Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 18
Grundarfjörður | Nýverið hóf- ust framkvæmdir við Grund- argötu á svokallaðri hverf- isvænni leið en verkið er unnið á vegum Vegargerðarinnar og miðar að því að halda umferð- arhraða niðri. Það er fyr- irtækið Dodds ehf í Grund- arfirði sem átti lægsta tilboð í verkið. Aðgerð þessi þrengir mjög að umferðinni með umferð- areyjum og kantsteinaþreng- inum og eru flutningsaðilar á flutningabílum ekki alls kostar ánægðir með framkvæmdirnar, sem þeir telja vera slysagildr- ur. Áður en framkvæmdin var boðin út var tillagan að hverf- isvænni leið kynnt íbúum og óskað eftir athugasemdum og munu þó nokkrar athugasemd- ir hafa borist sem tekið var til- lit til við endanlega útfærslu. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Hverfisvæn leið um Grundarfjörð Þrengingar Akureyri | Höfuðborgin Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu Frídagur bílsins | Samgönguvikan er nú í algleymingi og í dag er frídagur bílsins. Í því tilefni eru borgarbúar hvattir til að gefa bíln- um frí og um leið að staldra við og velta því fyrir sér hvaða samgöngumáti sé bestur fyr- ir heilsuna og umhverfið. Á alþjóðlegri síðu Samgönguviku (www.mobilityweek-europe.org) er nú skráð 1361 borg sem tekur þátt í verkefninu. Frídagur bílsins er haldinn til að stuðla að aukinni vitund borgarbúa um nauðsyn þess að minnka mengun af völdum umferðar. Því eru borgarbúar hvattir til að nýta sér aðra ferðamöguleika en einkabílinn þennan dag – almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Þá er í dag boðið til morgunverðarfundar í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi undir yf- irskriftinni: „Borgin í bítið – Hvernig borg má bjóða þér?“ Fundurinn stendur frá kl. 8.30–10 og munu þar m.a. flytja erindi Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður, sem veltir fyrir sér Reykjavík í öðru ljósi, Tryggvi Jónsson, verkfræðingur hjá Hönn- un sem setur samgöngur í Reykjavík í al- þjóðlegt samhengi og Guðbjörg Lilja Er- lendsdóttir, umferðarverkfræðingur hjá Línuhönnun, sem fjallar um jafnrétti í sam- göngum og lífið í borginni. Boðið er upp á morgunverð á fundinum.    Trukkar og rækjur | Laugardaginn 24. september nk. verður trukka- og rækjudag- urinn haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti í Fljótshlíð. Dagskráin er tvíþætt og hefst með því að kl. 9 um morguninn leggja fimm fyrrum her- trukkar frá árunum 1941–1953 af stað frá Kaffi Langbrók í Fljótshlíð áleiðis inn Fljóts- hlíð. Er hugmyndin að aka yfir Markarfljót fyrir innan Gilsá og þannig inn í Þórsmörk að norðanverðu. Mun verða áð í Þórsmörk og haldið síðan sömu leið til baka seinna um daginn. Er áætlað að leiðangurinn verði kominn til baka að Kaffi Langbrók um kl. 19. Eins og kunnugt er, er þessi leið mjög sjald- an farin inn í Þórsmörk enda torveld með af- brigðum. Það er þó enginn aukvisi sem leiðir ferðina, en hún verður farin undir leiðsögn Hákonar Guðmundssonar á Hvolsvelli sem þekkir vel til Markarfljótsins og hefur marg- oft ekið yfir það. Klukkan 19.30 hefst síðan rækjuhátíð á Kaffi Langbrók, þar sem bornir verða fram ýmsir rækjuréttir svo og annað sjávarfang af margvíslegu tagi. Að því loknu munu stað- arhaldarar og fleiri flytja tónlist og fara með gamanmál. HÉÐAN OG ÞAÐAN Sumir fara á sunnu-dagsrúntinn áblæjubílum og aðr- ir á flugvélum. Þegar Helgi Garðarsson ljós- myndari var á ferðinni á Reyðarfirði sl. sunnudag duttu niður yfir hann þrjú flygildi og lentu við þjóð- veginn innan við bæinn. Þar voru á ferð strákar úr Reykjavík, þeir Stein- dór Jónsson, Reynir Svav- arsson og Sveinn Hjalti Guðmundsson, sem höfðu ákveðið að bregða undir sig vængjum og skoða framkvæmdir við stóriðju og virkjun á Austurlandi með eigin augum úr lofti og af láði. