Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristján Sigurð-ur Kristjánsson fæddist á Neskaup- stað við Norðfjörð 17. febrúar 1925. Hann lést á Land- spítala í Fossvogi 10. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðrún Sigurð- ardóttir, f. 4.10. 1900. d. 28.11. 1972, og Kristján Sig- tryggsson, f. 15.1. 1897, d. 6.12. 1965. Systir Kristjáns er Hulda Kristjánsdóttir, f. 18.3. 1921, og á hún eina dóttur, Guðrúnu Jónsdóttur. Kristján fluttist 14 ára gamall ásamt fjölskyldu sinni til Reykja- víkur vorið 1939. Hann útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands 1944. Að loknu námi hóf hann starf hjá Reykjavíkurborg. Að frátöldu árinu 1945–46 er hann var við sér- nám við verslunarskóla í London, starfaði hann sam- fellt hjá Reykjavík- urborg í 51 ár, þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Kristján átti far- sælan starfsferil hjá Reykjavíkurborg á mestu uppgangs- og framfaratímum borgarinnar, þegar hún breyttist úr sjáv- arþorpi í borg. Síð- ustu áratugi starfa sinna var hann for- stöðumaður fjár- hagsáætlunar Reykjavíkur. Fyrir tæpum 25 árum hóf Krist- ján sambúð með Ólöfu Steingríms- dóttir, frv. gjaldkera Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur. Hún á þrjá syni, Steingrím, Svein Geir og Kristin Sigurjónssyni. Hún lifir mann sinn. Útför Kristjáns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Horfinn er sjónum okkar úr jarð- vist þessari vinur okkar til um 25 ára, Kristján Kristjánsson. Hann kom nokkuð óvænt inn í líf okkar bræðra, að okkur fannst, er hann hóf sambúð með móður okkar Ólöfu Steingríms- dóttur, sem hafði þá verið ekkja í nokkur ár. Tilhugalíf þeirra var stutt og hafði farið nokkuð leynt, fyrir okk- ur allavega, þó þau hefðu þekkst nokkuð lengi. Auk þess höfðu þau bæði haft starfsvettvang úr stjórn- kerfi borgarinnar, eins og faðir okkar Sigurjón Sveinsson reyndar líka. Hafi okkur brugðið eitthvað bræðr- um við sambúðartíðindin eða flutning Kristjáns á tannburstanum sínum, eins og við kölluðum það jafnan, var það óþarfi. Fljótlega kom í ljós hvaða ljúfling og dreng góðan Kristján hafði að geyma. Hann bar móður okkar á höndum sér og greip hug okkar og fjölskyldna með sinni ein- stæðu framkomu. Það fór vel á með þeim. Kristján var mikill unnandi sí- gildrar tónlistar sem og myndlistar og voru hann og móðir okkar glæsi- legt par saman í opinberu lífi sínu sem og í lista- og menningarlífi borg- arinnar og ríkti með þeim mikið jafn- ræði í þeim efnum. Kristján hafði mikla kímnigáfu. Skemmtum við okkur oft með honum því hann sá lífið og tilveruna oft á skemmtilegan hátt og frá allt öðru sjónarhorni en við, þessir venjulegu. Hann var höfðingi heim að sækja bæði í Efstaleiti og í Gili, sumarbústað móður okkar við Laugarvatn, hvar þau undu oft nær sumarlangt, sérstaklega eftir að Kristján hætti að vinna fyrir um tíu árum. Þegar Kristján skenkti eðal- víni eftir dýrðarmáltíðir gat hann orðið nokkuð örlátur á „sólargeisl- ann“ eins og hann kallaði það gjarn- an. Því töldum við okkur þurfa að líta eftir honum því „honum væri stund- um svo laus höndin“ þegar hann var að bæta í staupið. Í Kristjáni samein- aðist reglusemi og hógværð en jafn- framt höfðingsskapur og örlæti. Litla mötuneytið sem hann rak á stéttinni framan við svefnherbergið sitt, var svolítið sérstakt. Á hverjum morgni vetrarlangt í mörg ár færði hann