Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                     ! " # $% &  &   & ' ()  *  ) +!&  *  ,- .  /  &!  01 ,, 2 &  !&  0 3 , 3 & &  *!4 !  5  67626 ," !   8 9    !! ! ,' -  :  4  ;     &4* < & - $  4 $! ! ! #4 # !                  MÁLIÐ ER Í MIÐJUN NI Á MOG GANUM Í DAG NÝLEGA birtist grein í tímariti konunglegu bresku vísindaakademíunnar, einu virtasta líffræðitímariti heims, þar sem fjallað er um rannsóknir á íslenskum jaðrakönum. Tómas Grétar Gunnars- son, doktor í dýravistfræði við East Anglia-háskólann í Norwich, vann að rann- sóknunum ásamt bresk- um, frönskum og írskum starfsbræðrum sínum en niðurstöðurnar eru taldar hafa talsverða þýðingu fyrir skilning á stofn- stjórnun farfugla. Í fyrsta sinn er með nokkuð óyggjandi hætti sýnt fram á hjá nokkrum farfugli að sömu einstaklingar noti annað hvort góð búsvæði á bæði varp- og vetrarstöðvum eða verri bú- svæði á báðum stöðvum. Tómas segir við Morgunblaðið að jaðrakanar sem noti vond búsvæði virðist ekki færir um að fara á betri staði. Slíkir einstaklingar séu „fastir í nei- kvæðri aðstöðu út lífið“ og sýni átthögunum, bæði varp- og vetrarstöðvum, tryggð eftir að hafa einu sinni valið stað. Aðspurður segir Tómas að jaðrakaninn geti að þessu leyti vel talist íhaldssamur eins og mörg mannskepnan. Einnig sé um nokk- urs konar stéttaskiptingu að ræða þar sem framtíð og örlög einstaklinga ráðist að miklu leyti af því hvar þeir komi úr eggi. Svipað lífs- mynstur sé að öllum líkindum hjá mörgum öðrum farfuglum. Rannsóknin hefur tekið nokkur ár en Tóm- as segir það hafa verið tilviljun að jaðrakan- inn hafi verið valinn sem viðfangsefni. Í ljós kom að auðveldara reyndist að elta hann uppi bæði á varp- og vetrarstöðvum en marga aðra farfugla. Þúsundir fugla voru merktar og segir Tómas að miklar upplýsingar hafi fengist frá fuglaskoðurum við þéttbýla staði í V-Evrópu, þar sem íslenski jaðrakaninn hef- ur vetursetu. Einnig hafi mátt greina vetrar- búsvæði fugla, sem náðust á Íslandi, með efnagreiningu á fjöðrum. Tómas býr á Selfossi en hefur rannsókna- stöðu við háskólann í Norwich fram til ársins 2008. Á þeim tíma hyggst hann vinna að frek- ari rannsóknum á jaðrakönum og hvernig þetta kerfi kemst á og viðhelst, að sömu ein- staklingar noti annað hvort góð búsvæði bæði á varp- og vetrarstöðvum eða verri svæði. Hann segir ójöfnuðinn líklega komast á vegna þess að ungar, sem verða fleygir á verri stöðum á Íslandi, eigi minni möguleika á að finna góða vetrarstaði en ungar frá góð- um stöðum. Þegar þeir verði fullorðnir haldi þeir sig við staðinn sem þeir völdu sem ung- fuglar, sennilega af því að þeir hafi ekki tíma til að leita að betri stöðum og taki heldur ekki áhættuna. Taka ekki áhættuna „Þetta er alveg eins og með okkur að við kjósum alltaf það sama, við höfum ekki tíma til að athuga hvað hinir flokkarnir bjóða upp á, og við kaupum líka alltaf sama bjórinn. Þetta virðist vera svipað hjá jaðrakönum, þeir taka ekki áhættuna á því að prófa eitt- hvað annað, enda getur þetta verið lífsspurs- mál fyrir þá,“ segir Tómas, sem bendir á að æ fleiri rannsóknir leiði í ljós hve dýr séu vana- föst. Tímarit konunglegu bresku vísindaakademíunnar kynnir alþjóðlega rannsókn Lítill jaðrakanaungi, sem merktur var í rannsókninni, við varpstöð sína á Íslandi. Ljósmyndir/Tómas G. Gunnarsson Íslenskir jaðrakanar eiga vetrarstöðvar sínar í V-Evrópu en þúsundir þeirra voru merktir. Íslenskir jaðrakanar íhaldssamir Dr. Tómas Grétar Gunnarsson vann að rannsókninni ásamt nokkrum starfsbræðrum í Evrópu Eftir Björn Jóhann Björnsson og Svein Sigurðsson JAÐRAKAN er vaðfugl af snípuætt, rauðbrúnn á háls og bringu, með langt beint nef, radd- mikill og glæsilegur. Er hann farfugl og verpti