af ljóðum. Þeir sem kunna ekki
að meta samtímaljóð geta leitað í þann mikla
sjóð sem við eigum og bókasöfnin eru full af.
Ljóðskáld samtímans – sama hvaða samtími
það er – halda alltaf áfram að yrkja. Þau ljóð
halda áfram að koma og höfða til sumra og
ekki annarra. Það er bara eins og það er, en að
sjálfsögðu ættu allir að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi í ljóðum.
Í stað þess að skrifa nöldurpistla ætti fólk
frekar að lesa það sem því þykir skemmtilegt
að lesa. Þorsteinn frá Hamri sagði einhverju
sinni: … „Ljóðið ratar til sinna.“ Þetta er auð-
vitað gullvæg setning. Ljóðin verða alltaf til og
þau rata til sinna. Þeir sem kunna að meta
þessa tegund af ljóði finna hana og aðrir finna
einhverja aðra tegund,“ segir Ingibjörg, sem
hefur gefið út sex ljóðabækur og hlaut meðal
annars Íslensku bókmenntaverðlaunin 2002
fyrir ljóðabókina Hvar sem ég verð.
Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn sem
stendur í um 40 mínútur.
Fyrirlestur | Ingibjörg Haraldsdóttir ræðir um erindi og framtíð ljóðsins
Ljóð gripin sem hálmstrá
Rithöfundurinn og
þýðandinn Ingibjörg
Haraldsdóttir er fædd í
Reykjavík 1942. Eftir
stúdentspróf hélt hún
til Moskvu þar sem hún
lauk meistaraprófi í
kvikmyndastjórn 1969.
Þaðan lá leiðin til Kúbu
þar sem hún var að-
stoðarleikstjóri við
leikhúsið Teatro Estu-
dio í Havana á árunum
1970–75. Húnn vann sem blaðamaður um ára-
bil eftir að hún kom heim, sat í stjórn Rithöf-
undasambands Íslands 1992–98 og var for-
maður sambandsins 1994–98.
Mannréttindabrot
á verkafólki Íslands
NÚ eru margir Íslendingar á von-
arvöl en ríkisstjórnin situr hjá og
gerir ekkert í málinu. Hvað veldur?
Getur það verið að þeir viti ekki af
þessu með verkafólkið í landinu?
Þeir vita nú allt um öryrkjana og
aldraða, þau eru með málið fyrir
mannréttindadómstóli. Var ekki
hægt að gera betur þar?
Þarf verkafólkið að fara fyrir
mannréttindadómstóla líka til að
þeir skilji að enginn getur lifað af
þessari láglaunastefnu? Er ekki
hægt að lækka alla þessa hluti niður
í viðráðanlegt verð svo að allir ráði
við það að lifa af launum sínum?
Verður það þá ekki verðbólguletj-
andi ef það gerist? Hækkar það ekki
verðgildi krónunnar ef hægt er að
kaupa allt á lægra verði? Hvar er
bónushugsjónin? Er til nokkurt
vandamál sem ekki er hægt að leysa
skynsamlega – eða hvað? Heilinn
má ekki verða úrræðalaus. Ég held
að ný ríkisstjórn verði nú að gera
betur en núverandi.
Er ekki kominn tími til að snúa
blaðinu við og sýna hjálpræðið í
verki, hvað er náungakærleikur ef
ekki er vit til að hjálpa sjálfum sér
og þjóðinni? Er það kristilegt að
brjóta mannréttindi á verkafólki?
Þegar leigan er frá kr. 70–100
þús. á mánuði en laun verkafólks
86–100 þús., gleymdist þá ekki að
reikna húsnæðið inn í taxta launa-
fólks? Svo á eftir að borga hita, raf-
magn og síma og Stöð 2. 25% vask,
tolla af vörum og þá vantar fyrir
matnum, skólanum og námskeiðum
til að hækka kaupið.
Pabbi og mamma geta ekki hjálp-
að, þau eru öryrkjar og ellilífeyr-
isþegar svo það er fátt um fína
drætti hjá verkafólki, mikið um
skilnaði þar. Skuldir verða til vegna
neyslu en ráðamenn finna engar
lausnir nema halda laununum niðri
svo fyrirtækin fari nú fyrr á haus-
inn. Þá er flutt inn fólk til að lág-
launastefnan haldi sér.
