Morgunblaðið - 22.09.2005, Síða 33

Morgunblaðið - 22.09.2005, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 33 MINNINGAR Eftir þriggja ára- tuga dvöl með lista- mönnum hafa mörg spor markast í minn- inguna. Hörður var þar einna merkastur, við vorum lengi að kynnast, enda ættlæg einkenni, en okkur varð síðar gott til vina og ég fann að hann treysti mér fyrir bókunum. Í bóka- safni Myndlista- og handíðaskólans voru merkileg rit sem mörg hver voru þar komin fyrir hans tilstilli, hann fann þau á ferðum sínum, forn- bókasölum og víðar og í fyrstu treysti hann því vart að gera úr rit- unum opinbert bókasafn þar sem nemendur fengju þau að láni. Með tímanum vissi hann þó að það fór vel um þau í minni umsjá og hann vitjaði þeirra af og til og fræddi mig um gildi þeirra, oft í tengslum við sértækar rannsóknir hans á sjón- listasögu okkar. Síðar varð hann HÖRÐUR ÁGÚSTSSON ✝ Hörður Ágústs-son fæddist í Reykjavík 4. febr- úar 1922. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut að- faranótt 10. septem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 20. september. glaður þegar hann vissi að ég var farin að sinna „snikkurunum“. Heimildaskrár hans sem hann afhenti nem- endum sínum í ís- lenskri sjónlistasögu við Myndlista- og handíðaskólann urðu mér til dæmis opin- berun um merkar ís- lenskar listfræðiheim- ildir og mikilvægur lykill að ótal mörgu öðru. Honum tókst svo vel að vekja áhuga fyr- ir því að hefja rannsóknina og virkja sköpunarmáttinn. Allt til síðustu funda koma upp í hugann minnisstæðar samræður við listamann um loddaraskap í stjórn- un, gildi réttsýni og ekki síst sú yf- irlýsing hans um að næst vildi hann fara að sinna konunum í íslenskri sjónlistasögu. Þar verða nú aðrir að taka við. Með einlægu þakklæti og samúð- arkveðjum til Sigríðar, Gunnars, Steinunnar og Guðrúnar. Arndís S. Árnadóttir. Kæri Hörður, þakka þér fyrir að vera heiðarlegur, víðsýnn, umburð- arlyndur maður sem hafðir það að leiðarljósi að myndlist væri ein af birtingum mannsandans. Birtingar- form sem bæri gerandanum vitni hvort sem það væri í manngerðu um- hverfi húsagerðarlistar, fagurlega útskorinn gripur eða strangtrúa flat- armálverk. Leiðir okkar lágu saman þegar ég var í fornámi í Myndlista– og handíðaskólanum fyrir um 27 ár- um. Þú varst öldungurinn, en samt svo ungur. Það voru forréttindi að vera hjá þér í formfræðitímum og seinna í íslenskri byggingalistasögu sem ég held að þú hafir kennt aðeins þetta eina ár. Árin fyrir og eftir 1980 voru miklir umbrotatímar og ég hugsa oft til þín og annarra sem voru við kennslu á þessum árum í MHÍ. Margir í hópi nemenda þinna frá þessum árum hafa látið kveða að sér á vettvangi myndlistarinnar. Seinna hitti ég þig og sagði þér að ég væri að vinna sem leikmynda- og útlitsteiknari hjá Sjónvarpinu. Þú svaraðir að bragði: ,,Það er myndlist líka.