Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ kl. 4 og 6 Í þrívíddkl. 3.45 B.i 10 ára Sýnd kl. 8 og 10.20 Sýnd kl. 3.50 ísl tal Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Sýnd kl. 6 og 8 b.i. 14 ára Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino i t t i I ! ti r ti Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 16 ára Sími 564 0000í i Miða sala opn ar kl. 15.15i l l. . Sýnd kl. 6, 8 og 10 Harðasta löggan í bænum er þann mund að fá stórskrýtinn félaga! FRÁBÆR GRÍN OG SPENNUMYND Harðasta löggan í bænum er þann mund að fá stórskrýtinn félaga! Sýnd kl. 10 b.i. 16 ára MEISTARI HROLLVEKJUNNAR SNÝR AFTUR TIL AÐ HRÆÐA ÚR OKKUR LÍFTÓRUNA Sýnd kl. 6, 8 og 10 FRÁBÆR GRÍN OG SPENNUMYND kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 14 ára RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY ROKKSVEITIN góðkunna Dr. Spock er á faraldsfæti um þessar mundir og er iðin við að kynna fyrstu plötu sína, Dr. Phil, sem gefin er út af Smekkleysu. Bandið hefur verið duglegt undanfarið að spila á höfuðborgarsvæðinu, m.a. á Innipúkanum á Nasa, með Alice Cooper í Kapla- krika, á tónlistarviðburðinum Orðið tónlist í Iðnó og fleiri tónleikastöðum bæjarins. Þessa dagana er Spock að herja á landsbyggðina og er Suðurlandið fyrsti áfanginn. Sveitin spilaði fyrir mennt- skælinga á Selfossi í síðustu viku og mun mæta á Litla Hraun á morgun, „til að stappa stálinu í fangana,“ seg- ir í tilkynningu. Á laugardag- inn verður svo heljarinnar rokkveisla í Vestmannaeyjum, en þar koma fram, auk Dr. Spocks: Ensími, Hoffman, Analog, Armæða og Vaginas. Morgunblaðið/Eggert Dr. Spock í ham. Dr. Spock spilar á Litla Hrauni og í Eyjum XFM rokkveisla í Prófast- inum í Vestmannaeyjum á laugardaginn í boði Goldfin- ger og EB hljóðkerfis. Ung- lingatónleikar eru kl. 18, 500 kr. inn og tónleikar með 18 ára aldurstakmarki kl. 23, 1.000 kr. inn. Aðstandendur Alþjóðlegrarkvikmyndahátíðar í Reykja-vík, sem fram fer dagana 29. september til 9. október, kynntu dagskrá hátíðarinnar á blaða- mannafundi í gær. Þá skrifaði stjórnandi hátíðarinnar, Hrönn Marinósdóttir, einnig undir þriggja ára samstarfssamning við fyr- irtækin Baug Group og Landsbank- ann, auk þess sem sýnd voru brot úr nokkrum þeirra mynda sem sýndar verða. Á dagskrá hátíðarinnar verða yf- ir 50 kvikmyndir frá um 26 löndum og þar af verða fimm þeirra sýndar í fyrsta skipti í Evrópu á hátíðinni. Hver sá sem nýlega hefur setið undir innihaldslítilli hasar- og form- úlumynd hlýtur að fagna hátíð sem þessari. Undirritaður er að minnsta kosti orðinn hundleiður á hinni svo- kölluðu „spennu- og grínmynd“, sem endar á langdregnum elting- arleik bófa og hetja. Framlag Landsbankans og Baugs er lofsvert og sýnir enn og aftur að einkaaðilar sjá hag sinn í að styðja við metn- aðarfulla menningardagskrá hér á landi.    Opnunarmynd hátíðarinnar erhin danska Epli Adams (Adams Æbler) frá árinu 2005, eftir hinn virta leikstjóra og handritshöf- und Anders Thomas Jensen. Mynd- in hefur hlotið afar góða dóma víðs- vegar um heim, en hún er trúarleg gamanmynd um baráttuna milli góðs og ills. Jensen er ungur að ár- um; fæddur árið 1972. Hann hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna þrjú ár í röð fyrir stuttmyndir sínar, en árið 1998 hlaut hann þau fyrir myndina Valgaften (Kosninganótt). Hann skrifaði handritið að dogma myndinni Mifune sem kom út árið 1999 og fyrsta leikstjórnarverkefni hans var var Blinkende Lygter árið 2000. Gaman verður að líta Epli Adams augum í næstu viku.    Brýna verður fyrir fólki að þaðkynni sér dagskrá hátíð- arinnar tímanlega, þar sem hver mynd verður aðeins sýnd að með- altali tvisvar. Fæstar þeirra verður unnt að nálgast á myndbandaleig- um eða sjá áfram í kvikmynda- húsum að hátíðinni lokinni. Dag- skránni verður dreift með Morgunblaðinu, en hún verður einnið aðgengileg á vefsíðu hennar, filmfest.is. Meginflokkur hátíðarinnar, Fyrir opnu hafi (Open Sea), er blandaður flokkur þar sem sýnt verður úrval mynda sem vakið hafa athygli á kvikmyndahátíðum og hinu al- þjóðlega kvikmyndasviði að und- anförnu. Meðal mynda í flokknum eru verðlaunamyndirnar Nobody Knows, Howl’s Moving Castle eftir Anime-meistarann Miyazaki, Moj Nikifor sem vann til verðlauna á Karlovy Vary hátíðinni í ár, og heimildarmyndin What Remains of Us, sem aðeins örfá eintök eru til af í heiminum sem fást eingöngu til sýninga gegn ströngum örygg- iskröfum. What Remains of Us er afrakstur ferðar tíbesku flóttakon- unnar Kalsang Dolma til Tíbet á ár- unum 1996 til 2004, þar sem hún flutti þorpsbúum í Himalayafjöllum skilaboð frá andlega leiðtoganum Dalai Lama.    