smáfuglunum þar höfðingja máltíðir. Niðursöxuð epli, brauð, rúsínur, tólg og fleira, enga smáskammta né af- ganga og fór hann í sérstakar „kaup- staðaferðir“ til að afla fanga fyrir fuglana sína. Það er hætt við að nú í haust er kólna tekur, að þrestirnir muni sakna vinar síns eins og við hin. Við bræður, auk mín Kristinn og Steingrímur ásamt fjölskyldum okk- ar, sendum ástvinum Kristjáns og vinum hans okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Genginn er góður drengur. Blessuð sé minning hans. Sveinn Geir Sigurjónsson. Mig langar til að fá að koma að þakklæti til hans Frænda. Við Frændi höfum þekkst og geng- ið saman götuna til góðs í 50 ár. Ég hef aldrei nokkurn tímann þekkt mann sem kemst í hálfkvisti við hann Frænda. Hann var einstak- ur maður. Ljúflyndi hans og tryggð var einstök. Hann mátti aldrei neitt aumt sjá og varðandi sína nánustu þá var hann alltaf sá fyrsti til að ljá þeim lið ef í harðbakka sló. Frá því ég var barn, þá vissi ég alltaf að Frændi væri hluti af minni tilveru, en hann var bróðir mömmu. Hann og amma bjuggu fyrst á Skúla- götu 64, og við mamma áttum ófá sporin þangað. Síðan fluttu þau á Amtmannsstíg 6, beint á móti okkur mömmu og pabba og þessi tvö heimili voru mín æskuheimili. Í innri stofunni hjá Frænda og ömmu átti frændi sinn „húsbónda- stól“. Hægra megin við stólinn var bókahillan hans og á litlu borði til hliðar var öskubakki með pípunni og samanbrotið píputóbaksbréf. Einnig á hægri hönd var plötuspilari og plöt- ur sem hann hlustaði á og hafði mikla ánægju af. Eftir að amma dó flutti Frændi til okkar tímabundið á meðan hann beið eftir nýrri íbúð sem hann hafði keypt. Á þessum tíma voru mamma og pabbi líka í flutningshugleiðingum. Flutt var úr miðbænum upp í Espi- gerði. Mamma, pabbi og ég í númer 2 og Frændi í númer 4. Áfram vorum við samferða í lífinu, nú komin í annan bæjarhluta og Frændi var sem áður daglega hjá okkur. Fráfall pabba í janúar 1976 tengdi okkur enn þéttar saman. Þeir höfðu alla tíð unnið á sama vinnustað og alltaf verið miklir vinir. Það urðu svo heldur betur þátta- skil og gleðilegasta tímabil í lífi Frænda hófst þegar hann kynntist henni Ólöfu og þau rugluðu saman reytum sínum og ákváðu að kaupa sér íbúð í Efstaleiti 10. Ég hef aldrei séð hann Frænda eins hamingjusaman og eftir að hann kynntist henni Ólöfu. Þarna mættust tvær einstakar manneskjur, sem í raun er ekki hægt að lýsa öðruvísi en sem einstöku pari. Hlýjan, samhugurinn, einlægnin og virðing hvors fyrir öðru var svo einstök. Í rúmlega 20 ára sambúð þeirra, þar til Frændi lést 10. sept- ember síðastliðinn, var aðdáunarvert hve samstiga þau voru í ákvörðunum sem snertu lífið og tilveruna á hverj- um tíma. Elsku frændi minn, ég er eigin- gjörn og vildi óska að þú værir enn hjá mér en ég veit að þú vildir fá að fara, því þér leið svo illa og veikindi þín orðin mikil. Elsku Frændi minn, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum þau 50 ár sem við áttum saman. Þú varst einstakur maður. Það verða mikil viðbrigði að eiga þig ekki lengur að og ég tala nú ekki um fyrir hana mömmu, eins mikil samskipti og hún og þið Ólöf höfðuð. Og að lokum langar mig að þakka þér fyrir þá tryggð sem þú sýndir okkar litlu fjölskyldu, mömmu, mér, manninum mínum og dætrum í gegn- um tíðina. Og, Ólöf, þakka þér fyrir hversu ómetanleg þú varst frænda. Einnig langar mig