“ Þannig varst þú ætíð trúr viðhorf- um þínum og skilningi á myndlist- arnáminu. Mörgum árum seinna þegar það kom í minn hlut að taka við húsi fyrir hönd Sambands ís- lenskra myndlistarmanna var ekki hægt að hafa það myndalaust svo ég leitaði til þín. Þú tókst mér afar vel og fyrir það er ég þakklátur. Það var í síðasta sinn sem ég sá þig og þú varst afar hjálplegur og gefandi. Við ræddum um skólann, hugmyndalistina, Par- ísarárin og Svavar Guðnason. Þú fyrirgefur mér að komast ekki í út- förina, ég verð í Kína á heimsráð- stefnu Alþjóðasamtaka myndlistar- manna, þú skilur. Ég kveð þig, kæri félagi. Pjetur Stefánsson, formaður Íslenskrar grafíkur og fyrrver- andi formaður Sambands ís- lenskra myndlistarmanna. Kveðja frá Félagi íslenskra myndlistarmanna Hörður Ágústsson var heiðurs- félagi Félags íslenskra myndlistar- manna. Hann gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir félagið og var ætíð reiðubúinn að miðla af reynslu sinni til annarra yngri og óreyndari fé- lagsmanna. Hörður var frjór lista- maður og um leið agaður fræðimað- ur og einstaklega næmur kennari. Margir íslenskir listamenn hafa notið þeirra forréttinda að kynnast Herði sem kennara í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Virðulegur í fasi, nákvæmur og af réttsýnni gagn- rýni leiðbeindi hann nemendum sín- um. Hörður átti auðvelt með að hrífa nemendur sína með sér og opnaði augu þeirra fyrir verðmætum menn- ingararfi okkar. En hann lét ekki þar við sitja því með ritum sínum um ís- lenskan menningararf miðlaði hann til þjóðarinnar rannsóknum sínum og þekkingu. Hörður fylgdist vel með því sem fram fór í myndlistinni og var í raun síungur og næmur á alla nýsköpun á því sviði. Megi minn- ingin um listamanninn og fræði- manninn Hörð Ágústsson lifa. Fyrir hönd Félags íslenskra myndlistar- manna Valgarður Gunnarsson, formaður. Haustdag einn fyrir réttum 27 árum, þar sem móðir okkar og þriggja ára systir, Birna, voru með föður okkar erlendis, kom það í hlut afa að flytja okkur Sigga bróður mínum þá erfiðu frétt að faðir okkar væri lát- inn. Þarna sátum við, sex og ellefu ára gamlir, og þrátt fyrir að undir niðri hefðum við grun um hvað væri í vændum, var sem heimurinn hryndi á þessari stundu. En afi sat rólegur og yfirvegaður og ræddi við okkur af nærgætni og umhyggju á þann hátt sem honum var einum lagið. Föður- missi hafði hann sjálfur fengið að reyna barnungur og miðlaði hann okkur þarna af reynslu sinni á þann hátt að maður trúði smám saman að lífið héldi áfram, hvort sem þungt væri yfir eða sól skini í heiði. Þegar ég lít til baka, held ég að þarna hafi hann sýnt okkur allt það góða sem hann hafði að geyma. Um- hyggjan, hlýjan og yfirvegað og lát- laust raunsæið var okkur ómetan- legt en síðast en ekki síst sú staðreynd að hann var til staðar í okkar tilveru, tilbúinn að gefa sig all- an að okkur, með sína hlýju hönd og góðu ráð. Enda var það svo á kom- andi árum, að oft leitaði ég til afa með ýmislegt sem ég átti í basli með að ráða fram úr. Hann hafði alltaf tíma, gaf sig að manni, hlustaði og ráðlagði. Hann hafði lag á að opna manni ný sjónarhorn á viðfangsefn- ið, oft kryddað hans notalegu kímni, þannig að maður horfði öðrum aug- um á tilveruna. Rétt eins og hann hafði lag á að horfa framan í heim- inn, ávallt tilbúinn að taka lífinu sjálfu opnum örmum, njóta þess og gera sem best úr því sem að höndum bar. Það var í raun og veru ráðið góða sem hann gaf okkur bræðrum haustdaginn erfiða. Maður fær seint fullþakkað þau forréttindi að hafa kynnst og notið nærveru manns eins og afa og sárt er að kveðja. Fyrir hönd okkar systkina í Há- holti þakka ég honum samfylgdina, alla ómetanlegu hjálpina, vináttuna og umhyggjuna sem hann sýndi okk- ur, hvort sem