Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Að undanförnu hef-ur nokkuð reglu-lega verið greint frá erfiðleikum við að manna leikskóla í Reykja- vík og jafn oft hefur komið fram að fólk standi ekki í biðröðum til að fá launin, sem í boði séu. Ekki geng- ur aðeins illa að fá mennt- aða leikskólakennara til starfa því ófaglært fólk lætur einnig á sér standa. Fyrir rúmri viku voru auglýst laus um 100 stöðugildi á þrjátíu leik- skólum í borginni og eru leikskólar þegar farnir að draga úr þjónustunni. Þess eru dæmi að deildir séu aðeins opnar fjóra daga í viku og sums staðar geta börnin aðeins verið í skólanum til klukkan fjögur á daginn. „Þetta er ófremdarástand og verði ekk- ert að gert er ljóst að skerða verð- ur þjónustuna enn frekar og loka á innritun barna,“ segir Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, við Morgun- blaðið. Sem olía á eld Í fréttum sjónvarps í vikunni sagði Steinunn Valdís Óskars- dóttir borgarstjóri að það vantaði mjög ófaglært fólk til starfa á leikskólum og því hefði verið ákveðið að bjóða því auka- greiðslur, 15.000 kr. 1. október og sömu upphæð í desember miðað við fullt starf. Ennfremur sagði borgarstjóri að borgin vildi ráða fólk, sem væri á atvinnuleysis- skrám, til starfa á leikskólum. Þessi ummæli féllu í grýttan jarðveg. Stjórn Félags leikskóla- kennara taldi að leikskólakennur- um vegið og sendi frá sér yfirlýs- ingu: „Stjórnin harmar það að umræða um starfsmannamál í leikskólum skuli snúast um hversu erfitt er að fá ófaglært fólk til starfa á meðan tæpast er minnst á skort á leikskólakenn- urum. Staðreyndin er sú að allt of hátt hlutfall starfsmanna í leik- skólum, eða rúmlega 60%, er fólk án leikskólakennaramenntunar. Margir staldra stutt við og fæstir ætla sér að starfa í leikskóla til frambúðar. Ef hlutfall faglærðra væri hærra væri sá vandi sem nú blasir við mun minni en raun ber vitni. Meginverkefnið er því að fá fleiri leikskólakennara til starfa. Til að svo verði þarf að bæta kjör og auka námsframboð til muna. Þetta hefur Félag leikskólakenn- ara bent á árum saman … Ekki minntist borgarstjóri einu orði á leikskólastjóra og leikskólakenn- ara sem eru burðarás í öllu skipu- lagi og faglegu starfi leikskóla. Þessu eiga kennarar erfitt með að kyngja og finnst að sér vegið,“ segir meðal annars í yfirlýsing- unni. Björg Bjarnadóttir segir að eingreiðslurnar tvær virki hvorki sem gulrót til að fá fleira ófaglært fólk til starfa né efli starfsandann hjá þeim sem fyrir séu. Í fyrsta lagi sé um lága upphæð að ræða, um 18.000 krónur að frádegnum opinberum gjöldum, og aðeins til ófaglærðra. Í öðru lagi hafi verið kynnt að starfsfólk fengi álags- greiðslur vegna undirmönnunar en annað hafi komið á daginn. Í þriðja lagi vakni sú spurning hverjir séu á atvinnuleysisskrá í engu atvinnuleysi og það lýsi virð- ingarleysi gagnvart leikskólum og starfinu þar að hægt sé að draga nánast hvern sem er þang- að inn á gólf. Ekki lausn til framtíðar Steinunn Valdís Óskarsdóttir segist vel skilja viðbrögð leik- skólakennara. Ástandið sé mjög erfitt og starfsfólkið undir miklu álagi. Fyrst og fremst sé verið að leita að leikskólakennurum en leitin hafi ekki borið árangur og því sé horft til ófaglærðs fólks. „Það eru fyrst og fremst leik- skólakennarar sem eiga að vinna inni á leikskólunum,“ segir hún og bætir við að verið sé að leita allra leiða til að halda þessum stofn- unum opnum. Í svona ástandi þurfi sértækar aðgerðir en ekki sé um framtíðarlausn að ræða. Að sögn Bjargar Bjarnadóttur hefur faglært fólk hrökklast úr starfi hjá leikskólunum vegna bágra launakjara og þau þurfi að laga í kjarasamningum. Hins veg- ar sé það ekki auðvelt því þá hefj- ist gjarnan söngurinn um að hækkun lægstu launa kollvarpi stöðugleikanum og þar fram eftir götunum. Samt sem áður sé ljóst að breyta þurfi viðhorfi til allra umönnunarstarfa. Fyrir um ára- tug hafi verið farið í mikla upp- byggingu á leikskólum og öllum börnum lofað aðgangi. Kerfið hafi blásið út en alveg hafi gleymst að hugsa um starfsfólkið. Á árum áður réðst heimavinn- andi fólk, einkum konur, gjarnan til starfa á leikskólum. Björg seg- ir að þessi hópur hafi reynst mjög vel og unnið gott starf en sé óðum að hverfa. „Þetta fólk verður ekki sótt inn á heimilin lengur,“ segir hún og áréttar að staðan hafi breyst á tiltölulega fáum árum. Það þarf að mennta fleira fólk og hækka launin,“ segir hún. „Það er eðlileg krafa og stefna kennara- sambandsins að sambærileg menntun gefi sambærileg laun, burtséð frá á hvaða skólastigi kennt er,“ bætir Björg Bjarna- dóttir við. Fréttaskýring | Ófremdarástand í launamálum starfsfólks leikskóla Skert þjónusta blasir við Ekki hægt að leita til heimavinnandi fólks í sama mæli og áður var gert Skólagangan hefst í leikskólanum. Sambærileg menntun en töluvert lægri laun  Að loknu þriggja ára háskóla- námi við Kennaraháskóla Íslands eða við Háskólann á Akureyri eru byrjunarlaun leikskólakenn- ara yngri en 30 ára 169.473 krónur á mánuði. Byrjunarlaun grunnskólakennara með sam- bærilega menntun eru 189.627 krónur. Launin hækka með starfsaldri og lífaldri. Að loknu 12 ára starfi fær leikskólakenn- ari eldri en 45 ára 231.528 krón- ur á mánuði og það er þakið. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is RANNSÓKN á skemmtibátnum Hörpu sem fórst á Viðeyjarsundi 10. september stendur enn yfir hjá lög- reglu og rannsóknanefnd sjóslysa. Báturinn hefur nú verið færður í var- anlega geymslu þar sem lögreglan í Reykjavík hefur forræði yfir honum en báturinn hefur til þessa verið rannsakaður og geymdur í bráða- birgðahúsnæði á tveim stöðum. Stefni bátsins er eins og sjá má stórskemmt eftir áreksturinn við Skarfasker úti fyrir Laugarnestanga. Rannsókn lögreglu fram til þessa hefur leitt í ljós að báturinn hóf ferð sína snemma á föstudagskvöldið 19. september og var á ferð fram yfir miðnætti með nokkrum landstoppum áður en slysið varð. Tveir létust og tveir eftirlifendur hafa fengið réttar- stöðu sakborninga í málinu málsins. Morgunblaðið/Júlíus Stefni bátsins skemmdist mikið og verður hann áfram í vörslu lögreglunnar í geymslu á höfuðborgarsvæðinu. Skemmdir á Hörpu áfram til rannsóknar hjá lögreglu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.