Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 27 málaráðherra öllum hlutaðeigandi til hamingju með daginn, og sagði að tónlistarhúsið yrði glæsi- leg höll tónlistarinnar, en yrði þó ávallt fyrst og fremst að vera hús fólksins. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, sagði þetta stóra og sögulega stund, og bygging- arnar verða glæsilegt kennileiti í landslagi borg- arinnar. „Miðborgin verður hjarta höfuðborg- arinnar, miðstöð menningar og mennta, löggjafarvalds, stjórnsýslu, verslunar, dómstóla og þjónustu. Hún mun styrkjast og ásýndin verða glæstari.“ Frá Lækjartorgi og að aðalinngangi hússins liggur ljósá, yfir bílageymslum neðanjarðar, göngustræti sem hleypir birtu að degi til niður í bílakjallarann, en rafljósi upp í borgarlandslagið að nóttu. Portus lagði fram listræna stefnu með tillögu sinni, en listrænn ráðgjafi er Vladimir Ashke- nazy. Lagðar voru fram hugmyndir um hvernig tónleikahaldi gæti orðið háttað í tónlistarhúsinu, en til frekari listrænnar ráðgjafar er umboðs- maður Ashkenazys, Jasper Parrott, sem rekur eina virtustu umboðsskrifstofu tónlistarmanna í heiminum, Harrisson-Parrott í London. Í ávarpi sínu á blaðamannafundinum óskaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- reikning, en hópurinn kaupir byggingarrétt á þeim lóðum. Alls nemur heildarbyggingamagnið sem tillagan nær til yfir 80 þúsund fermetrum. Einkenni Tónlistar- og ráðstefnumiðstöðv- arinnar verður án efa listræn hönnun Ólafs Elí- assonar og glerhjúpurinn sem mun umlykja byggingarnar þrjár. Hann verður byggður úr sexstrendum sívalningum og þekur yfirborð bygginganna eins og renningur frá norðvestri til suðausturs, en gaflar verða annars að mestu leyti úr gleri og stáli. Reykjatorg, sem staðsett er milli hótelsins og tónlistar- og ráðstefnuhússins mun einnig vekja athygli, en þar leika vatn og gufa aðalhlutverk í miklu spilverki. Portus byggir fleiri hús á lóðinni Í tillögu Portus-hópsins er tónlistar- og ráð- stefnuhúsið staðsett austarlega á byggingarlóð- inni, að hluta til á landfyllingu, sem gerð verður í Austurbugtinni, þar sem hafnarbakkinn verður færður fram. Hótelbyggingin verður á vest- urhluta lóðarinnar. Tillagan felur einnig í sér uppbyggingu á nærliggjandi lóðum, allt frá Lækjartorgi. Þar verða íbúðarbyggingar, að- alstöðvar Landsbanka Íslands og húsnæði, sem fram kom í kynningu fulltrúa Portus-hópsins á tillögunni, að gæti hugsanlega orðið framtíð- arhúsnæði Listaháskóla Íslands. Þessar bygg- ingar verða reistar af Portus-hópnum á eigin ri tónlistarviðburði. Hann tekur 1.800 manns í sæti. Salurinn verður klæddur viði, líklegast hlyni, og verður í hlýjum litatónum. Form viðarins minnir á jarðmyndanir í íslenskri náttúru. inn í straumanna arm“ Tónlistar- og ráðstefnuhúsið séð úr lofti, frá Lækjartorgi. Fremst til hægri verða nýjar höfuðstöðvar Landsbanka Íslands og þar fyrir aftan bygging, sem hugsanlega mun hýsa Listaháskóla Íslands. Vinstra megin fremst er gert ráð fyrir íbúðabyggingu, en að baki henni er hótelbyggingin. Milli bygginganna sést í upplýst göngustrætið sem liggur frá Lækjartorgi að fordyri Tónlistarhússins. Milli hótelsins og Tónlistarhússins verður Reykjatorg, en undir því verður gengt milli bygginganna. Portus-hópurinn. Fremsta röð f.v.: Mette Kynne Frandsen, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Björg- ólfur Guðmundsson og Steinunn V. Óskarsdóttir. Í röðinni fyrir aftan, f.v.: Sigurður Einarsson, Ingela Larson, Sigfús Jónsson, Tryggvi Tryggvason og Helen Ólafsdóttir. Í öftustu röð, f.v.: Þór- hallur Vilhjálmsson, Eyjólfur Á. Rafnsson, Stefán Þórarinsson, Ósbjörn Jacobsen, Gunnlaugur Kristjánsson, Peer Teglgaard Jeppesen, Kim Smedegaard Andersen og Úlfar Örn Friðriksson. Einar Benediktsson TENGLAR ...................................................................... www.tonlistarhusid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.