þungt væri yfir eða sól skini í heiði. Nýtt sjónarhorn blasir við. Blessuð sé minning afa á Hæli. Steinþór Kári Kárason. Kveðja frá sjálfstæðisfélaginu Hugin Fallinn er frá í hárri elli föður- bróðir minn, Steinþór Gestsson frá Hæli, fyrrum bóndi, oddviti og al- þingismaður. Þegar litið er yfir lífs- hlaup Steinþórs þá gæti einhverjum dottið í hug að þetta væri ekta góð skáldsaga, svo eðlilegur hafi ferillinn verið. Hann byrjaði búskap 24 ára, var svo kosinn í hreppsnefnd 25 ára, varð oddviti í Gnúpverjahreppi átta árum síðar og gegndi því embætti í 28 ár. Þá var hann samhliða orðinn alþingismaður en fann þá að hann gat ekki sinnt báðum störfum af þeirri kostgæfni sem hann vildi, og varð því að láta af störfum sem odd- viti, vel sáttur við sín störf. Eins og þessi upptalning sýnir þá var Steinþóri snemma trúað fyrir viðamiklum og erfiðum verkefnum sem hann rækti af einurð og trú- mennsku. Hann var ekki maður sem þurfti að láta bera mikið á sér eða eins og talað er um ,,ekta Sunnlendinga“ þá var hann lítillátur en samt var hann fastur fyrir og varði málstað sinn vel, ef honum fannst að sér og sínum veg- STEINÞÓR GESTSSON ✝ Steinþór Gests-son var fæddur á Hæli í Gnúpverja- hreppi 31. maí 1913. Hann lést í Reykja- vík 4. september síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Skálholtskirkju 20. september. ið samt var hans aðal- einkenni það að fá sem flesta til fylgis við sig þannig að flestir færu vel sáttir frá borði. Samflokksmenn hans hafa sagt mér að þeg- ar Steinþór var for- maður fjárlaganefnd- ar Alþingis hafi minnihluti nefndar- innar kosið að koma ekki með sérálit. Þannig voru vinnu- brögð Steinþórs. Steinþór var mikill félagsmálamaður og byrjaði ungur að starfa á því sviði, fyrst í ýmsum félögum innansveitar svo sem ung- mennafélaginu og hestamannafélagi þar sem hann var formaður um ára- bil og alltaf þótti hann svo trúverð- ugur og traustur að hann valdist til meiri metorða til dæmis hjá L.H. þar sem hann var formaður um áratug. Og þannig varð það líka þegar hann sneri sér að landsmálapólitík við stofnun sjálfstæðisfélagsins Hugins en hann var þar einn af stofnfélögum en það var stofnað 1961 þá valdist hann þar strax til forustu og var fljótlega kominn á framboðslista Sjálfstæðisflokksins, fyrst sem vara- maður 1963 og síðan er hann kosinn sem alþingismaður fyrir Sunnlend- inga fjórum árum seinna og situr á þingi til ársins 1983 með um árs hléi. Margt fleira mætti upp telja Steinþóri til hróss, en mér finnst við hæfi að fylgja hans einkunnarorðum að stilla öllu í hóf. Við félagar í Hugin þökkum Stein- þóri samferðina og vel unnin störf í þágu félagsins. Steinþór er nú horf- inn frá okkur yfir móðuna miklu saddur lífdaga en minningin lifir um góðan mann. Fyrir hönd sjálfstæðisfélagsins Hugins, Ari Einarsson, formaður. Látinn er í hárri elli Steinþór Gestsson á Hæli. Hann var í samtíð sinni kunnur sem Steinþór á Hæli sem von var, þar var hann fæddur og bjó alla sína ævi, þar höfðu forfeður hans búið frá því um 1740 og setti hver með sínum hætti sterkan svip á samtíð sína og hérað. Í elli sinni vann Steinþór það þarfa verk að rita bók- ina Ættir og athafnir Hælsbænda, sem kom út árið 2000, þegar Stein- þór var 87 ára. Þar rakti hann ævi og störf mikilhæfra forfeðra og hefði það verk tæpast