Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TÓNLISTARHÚS KYNNT Tilkynnt var í gær að tillaga Port- us-hópsins um byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss við Reykjavík- urhöfn hefði verið valin. „Höll tón- listarinnar verði hús fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að loknum blaðamannafundi, þegar tillögurnar voru kynntar. Rannsóknir á jaðrakönum Íslenskur vísindamaður, Tómas Grétar Gunnarsson, fékk á dögunum birta grein í tímariti konunglegu bresku vísindaakademíunnar um jaðrakana. Í greininni sýnir Tómas fram á að sömu einstaklingarnir noti góð búsvæði á bæði varp- og vetr- arstöðvum eða verri búsvæði á hvor- um tveggja stöðvunum. Flýja Rítu Fellibylurinn Ríta stefndi í gær vestur Mexíkóflóa og var kominn í efsta og 5. styrkleikaflokk. Hefur hundruðum þúsunda manna verið skipað að koma sér burt í Texas og Louisiana. Verðlaun fyrir gervihné Össur hlaut í gær verðlaun fyrir rafeindastýrt gervihné, Rheo Knee, og er þetta í annað skiptið á árinu sem fyrirtækið hlýtur verðlaun fyrir hnéð. Bandaríska fyrirtækið Frost & Sullivan veitti Össuri verðlaunin í gær. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Bréf 31 Úr verinu 14 Minningar 33/36 Erlent 16/17 Dagbók 40 Minn staður 18 Víkverji 40 Akureyri 20 Velvakandi 41 Höfuðborgin 20 Staður og stund 42 Neytendur 22/23 Menning 43/49 Forystugrein 26 Bíó 46/49 Viðhorf 28 Ljósvakamiðlar 50 Daglegt líf 28/29 Veður 51 Umræðan 30/32 Staksteinar 51 * * * Kynningar – Morgunblaðinu fylgir í dag dagskrárrit frá Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík. Dreift á höf- uðborgarsvæðinu. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                   Miðasala Þjóðleikhússins: Sími 551-1200 www.leikhusid.is ÍSLENSKT vatn, undir vörumerkinu Icelandic Glacial, vann til tvennra verðlauna á hönnunarverðlaunahátíð flöskuvatns, sem var haldin í Dubai. Keppt var í mörgum flokkum en ís- lenska vatnið komst í úrslit í þremur meginflokkunum og stóð uppi sem sigurvegari í tveimur þeirra, þ.e. besta alhliða hugmyndin og besta vörumerkið. Fyrirtækið Icelandic Water Holdings í Þorlákshöfn fram- leiðir og dreifir vatninu. Jón Ólafsson athafnamaður, sem stýrir verkefninu ásamt Kristjáni syni sínum, segir verðlaunin vera mikla viðurkenningu fyrir þau störf sem hafi verið unnin sl. tvö ár. Hann segir samkeppnina ekki hafa verið í smærri kantinum en íslenska vatnið skákaði fyrirtækjum eins og Coca Cola, Pepsi og Evian. „Þetta setur okkur á kortið,“ segir Jón. Hann segir fyrirtækið vera um þessar mundir að ljúka samningum víðsvegar um heim- inn. „En þetta mun hjálpa okkur mik- ið. Þetta er ofsalega mikil viðurkenn- ing,“ segir Jón og bætir því við að þetta sé ekki síður góð landkynning. „Nú verðum við bara að láta verkin tala.“ Jákvætt fyrir Ísland Að sögn Patricks Racz, fram- kvæmdastjóra Icelandic Water Hold- ings, er þetta bæði jákvætt fyrir fyr- irtækið og Ísland. Hann bendir á að á ráðstefnunni séu samankomin 117 fyrirtæki sem komi víðsvegar að úr heiminum. Þ.á m. eru öll stærstu fyr- irtækin í þessum geira, t.a.m. Pepsi og Coca Cola og Nestlé. „Við erum af- ar stolt yfir þessum árangri.“ Í und- irbúningi er ný 4.000 fermetra verk- smiðja á Íslandi og nú þegar er búið að setja á laggirnar dreifingu í Banda- ríkjunum, Frakklandi og Bretlandi. Íslenskt vatn vann til verðlauna í Dubai OG Vodafone hefur sent Símanum og Íslenska sjónvarpsfélaginu bréf þar sem óskað er eftir viðræðum við félögin um það með hvaða hætti Síminn og Íslenska sjónvarpsfélagið afhendi 365 miðlum sjónvarpsmerki Enska boltans og 365 miðlar af- hendi Íslenska sjónvarpsfélaginu merki Digital Ísland. Eiríkur Jóhannsson, forstjóri Dagsbrúnar, segir þetta gert í kjöl- far úrskurðar Samkeppniseftirlits- ins þar sem Íslenska sjónvarps- félaginu beri þegar í stað að afhenda sjónvarpsmerki Enska boltans þeim fyrirtækjum sem þess óska. „Í ljósi þessa nýja úrskurðar höf- um við sent Símanum og Skjá ein- um bréf þar sem við höfum óskað eftir almennum viðræðum,“ segir Eiríkur og bætir við að í þeim felist með hvaða hætti Síminn og Íslenska sjónvarpsfélagið ætli að afhenda 365 miðlum merki Enska boltans. „Til að mynda hvernig við fáum aðgang að ljósleiðarakerfi Símans og með hvaða hætti þeir myndu vilja fá merki okkar inn á breiðband Sím- ans.