Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
KYNFERÐISBROTAKAFLI
hegningarlaga er í endurskoðun
um þessar mundir í umboði Björns
Bjarnasonar dómsmálaráðherra.
Refsiréttarnefnd hefur skilað
breytingartillögum til ráðherra og
frumvarp þess efnis fylgir vonandi
í kjölfarið og verður lagt fyrir Al-
þingi bráðlega. Af mörgum mik-
ilvægum atriðum sem vert væri að
nefna varðandi fyrirhugaðar breyt-
ingar vilja V-dags samtökin vekja
athygli á einu atriði sem varðar
nauðganir og hvernig þær eru skil-
greindar í lögum.
Nauðgun er ekki alltaf nauðg-
un skv. hegningarlögum
Ef einstaklingi er þröngvað til
samræðis án samþykkis hans er
ekki alltaf um nauðgun að ræða
skv. skilgreiningu löggjafans. Til
að um nauðgun sé að ræða þarf of-
beldi eða hótun um það að koma til
við verknaðinn og fellur brotið þá
undir nauðgunarákvæði 194. gr.
hegningarlaga. Dæmi um kynferð-
isbrot sem fellur utan skilgrein-
ingu löggjafans á nauðgun er mis-
neyting skv. 196. gr.
hegningarlaga þar
sem oftast er um það
að ræða að samræði
eða önnur kynferð-
ismök er haft við ein-
stakling sem sökum
svefndrunga, ölvunar
eða ástands að öðru
leyti getur ekki sporn-
að við verknaðinum
eða skilið þýðingu
hans. Kynferðisbrot
sem framið er gegn
einstaklingi undir slík-
um kringumstæðum
er ekki talið vera
nauðgun, því greinarmunur er
gerður á því hvort gerandi býr til
aðstæðurnar sem hann svo notfær-
ir sér t.d. með lyfjagjöf eða að ger-
andi notfærir sér aðstæður, t.d. að
einstaklingur er rænulaus vegna
lyfjanotkunar. Spyrja má hvers
vegna löggjafinn leggi áherslu á
þennan greinarmun við skilgrein-
ingu á afbrotinu, sérstaklega með
tilliti til þess að hann gerir ekki
alltaf slíkan greinarmun sbr. t.d.
248. gr. í auðgunarbrotakafla
hegningarlaga.
Skilgreining lag-
anna og upplifun
þolenda
Ef tilgangur laga í
réttarríki er m.a. að
taka raunsætt á ann-
mörkum sem verða í
samfélagi má spyrja
hvort áhersla löggjaf-
ans á verknaðaraðferð
kynferðisbrots sé í
samræmi við upplifun
þolenda. Þolendur eru
margir og því er erfitt
að alhæfa um upplifun
þeirra þar sem hún er mismun-
andi. Eitt dæmi má þó nefna í
þessu samhengi sem sótt er til
Stígamóta þar sem staðið er fyrir
nauðsynlegri ráðgjöf fyrir þol-
endur kynferðisbrota. Hjá ráð-
gjöfum Stígamóta er ekki föst
vinnuregla að spyrja þolendur um
hvernig kynferðisbrotið var framið
og þolandanum er í sjálfsvald sett
hvort hann lýsi því náið. Reynslan
hefur sýnt að það eru alls ekki all-
ir þolendur sem hafa þörf fyrir að
ræða hvernig kynferðisbrotinu var
framfylgt. Hvorki þolendum né
ráðgjöfum á þessum vettvangi
finnst nauðsynlegt að tilgreina
verknaðaraðferð brotsins til að
reyna að vinna úr þeim margþætta
sársauka sem hlýst af kynferð-
isbroti. Af þessu dæmi má leiða að
því líkum að upplifun þolenda sé
ekki í samræmi við áherslu lög-
gjafans á aðgreiningu kynferð-
isbrota á grundvelli verknaðar-
aðferðar. Það má einnig velta því
fyrir sér hvort það samræmist
þeim hagsmunum sem kynferð-
isbrotakafla hegningarlaga er ætl-
að að vernda að þeir þolendur sem
telja sig réttilega verða fyrir
nauðgun, þ,e. með því að vilji
þeirra er brotinn á bak aftur og
haft er samræði við þá án sam-
þykkis þeirra, fái ekki viðurkenn-
ingu löggjafarvaldsins þess efnis
og að brotið sé kallað öðru nafni
en það er í raun og veru.