að senda þakk- læti til starfsfólks á gjörgæsludeild og A6 á Landspítala í Fossvogi fyrir hlýhug og velvild. Guðrún Jónsdóttir. Elsku Frændi minn. Ég er heppin að hafa ekki bara verið frænka þín, heldur einnig barnabarn. Ég kynnt- ist aldrei þeim söknuði að hafa ekki þekkt Jón afa því þú varst alltaf afi minn. Ég fyllist hamingju þegar ég hugsa um allar þær stundir sem við áttum saman því allar voru þær góð- ar, þú skammaðir mig ekki og því óhlýðnaðist ég þér aldrei. Þú reyndist mér alltaf vel og ég gleymi því aldrei þegar ég fótbrotn- aði, ég var 12 ára og var svo hrædd við að ganga og standa upp, og þú hélst í mig og sagðir mér að allt ætti eftir að verða í lagi, og það var rétt, allt sem þú sagðir var satt. Þegar þú lást á spítalanum þessa síðustu daga og við töluðum saman og þú kallaðir okkur mömmu englana þína, var ég ekki lengur hrædd, því þú varst ekki hræddur. Sagt er ,,að þeir deyi ungir sem guðirnir elska.’’ Þú afsannaðir það og á því er enginn vafi, þú lýstir upp her- bergið með góðmennsku þinni. Ég er ekki lengur hrædd við að deyja, því ég veit í hjarta mínu að þú munt taka á móti mér hinum megin. Takk fyrir öll árin, takk fyrir að hafa verið Frændi minn og afi og takk fyrir að hafa verið til. Þín frænka, Hulda Hrund Sigmundsdóttir. Margan manninn hef ég hitt um ævina frá öllum heimsins hornum en engan eins mikinn heiðursmann og hann Kristján minn. Ég hitti hann í fyrsta sinn í Espigerðinu þegar ég var um tíu ára þar sem Ólöf amma og Kristján voru nágrannar og höfðu ruglað saman reytum. Strax frá þeim fyrstu kynnum var mér afskaplega vel við Kristján og eftir því sem árin liðu, og við kynntumst betur, fór ég að líta meira á hann sem afa minn heldur en ævifélaga ömmu minnar. Hann var geysilega gestrisinn, hlýr, kíminn og áhugasamur um lífsvið- burði okkar. En umfram allt var hann heiðursmaður fram í fingur- góma. Yndislegur heiðursmaður. Það var alltaf gaman að spjalla við hann um heima og geima, menn og mál- efni, því hann var hafsjór af fróðleik og hann hafði alltaf ráð að gefa mér þegar ég var óviss um ákvarðanir. Viskumolunum átti hann gnógt af og deildi hann þeim með okkur af mikilli óeigingirni. Ég á eftir að sakna Kristjáns afa mikið. Þegar maður hefur notið sam- fylgdar slíks öðlings sem Kristján var verður eftir tómarúm þegar hann fer sem aldrei verður fyllt. Ég vona því að ég hitti fleira fólk eins og hann Kristján á lífsleiðinni því það gerir heiminn að fallegri stað og betri. Guð blessi hann Kristján og varð- veiti. Drottinn veiti ömmu styrk á þessum sorgardögum sem og hans nánustu ættingjum og vinum. „Blóm eru ódauðleg, sagði hann og hló. Þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, – einhvers staðar.“ (Halldór Laxness) Sigurjón Sveinsson. Kristján Kristjánsson helgaði Reykjavíkurborg starfsævi sína, rúmlega hálfa öld. Ungur hóf hann á árinu 1944 störf við borgarbókhald, varð síðar borgarbókari, en frá 1970, þegar staða fjárhagsáætlunarfull- trúa var stofnuð, og til starfsloka 1995 gegndi Kristján því starfi. Starfið fólst í undirbúningi að gerð fjárhagsáætlana borgarsjóðs og stofnana og fyrirtækja borgarinnar svo og eftirliti með því, að áætlanir stæðust. Þessi verk vann Kristján í samvinnu við þá úr röðum kjörinna fulltrúa og embættismanna, sem báru ábyrgð á fjárreiðum borgarinn- ar. Fjárhagsáætlun og framkvæmd hennar er mikilvægasta