Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Allir dagar eiga kvöld og allar nætur morgna. Þannig verða árin öld og öldin mynd hins horfna. (Höf ók.) Nágranni minn og sveitungi til margra ára, Elías Þorbergsson, bóndi frá Hattardal, er lést á Land- spítalanum hinn 11 maí sl., var jarð- sunginn frá Súðavíkurkirkju hinn 21. maí sl. Hann hefði orðið 79 ára í dag, 22. september. Enn einn strengurinn við gömlu sveitina mína slitnaði við fráfall Elíasar, að heils- ast og kveðjast það er gangur lífs- ins. Dagur var að kveldi kominn hjá Ella, en það var hann ávallt kallaður svona dagsdaglega, ég held hann hafi verið sáttur við sólarlagið og hvíldina að loknu dagsverki. Elli setti vissulega svip sinn á öld- ina sem hefur kvatt okkur. Hann var ELÍAS GUNNAR ÞORBERGSSON ✝ Elías GunnarÞorbergsson fæddist í Efri-Mið- vík í Sléttuhreppi í N-Ísafjarðarsýslu 22. september 1926. Hann lést á Land- spítalanum 11. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Súðavíkurkirkju 21. maí. grannur og spengileg- ur maður, svolítið sperrtur, hann notaði stundum sterkar lýs- ingar um menn og málefni en meinti oft- ar en ekki minna með orðunum, hafði svolít- ið gaman af því að vera ósammála síð- asta ræðumanni. Þar til ég var sjö ára bjó fjölskylda mín og Elli ásamt sinni fjölskyldu í gamla bænum í Hattardal. Í minningunni var alltaf nóg pláss í gamla bænum, hvort sem það var fyrir börn í sveit eða gesti. Oft var ansi gestkvæmt í Hattardal og eins og segir „ef pláss er í hjartanu er pláss í húsinu“. Einnig man ég eftir miklum bakstri fyrir helgar því ekki var til siðs að bjóða svart kaffi og mola og kom það að sjálfsögðu í hlut mömmu og Stellu að baka. Þarna voru Elli og Stella með þrjú börn og aðeins var eitt herbergi til einkanota. Þegar fjórða barnið var væntanlegt réðust Elli og Stella í framkvæmd við nýbyggingu íbúð- arhúss sem þau fluttu svo í um vet- urinn 1962. Í desember 1961 fæddist svo fjórða barnið sem var drengur og var skírður Gunnar Þröstur. Þennan vetur bjó Stella hjá tengda- foreldrum sínum úti í Súðavík ásamt börnum sínum þar til húsið var tilbúið og fannst mér vistin daufleg þegar elsta dóttir þeirra Anna María var ekki til að leika sér við. Þar sem við vorum nánast á sama aldri og bjuggum í sama bænum til sjö ára aldurs varð samband okkar afar gott þó stundum hafi slest upp á vinskapinn eins og gengur með börn. Hefur samband okkar alltaf verið náið í gegnum tíðina. Stuttu seinna byggðum við svo íbúðarhús í Hattardalskoti og var þar með hætt að búa í gamla bænum enda hafði hann þjónað sínu hlut- verki og stundum er ég nú að segja börnunum mínum að ég hafi búið í torfbæ. Samgangur var alltaf mikill á milli bæjanna og ekki þurfti að banka til að tilkynna heimsókn, það var bara kallað: Er einhver heima? Elli og Stella hættu búskap 1978 og fluttu út í Súðavík þar sem þau keyptu sér nýtt hús. Elli fór að vinna hjá Súðavíkurhreppi og Stella vann í Frosta hf. Búskapurinn hafði alltaf sterk tök í Ella. Nokkrir smá- bændur voru í Súðavík á þessum tíma og fékk Elli fjárhúspláss hjá bróðursyni sínum svo hann gat haft nokkrar eftirlætis kindurnar með sér út í þorpið þegar hann flutti. Það veitti Ella mikla ánægju að stússast við kindur, tala um kindur, skoða kindur og vera í þessu umhverfi sem hann þekkti svo vel. „Ekki verður feigum forðað né ófeigum í hel komið.“ Í nóvember 1994 flytja Elli og Stella til Reykja- víkur aðeins tveim mánuðum áður en snjóflóðið mikla féll á Súðavík. Gjöreyðilagðist húsið þá sem þau höfðu búið í. Síðustu árin var heilsan farin að gefa sig og undi Elli því ekki vel að vera ekki frjáls og fleygur að eigin vild. Það er fallegt útsýnið af hlaðinu í Hattardal, bændabýlin á vinstri hönd, þá Snæfjallaströndin fyrir miðjum Álftafirðinum og Sjötúna- hlíðin til hægri. Kvöldlognið á Álfta- firðinum er oft dásamlegt. Þessari mynd held ég að Elli hafi oft flett upp og skoðað í minningabankanum er hann bjó í Reykjavík. Býlunum í Álftafirði fer nú fækk- andi. Aðeins eru nú tvö í ábúð en voru átta talsins þegar Elli var bóndi í Hattardal. Á ævikvöldinu var Elli