Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 11 FRÉTTIR                    !        #    $  $     %%   &   '()   ***    Mörkinni 6, sími 588 5518. Úlpur, stuttkápur, rúskinnsjakkar, leðurjakkar, þunnir ullarjakkar, treflar - hattar og húfur 50% afsláttur af ullarkápum í stærðum 36-40 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16 HAUSTVÖRUR NÝ SENDING GLÆSILEGT ÚRVAL NÁNAR Á NETSÍÐU www.svanni.is Opið: Virka daga kl. 11-18 Laugardaga kl. 10-14 Sími 567 3718 BRESK dagblöð hafa talsvert fjallað um frávísun Baugsmálsins og úrskurðurinn m.a. sagður enn eitt áfallið fyrir íslensk stjórnvöld. Í Financial Times var sagt að þetta væru góð tíðindi fyrir eig- endur breskra hátískuverslana því þeir gætu verið vissir um að Jón Ás- geir Jóhannesson væri þegar farinn að huga að frekari umsvifum á breska markaðnum. Blaðið rifjar upp að frá því lög- reglurannsóknin hófst fyrir þrem- ur árum hefði Baugur keypt bresk fyrirtæki sem árlega selja vörur fyrir 6,3 milljarða breskra punda. „Hneykslið“ hefði þó skaðað Jón Ásgeir, í fyrsta lagi hefði hann neyðst til að hætta við þátttöku í yf- irtökunni á Arcadia og í öðru lagi hefði hann hrökklast út úr hópnum sem hyggur á yfirtöku Somerfield. Miðað við hversu hægt það ferli hefði gengið síðan þá, hefði það þó hugsanlega verið af hinu góða. Mál- ið hefði engu að síður skaðað orð- spor Jóns Ásgeirs. Financial Times tekur fram að stjórnendur Baugs séu ekki lausir allra mála, lögreglan hyggist kæra úrskurðinn og muni jafnvel gefa út nýja ákæru. Á hinn bóginn hefðu mörg ákæruatriðin frá upphafi virst „eilítið vafasöm“ og þau borið þess merki að það skipti lögregluna mestu máli að ákæra, sama hver niðurstaðan yrði. Það sama mætti segja um kaup Baugs á breskum fyrirtækjum, það skipti mestu máli að kaupa, sama hvaða rök lægju að baki. Í frétt The Guardian segir að úr- skurður héraðsdóms sé enn eitt áfallið sem íslensk stjórnvöld verði fyrir í málinu. Fyrir hálfum mánuði hefði dómari lýst yfir efasemdum um 18 ákæruliði af 40 en á þriðju- dag hefði verið gengið enn lengra og málinu í heild sinni „hent út“, ákærunni í heild. Þessi niðurstaða muni leiða til þess að Baugur íhugi enn betur hvort fyrirtækið eigi að krefjast bóta frá ríkinu vegna rann- sóknarinnar. Fyrirtækið sjálft hefði aldrei verið til rannsóknar heldur lýst sem fórnarlambi sakborning- anna sex. Bæði Daily Express og The In- dependent leiddu getum að því að Baugur myndi reyna að komast aft- ur inn í fyrirtækjahópinn sem hyggur á yfirtöku á Somerfield og fyrirtækið neyddist til að yfirgefa í sumar. Baugsmálið rætt í breskum blöðum Í SKRIFLEGU svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra við spurningum vegna þeirrar ákvörð- unar Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa Baugsmálinu frá dómi, segir Björn að hann muni segja sitt álit á lyktum málsins þegar dómstólar hafi lokið umfjöllun sinni um það. Hann svari ekki „ef-spurningum“ um þetta mál fremur en önnur. Meðal þess sem Björn var spurð- ur að var hvaða ályktanir hægt væri að draga af úrskurði héraðsdóms, hvort hann teldi úrskurðinn áfall fyrir ákæruvaldið og hvort hann teldi eðlilegt að ríkislögreglustjóri gæfi út nýja ákæru, færi svo að Hæstiréttur vísaði málinu frá í hluta eða heild. Einnig var hann spurður að því hvort hann teldi, ef málinu yrði vísað frá Hæstarétti, rétt að huga að því að skilja á milli rann- sóknarvalds og ákæruvalds en sá kostur hefur nokkrum sinnum verið nefndur í tengslum við þetta til- tekna mál. Í skriflegu svari Björns til Morg- unblaðsins segir: „Þetta mál er ennþá til með- ferðar í réttar- kerfinu. Sumar spurningar þínar eru á þann veg, að engu er líkara en þú teljir því lokið. Ég mun segja álit mitt á lyktum málsins hjá dómstólum að þeim fengnum. Ég svara ekki ef- spurningum um þetta mál frekar en önnur. Að því er varðar nýskipan ákæru- valds og slík atriði, þá er það mál, sem ég tek afstöðu til, þegar frum- varp til nýrra laga um meðferð op- inberra mála verður til meðferðar í ráðuneytinu, en nú er beðið tillagna réttarfarsnefndar, sem unnið hefur að endurskoðun laganna um nokk- urra missera skeið. Afstaða mín mun ráðast af heildarmati en ekki einstökum málum.