Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Bónus Gildir 22.–25. sept. verð nú verð áður mælie. verð KF lambasaltkjöt blandað ..................... 279 359 279 kr. kg Ferskir kjúklingaleggir........................... 359 539 359 kr. kg Fersk kjúklingalæri ............................... 359 539 359 kr. kg Ferskir kjúklingavængir ......................... 179 269 179 kr. kg Amerískar grillaðar kjúklingabringur ....... 1.999 0 1.999 kr. kg KF lambabógur frosin ........................... 599 0 599 kr. kg Bezt bajonskinka ................................. 779 1.169 779 kr. kg KF hangiframpartur m/ beini................. 699 699 699 kr. kg Bónus ís, 2 ltr ...................................... 159 279 80 kr. kg CF uppþvottalögur, 500 ml ................... 79 98 158 kr. ltr Fjarðarkaup Gildir 22.–24. sept. verð nú verð áður mælie. verð Fjallalambs ofnsteik ............................. 1148 1598 1.148 kr. kg Fjallalambs lambalifur.......................... 158 265 158 kr. kg Nautahamborgarar 115 g, 2 í pk. .......... 198 306 99 kr. stk. Nautaroast beef úr kjötborði ................. 1.598 1.898 1.598 kr. kg FK langskorið lambalæri úr kjötborði...... 1.098 1.398 1.098 kr. kg FK jurtakryddað lambalæri.................... 1.058 1.763 1.058 kr. kg Merrild special kaffi, 400 g ................... 198 279 495 kr. kg FK samlokubrauð, 700g ....................... 75 119 107 kr. kg Farm frites franskar kartöflur, 750 g....... 119 198 159 kr. kg Matfugl mexíkóvængir eldaðir ............... 489 699 489 kr. kg Hagkaup Gildir 22.–25. sept. verð nú verð áður mælie. verð Kalkúnn 1/1 frosinn............................. 599 899 599 kr. kg Ísfugl kalkúnastrimlar ........................... 699 998 699 kr. kg Ísfugl kalkúnasnitzel............................. 699 998 699 kr. kg Holta kryddlegnar lundir ....................... 1199 1999 1199 kr. kg Boston skinka (bayonneskinka)............. 799 1363 799 kr. kg Samsölu beyglur.................................. 149 249 149 kr. stk. Chicago Town Texas margarita ............... 99 199 99 kr. stk. Chicago Town örbylgjupizza ................... 349 499 349 kr. stk. Haagen Dazs ís.................................... 592 739 592 kr. stk. Kaskó Gildir 22.–25. sept. verð nú verð áður mælie. verð Ísfugl kalkúnastrimlar ........................... 599 998 599 kr. kg Ísfugl kalkúnanaggar............................ 599 998 599 kr. kg Bautabúrs puruofnsteik ........................ 659 1317 659 kr. kg Goða baconhleifur ............................... 282 470 282 kr. kg BK Helgarlamb m/sólþ.tómötum........... 999 1665 999 kr. kg Goða hangiálegg fituminna................... 1245 2489 1245 kr. kg Homeblest risapakki ............................ 99 199 99 kr. stk. Marshmallows stór poki........................ 99 199 99 kr. stk. Festival Wc.pappír 9.rl Gæðapappír....... 199 399 199 kr. stk. Ananas ............................................... 199 399 199 kr. kg Krónan Gildir til 27. sept. verð nú verð áður mælie. verð Krónukjúklingur frosinn......................... 299 399 299 kr. kg Bautab.folaldakj. m/b saltað/reykt ....... 399 599 399 kr. kg Goða kæfur kinda/nestis/beikon .......... 99 185 660 kr. kg Grand italian spaghetti......................... 60 85 120 kr. kg Dalhoff ávaxta hringkaka ...................... 149 179 372 kr. kg Iceberg / jöklasalat.............................. 119 155 119 kr. kg Myllu fjölkornasamlokubrauð ................ 149 229 193 kr. kg Frón mjólkurkex ................................... 99 145 247 kr. kg Lambi satin wc pappír hvítur 9stk .......... 399 599 44 kr. stk. El Rio tortilla chips nacho ..................... 99 199 330 kr. kg Nettó Gildir 22. sept.–25. sept. verð nú verð áður mælie. verð Matfugl kjúklingavængir ....................... 199 299 199 kr. kg Matfugl kjúklingalæri............................ 395 599 395 kr. kg Bautabúrs kindabjúgu.......................... 275 549 275 kr. kg Gourmet léttkr.hunangskótilettur ........... 