Ein grein fyrir sama brot
Í kynferðisbrotakafla hegning-
arlaga væri við hæfi að hafa ein-
ungis eina lagagrein sem tekur á
nauðgunarbroti. Mismunandi
verknaðaraðferð nauðgunar gæti
þá skorið úr um hvar innan refsi-
rammans brotið lægi skv. reglum
réttarins hverju sinni í samræmi
við þá dómaframkvæmd sem um
það skapast. Verknaðaraðferð
nauðgunar væri þá hægt að nota
við ákvörðun um þyngd refsingar
en ekki eins og nú er, til að skera
úr um hvort nauðgun hafi átt sér
stað eða ekki.
Ef ein ný nauðgunargrein yrði
búin til væri hægt að vona að dóm-
ar fyrir kynferðisbrot þyngdust,
þar sem dómar í kynferðisbrota-
málum virðast ekki vera í sam-
ræmi við réttarvitund almennings.
Spjótum þess efnis ber hins vegar
ekki að beina að dómstólum þar
sem þeim ber að dæma eftir lögum
og dómafordæmum til að sann-
girnis gæti á milli ákærðra. Ef vilji
er fyrir hendi er það hins vegar
löggjafinn sem getur haft áhrif á
þróun refsinga í nauðgunarmálum
með því t.d. að búa til nýja nauðg-
unargrein. Löggjafinn hefur áður
brugðist við með þeim hætti og er
dæmi um slíkt þegar lagagreinar
um fíkniefnabrot voru endurskoð-
aðar m.a. til að þyngja refsingar.
Margt hefur breyst til hins
betra með aukinni umræðu um
kynferðisbrot og víðtækari skiln-
ingi á því hvað felst í slíkum brot-
um. Þó er ljóst að í núverandi lög-
gjöf er of mikil áhersla lögð á
tæknileg atriði sem valda því að
þolendum er mismunað eftir því
hvernig nauðgun er framin. Það er
því fagnaðarefni að dóms-
málaráðherra endurskoði kynferð-
isbrotakafla hegningarlaga og í
þeirri mikilvægu vinnu sem fram-
undan er vona V-dags samtökin að
þar verði þolendum nauðgana ekki
mismunað.
Nauðgun er nauðgun
Hildur Sverrisdóttir
fjallar um nauðganir
’Það er því fagnaðar-efni að dómsmálaráð-
herra endurskoði kyn-
ferðisbrotakafla
hegningarlaga. ‘
Hildur Sverrisdóttir
Höfundur er laganemi og
framkvæmdastjóri V-dagsins.
FYRIR rúmu ári var Bolli Skúla-
son Thoroddsen kjörinn formaður
Heimdallar með loforðinu um að í
félaginu fengju að starfa „ekki bara
fáir útvaldir, heldur
allir félagsmenn, sem
áhuga hafa“. Það lof-
orð hefur nú heldur
betur verið svikið.
Stjórn Bolla Thor-
oddsen hefur valið
fulltrúa Heimdallar á
komandi þing SUS,
fólk sem lítið eða
ekkert hefur starfað
innan Heimdallar en
um leið hafnað fólki
sem hefur gefið vinnu
sína og peninga til fé-
lagsins um árabil.
Um þetta val hefur
frá 1987 verið farið
eftir viðmið-
unarreglum sem sett-
ar voru þá og miðast
við að þeir sem gegnt
hafa trúnaðarstörfum
fyrir Heimdall og
Sjálfstæðisflokkinn
hafa forgang sem
fulltrúar á þing sam-
bandsins.
Viðmiðunarreglur
ekki virtar
Núverandi stjórn
Heimdallar virðist
ætla að sleppa því að
virða þessar viðmiðunarreglur í ár.
Þeir hafa núna raðað á listann sam-
kvæmt því hverjir hafa verið að
duglegir að mæta á þeirra fáu
fundi undanfarið árið. Hversu lýð-
ræðislegt er það að gefa fé-
lagsmönnum þau skilaboð að þeir
verði að mæta á fund til þeirra til
að fá inngöngu. Ef einstaklingur er
búinn að vera duglegur í flokks-
starfinu undanfarin fimm ár á hann
þá ekki skilið að sitja þingið sem
setur stefnu sambandsins næsta ár-
ið?
Núverandi stjórn hefur við-
urkennt að hafa hringt í fólk og
beðið það að sækja um þingsetu.
Ekki fengu allir þetta umtalaða
símtal heldur einungis vinir og
kunningjar núverandi stjórnar. Ég
veit til þess að það eru ein-
staklingar að fara á þingið sem
ekki hafa sinnt flokksstarfinu held-
ur einungis mætt á
skemmtanir Heimdall-
ar. Er það þá nóg að
fara og drekka bjór
með stjórninni til þess
að vera þingfulltrúi
stærsta aðildarfélags
SUS?