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Á flugrúntinum Stundum er gamanað flækjast um net-ið. Þar verður t.d. fyrir manni ljóðaverkefni nemenda 7. bekkjar Varmahlíðarskóla. Þau fjölluðu um og völdu ljóð skagfirskra skálda, meðal annars stökuna „Á Kefla- víkurflugvelli“ úr bókinni Ljóð og lausavísur eftir Harald Árna Hjálmarsson frá Kambi: Gott er að vera suður með sjó, sumar, haust og vetur. Á Norðurlandi nýt ég þó náttúrunnar betur. Einnig varð fyrir val- inu vísa Magnúsar Kr. Gíslasonar: Gróa á hjalla grösin smá, grænka vallarbörðin. Nú er falleg sjón að sjá sól um allan fjörðinn. Og staka Hjörleifs Jónssonar á Gilsbakka: Áður gekk ég gróna jörð, gleymdi að telja sporin þar, sem lítil lambaspörð lágu dreifð á vorin. Verkefni frá Varmahlíð pebl@mbl.is Húsavík | Bæjar- ráð Húsavíkur ræddi á fundi sín- um á dögunum um forsendur og fjár- hagsramma vegna Fjárhags- og starfsáætlana 2006 og þriggja ára áætlana 2007– 2009. Forsendur vegna áætlana- gerðar árið 2006 voru lagðar fram og bæjarráð samþykkti þær. Gunnlaugur Stefánsson, Þ-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: „Við gerð fjár- hagsáætlunar Húsavíkurbæjar fyrir árið 2006 er mikilvægt að bæjaryfirvöld bregð- ist á markvissan og ábyrgan hátt við fjár- hagsvanda sveitarfélagsins. Það er óásætt- anlegt að Húsavíkurbær skuli vera undir sérstöku eftirliti Eftirlitsnefndar um fjár- mál sveitarfélaga og þurfi að þiggja sér- staka fjárveitingu frá ríkinu vegna þess hvernig staðið hefur verið að rekstri sveit- arfélagsins á undanförnum árum. Það er ljóst að ef fram heldur sem horfir verður reksturinn mjög erfiður á næstu árum og framkvæmdageta sveitarfélagsins verður mjög lítil eða engin. Stöðva verður skulda- söfnun, lækka rekstrarútgjöld og auka tekjur.“ Útgjöld lækki og tekjur aukist Reykjanes | Kynningarfundur var haldinn á dögunum um kjarasamning Starfs- mannafélags Suðurnesja og Launanefndar sveitarfélaga. Í lok fundarins var atkvæða- greiðsla um samninginn sem fór þannig: 111 félagsmenn greiddu atkvæði. 84 eða 76% samþykktu samninginn, á móti voru 24 eða 22% og 3 seðlar voru auðir eða 2%. Kjarasamningurinn gildir frá 1. apríl 2005 til 30. nóvember 2008. Launatafla hækkar um 4,5% frá 1. apríl sl. Kostnaðarmat samningsins er rúm 22%. Samningurinn tekur til 450 félagsmanna hjá sveitarfélögunum á Suðurnesjum og stofnana þeirra. Starfsmenn sveitarfélaga samþykkja samning ♦♦♦ Húseignin Sundstræti 45 - Ísafirði - til sölu Húsið, sem er fyrrverandi fiskvinnsluhús Norðurtangans, er um 1.700 fermetrar að flatarmáli á þremur hæðum með sambyggðum frystiklefa. Óheimilt er að nota húsið til hefðbundinnar fiskvinnslu sökum úreldingar en húsið, sem er mjög vel byggt, hentar vel til margs konar annarrar starfsemi. Húseignin er nú í útleigu til Aðlögunar hf. sem er nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í snjótækni og starfrækir beituverksmiðju í húsinu. Frekari upplýsingar veitir Sveinbjörn Jónsson í síma 897 2322

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.