“ Óðagotsbréf hjá Össuri Össur Skarphéðinsson hefur á vef sínum sagt að yfirmenn ríkislög- reglustjóra eigi að víkja og að þar sitji óhæfir menn við stjórnvölinn. Björn var spurður að því hvað hon- um fyndist um þessi orð Össurar og var svar hans eftirfarandi: „Vefsíða Össurar er góðra gjalda verð og hann viðrar þar skoðanir sínar, oft skemmtilega en stundum að því er virðist í dálitlu fljótræði. Í þessu tilviki er Össur til dæmis allt- of hvatvís í dómum sínum, hann á eins og aðrir að gefa réttarkerfinu tíma til að vinna sitt verk. Árás Öss- urar á æðstu menn embættis rík- islögreglustjóra líkist óðagotsbréfi.“ Björn var sömuleiðis spurður hvað rannsókn í Baugsmálinu hefði kostað og hvort hann myndi óska eftir greinargerð frá ríkislögreglu- stjóra um kostnað og framvindu rannsóknarinnar. Einnig hvort hann myndi óska eftir skýringum frá rík- islögreglustjóra vegna þeirra galla sem héraðsdómur hefði fundið á ákærunni. Björn sagði að tímabært yrði að tala um kostnað vegna Baugsmálsins þegar því lyki. Þá myndi saksóknari gera grein fyrir ákæruliðunum við efnislegan flutn- ing málsins fyrir dómstólum. Gefur ekki álit á þessu stigi Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Björn Bjarnason „ÁKÆRUVALDIÐ í gervi Jóns H.B. Snorrasonar glotti breitt eins og uppistandari á búllu þegar ljós- vakamiðlarnir kröfðust skýringa eft- ir að héraðsdómur hafði vísað málinu á hendur Baugi frá. Það var erfitt að skilja. Í frávísuninni fólst svo herfi- leg útreið fyrir embætti ríkislög- reglustjóra að ég man ekki eftir öðru eins hjá nokkurri ríkisstofnun. En það vottaði hvorki fyrir skömm né iðrun.“ Þetta segir Össur Skarphéðins- son, 1. þingmaður Reykjavíkurkjör- dæmis norður og fyrrverandi for- maður Samfylkingarinnar, um frávísun Baugsmálsins í harðorðum pistli á vef sínum. Hann gagnrýnir embætti ríkislögreglutjóra harðlega og segir að Baugsmálið og málverka- fölsunarmálið sýni að það sé í hönd- um óhæfra manna. Í öllum eðlilegum réttarríkjum væru þeir nú settir til hliðar og í önnur verkefni meðan reynt sé að tjasla því saman sem eft- ir er af embættinu. „Það er það verk sem nú bíður dómsmálaráðherra ef eitthvert blóð er í honum og sjálfsagt að Alþingi hjálpi honum ef þarf.“ Össur segir að efnislega hafi dóm- urinn sagt að ákæran hafi verið „ótæk moðsuða“ og að úrskurðurinn sé þvílíkt áfall fyrir embættið að ófært sé að láta stjórn þess standa óbreytta. Dómsmálaráðherra þurfi að taka í taumana því það sé á hans ábyrgð að stofn- anir ráðuneytis- ins séu ekki í höndum fúskara. Stjórn embættis- ins sé í slíkum molum að það sé ekki boðlegt í réttarríki. Össur rifjar upp að ríkislögreglustjóri hafi fengið harkalegan skell í tveimur málum. Hann segir að embættið hafi klúðrað stóra málverkafölsunarmálinu með hreint ótrúlegum hætti eftir margra ára fokdýrar rannsóknir og með úr- skurði héraðsdóms á þriðjudag hafi síðan „allar verstu grunsemdir um vangetu embættisins“ verið staðfest- ar. Á mæltu máli hafi dómurinn sagt að Haraldur Johannessen og Jón H. Snorrason væru fúskarar sem hefðu ekki dómgreind í lagi. Össur heldur áfram og segir að ríkislögreglustjóri sé svo „gersneyddur veruleikaskyni“ að fulltrúi ákæruvaldsins, Jón H. Snorrason, hafi haldið því fram að úrskurðurinn væri síður en svo áfall heldur hluti af ferlinu. „Hvaða ferli, með leyfi að spyrja? Heldur ríkislögreglustjóri og cand. juris Jón H.B.S. að þegar ákært er í nafni embættisins séu þeir í eins konar Gettu betur-spurningakeppni þar sem menn fá að giska, og geta betur, og giska aftur – þangað til þeir slampast hugsanlega á rétt svar?“ segir Össur. Hann segist enga sérstaka virð- ingu bera fyrir Baugsfeðgum og sér geðjist ekki að vinnubrögðum þeirra. En hann beri virðingu fyrir réttar- ríkinu sem geri ekki mannamun. Ef ákærurnar standist ekki þá hefðu þær betur verið settar ofan í skúffu í stað þess að valda fjölda manns miska, embættinu óbætanlegum skaða, setja blett á lögreglukerfið og valda skattgreiðendum tugmilljóna tjóni. Segir fúskara við stjórn Össur Skarphéðinsson Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.