Morgunblaðið - 22.09.2005, Page 4

Morgunblaðið - 22.09.2005, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MEÐ nýrri tækni í töku tölvusneið- mynda má greina kransæðastíflu á byrjunarstigi hjá sjúklingum sem engin einkenni bera og gefur það von um að fækka megi hjartaáföll- um hjá þeim sem eru í áhættuhópi. Fullkomnustu sneiðmyndatækin hér á landi hafa hingað til verið sextán sneiða en nú hefur Röntgen Domus eignast 64 sneiða sneið- myndatæki sem er bylting í hjarta- rannsóknum að mati sérfræðinga. Einkenni kransæðasjúkdóma koma oft ekki fram fyrr en þrengsl- in í kransæð eru orðin um áttatíu prósent og að sögn Ásgeirs Jóns- sonar, hjartalæknis á Landspítalan- um, er nýja tæknin afskaplega gagnleg viðbót við greiningu á hjartasjúkdómum. „Biðlistinn eftir hjartaþræðing- um er mjög langur en töluvert styttri eftir tölvusneiðmyndatöku þannig að hugsanlega er hægt að finna mjög alvarlegan sjúkdóm sem gæfi viðkomandi sjúklingi forgang í hjartaþræðingu,“ segir Ásgeir en eina úrlausnin áður var að fram- kvæma slíka hjartaþræðingu til að greina ástand kransæða hjá sjúk- lingum og er sú aðgerð margfalt kostnaðarsamari en tölvusneið- mynd en henni fylgja einnig ýmis óþægindi. Í hjartaþræðingu er þræddur mjór plastleggur inn í slagæð frá nára og að upptökum kransæða. „Í hjartaþræðingum er á milli tíu og tuttugu prósent af þræðingum sem kallaðar eru eðli- legar, það er þegar grunað er að sjúklingur sé með sjúkdóm en það reynist ekki rétt. Þessi tækni kem- ur líklega til með að fækka eðlileg- um þræðingum en tölvusneið- myndatækið stendur upp úr í greiningu kransæðasjúkdóma á byrjunarstigi.“ Þrívíða litmynd af hjartanu Hjá Röntgen Domus er fullkomn- asta sneiðmyndatæki á Íslandi og þó víðar væri leitað, svo kallað 64 sneiða, en viðbótar tölvubúnaður í tækinu gerir læknum kleift að framkvæma hjartarannsóknirnar. Sérhæfður þrívíddarbúnaður er svo notaður við eftirvinnslu og útkoman er nákvæm þrívíð litamynd af hjartanu sem gefur góða mynd af ástandi kransæðanna. Birna Jónsdóttir, röntgenlæknir hjá Röntgen Domus, segir sneið- myndatækni hafa verið í sífelldri þróun síðan á áttunda áratugnum þegar hún kom fyrst fram á sjón- arsviðið en nýja tæknin sé með stærri breytingum sem orðið hafi í gegnum árin. „Rannsóknin tekur um það bil hálftíma og er hún gerð eftir að lit- arefni er sett inn í bláæð í hand- legg. Magn litarefnis er mun minna en við hjartaþræðingu en einnig þarf sjúklingurinn engan sérstakan undirbúning og getur farið heim að rannsókn lokinni,“ segir Birta en eftir hjartaþræðingu þarf sjúkling- ur að dvelja á sjúkrahúsi fram að kvöldi og stundum yfir nótt. Nýja tæknin er því mjög mikilvæg því hún er afskaplega áhættulítil fyrir sjúklinginn en einnig nýtist bún- aður til hjartaþræðinga betur, þá til aðgerða og viðgerða á æðum í stað greiningar. Hins vegar eru sjúklingar ekki sendir í sneiðmyndatöku nema þörf þyki til og þurfa sjúklingar annað hvort að vera í áhættuhópi, það er ef hjartasjúkdómar eru í ættar- sögu, blóðþrýstingur er of hár, magn kólesteróls er óeðlilega hátt, eða viðkomandi þjáist af sykursýki. Ný tækni við töku tölvusneiðmynda auðveldar greiningu á kransæðastíflu á byrjunarstigi hjá sjúklingum Gefur vonir um að fækka megi hjartaáföllum Eftir Andra Karl andri@mbl.is LÆGSTBJÓÐENDUR í sér- leyfisakstur á Reykjanesi verða kallaðir til fundar með fulltrúum Vegagerðarinnar á morgun eða eftir helgi til að skýra tilboð sín, en lægstbjóðendur vildu greiða um 470 milljónir króna fyrir sér- leyfin, sem ná m.a. til aksturs flugrútunnar til Keflavíkur. Gunnar Gunnarsson aðstoðar- vegamálastjóri segir að í þessu felist engan veginn það mat á til- boðunum að þau séu óraunhæf eða óeðlileg. „Það er ekkert óeðli- legt að tilboðsgjafar séu kallaðir á fund til að skýra nánar hvernig þeir hyggjast vinna verkin.“ Á fundinum verða fulltrúar Hópferðamiðstöðvarinnar – Vestfjarðaleiðar, sem buðu lægst, því að skýra hvaða tækja- kost þeir hyggist nota til verks- ins, og hvernig þeir hyggist standa undir því að greiða svo háa upphæð fyrir sérleyfið. Ekkert sem mælir gegn meðgjöf Lögmaður Þingvallaleiðar, sem bauð 0 kr., það er vildi ekki niðurgreiðslu eins og venjan er, en bauðst heldur ekki til þess að greiða með leyfinu, sagði í Morgunblaðinu í gær að ágallar hafi verið á útboðsgögnum og ekki reiknað með því að fyrir- tæki skiluðu inn mínustilboðum. Gunnar segir að sér vitanlega sé ekkert í lögum sem mæli gegn því að Vegagerðin taki við greiðslu fyrir sérleyfin. „Það var óskað eftir því í þessu útboði að boðið væri í mismun á tekjum og gjöldum á þessum leiðum. Ef niðurstaða bjóðenda er sú að mismunurinn sé jákvæður er kannski ekki óeðlilegt að það komi meðgjafartilboð.