Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 17
                                                            !          " #$$% !  " # $    %      &  &   '      (  ) " #$$' &* "      % + (# ,- %% ., )  &/"    % +  ) #$$* !  " '  0     )                     Jakarta. AFP, AP. | Varað var við því í gær að fuglaflensa gæti orðið að far- aldri í Indónesíu, fjórða fjölmenn- asta landi heims. Að minnsta kosti fjórir Indónesar hafa dáið af völdum fuglaflensu frá því í júlí og grunur leikur á að sjúk- dómurinn hafi valdið tveimur dauðs- föllum til viðbótar. Hugsanlegt er að tvær telpur, tveggja og fimm ára, sem dóu nýlega, hafi fengið það af- brigði veirunnar sem er hættulegt mönnum. Verið er að rannsaka dán- armein þeirra. Níu Indónesar til viðbótar hafa verið fluttir á sjúkrahús með ein- kenni fuglaflensu. „Ef ástandið versnar gæti þetta orðið að faraldri,“ sagði heilbrigðis- ráðherra Indónesíu, Siti Fadilah Supari. „Dauðsföllin verða örugg- lega fleiri ef við finnum ekki upp- tökin.“ Eitt af afbrigðum fuglaflensuveir- unnar, H5N1, hefur valdið 63 dauðs- föllum í Suðaustur-Asíu frá árinu 2003. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) óttast að þetta afbrigði veirunnar stökk- breytist og fái gen úr innflúensuveir- um sem herja á menn. Stökkbreytta veiran gæti þá orðið bráðsmitandi og valdið milljónum dauðsfalla út um allan heim verði ekki hægt að afstýra heimsfaraldri. „Það er augljóst að þetta verður útbreidd farsótt, öll skilyrðin eru fyrir hendi,“ sagði yfirmaður WHO, Lee Jong-Wook, á mánudag. Stjórn Indónesíu hefur fyrir- skipað mikinn viðbúnað næstu þrjár vikur vegna hættunnar á fuglaflensufaraldri. Fuglum verður til að mynda fargað í mörgum ali- fuglabúum. Óttast fuglaflensu- faraldur í Indónesíu Bjóðum frábært tilboð til Costa del Sol í 3 vikur. Þú bókar og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Costa del Sol 28. september frá kr. 49.990 m.v. 2 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr.49.990 Netverð á mann, m.v. a.m.k. 2 í herbergi/- stúdíó/íbúð. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 28. sept. í 3 vikur. Síðustu sætin - 3 vikur MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 17 ERLENT Nýjung á Íslandi. Snyrtistofan Ágústa bíður nú upp á andlitsmeðferð sem er skjótvirk og árangursrík meðferð til að meðhöndla fínar línur og hrukkur. BioSkinJetting hægir á öldrun húðarinnar. Tryggðu þér tíma. H a f n a r s t r æ t i 5 R e y k j a v í k s í m i : 5 5 2 9 0 7 0 BioSkinJetting andlitsmeðferð Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang fv@fv.is 2005 Að þessu sinni bjóðum við tvær 11 daga golfferðir til Túnis, þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð. Búið er við kjöraðstæður á fyrsta flokks strandhótelum og golfið leikið á góðum og fallegum golfvöllum. Brottfarir eru 24. febrúar og 7. apríl (páskaferð) Verð í brottför 24. febrúar er kr. 149.500 á mann í tvíbýli. Verð í brottför 7. apríl er kr. 163.700 á mann í tvíbýli. Aukagjald fyrir eins manns herbergi er kr. 19.000. Fararstjóri er Sigurður Pétursson, golfkennari. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum í 10 nætur með morgunverði og kvöldverði, 9 vallargjöld. Golfferðir Ferðaskrifstofu Vesturlands til Túnis hafa áunnið sér fastan sess í vitund íslenskra golfara, því auk góðra golfvalla og þægilegs loftslags við Miðjarðarhafsströndina, býður Túnis upp á margbrotna sögu og menningu Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323 eða með netpósti til fv@fv.is 5.000 kr. afsláttur ef bókað og staðfest er fyrir 1. október. Houston. AP, AFP. | Gífurlegur viðbún- aður er í Suðurríkjum Bandaríkj- anna vegna fellibylsins Rítu en í gær stefndi hann vestur Mexíkóflóa og var þá kominn í 5. og efsta styrk- leikaflokk fellibylja. Er því spáð, að hann taki land í Texas um helgina en hugsanlegt er, að hann fari eitthvað austar og þá yfir New Orleans. „Ég bara trúi þessu ekki“ Meira en milljón manns var í gær skipað að koma sér burt frá Galve- stone og láglendustu borgarhlutun- um í Houston í Texas og einnig frá New Orleans. Í þessum hópi voru þúsundir manna, sem flúðu New Or- leans eftir hörmungarnar, sem felli- bylurinn Katrín olli þar. „Mig langar helst til að binda enda á þetta,“ sagði Alicia Baxter en hún og fjölskylda hennar voru í marga daga á Superdome-leikvanginum í New Orleans við skelfilegar aðstæð- ur áður en þau voru flutt á Astro- dome-leikvanginn í Houston. Fyrir nokkrum dögum fengu þau húsnæði í Galvestone og í gær var þeim skip- að að koma sér burt. „Ég bara trúi þessu ekki,“ sagði Baxter. Bandarískir veðurfræðingar sögðu í gær, að Ríta væri „ákaflega hættulegur“ fellibylur en haldi hann stefnu sinni, mun augað koma inn yf- ir land 120 km suðvestur af Houston. Mun borgin þá lenda í verri vind- strengnum. Bush, forseti Bandaríkj- anna, lýsti í gær yfir neyðarástandi í Texas og Louisiana og hvatti fólk til að fara að fyrirmælum yfirvalda. Hundruð þús- unda flýja Rítu BANDARÍSKA Hafrannsókna- og veðurfræðistofnunin sendi í gær frá sér þessa mynd af fellibylnum Rítu þar sem hann stefndi inn á Mexíkóflóa á milli Flórída og Kúbu. Nokkru síðar komst hann í 5. og efsta flokk fellibylja. Reuters Skrímslið nálgast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.