verið unnið með sama hætti af öðrum síðar. Faðir Steinþórs, Gestur Einarsson, var landskunnur maður vegna umsvifa sinna í atvinnu- og félagsmálum, en féll frá á besta aldri árið 1918, aðeins 38 ára gamall. Er líklegt að hann hefði orðið í hópi helstu áhrifamanna þjóðarinnar hefði honum enst aldur til. Steinþór lauk gagnfræðaprófi frá MA árið 1933 og stofnaði þar MA kvartettinn með skólafélögum sín- um, sem á skömmum tíma söng sig inn í hug og hjörtu landsmanna. Sem betur fór var tækni til upptöku söngs þá svo þróuð að varðveittar eru upp- tökur af söng kvartettsins, og hafa þær verið leiknar mörgum til yndis og mun svo vonandi verða um ókomna framtíð. Ævistarf Steinþórs var af mörgum þáttum spunnið, hann var bóndi á föðurleifð sinni marga áratugi. Var hann og til for- ystu kvaddur í samtökum hesta- manna, var formaður í landssam- bandi þeirra í 12 ár. Þá stóð íslenski hesturinn á eins konar vegamótum. Hlutverki hans sem vinnufélaga bóndans var að ljúka, aukin véltækni vék honum þar til hliðar, hesta- mennska í nútíma skilningi var þá lítt þróuð. En þökk sé framsýnum hugsjónamönnum undir forystu Steinþórs þá var hestinum fundið nýtt hlutverk, að verða frístundavin- ur mannsins og félagi til hollrar úti- vistar og náttúruskoðunar. Í því hlutverki er hesturinn nú stórveldi, bæði innanlands og utan. Þar hafði Steinþór þá skarpskyggni hugsjóna- mannsins að sjá tækifæri nýrra tíma. Kunnastur er Steinþór þó fyrir þátttöku sína og forystu í þjóðmál- um, bæði á sveitarstjórnar- og lands- málasviði. Hann var oddviti sveitar- stjórnar Gnúpverjahrepps í 30 ár og lengur í sveitarstjórn. Hann var einnig í sýslunefnd Árnessýslu og þar áhrifamaður. Föðurbróðir Stein- þórs, Eiríkur Einarsson, var um ára- bil þingmaður Árnesinga fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, hann var hugsjónamaður og skáld og naut persónulegra vinsælda langt út fyrir það kjörfylgi sem flokkur hans naut. Árið 1967 tók Steinþór sæti á Al- þingi sem fulltrúi sjálfstæðismanna í Suðurlandskjördæmi og átti þar sæti í 15 ár. Steinþór var traustur stjórnmálaleiðtogi fyrir hérað sitt. Einhuga og brestalaus liðsmaður Sjálfstæðisflokksins í þing- og stjórnmálastörfum enda voru sterk- ustu persónueinkenni hans dreng- skapur og heiðarleiki. Ég sem þess- ar línur rita var einn af liðsmönnum hans á stjórnmálasviðinu og var þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga við hann samstarf um mörg ár. Um það samstarf á ég einungis góðar minn- ingar. Þar ber hvergi skugga á. Það er stór hluti af lífsgæfunni að kynn- ast góðum mönnum og mikilhæfum. Í því ljósi þakka ég við leiðarlok kynni mín af lífi og starfi Steinþórs Gestssonar. Steinþór var kvæntur mikilhæfri konu, Steinunni Matthíasdóttur, sem nú er látin. Þau eignuðust fimm börn, sem öll bera foreldrum sínum gott vitni. Það var Steinþóri gæfa að Sigurður sonur hans tók við búi á Hæli ásamt konu sinni, og átti Stein- þór þess kost að sjá þar þróast far- sælan nútímabúskap og nýja kynslóð vaxa úr grasi. Síðustu æviárin var hljóðara um Steinþór, hann hafði þá stigið nokkuð til hliðar á breiðgötu lífsins eftir langt og farsælt ævistarf. Nú er hann kvaddur með virðingu og þökk og ástvinum hans vottuð sam- úð. Helgi Ívarsson. Kveðja frá Landssambandi hestamannafélaga Það er gæfa hverra