Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LÖGREGLA í sex Evrópu- ríkjum lét í gær til skarar skríða gegn barnaklámi á net- inu og var ráðist inn á fjölda heimila og fyrirtækja í Bret- landi, Frakklandi, Danmörku, Hollandi, Ítalíu og Svíþjóð. Í síðastnefnda landinu voru 42 menn teknir til yfirheyrslu. Talsmaður lögreglunnar þar, Annette Ahlenius, sagði, að fundist hefði mikið af barna- klámi og hefðu tölvur og annar búnaður verið gerður upp- tækur. Var aðgerðin á vegum Europol og sagði talsmaður hennar, að tilgangurinn væri að komast að því hvaða börn væri verið að misnota, hverjir það gerðu og hverjir tækju myndir af því. Gráglettinn prentvillupúki ÁSTRALSKIR lögreglumenn, sem eru við eftirlit meðal frum- byggjanna í landinu, hafa nú neyðst til að kasta nýju ein- kennisbúningunum sínum. Þeir voru merktir þannig, að engu var líkara en verið væri að hæðast að fólkinu. Sagan er sú, að á búningnum átti að standa ACLO, sem er skammstöfun viðkomandi sveitar, en fram- leiðanda búninganna urðu á þau mistök að setja á þá ALCO. Það orð nota einmitt Ástralir yfir drykkjurúta, alkóhólista, og því miður er áfengissýkin alvarlegur vandi meðal frum- byggjanna. Hefur verið beðist opinberlega afsökunar á þess- ari leiðu prentvillu. Lélegir garðar ástæða flóðsins ILLA hannaðir og illa byggðir flóðgarðar voru ástæðan fyrir því, að 80% New Orleans fóru undir vatn. Kom þetta fram í The Washington Post í gær en því hefur verið haldið fram, að vegna sjávarflóðsins í kjölfar fellibylsins Katrínar hafi flætt yfir varnargarðana. Vís- indamenn og verkfræðingar við fellibyljadeild Louisiana- háskóla segjast alveg vissir um, að það hafi ekki gerst, heldur hafi þeir brostið, líklega vegna lélegrar hönnunar og lélegra vinnubragða við gerð þeirra. Tala látinna af völdum Katr- ínar var í gær komin í 1.033 en þá voru fundin lík 799 manna í Louisiana, 218 í Mississippi, tveggja í Alabama og 14 á Flór- ída. Búist er við, að talan hækki eitthvað enn og þá einkum í New Orleans. Vill banna að auglýsa ruslfæði ED Davey, talsmaður flokks frjálslyndra demókrata í menntamálum, hvatti í gær til, að breska stjórnin bannaði auglýsingar um ruslfæði. Sagði hann, að frammi fyrir offitu- vandanum yrði að berjast fyrir breyttu hugarfari og fá fólk til að átta sig á, að gos og ruslfæði væru ekki aðeins óholl, heldur beinlínis hættuleg heilsunni. Með það í huga yrði að efla áróðurinn fyrir hollum mat og banna að auglýsa ruslið. Ráðist gegn barnaníðingum BRESK stjórnvöld vörðu í gær þá ákvörðun að beita hervaldi til að frelsa tvo breska hermenn sem íraska lögreglan handtók í borginni Basra í Suður-Írak á mánudag. Bretar sögðu að áður en breski herinn réðst inn í lögreglustöð í borginni hefðu bresku fangarnir verið fluttir þaðan í hús herskárra sjíta í Basra. Bretar sögðu marga lögreglumenn í borginni tengjast vopnuðum hópum sjíta. Þjóðaröryggisráðgjafi írösku stjórnarinnar, Mouwafak al-Ruba- ie, virtist staðfesta frásögn Breta og viðurkenndi að dæmi væri um að uppreisnarmenn hefðu gengið í íraskar öryggissveitir. „Nokkrir uppreisnarmannanna, sumir þeirra eru hryðjuverkamenn, hafa laumað sér í írösku öryggis- sveitirnar, sérstaklega lögregluna, í mörgum landshlutum,“ sagði íraski þjóðaröryggisráðgjafinn í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Innanríkisráðherra Íraks, Baqir