stjórntæki sveitarfélaga. Störf Kristjáns voru því afar þýðingarmikil og náðu til allra þátta í fjölbreyttum rekstri Reykjavíkurborgar. Störf sín innti Kristján ávallt af hendi af einstakri nákvæmni og samviskusemi og gagn- vart samstarfsfólki sínu var hann jafnan jákvæður og glaðvær á góðum stundum. Í störfum mínum hjá Reykjavík- urborg um langt árabil leitaði ég oft til Kristjáns um upplýsingar og ráð og átti með honum mikið og gott samstarf. Fyrir það, vináttu hans og samfylgd, vil ég að leiðarlokum þakka. Eiginkonu Kristjáns, Ólöfu Stein- grímsdóttur, vottum við Sigurlaug samúð okkar. Jón G. Tómasson. Kristján barst ekki mikið á, en hann naut óskiptrar virðingar sam- starfsfólks síns hjá Reykjavíkurborg og var treyst fyrir mikilvægum verk- efnum allt til starfsloka. Innan um fallega innbundnar bæk- ur í uppáhaldsbókaskápnum mínum kúrir óbundið rit með gulnuðum síð- um, Auðfræði Arnljóts Ólafssonar, útgefið af Hinu íslenzka Bókmennta- félagi árið 1880. Ritið er mér minn- isvarði um upphaf traustrar vináttu okkar. Samstarf okkar hófst 1972, en var ekki sérstaklega náið fyrstu árin. Á þeim tíma var hann í mínum aug- um alltof hæverskur og nánast orð- inn „forpipraður nákvæmnismaður“, en mér sást hinsvegar yfir eigin framhleypni og dómgreindarleysi. „Ég var eins og slys, sem hlaut að koma fyrir einhvers staðar,“ stendur ritað í ótilgreindri spennusögu frá fyrri tíð, – og það átti við mig. Ég hljóp á mig og til að sættast við Krist- ján ákvað ég að láta bókina, „Sjeð og lifað“ eftir Indriða Einarsson fylgja afsökunarbeiðni minni. Við þessa lát- lausu athöfn saug Kristján aðeins upp í nefið og gaf til kynna, að hann mæti viðleitni mína, en toppaði hana nokkru seinna með því að þvinga „Auðfræðinni“ inn á mig. Okkur varð ekki sundurorða eftir það og ég fékk að njóta ráðgjafar hans og leiðsagnar í flestu, sem ég tók mér fyrir hendur fram yfir starfslok hans hjá borginni. Sjálfur tók Kristján persónulega stórstígum framförum eftir að hann kynntist sinni yndislegu konu, frú Ólöfu Steingrímsdóttur, og naut þá lífsins sem aldrei fyrr. Ég á fáum óskyldum meira gott upp að inna en Kristjáni, þessum fjöl- fróða fagurkera, sem skynjaði ham- ingjuna þegar hún kom og naut henn- ar til æviloka. Blessuð sé minning hans. Eggert Jónsson. Við andlát Kristjáns Kristjánsson- ar rifjast upp ánægjulegar minning- ar af samstarfi okkar við fjármála- stjórn Reykjavíkurborgar. Kristján hafði starfsheitið „fjárhagsáætlunar- fulltrúi“ og var það hans hlutverk að halda utan um áætlunargerð og eft- irfylgni fjárhagsáætlana í borgar- rekstrinum. Stofnanir borgarinnar eru margar og þurfti reglulega að fara yfir tillögur forstöðumanna þeirra með þeim og fella þær inn í heildstæða fjárhagsáætlun borgar- sjóðs á hverjum tíma. Áralangt starf Kristjáns við það verkefni hafði skap- að honum einstæða þekkingu á borg- arrekstrinum og í stóru og smáu. Ég var um nokkurra ára skeið í daglegu samstarfi við Kristján og minnist hans í lifandi mynd, þar sem hann sat við borð sitt með heldur fornfálega og háværa reiknivél. Þar sem niðurstöður hennar greindi á við þær tölur sem við yngri mennirnir töldum okkur hafa komist að með nýjustu vasareiknum, hafði hann oft- ast rétt fyrir sér og brosti að okkur með vorkunnsemi í svipnum um leið og það kom í ljós. Kristján vann öll sín verk með einkar kyrrlátum en ár- angursríkum hætti og