Loforð svikin!
Bolli Thoroddsen og
stjórn hans lofuðu opn-
ari Heimdalli síðasta
haust en ekki get ég
séð að þeir standi við
það. Hvers vegna hefur
þeim sem sóttu um
verið meinað að sjá
listann yfir þá 150 sem
komust á þingið?
Fjölmargir ein-
staklingar sem gegnt
hafa trúnaðarstörfum
fyrir Heimdall og
flokkinn voru settir
sem varamenn á þing-
ið. Hefði ekki verið
nær að hleypa þeim á
þingið og leyfa ný-
græðingunum sem
stjórnin telur vera svo
áhugasama að vera
varamenn? Ef þessir
einstaklingar sem þið
teljið svo áhugasama eru jafn
áhugasamir og stjórnin segir hvers
vegna þurfti þá að hringja til að fá
þá til að koma á þingið?
Að lokum vil ég skora á Bolla
Thoroddsen og stjórn hans að birta
tafarlaust listann sem inniheldur
nöfn þeirra 150 aðalmanna sem eru
að fara á þingið. Ef ekkert er að
fela get ég ekki séð betur en að
listann megi birta þegar í stað.
Hvert nafn skal svo vera útskýrt
og staða þess á listanum rökstudd.
Opnari og lýðræðis-
legri Heimdallur?
Hanna Kristín Skaftadóttir
fjallar um svikin loforð
stjórnar Heimdallar
Hanna Kristín
Skaftadóttir
’… ég skora áBolla Thorodd-
sen og stjórn
hans að birta taf-
arlaust listann
sem inniheldur
nöfn þeirra 150
aðalmanna sem
eru að fara á
þingið.‘
Höfundur er viðskiptafræðinemi.
NÚ síðsumars liggur fyrir árs-
hlutauppgjör Hafnarfjarðarbæjar
fyrir fyrri hluta ársins 2005. Nið-
urstöður þess árshlutareiknings
sýna með skýrum hætti, líkt og árs-
reikningur ársins 2004,
að fjármál og rekstur
sveitarfélagsins er enn
á ný að eflast og styrkj-
ast verulega. Afkomu-
tölur eru enn jákvæðari
en gert hafði verið ráð
fyrir í fjárhagsáætlun
ársins. Rekstr-
arafkoma samstæðu
Hafnarfjarðarbæjar á
fyrstu sex mánuðum
ársins er jákvæð um
285 milljónir króna,
sem er betri árangur
en gert var ráð fyrir.
Starfsmenn bæjarins og bæj-
arstjórn eru á fyrri hluta ársins að ná
höfuðmarkmiðum fjármálastjórn-
unar í öllum lykilatriðum. Rekstur
bæjarfélagsins fyrir fjármagnsliði er
jákvæður um 340 milljónir og veltufé
frá rekstri nemur 467 milljónum
króna. Eigið fé hækkar enn á ný og
nemur nú 5.178 milljónum króna 30.
júní. Afkomutölur þessar fylgja eftir
góðum árangri á síðasta ári og um
leið eru framkvæmdir í
Hafnarfirði meiri en áður þekkist
og jafnframt er íbúafjölgun í bænum
stöðug og vaxandi.
Ráðist var í stjórnsýslubreytingar
á árinu 2002 og 2003 sem miðuðu að
því að styrkja innviði í rekstri bæj-
arfélagsins og um leið lagt upp með
að nýta stjórnendateymi á nýjan
hátt. Með aukinni þekkingu og bætt-
um hugbúnaði vegna fjármálastjórn-
unar hafa stjórnendur bæjarins haft
mun meiri yfirsýn yfir rekstrarþætti
sinna stofnana en áður. Stjórnendur
á öllum sviðum, stórum sem smáum,
hafa sinnt þessum verkum af fag-
mennsku og hafa nú fjárhagsnið-
urstöður komið mun oftar og fyrr
fram en áður og um leið gert allt fjár-
málaeftirlit og aðhald
virkara.
Það var ákveðin
áhætta en um leið fram-
sýni sem sýnd var við
markvissa stefnu um
mikinn framkvæmda-
hraða er varðar ný
deiliskipulagssvæði og
þéttingu byggðar. Það
var höfuðmarkmið okk-
ar að gott framboð á
byggingarsvæðum væri
fyrir íbúðir og atvinnu-
húsnæði væri til staðar.
Bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar stóð að fullu á bak við þær
ákvarðanir og sá árangur sem nú er
að nást er m.a. vegna þeirra nýbygg-
ingarsvæða sem hægt hefur verið að
úthluta á sl. tveimur árum auk m.a.
farsællar lausnar á Norðurbakka-
málum fjárhag Hafnarfjarðarbæjar í
hag.