Einnig má nefna kvikmyndinaLa Nina Santa frá Argentínu en hún var tilnefnd til Gullpálmans á kvikmyndahátíðinni Cannes og hefur víða fengið verðlaun. Nýjasta mynd Oliviers Assayas, Clean, með Nick Nolte, Maggie Cheung og Beatrice Dallé verður frumsýnd á hátíðinni. Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu mun dagskrárstjórinn Dimitri Eipides taka þátt í mótun og uppbyggingu hátíðarinnar á kom- andi árum. Dimitri mun annast dag- skrárstjórn sérstaks flokks á hátíð- inni, Vitranir (New Visions) sem mun endurspegla það ferskasta og athyglisverðasta sem er að gerast í alþjóðlegri kvikmyndagerð, með áherslu á upprennandi og áhuga- verða leikstjóra.    Heiðursgestur hátíðarinnarverður hinn heimsþekkti ír- anski leikstjóri Abbas Kiarostami. Kiarostami verður viðstaddur Evr- ópufrumsýningu stuttmyndar sinn- ar The Roads, og opnunar sam- nefndrar ljósmyndasýningar listamannsins, „The Roads of Kiar- ostami“. Sýningin er fengin hingað til lands í gegnum samstarf hátíð- arinnar og Orkuveitu Reykjavíkur en hún verður haldin í höf- uðstöðvum Orkuveitunnar við Bæj- arháls. Þá verður efnt til sérstakrar dag- skrár, Kastljós á Kiarostami, helg- aðrar ferli Kiarostamis á kvik- myndahátíðinni, þar sem sýnd verða eldri verk leikstjórans og efnt til fyrirlestra og umræðna í sam- starfi við Háskóla Íslands. Einnig verður boðið upp á námskeið með Kiarostami, eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu. Meðal annarra flokka hátíð- arinnar er Mannréttindaflokkur, helgaður kvikmyndum er taka á mannréttindamálum. Mannrétt- indaflokkurinn er skipulagður í samstarfi við UNIFEM á Íslandi. Staðið verður fyrir málþingi í tengslum við flokkinn í Norræna húsinu með leikstjórum myndanna og aðilum sem starfa að mannrétt- indamálum hér á landi. Þá verður flokkurinn Sjónarrönd (Horizon) sem helgaður verður kvikmyndagerð mismunandi þjóð- landa hvert ár, helgaður íranskri samtímakvikmyndagerð. Dimitri Eipides mun hafa umsjón með flokknum.    Kappkostað verður að beinasjónum að spennandi kvik- myndagerð frá Norðurlöndum á Al- þjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykja- vík. Í ár verður sérstök dagskrá helguð norskri samtímakvikmynda- gerð, auk þess sem danska brúðu- myndin Strings og finnska barna- myndin Pelicanmannen verða sýndar á hátíðinni. Báðar hafa hlot- ið frábærar viðtökur gagnrýnenda en sú síðarnefnda verður sýnd á sérstakri sýningu fyrir börn. Efnt verður til miðnæturbíós á hátíðinni. Um er að ræða þriggja kvölda dagskrá sem hefst á mið- nætti þar sem efnt verður til kvik- myndaveislna sem helgaðar eru költ-myndum. Páll Óskar mun sýna 8 mm eintök af Texas Chainsaw Massacre og Night of the Living Dead úr einkasafni sínu, auk þess sem ný heimildarmynd sem sýnd var á Cannes-hátíðinni í ár, Mid- night Movies: From the Margins to the Mainstream, verður sýnd að leikstjóranum Stuart Samuels við- stöddum. Svo sannarlega nóg um að vera á hátíðinni í ár. Yfir 50 myndir frá 26 löndum ’Brýna verður fyrirfólki að það kynni sér dagskrána tímanlega, þar sem hver mynd verður aðeins sýnd að meðaltali tvisvar.‘ AF LISTUM Ívar Páll Jónsson Morgunblaðið/Árni Torfason Hermann Jónasson frá Landsbankanum, Hrönn Marinósdóttir og Skarphéðinn Berg Steinarsson frá Baugi við undirritun styrktarsamningsins í gær. ivarpall@mbl.is Á morgun, fimmtudag, hefst sala á pössum á hátíðina á sérstöku til- boðsverði í Iðu við Lækjargötu. Upplag er takmarkað en passinn kostar 6.000 krónur og gildir á all- ar myndir. Passaverð er annars 8.000 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.