hann hafði til að bera bæði kímnigáfu og umburð- arlyndi sem oft kom fram þegar mönnum hitnaði í hamsi við rök- stuðning sinn fyrir frekari fjárútlát- um borgarsjóðs til einstakra verk- efna, en naumt þótti oft skammtað eins og gengur. Það raskaði ekki hugarró Kristjáns og hann taldi slíkt eðlilegan þátt í ferli áætlunargerðar- innar og eftirfylgni fjármálastjórnar- innar. Fyrir vikið naut hann óskiptr- ar virðingar og vináttu þeirra sem áttu við hann samskipti í starfi hans. Kristján tók virkan þátt í svo- nefndu TBO-félagsstarfi stjórnenda í borgarrekstrinum og hélt því áfram eftir að hann var kominn á eftirlaun. Var hann mjög áhugasamur um það starf og naut þess í ríkum mæli að fá með því að hitta gamla starfsfélaga og nýja félaga og jafnframt að fá tækifæri til að fylgjast áfram með þróun borgarrekstrarins og þeim hugmyndum sem á hverjum tíma hafa verið efstar á baugi um fram- kvæmdir og nýjungar í rekstrinum. Andlegum kröftum og áhugamálum sínum hélt Kristján til hinsta dags. Um leið og við hjónin vottum Ólöfu konu hans og fjölskyldu samúð okkar við fráfall Kristjáns bið ég Drottin að blessa minningu þessa vandaða og merka samferðamanns. Björn Friðfinnsson. Enn er höggvið skarð í hóp þeirra sem útskrifuðust frá Verzlunarskóla Íslands vorið 1944, skömmu fyrir stofnun lýðveldisins. Bekkjarbróðir okkar Kristján Kristjánsson lézt 10. september s.l., áttræður að aldri. Í minningunni var Kristján harð- greindur og góður námsmaður. Okk- ur fannst hann dulur í skapi og nán- ast einfari. Náin kynni voru því lítil á þeim tíma. Að lokinni skólagöngu réðst Kristján til starfa hjá Reykja- víkurborg og vann þar allan sinn starfsaldur sem góður og gegn emb- ættismaður. Eins og oft vill verða rofna tengsl manna á milli að loknu námi og held- ur hver sína leið og fæstir samferða. Fyrir um átta árum síðan fylgdum við einum bekkjarbróðir okkar til grafar. Var þá slegið upp fundi og ákveðið að reyna að halda hópinn, enda farið að hægjast um. Var ákveð- ið að hittast fyrsta laugardag hvers mánaðar yfir vetrarmánuðina, og hefur það verið gert. Auk þess bauð einn bekkjarfélagi, Gunnar Eyjólfs- son, okkur að stunda með sér qi gong öndunaræfingar og tókum við því með þökkum og höfum stundað þær reglulega tvisvar í viku yfir vetrar- mánuðina. Einnig borðum við saman fyrir hver jól og förum í leikhúsferðir saman. Kristján tók þátt í þessu öllu og tókust með okkur góð kynni. Hon- um, eins og okkur hinum, fannst þetta gott framtak og sér í lagi fannst honum qi gong æfingarnar gera sér gott. Margt var spjallað fyrir og eftir æfingarnar og þegar Kristján sagði eitthvað hlustuðu allir af athygli því hann var bæði orðheppinn og skemmtilegur. Mikið hlógum við þeg- ar talið barst að gömlum bláum og lúnum Volvo sem Kristján ók og hann var spurður hvort hann ætlaði ekki að skipta um bifreið. Svarið var nei því hann væri farinn að sjá illa og Volvoinn rataði allt sem hann þyrfti að fara. Við eigum eftir að sakna Kristjáns og kveðjum hann með virðingu og þökk. Eiginkonu hans og aðstandendum sendum við einlægar samúðarkveðj- ur. Bekkjarsystkin í V.Í. 1944. KRISTJÁN S. KRISTJÁNSSON Elskuleg eiginkona mín, JÓHANNA DANÍELSDÓTTIR, Fellsmúla 18, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 8. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Árni Björn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.