aðeins á Suðurlandi fram eftir síðustu öld en er nú algengur um land allt. Er latneskt fræðiheiti hans Limosa Limosa islandica. Nafnið hefur lengi vafist fyrir mönnum enda ekki auðskilið. Í greininni „Fuglsheitið jaðr- akan“, sem birtist í Afmælisriti Jóns Helgasonar 1969, setur höfundurinn, Helgi Guðmunds- son, fram tvær kenningar um uppruna orðsins. Annars vegar, að það sé samsett úr jaðar og kárn, sem talið er merkja kráka eða hrafn. Hins vegar, að um sé að ræða tökuorð úr skosk- gelísku, adharcan, en á írsku er það adhaircín. Í færeysku eru orðin jaðrakona eða jarðar- kona höfð um keldusvín. Elsta heimild í íslensku og þá um orðmyndina jaðrakárn er frá því um 1300 en frá því um 1600 finnast dæmi um jaðraka og jaðraki. Orðmyndin jaðrakan komst snemma inn í kennslubækur og er elsta dæmið frá Sveinbirni Egilssyni frá 1848. Skrítið nafn en skemmtilegt Tómas G. Gunnarsson HÓPUR ungra sjálfstæðismanna, þ.á m. fyrrverandi stjórnarmenn í Heimdalli, hefur sent frá sér tilkynn- ingu þar sem fullyrt er að núverandi stjórn Heimdallar hafi ákveðið að neita tugum félagsmanna, sem árum saman hafi verið virkir í starfi félags- ins og Sjálfstæðisflokksins, um að sækja væntanlegt þing Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), sem fram fer í Stykkishólmi í lok mán- aðarains. Þess í stað hafi stjórn Heimdallar séð sérstaka ástæðu til að velja á þingið fjölda einstaklinga sem hvorki hafi komið að starfi Heimdallar né Sjálfstæðisflokksins. Þessi vinnu- brögð gangi þvert á viðteknar venjur og hefðir við val á fulltrúum og séu greinilega hugsuð út frá þörfum ein- hverra annarra en Heimdallar og ungra sjálfstæðismanna. Engum hafnað Í tilkynningu frá stjórn Heimdall- ar kemur fram þeir sem hafi starfað í félaginu í vetur hefðu forgang í sæti aðalmanna. Allir þeir sem sóttu lög- lega um setu á þinginu séu ýmist að- almenn eða varamenn á þinginu. Engum hafi verið hafnað. Alls hafi borist 286 umsóknir, en Heimdallur eigi rétt á 150 fulltrúum og því ljóst að ekki geti allir sem þess æski verið aðalmenn á þinginu. Alls skrifa 31undir yfirlýsinguna þar sem núverandi stjórn Heimdall- ar er gagnrýnd. Þeir halda því fram að stjórn Heimdallar hafi í lok síð- ustu viku tilnefnt fulltrúa félagsins á komandi SUS-þing en hafi áður aug- lýst eftir umsóknum félagsmanna. Valdir hafi verið einstaklingar, sem engum störfum hafi gegnt fyrir unga sjálfstæðismenn, aldrei sést í starfi þeirra og hafa jafnvel nú nýlega séð ástæðu til þess að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Þau sem skrifa undir yfirlýsinguna segjast öll hafa sótt um að fá að sækja SUS-þing en stjórn Heimdallar hafi valið þau sem varamenn eða hafnað þeim. Stjórn Heimdallar segir að við val aðalmönnum hafi verið horft til virkni í starfi Heimdallar á liðnu ári, kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins og fyrrum forystumanna félags- ins, auk þeirra sem nú sitja í aðal- stjórn SUS. Bent er á að fjórðungur þeirra 31 sem skrifi undir yfirlýs- inguna hafi ekki sótt um að fá þing- sæti og geti því ekki gert tilkall til þess að þeir umsækjendur sem sóttu löglega um sé vikið úr sínum sætum. Stjórnin ber að ósannindum Þeir sem gagnrýna stjórn Heim- dalls segja að það hafi fengist stað- fest að yfir 50 einstaklingar, sem voru teknir fram yfir núverandi og fyrrverandi trúnaðarmenn Heim- dallar og SUS, hafi gegnið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn í lok sumars. Með þessu hafi stjórn Heimdallar og formaður gert sig bera að ósannindi til þess að verja fulltrúaval sem eigi sér ekki hliðstæðu í sögu félagsins. Deilur í Heimdalli um val fulltrúa á þing SUS Morgunblaðið/RAX Heimild: Orð vikunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.