Solagh Jabr, sagði hins vegar að frásögn Breta af því hvernig her- mennirnir tveir voru frelsaðir væri ekki rétt. Hann neitaði því í viðtali við BBC að bresku fangarnir hefðu verið fluttir úr lögreglustöðinni í Basra eða afhentir herskáum sjít- um fyrir árás breska hersins. Til- hæfulaus orðrómur hefði orðið til þess að breskir hermenn hefðu ráð- ist inn í lögreglustöðina til að leita að föngunum. Krefjast réttarhalda yfir Bretunum Um 500 Írakar, þeirra á meðal einkennisklæddir lögreglumenn, efndu til mótmæla gegn breska herliðinu við aðalstöð lögreglunnar í Basra í gær. „Við höfnum her- námi,“ hrópuðu mótmælendurnir. Sumir þeirra héldu á byssum og aðrir á mótmælaborðum þar sem þeir kröfðust þess að bresku her- mennirnir tveir yrði dregnir fyrir rétt og dæmdir fyrir „hryðjuverk“. Nokkrir mótmælendanna ræddu við lögreglustjóra Basra, Hassan Sawadi, og kröfðust þess að Bretar bæðust afsökunar á árásinni á lög- reglustöðina. Sagðir hafa skotið á lögreglumenn Mikil spenna hafði verið í Basra þegar árásin var gerð á mánudag. Lögreglan hafði þá handtekið for- ingja í Mahdi-hernum, vopnuðum hópi stuðningsmanna róttæka sjía- klerksins Muqtada al-Sadrs, vegna gruns um að hann hefði staðið fyrir nokkrum árásum á breska her- menn. Hermt er að hermennirnir tveir séu í SAS-sérsveit breska hersins og hafi verið dulbúnir sem arabar þegar þeir voru handteknir. Írösk yfirvöld sögðu að lögreglan hefði reynt að stöðva bíl hermannanna sem hefðu þá skotið á lögreglu- menn. Einn þeirra hefði beðið bana og annar særst. Breska varnar- málaráðuneytið hefur ekki staðfest þessa frásögn, að sögn BBC. Þegar breski herinn hafði veður af því að hermennirnir tveir hefðu verið handteknir og fluttir í aðal- stöð lögreglunnar í Basra óskaði hann eftir því að hermennirnir yrðu framseldir í samræmi við reglur sem írösk yfirvöld hafa samþykkt. Íraska ríkisstjórnin í Bagdad mun hafa fallist á framsalsbeiðnina en svo virðist sem lögreglan í Basra hafi virt fyrirmæli stjórnarinnar að vettugi. „Villimannsleg“ árás Þar sem óttast var um öryggi fanganna voru breskir hermenn sendir að lögreglustöðinni. Basra- búar þyrptust einnig að bygging- unni og kröfðust þess að hermönn- unum tveimur yrði haldið í fangelsi. Átök blossuðu upp á staðnum. Írakarnir köstuðu grjóti og bensín- sprengjum á hermennina sem urðu að hörfa. Kveikt var í tveimur bryn- drekum og hermenn stukku út úr þeim, einn þeirra í logandi búningi. Þrír hermenn særðust í átökun- um, enginn þeirra alvarlega. Hermt er að tveir Basra-búar hafi beðið bana. Íraskir embættismenn og sjónar- vottar segja að bresku hersveitirn- ar hafi síðan beitt skriðdrekum til að brjóta niður vegg lögreglustöðv- arinnar til að hermenn gætu ráðist inn í hana. Héraðsstjórinn í Basra, Mohammed al-Waili, fordæmdi árásina, sagði hana „villimanns- lega, grimmilega og ábyrgðar- lausa“. Talsmaður forsætisráð- herra Íraks sagði að árásin hefði verið „mjög óheppileg“. Í haldi Mahdi-hersins? Einn foringja breska hersins í Basra kvaðst hafa fyrirskipað árás- ina eftir að hafa frétt að lögreglan hefði afhent vopnuðum hópi sjíta fangana. Hermennirnir fundu ekki fangana í byggingunni og hermt er að lögreglumenn hafi ekki viljað svara því hvar fangarnir voru nið- urkomnir fyrr en hermenn hafi miðað á þá byssum. Hermenn fundu að lokum fang- ana tvo í húsi í Basra og björguðu