959 1598 959 kr. kg Goða ofnsteik m/rauðvínsblæ............... 989 1648 989 kr. kg Goða hangiálegg ................................. 1245 2489 1245 kr. kg Dönsk grísabógsteik............................. 399 799 399 kr. kg Melónur gular ...................................... 59 139 59 kr. kg Foccacini pizzur - ekta ítalskar............... 199 299 199 kr. stk. Piccolinis smápizzur - ekta ítalskar ........ 299 399 299 kr. stk. Nóatún Gildir 22. sept.–28. sept. verð nú verð áður mælie. verð Ungnautahakk..................................... 798 1298 798 kr. kg Ungnautahamborgarar 140gr ............... 149 198 149 kr. stk. Matfugl kjúklingamánar 6tegundir ......... 349 499 1163 kr. kg Móa kjúklingavængir magnpk. .............. 149 299 149 kr. kg Goða skinka ........................................ 219 339 1014 kr. kg Salathúsið hrásalat.............................. 99 199 283 kr. kg Perur .................................................. 99 159 99 kr. kg Croissant með skinku og osti ................ 85 169 85 kr. stk. Shop R. Toasted oat cereal ................... 199 249 463 kr. kg Shop R. eldhúsrúllur 3stk ..................... 199 299 66 kr. stk. Samkaup/Úrval Gildir 22. sept.–25. sept. verð nú verð áður mælie. verð Soðin svið Goði ................................... 395 670 395 kr. kg Sviðasulta ný Goði ............................... 1119 1599 1119 kr. kg Saltkjöt Bautabúrið .............................. 298 398 298 kr. kg Goði lambasúpukjöt blandað ................ 399 499 399 kr. kg Borgarnesbjúgu ................................... 382 546 382 kr. kg Villikryddað hátíðarlambalæri ............... 1147 1639 1147 kr. kg Matfugl kjúklingabollur í raspi ............... 825 1178 825 kr. kg Matfugl kjúklingaborgarar ..................... 299 399 299 kr. kg Humar 500gr. poki............................... 599 999 1198 kr. kg Gulrætur íslenskar ............................... 299 399 299 kr. kg Þín Verslun Gildir 22. sept.–28. sept. verð nú verð áður mælie. verð Saltkjöt 2 fl. ........................................ 239 299 239 kr. kg Saltkjöt blandað .................................. 595 744 595 kr. kg Soðin lifrarpylsa................................... 558 698 558 kr. kg Soðinn blóðmör................................... 462 578 462 kr. kg Brallarabrauð ...................................... 189 239 189 kr. stk. Marmarakaka 500 gr ........................... 229 337 458 kr. kg Piḿs appelsínukex 150 gr..................... 179 226 1115 kr. kg Nóa Síríus lakkrís Sprengjur 200 gr ....... 169 0 845 kr. kg Kjúklingur á tilboðsverði  HELGARTILBOÐIN | Neytendur@mbl.is Steik og franskar að hætti fransmanna Góð nautasteik (entrecôte, filet, ribeye) sinnepssmjör salt og pipar ef vill stökkar franskar kartöflur Sinnepssmjör er sett á steikina um leið og hún er tekin af pönn- unni eða grillinu þannig að það bráðnar á henni. Þeir sem vilja salta og pipra steikina geri það áður en smjörið er sett á hana. Sinnepssmjör Uppskrift að sinnepssmjöri er fengin að láni úr bókinni La bonne cuisine française. 100 g smjör (látið mýkjast aðeins við stofuhita) 2–3 msk. Dijon sinnep 1–2 msk. Herbes de Provence Öllu hrært vel saman. Grænt pestó Handfylli af furuhnetum, handfylli af ferskri basilíku, nokkrar sneiðar af ferskum parmesanosti, eitt hvítlauksrif, salt u.þ.b. ein msk. sítrónusafa. ólífuolía eftir smekk Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman. Bætið í góðri bunu af ólífuolíu og dálitlu af salti og setjið vélina örskotsstund af stað aftur. Ef þetta er of þykkt má bæta við meiri olíu og jafnvel sítrónusafa. Sett út á ferskt soðið pasta um leið og búið er að hella af því vatninu og blandað vel sam- an við það. Í Plateau-hverfinu í Montréal í Kan- ada, er lítil íslensk fjölskylda nýbúin að hreiðra um sig. Aðeins ofar, í hverfinu Litlu-Ítalíu, er stórkostleg- ur ferskur matarmarkaður og í göngufjarlægð frá litla múrsteins- húsinu þeirra er skemmtileg inn- kaupagata, rue