tilbúinn til að fara og hefði hæglega getað kvatt með orðum skáldsins, Ólafs Jóhanns Sigurðssonar: Upp yfir Brún og í þá sveit sem enginn í þessum sóknum leit. Stíg ég á bak og brott ég held, beint inn í sólarlagsins eld. Kær kveðja. Friðgerður Baldvinsdóttir frá Hattardal. Við Steingrímur urðum vinir á gamla Dagblaðinu. Auðvelt var að þykja vænt um þennan ljúfa öðling sem því miður gekk sinn æviveg í fjötrum. Æðruleysið var hans aðals- merki og fötlun hans varð honum aldrei vegartálmi. En Steingrímur minn þurfti að leggja harðar að sér en aðrir menn til að skila sínu dags- verki. Í dag eru fjötrarnir fallnir og Steingrímur frjáls ferða sinna. Við stofnun Borgaraflokksins urð- STEINGRÍMUR KRISTJÓNSSON ✝ SteingrímurKristjónsson fæddist í Reykjavík 14. maí 1950. Hann lést á heimili sínu hinn 12. september síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskapellu 20. september. um við samferða um pólitíska krákustigu og Steingrímur var að sjálfsögðu áfram trúr sínu fólki í hópi ör- yrkja. Og ekki nóg með það: Þingmenn og ráðherrar Borgara- flokksins kölluðu Steingrím Kristjóns- son á sinn fund þegar ríkisstjórnin fjallaði um málefni öryrkja. Hispurslaus fram- koma Steingríms og augljós réttlætis- kennd hafði djúp áhrif á þau stjórn- völd sem á mál hans hlýddu. Á fertugsafmæli mínu orti Stein- grímur mér fallega vinarkveðju en skáldalaunin verða enn að bíða þangað til báðir hittast hinum meg- in. Með ástvinum hans deili ég sökn- uði í dag. Ásgeir Hannes. Innilegar þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, dóttur, tengdadóttur og ömmu, RUTAR LÁRUSDÓTTUR, Heiðarenda 8, áður Faxabraut 67, Keflavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á D-deild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og velvild í garð Rutar og öllum þeim, sem studdu hana og okkur í veikindum hennar. Brynjar Hansson, Guðrún Lára Brynjarsdóttir, Skúli Rósantsson, Sólveig Hanna Brynjarsdóttir, Eiður Gils Brynjarsson, Guðrún Árnadóttir, Sólveig Björndís Guðmundsdóttir, Rut, Rósant Friðrik og Soffía Rún. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR KRISTÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Rifi, Snæfellsnesi. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki á St. Franciskuspítalanum í Stykkishólmi fyrir góða umönnun og hlýju. Sigríður Karlsdóttir, Einar K. Kristinsson, Kristján Jóhannes Karlsson, Hafdís Berg Gísladóttir, Kristín S. Karlsdóttir, Snæbjörn Kristófersson, Eyrún Leifsdóttir, Skarphéðinn Gíslason, Unnar Leifsson, Guðrún Gísladóttir, Andri B. Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS RAGNARS KARLSSONAR málarameistara, Núpalind 8, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og læknum á deild L-1 Landakotsspítala. Hrefna Einarsdóttir, Einar Ólafsson, Daiva Léliené, Stefanía María Ólafsdóttir, Þórður Árnason, Sigríður Jóna Ólafsdóttir, Pálmi Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, BJÖRNS BJÖRNSSONAR. Guðný Aðalsteinsdóttir, Bryndís Björnsdóttir, Magni S. Sigmarsson, Ásdís Björnsdóttir, Guðni Már Harðarson. Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Tjarnarbóli 10, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 20. september. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 29. september kl. 15.00. Reynir Jóhannesson, Elísabet Reinhardsdóttir, Sigvaldi H. Ægisson, Reinhard Reinhardsson, Karólína I. Guðlaugsdóttir, Stefanía Reinhardsdóttir Khalifeh og barnabörn. Ástkær bróðir okkar, GUNNAR GUNNLAUGSSON frá Syðri Sýrlæk, Suðurengi 1, Selfossi, sem lést þriðjudaginn 13. september, verður jarðsunginn frá Villingaholtskirkju laugardaginn 24. september kl. 13.30. Ásgeir Gunnlaugsson, Óttar Gunnlaugsson, Sigríður Þorgeirsdóttir, Ingvar Gunnlaugsson, Sigrún Gunnlaugsdóttir. Kær frænka okkar og fóstra, ÓSK SNORRADÓTTIR frá Hlíðarenda í Vestmannaeyjum, sem lést þriðjudaginn 13. september, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 24. sept- ember kl. 14.00. Ólafía Ásmundsdóttir, Páll Ingólfsson, Snorri Hafsteinsson, Jónína Ketilsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.