þeim, að sögn fréttavefjar BBC. Héraðsstjórinn í Basra sagði að Bretarnir tveir hefðu verið í haldi Mahdi-hersins. „Lögreglumenn, sem eru líka liðsmenn Mahdi-hers- ins, fluttu þá í nálægt hús eftir að yfirmenn fangelsisins fréttu að ráð- ist yrði á bygginguna,“ sagði al- Waili héraðsstjóri. Fréttastofan AP hafði eftir emb- ættismönnum í Basra að minnst 60% lögreglumanna borgarinnar væru í þremur vopnuðum hreyfing- um: Mahdi-hernum, vopnaðri hreyfingu Æðsta ráðs íslömsku byltingarinnar í Írak og Hizbollah í Írak, lítilli hreyfingu sjíta í sunn- anverðu landinu. Allar þessar þrjár hreyfingar eru í nánum trúarlegum og pólitískum tengslum við Íran þar sem margir af leiðtogum íraskra sjíta lifðu í út- legð á valdatíma Saddams Huss- eins. Árás breska hersins á lögreglustöð mótmælt Mikil spenna í Basra eftir að breskir fangar voru frelsaðir með hervaldi AP Írakar á mótmælafundi við lögreglustöð í Basra í gær. Þeir kröfðust þess að Bretar bæðust afsökunar á árás hers- ins á stöðina á mánudaginn var eftir að tveir breskir hermenn voru handteknir. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is París. AP. | Ríkisstjórn Frakklands hyggst grípa til ýmissa aðgerða til að hvetja landsmenn til að eignast fleiri börn og koma þannig í veg fyrir fólksfækkun. Að meðaltali þarf hver kona að eignast 2,07 börn til að íbúatalan haldist óbreytt. Í Evrópusamband- inu er meðaltalið aðeins um 1,5 börn á hverja konu og í sumum löndum er það komið niður fyrir 1,3 börn, til að mynda á Grikklandi, Spáni og Ítalíu. Þótt Frakkar standi sig tiltölu- lega vel á þessu sviði, með 1,9 börn á hverja konu, þurfa þeir að eignast fleiri börn til að koma í veg fyrir fólksfækkun. Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakk- lands, hyggst því kynna ýmsar ráð- stafanir til að hvetja Frakka til bar- neiga á ráðstefnu um fjölskyldumál sem haldin verður í dag. Stjórnin hyggst meðal annars hækka barnabætur til útivinnandi foreldra, sem fara í launalaust frí til að eignast þriðja barn, í allt að 1.000 evrum, sem samsvarar 75.000 krónum, á mánuði. Franskir vinnuveitendur eru einnig hvattir til að taka þátt í kostnaðinum af barnagæslu starfs- manna og sjá til þess að barnshaf- andi konur fái meiri aðstoð á vinnu- stöðunum. Þá hyggst stjórnin beita sér fyrir endurmenntun foreldra sem fara af vinnumarkaðinum til að ala upp börn sín. Frakkar hvattir til barneigna London. AFP. | Malcolm Rifkind, fyrrverandi utanríkisráðherra í stjórn breska Íhaldsflokksins, sagði í gær, að Tony Blair for- sætisráðherra ætti að segja af sér vegna Íraksstríðsins, sem væri meira klúður en Súez- stríðið fyrir Breta og Víetnam- stríðið fyrir Bandaríkjamenn. Rifkind, sem ætlar að taka þátt í leiðtogaslagnum innan Íhaldsflokksins, sagði, að Íraks- innrásin hefði verið „alvarleg- ustu mistök í breskum utanrík- ismálum í hálfa öld“. Um Súez-stríðið væri það að segja, að það hefði aðeins staðið í fáa daga og ekki margir fallið og í Víetnam höfðu Banda- ríkjamenn það sér til afsök- unar að þeir voru beðnir að koma þangað. Öðru máli gegndi um Írak. „Inn í landið var ráðist að tilefnislausu. Þúsundir manna hafa fallið eða örkumlast. Þetta er svívirða og forsætisráð- herrann ætti að segja af sér,“ sagði Rifkind. Segir Blair eiga að segja af sér Malcolm Rifkind

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.