Mont-Royal, þar sem kaupmennirnir á horninu eru ekki vanræktir. Þar lifa bakarar, grænmetis- og ávaxtasalar, kaffi- og ostabúðir og slátrarar góðu lífi. Þangað fara Jóhanna Björk Guð- jónsdóttir frönskukennari og Páll Thayer nemi í meistaranámi í myndlist gjarna með börnin sín tvö, Kötlu og Tryggva, því þar er svo gaman að kaupa í matinn. Úrval af ostum og kjöti „Það er svo mikið til,“ segir Páll, og Jóhanna tekur undir það. „Það er gaman að geta leyft sér ýmsa ávexti og grænmeti sem er dýrt á Íslandi,“ segir hún. „Svo er líka ofsalega mik- ið úrval af ostum,“ bætir Jóhanna við, greinilega ánægð, en hún bjó nokkur ár í Frakklandi. Hún segir að yfir höfuð sé matarstemningin í Montréal mjög frönsk, og það kann hún að meta. Eins og sönnum karlmanni sæmir hefur Páll mestan áhuga á öllu kjöt- inu sem er í boði. „Það er mikið úr- val af nautakjöti og líka kjúklingi en minna af lamba- og svínakjöti,“ hef- ur hann tekið eftir. „Það er samt töluverð lamba- kjötsframleiðsla hér í Kanada og kjötið á víst að vera mjög gott,“ seg- ir Jóhanna, „en við höfum aðallega keypt nautakjöt hingað til. Svo er lítið úrval af ferskum fiski, en hann kemur í fiskverslanir seinni hluta vikunnar svo mánudagsfiskurinn verður að bíða föstudagsins,“ segir Jóhanna en þau voru vön að kaupa fiskfars á tilboðsverði í Melabúðinni á mánudögum. Þau hafa prófað fros- inn fisk en hann var frekar bragð- laus. „Við ætlum að prófa ferska fisk- inn en það kæmi mér á óvart ef hann er ódýrari en heima,“ segir Jó- hanna, „en flestur matur er svona helmingi ódýrari hér en þar, kannski að kjötið sé þó ekki svo ódýrt.“ Sætir safar og hlynsýróp Eins og gengur hafa þau breytt matarvenjum í samræmi við það sem er í boði í nýja landinu, og þeim finnst það bara gaman. Til dæmis borða þau mun minna brauð með áleggi. „Við borðum mun meira nauta- kjöt,“ segir Páll glaður, „og ferska maískólfa líka því uppskeran er núna í hámarki hér í Kanada.“ „Ég keypti risastóra basiliku á markaðnum á 150 krónur og tvisvar undanfarið höfum við gert ferskt pestó og það kostar nánast ekki neitt,“ bætir Jóhanna við, „reyndar er parmesan-osturinn frekar dýr miðað við annað.“ Hvað hafa krakkarnir uppgötvað? „Þeim finnst safarnir hér æðisleg- ir, það er frábært úrval af allskonar ferskum ávaxtasöfum,“ segja þau. „Svo finnst þeim jógúrt mjög gott, en þau sækja auðvitað í þetta sæta,“ segir Jóhanna. „Það er gott úrval af sætum mat sem er sérinnpakkaður fyrir börn,“ bætir Páll við. „Svo höfum við auðvitað verið dug- leg við að steikja okkur amerískar pönnukökur því þetta er land hlynsý- rópsins,“ segir Jóhanna hálfskömm- ustuleg og hlær. Jóhanna og Páll eru sammála um að það besta við matarinnkaup í Montréal sé stórkostlegt úrvalið, gæðin og allur ferskleikinn. Einnig að yfirhöfuð sé hægt að gera mjög góð kaup, en þau séu enn að læra á þetta. Það er helst að þau falli í þá gryfju að kaupa alltof mikið, allt sé svo girnilegt. „Hingað til höfum við verið í fríi og erum nú að byrja að lifa á námslán- unum, svo það verður vissulega áskorun að lifa á tæpum 30 þúsund krónum á mánuði, þótt það verði auðveldara en heima,“ segja Jóhanna og Páll bjartsýn í nýja landinu sínu.  HVAÐ ER Í MATINN | Jóhanna Björk Guðjónsdóttir og Páll Thayer kaupa inn í Montréal í Kanada                       !"  #$  % &' & % ()**  "&  +*  ,,  -. & /*,0 1   #    2* 3  4* "     *, 5 , !  2  6* !  4*        7 !3" ! " &&  &! 7 &! 7  "7 "& "    89  5 :5 - , &   ; * &  2*    <<   "## " & "" !"&    $% '  ( ! 7   &" " "  7 "   &  " 3    7"  3 7 )* 3 " 3  3  "" +* + ,- -.!      Páll Thayer fer og kaupir kjötið hjá kjötkaupmanninum á horninu og þá verður nautakjöt gjarnan fyrir valinu. Það er gaman að geta leyft sér ýmsa ávexti og grænmeti sem er dýrt á Íslandi, segir Jóhanna Björk Guðjónsdóttir sem er búsett í Montréal. Verðið lægra og stórkostlegt úrval Þeir sem vilja sjá verkin hans Páls geta farið inn á: www.this.is/pallit Eftir Hildi Loftsdóttur hilo@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.