“ Reiknað er með að ákveðið verði hvaða tilboði í sérleyfið verði tekið í næstu eða þarnæstu viku. Vegagerðin vill skýr- ingar á tilboði í sér- leyfi á Reykjanesi Lægstbjóð- endur kall- aðir á fund „MAÐUR reynir að gera sitt besta á sama tíma og maður fellur á 200 kílómetra hraða í átt að jörðinni,“ segir Þórhildur Valsdóttir, rúmlega þrítug íslensk kona, ættuð austan af fjörðum, sem hefur verið í landsliði Noregs í fallhlíf- arstökki undanfarin ár. Meðal þess sem framundan er hjá Þórhildi og félögum hennar í liðinu er að setja heimsmet í hópstökki og ætla þau að skella sér til Taílands til þess að setja það met, en þar á að freista þess að ná saman 400 manna hópi sem mun verða í loftinu á sama tíma. Þórhildur hefur verið búsett í Ósló í Noregi síðustu tíu árin og fór að stunda fallhlífarstökk af krafti eftir að hún flutti þangað. Hún lærði íþróttalífeðlisfræði, lauk meistaranámi í faginu og hefur starfað sem kennari en var valin í kvennalandslið Noregs árið 1999 og svo í aðal- landsliðið. Helgar sig fallhlífarstökkinu Hún segir að kvennaliðið hafi verið sett á laggirnar á sínum tíma til að fá fleiri stelpur til að keppa. „Stelpur eru ekki nema um 20% af öllum stökkvurum,“ segir Þórhildur, eða Ditte, eins og hún er alltaf kölluð. Eftir að hún komst í aðallandslið Noregs hef- ur hún helgað sig fallhlífarstökkinu og segist ekki gera annað en að æfa með liðinu. Hver liðsmaður stekkur um 1000 stökk á ári og gerð- ar eru talsverðar kröfur um líkamlegt form landsliðsmanna, t.d. varðandi úthald og fleira og segir Þórhildur það vera mikla vinnu að vera í liðinu. „Ég kenni þó aðeins með, nokkra daga á ári,“ segir hún. Varafallhlífin kemur sér vel Tölfræðin hjá fallhlífarstökkvurum kveður á um að fallhlífin opnist ekki í eitt af hverjum 800 skiptum sem stokkið er, þannig að það er árviss atburður hjá Þórhildi að upplifa það að fall- hlífin opnist ekki. Hún lætur sér það þó í léttu rúmi liggja og bendir á að í slíkum aðstæðum hafi stökkvarar varafallhlífina upp á að hlaupa en líkurnar á að báðar fallhlífarnar opnist ekki eru hins vegar um einn á móti tíu milljónum. „Maður spáir ekki í það þegar maður togar í spottann og ætlar að opna fallhlífina. En ef hún kemur ekki þá hefurðu örfáar sekúndur til að ákveða hvað þú gerir,“ segir hún. Í landsliðinu eru auk Þórhildar þrír karl- menn. Hún segir að liðið sé mikið á Flórída þar sem liðsmenn búi saman. „Við æfum þar stærstan hluta ársins enda er veðurfar þar hagstætt. Þá býr liðið saman og það er í raun eins og hjónaband, við erum bestu vinir öll saman en þegar maður er þreyttur og vill hafa tíma fyrir sjálfan sig, þá sýður aðeins upp úr öðru hverju, en það er nú bara hollt,“ segir Þórhildur og hlær. Hún segist halda góðu sambandi við heima- landið og hafi meðal annars komið hingað í byrjun mánaðarins og stokkið frá Hjörleifs- höfða. Aðspurð hvort stelpurnar láti að sér kveða í fallhlífarstökkinu hér heima segir Þór- hildur að talsvert sé um það og t.d. sé kona for- maður Fallhlífarklúbbs Reykjavíkur, Anna Lára Steingrímsdóttir. Þrátt fyrir að keppa fyrir Noregs hönd segist Þórhildur vera stoltur Ís- lendingur. Hún hafi einnig talsverð tengsl hing- að heim, sé til dæmis með íslenskan styrktarað- ila, fyrirtækið Nikíta. Mikið er lagt upp úr því að lið í fallhlíf- arstökki geti framkvæmt alls kyns listir og snúninga í loftinu. Eins og áður sagði stefnir norska landsliðið á að slá heimsmet í Taílandi í janúar, þar sem liðið hyggst freista þess að ná 400 manns saman í hópstökk og fá þá til að stökkva úr 24.000 feta hæð, sem er að sögn Þórhildar svipuð hæð og þotur fljúga í. „Það verður gaman að sjá hvernig til tekst,“ segir Þórhildur. Þórhildur Valsdóttir stekkur með strákunum í landsliði Noregs í fallhlífarstökki Stefna á heimsmet í hópstökki Þórhildur Valsdóttir fallhlífarstökkvari. Þórhildur og félagar í norska landsliðinu í háloftunum. Þeirra bíður mikið verkefni í Taílandi. Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.