“ Eiríkur segir það ekki vera til góða fyrir viðskiptavininn að færa efni inn á eina dreifileið. Hann telur að eftirspurnin eftir enska boltanum hafi minnkað við það. „Viðskipta- lega væri það betra fyrir aðilana að dreifa þessu sem víðast.“ Bréfið var sent fyrir viku og segir Eiríkur ekkert svar hafa borist. Hann á þó von á að það berist innan tíðar. Úrskurður Samkeppniseftir- litsins sé skýr og hann beri að virða. Óska eftir viðræðum við Símann um sjónvarpsmerki RAGNAR Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fast- eignar/Klasa, sem átti hina tillöguna að tónlistarhúsi sem matsnefndin hafði til skoðunar, segir að niðurstaða nefndarinnar hafi markað endalokin á löngu ferli. „Það var mjög jafnt á milli aðila. Við unnum að okkar tillögu eins vel og við gátum og ég sá þeirra tillögu fyrst í dag og hún var mjög glæsileg,“ segir Ragnar og bendir á að þeir hafi fengið heildareinkunnina 9,7 en Portus 9,8. Talsverður verðmunur var á tillögunum, tilboð Klasa var metið á um 8,5 milljarða en Portusar á rúmlega 12 milljarða. Ragnar segir að skýringin á þessu sé senni- lega sú að tillaga Portusar geri ráð fyrir mun stærra húsi. „Við vorum bara að fá niðurstöðuna í dag [í gær] frá Austurhöfn ehf. og erum að fara yfir hana og meta hana. En því er ekki að leyna að þetta var mjög nálægt,“ segir Ragnar. Sú leið sem farin var, að bjóða verkið út í alútboði, seg- ir Ragnar að hafi reynst vel og megi gjarnan beita henni í meira mæli í framtíðinni. „Fyrir tónlistar- og ráð- stefnuhús kom þetta mjög vel út fyrir þá, þetta eru mjög glæsilegar tillögur og mikill metnaður lagður í þetta,“ segir Ragnar og bendir á að alútboði hafi verið beitt hér á landi áður, t.d. varðandi byggingu Hvalfjarðarganga. Í þessu felist samstarf opinberra og einkaaðila og segir hann að þannig sé hægt að ná því besta úr báðum áttum. Að Klasa standa Íslandsbanki og Sjóvá en að Fasteign standa sjö sveitarfélög; Fjarðabyggð, Garðabær, Gríms- nes- og Grafningshreppur, Reykjanesbær, Sandgerði, Vestmannaeyjar og Vogar auk Íslandsbanka og Spari- sjóðs Mýrasýslu. Arkitektar Fasteignar/Klasa í samkeppninni voru Schmidt, Hammer & Lassen K/S, Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar, Bernard Engle & Planners og Arrow- street en verkfræðiráðgjafar Línuhönnun og VSÓ Ráð- gjöf. Ístak og E.Phil & Søn voru stýriverktakar. Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fasteignar/Klasa „Mjög jafnt milli aðila“ Tillaga Fasteignar/Klasa byggist á því að húsið sé hljóðfæri, sem geti tekið á sig alla liti. SÖNGVARINN og hjartaknúsarinn Michael Bolton söng af mikilli inn- lifun í Laugardalshöllinni í gær- kvöldi, frammi fyrir fjölda áhang- enda sinna hér á landi. Bekkirnir og stólarnir voru þéttsetnir og kvenþjóðin var í sjáanlegum meiri- hluta tónleikagesta. Bolton var í góðu formi og söng mörg sinna þekktustu laga, við góðar und- irtektir í höllinni. Morgunblaðið/Sverrir Hjartnæm- ur söngur hjá Bolton ♦♦♦ ALLS eru 293.537 farsímar í notkun á Íslandi, samkvæmt nýju yfirliti Póst- og fjarskiptastofnunar. Miðað við mannfjöldatölur frá 1. desember síðastliðnum er einn Ís- lendingur um hvern farsíma að með- altali, en þá bjuggu 293.577 manns hér á landi. Heildarfjöldi farsíma skiptist þannig að um 273 þúsund GSM-farsímar eru í notkun en rúm- lega 20.500 NMT-símar. Af GSM-notendum eru nokkru fleiri með samningsbundna áskrift, 147.512, en 125.461 með fyrirfram- greidd símkort. Allir þeir sem nota NMT-síma eru í áskrift hjá Síman- um. Þá er Síminn með 64,5% allra GSM-farsímaáskrifenda og 66,4% þeirra sem eru með fyrirframgreidd símkort. Einn farsími á mann að meðaltali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.