Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 23 DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Umhverfissjónarmið eru í vaxandi mælifarin að ráða ríkjum varðandi fram-leiðslu og sölu þvottaefnis og er nú ver- ið að taka í notkun hér á landi nýja reglugerð, að tilskipan Evrópusambandsins, sem leggur auknar kröfur á hendur þvottaefnisframleið- endum varðandi niðurbrot þvottaefna. Níels Breiðfjörð Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverf- isstofnun, segir að hertar kröfur komi ekkert sérstaklega við Íslendinga þar sem þau þvotta- efni, sem hér eru á markaði, innlend sem er- lend, séu að heita má öll umhverfisvæn. Hér áð- ur fyrr hafi af og til verið á markaði ýmis ókræsileg efni, en nú orðið værum við í góðum málum, kannski með örfáum undantekningum. Af hreinsiefnum eru það tjöruleysarnir sem eru óumhverfisvænastir.“ Litaður og hvítur þvottur Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að tauþvottaefni eru af tveimur grunngerðum, annars vegar fyrir litaðan þvott og hins vegar fyrir hvítan þvott. Þvottaefni fyrir hvítan þvott eru þó ekki bara fyrir hvítan þvott því þau inni- halda bleikingarefni, sem eru peroxíðgjafar, og bleikja þvottinn, brjóta niður óhreinindi og sótt- hreinsa svo þvottinn líka. Gallinn við þau þvottaefni, sem ætluð eru „hvítum þvotti“, er einmitt bleikingin því hún brýtur niður lit- arefnin í tauinu, eins og margir þekkja af eigin raun. Þessi þvottaefni henta því einkum á ljósan þvott og mjög óhreinan þvott, segir Níels og bætir við að t.d. Vanish-þvottaaefnið, sem aug- lýst hafi verið mikið að undanförnu, sé nánast hreint bleikingarefni. „Að auki innihalda þessi þvottaefni svokölluð „opt- ísk“ bleikingarefni í litlu magni, en nóg til að þvott- urinn verður skjannahvítur þar sem efnin setjast í þræðina í tauinu og endurkasta ljósinu.“ Svokölluð „color“-þvottaefni innihalda á hinn bóginn engin bleik- ingarefni, en þeim mun meira af þvottavirkum efnum og efni til að hindra að litur leysist úr þvott- inum. Sterklitaðar flíkur geta oft auðveldlega látið lit og litað þær flíkur, sem ver- ið er að þvo samtímis, en þessi hjálparefni hjálpa til við að halda litnum á sínum stað. Þessi þvottaefni ráða á hinn bóginn ekki við erf- iða bletti eða mikil óhreinindi. Þá verður að grípa til bleikingarþvottaefnanna eða sér- stakrar bleikingar, að sögn Níelsar. Rétt skömmtun þvottaefna Þegar kemur að skömmtun þvottaefna er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að þvottaefni eru samansett úr sápuefnum, sóda og burðarefnum til að bera óhreinindin eftir að sápuefnin hafa losað þau úr þvottinum. Algeng- asta burðarefnið er fosfat, sem í eðli sínu er áburður og hefur dregið úr notkun þess erlend- is og önnur burðarefni hafa komið í staðinn, að sögn Níelsar. „Víða erlendis er svokallað hart vatn, sem inniheldur uppleyst kalk úr jarðlögum þar. Þeg- ar tauþvottaefni er sett út í vatn, sem inniheldur uppleyst kalk, tengist hluti burðar- og sápuefn- anna við uppleysta kalkið og nýtist því ekki við  ÞVOTTAEFNI TENGLAR ................................................................... www.ust.is Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is þvottinn. Því þarf að nota stærri skammta af þvottaefnum á þessum svæðum. Hjá okkur á Ís- landi er allt vatn mjúkt með hörku undir 0,5, en í Kaupmannahöfn t.d. liggur harka vatnsins á bilinu 13 til 20. Af þessum ástæðum þurfum við miklu minni þvottaefnisskammta hér á landi til að þvo þvottinn okkar en Kaupmannahafn- arbúar. Hins vegar er rétt að hafa það í huga að ef skammtastærðir eru of litlar, getur það gerst að þvottaefnið leysi upp óhreinindin, en er ekki nægilega mikið til að halda þeim í lausn. Óhreinindin falla því út aftur og þá miklu fín- deildari en þau áður voru og geta fest í þvott- inum til frambúðar. Skammturinn þarf að vera nógu stór til að þetta gerist ekki,“ segir Níels. Þurfum minna af þvotta- efni en aðrar þjóðir Góð þvottaráð TENGLAR ............................................... www.washright.com  Forðist að setja of lítið af þvotti í vél- ina: Gallinn er sá að sumar þvottavélar nota sama rafmagn og vatnsmagn, hver sem hleðslan er. Ef safnað er í heila vél er rafmagns- og vatnsnotkun sú sama og þvotturinn verður alveg jafn hreinn.  Notið meira þvottaefni ef fatnaður er mjög óhreinn: Þvottaefni á að mæla eftir því hversu óhreinn þvotturinn er. Með því að fylgja leiðbeiningum á um- búðum næst bestur árangrur sem hlífir jafnframt umhverfinu. Framleiðendur eru sífellt að bæta vöru sína og því kunna þessi fyrirmæli að breytast. Líttu því á leiðbeiningarnar, jafnvel þótt þú notir alltaf sömu tegund.  Notið lægsta hitastig, sem mælt er með: Margir halda að hátt hitastig sé nauðsynlegt til að þvotturinn verði hreinn. Í raun eru flest nútíma þvotta- efni ætluð til nota við lágt hitastig. Þvottur við hátt hitastig sóar orku.  Dragið úr umbúðanotkun: Öll vitum við að framleiðsla umbúða gengur á náttúruauðlindir. Geymið endurnýt- anlegar umbúðir og kaupið áfyllingar þegar það býðst. Innihaldið er það sama en minni pappi og/eða plast fer í ruslatunnuna og út í umhverfið. Farið með notaðar umbúðir í flokkunarstöð ef slík þjónusta er í boði. Framleiðendur þvottaefnis í Evrópu hafa gert áætlun um að draga úr áhrifum þvottaefnis á um- hverfið. Fyrirtæki, sem taka þátt í áætl- uninni, hafa þetta merki á vörum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.