samtaka að eiga í sínum röðum djarfa eldhuga, menn og konur sem hrífa með sér aðra til átaka við verkefni morgun- dagsins með dugnaði sínum og atorku. En einmitt þetta hefur í gegnum tíðina verið gæfa Lands- sambands hestamannafélaga. Steinþór var einn af stofnendum Landssambands hestamannafélaga (1949) og átti sæti í fyrstu stjórn sambandsins. Hann gegndi stjórnar- mennsku í LH lengur en nokkur hef- ur gert eða í samtals 25 ár á árunum 1949-1978, þar af sem formaður í 12 ár. Á þessum árum tókst eldhugum hestamennskunnar að færa hlutverk íslenska hestsins úr vinnutæki í einn vinsælasta frístundahest í heimin- um. Steinþór var afkastamikill um söfnun og skráningu upplýsinga og má þar nefna frábært verk hans, bókina „Í morgunljómann“ þar sem saga LH er rakin fyrstu 35 ár sam- bandsins. Enginn þekkti betur upp- hafsár, sögu og starfsemi LH en Steinþór. Þegar LH hélt upp á 50 ára afmæli sitt var Steinþór heiðursgestur, þá 86 ára og flutti hann glæsilega tölu afmælisbarninu til handa. Þrátt fyrir háan aldur fylgdist Steinþór alla tíð vel með starfsemi LH enda bar hann ávallt sterkar taugar til sambands- ins. Steinþór hlaut æðstu viðurkenn- ingu hestamanna árið 1979 þegar honum var afhent gullmerki LH. Landssamband hestamannafélaga kveður Steinþór með mikilli hlýju. Þau störf og spor sem hann hefur markað fyrir hestamenn verða seint fullþökkuð. Börnum sem og öðrum aðstand- endum votta ég mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Steinþórs Gestssonar frá Hæli. Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður LH. Það var mér ljóst þegar ég ungur að árum hóf störf hjá Búnaðarfélagi Íslands að ég var kominn á vinnustað með ríkar hefðir, það lá við að hljóm- aði í eyrum „niður aldanna“ eins og slíkri stemningu hefur verið lýst í bókum. Eflaust er það fleira en eitt sem þarna hafði áhrif á en umfram flest annað var það hvernig og hverj- ir héldu um stjórnvölinn hjá félag- inu. Einn þeirra hefur nú kvatt í hárri elli en það er Steinþór Gests- son, fyrrum bóndi og alþingismaður á Hæli í Hreppum. Ein af þeim framsæknu ákvörðun- um sem tekin var hjá Búnaðarfélagi Íslands á þessum tíma, þ.e. fyrir og um 1990, var að gjörbylta fram- kvæmd leiðbeiningarþjónustu í hrossarækt hjá félaginu. Þessar breytingar urðu að fá samþykki stjórnar félagsins. Þar kom Steinþór fram umfram aðra sem sérfræðingur um þessa búgrein enda hestamaður prýðilegur og fyrrum formaður Landssambands hestamannafélaga. Breytingarnar náðu fram að ganga við mikinn mótbyr frá ýmsum í röð- um hesta- og hrossaræktarmanna en með stuðningi annarra. Og almenn- an stuðning síðar, þegar árangurinn kom í ljós enda hefur íslenski hrossa- stofninn batnað svo að segja má að um framfarabyltingu sé að ræða. Afstaða Steinþórs Getssonar til hrossaræktarmála sem studd var af öðrum stjórnarmönnum og búnaðar- málastjóra, réð úrslitum á þessum tímum. Rósemd hans og æðruleysi var einstakt enda leit hann til máls- meðferðarinnar af sjónarhóli mikill- ar lífsreynslu og sannrar menntun- ar. Blessuð sé minning Steinþórs Getssonar, ég votta afkomendum hans og ástvinum öllum dýpstu sam- úð en það má þeim öllum vera hugg- un harmi gegn að geta minnst slíks manns sem nú hefur riðið um Gjall- arbrú. Kristinn Hugason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.