Eftirspurnin og ásókn hefur verið
mikil eftir lóðum í Hafnarfirði og nú
er haldið áfram á sama hraða í skipu-
lagsvinnunni. Til eru núna skipulögð
ný svæði, fyrir um hundruð íbúða og
atvinnuhúsnæðis, á Völlum, í Sel-
hrauni og brátt verður Ásland, ofan
Kaldárselsvegar, einnig kynnt.
Lækkun erlendra
skulda um 2,3 milljarða
Við endurskoðun fjárhagsáætl-
unar er mikilvægt að geta þess að við
stefnumörkun fjárhagsáætlunar sl.
vetur var lögð áhersla á varfærni í
tekjuáætlun ársins, enda nokkur
óvissa ríkjandi í þeim tekjuspám sem
sveitarfélög studdust við. Tekjuauki
er nú nær 200 milljónum og kemur
hann því að hluta á móti hagræðing-
artillögum sem gert hafði verið ráð
fyrir í rekstrinum. Auk þess verður
um sérstök viðbótarframlög að ræða
mest til skólamála, íþrótta- og æsku-
lýðsmála og félagsmála. Þrátt fyrir
jákvæða þróun í tekjuþáttum má enn
og aftur minna á að sveitarfélög á
landinu hafa orðið fyrir verulegum
tekjumissi vegna þeirra breytinga
sem urðu með skattkerfisbreyt-
ingum mál til að ræða á fjár-
málaráðstefnu sveitarfélaga um
miðjan nóvember.
Þá liggur fyrir heildarmat á kostn-
aðarauka vegna launaþróunar á
árinu. Þær breytingar sem gerðar
eru nú á fjárhagsáætlun Hafn-
arfjarðarbæjar eru til að mæta þess-
um breyttu aðstæðum en þær hafa
engin áhrif á heildarniðurstöðu áætl-
unarinnar eins og hún var upp-
haflega samþykkt. Stefnt er að já-
kvæðri afkomu.
Áhættunefnd fjármála- og stjórn-
sýslusviðs og bæjarráð hafa á þess-
um tímapunkti einnig talið að rétt
eigi að nýta tækifærið til að nið-
urgreiða erlend lán sveitarfélagsins
og um leið skuldbreyta hluta af er-
lendu lánasafni. Þessi ákvörðun er
byggð á samþykktri stefnu Hafn-
arfjarðarbæjar vegna skuldastýr-
ingar lána og á þennan hátt er bætt
afkoma í rekstri bæjarins notuð til að
greiða niður skuldir bæjarfélagsins
fyrir um 900 milljónir króna. Þá er
fyrirhugað að endurfjármagna er-
lend lán Hafnarfjarðarbæjar vegna
Vatnsveitu og Fráveitu Hafn-
arfjarðar fyrir allt að 1.400 milljónir
króna. Lánasjóður sveitarfélaga mun
annast endurfjármögnunina. Við
þessar breytingar hjá Hafnarfjarð-
arbæ lækka erlend lán um 2,3 millj-
arða úr 7.300 milljónum króna í 5.000
milljónir króna, eða um tæp 32%.
Allar þessar niðurstöðurnar sýna
jákvæða þróun í rekstri sem ásamt
endurmati ýmissa rekstrarþátta
m.t.t. samlegðar og hagræðingar
endurspegla þessar jákvæðu aðgerð-
ir bæjarfélagsins. Stöðug uppbygg-
ing er nú í Hafnarfirði og er íbúa-
fjölgun í Hafnarfirði með því mesta á
landinu. Bæjarfélagið er vel í stakk
búið að taka á móti auknum íbúa-
fjölda án þess að þurfa að ráðast í
miklar fjárfestingar. Sú öfluga upp-
bygging og miklu framkvæmdir bæj-
arfélagsins og byggingariðnaðarins
jafnt sem íbúa í bænum munu áfram
styrkja og efla bæjarfélagið til marks
um að Hafnarfjörður sé eitt öfl-
ugasta og framsæknasta sveitarfélag
landsins.
Enn eitt framfaraspor í fjár-
málum Hafnarfjarðarbæjar
Gunnar Svavarsson fjallar
um pólitíkina í Hafnarfirði ’Allar þessar nið-urstöður sýna jákvæða
þróun í rekstri sem
ásamt endurmati ým-
issa rekstrarþátta m.t.t.
samlegðar og hagræð-
ingar endurspegla þess-
ar jákvæðu aðgerðir
bæjarfélagsins.‘
Gunnar Svavarsson
Höfundur er forseti
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.