Fjölskylduvandamál ríkisstjórn-
arinnar eru mýmörg og alltaf er lof-
að upp í ermina, segir sá sem er að
verða ermalaus, er húsnæðislaus
vegna greiðslumats bankanna sem
segja að launin séu of lág til að
standa undir kostnaði til húsnæðis-
kaupa, lágmarkstekjur þurfa að
vera hjá einstaklingi hátt á þriðju
milljón á ári. Launa verkafólks eru
of lág. Taxtinn leyfir verkfólkinu
ekki að standa skil því það gleymd-
ist að reikna inn í hann lán fyrir hús-
næði og öðrum útgjöldum, því mið-
ur.
Með von um skjót viðbrögð rík-
isstjórnar nú, eða þeirrar sem tekur
við í komandi kosningum og hefur
verkafólkið í fyrirrúmi.
Jón T. Halldórsson,
verkamaður í Reykjavík.
Hringur týndist í World Class
MUNSTRAÐUR kven-gifting-
arhringur týndist fimmtudaginn 8.
september sl. í World Class í Spöng-
inni í Grafarvogi. Finnandi vinsam-
legast hringi í Stefaníu í gsm
693 6545 eða skili í afgreiðslu WC.
Fundarlaun.
Barnaburðarpoki í óskilum
BARNABURÐARPOKI er í óskil-
um hjá miðsölu Strætós á Hlemmi.
Pokinn fannst á Holtavegi. Upplýs-
ingar á staðnum og í síma 540 2701.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
60 ÁRA afmæli. Í dag, 14. sept-ember, er sextug Anna Vil-
hjálmsdóttir söngkona, Vættaborgum
1, Reykjavík. Hún er að heiman í dag
en tekur síðar á móti gestum. Anna er
stödd á heimili systur sinnar í Banda-
ríkjunum: 15 Prescott Court, Baskin
Ridge, N.J. 07920.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Fréttir á SMS
Brúðkaup | Gefin voru saman 20.
ágúst sl. í Bessastaðakirkju af sr.
Friðriki J. Hjartarsyni þau Júlía Rós
Atladóttir og Hermann Sigurður
Björnsson. Heimili þeirra er í Hafn-
arfirði.
Mynd, ljósmyndastofa, Hafnarfirði
50 ÁRA afmæli. Í dag, 14. sept-ember, er fimmtugur Hall-
grímur Thorsteinsson útvarpsmaður,
Faxatúni 12, Garðabæ.
Brúðkaup | Gefin voru saman 2. júlí
sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr.
Sigríði Kristínu Helgadóttur þau Anna
Svanhildur Daníelsdóttir og Ásmund-
ur Þór Steinarsson. Heimili þeirra er í
Hafnarfirði.
Mynd, ljósmyndastofa, Hafnarfirði
KVENNAKÓR Kópavogs er að
hefja sitt fjórða starfsár. Það er
margt framundan hjá kórnum og
fjölbreytt söngskrá.
Jólatónleikar verða haldnir
með Karlakór Kópavogs, og svo
er stefnt að því að fara til Búda-
pest árið 2007 og taka þátt í kóra-
keppni.
Aðstandendur kórsins vilja
endilega bjóða fleiri konur vel-
komnar í hópinn og auglýsa eftir
öllum röddum og á öllum aldri.
Kórinn æfir á mánudags-
kvöldum í Digranesskóla kl. 20.00
til 22.00 og er fyrsta æfingin hinn
19. september næstkomandi.
Áhugasömum er bent á að mæta
eða hringja í Nataliu C. Hewlett
kórstjóra í síma 699-4613 eða í
formanninn, Hildi Káradóttur, í
síma 554-3619.
Kvennakór Kópavogs
leitar eftir röddum
KVARTETT Sigurðar
Flosasonar heldur tón-
leika í Garðabæ í boði
menningar- og safna-
nefndar Garðabæjar í
dag. Tónleikarnir
verða haldnir í sal
Tónlistarskóla Garða-
bæjar að Kirkjulundi
og hefjast kl. 20:30.
Aðgangur er ókeypis
en salurinn rúmar um
100 manns í sæti.
Tónleikarnir eru
hluti af tónleikaröð
sem kvartett Sigurðar
Flosasonar heldur í
tilefni af útgáfu geisladisksins
„Leiðin heim“ en hann kom út í
hér á landi í apríl síð-
astliðnum og í Japan
í júlí og hefur fengið
góðar viðtökur.
Kvartettinn skipa,
auk Sigurðar sem
leikur á saxófón, þeir
Eyþór Gunnarsson á
píanó, Valdimar K.
Sigurjónsson á
kontrabassa og Pétur
Östlund á trommur.
Sigurður Flosason
er bæjarlistamaður
Garðabæjar árið
2005.
http://www.gardabaer.is
Kvartett Sigurðar
Flosasonar í Garðabæ