Morgunblaðið - 22.09.2005, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÚR VERINU
VEIÐAR á norsk-íslenzku síldinni
ganga ágætlega. Skipin eru þessa
stundina við Svalbarða, en hafa ým-
ist verið þar eða í Síldarsmugunni
frá því um mitt sumar. Alls hefur
verið tilkynnt til Fiskistofu um
130.000 tonna afla. Mest af því hefur
verið unnið til manneldis um borð í
vinnsluskipum.
Heildarkvótinn er 157.000 tonn og
því ljóst að langt er komið með að
veiða hann. Gera má ráð fyrir að
skipin, sem nú eru að veiðum hafi
þegar bætt við nokkur þúsund tonn-
um, sem tilkynnt verður um þegar
þau landa. Það eru stóru vinnslu-
skipin sem eru þarna að veiðunum
og nú fer mun meira af síldinni til
manneldis en áður. Mjög gott verð er
fyrir síldina, en hár olíukostnaður
vegur þungt þar á móti. Síldin fer
nánast öll til Austur-Evrópu, Rúss-
lands, Úkraínu og Póllands svo
dæmi séu tekin. Gera má ráð fyrir að
íslenzku vinnsluskipin séu búin að
veiða og vinna um 90.000 tonn á ver-
tíðinni.
Í lok ágústmánaðar höfðu veiðzt
122.000 tonn af norsk-íslenzku síld-
inni. Skipting eftir veiðisvæðum var
þannig að á alþjóðahafsvæðinu í Síld-
arsmugunni höfðu veiðzt tæplega
63.000 tonn, 38.000 tonn innan ís-
lenzku lögsögunnar, 16.500 tonn við
Svalbarða og 5.000 tonn innan fær-
eysku lögsögunnar.Eins og áður
sagði er heildaraflinn nú að minnsta
kosti 130.000 tonn og hefur aflinn
aldrei orðið meiri.
Tvöföldun hjá Samherja
Skip Samherja, Vilhelm Þor-
steinsson og Baldvin Þorsteinsson,
hafa hvort um sig veitt um 19.000
tonn af norsk-íslenzku síldinni í sum-
ar. Vilhelm veiddi svipað magn í
fyrra, en Baldvin var ekki að þessum
veiðum þá, svo Samherji hefur þegar
tvöfaldað veiðar og vinnslu á síld í
sumar. Skipin eiga hvort um sig
heimildir til að taka um einn túr til
viðbótar því, sem þau hafa veitt nú
þegar. Norðmenn settu 90.000 há-
mark á síldveiðina á fiskverndar-
svæðinu við Svalbarða í sumar og er
það að nást og verður lokað fyrir
veiðarnar á morgun. Auk íslenzku
skipanna eru nú Þjóðverjar og Fær-
eyingar á svæðinu.
Kristján Vilhelmsson, fram-
kvæmdastjóri útgerðarsviðs Sam-
herja, segir að veiðarnar hafi gengið
vel. Miklu máli skipti að skipin um-
skipi afla sínum um borð í flutninga-
skip á miðunum. Það sé að vísu dýrt
en á móti komi að frátafir frá veiðum
verða mjög litlar og olíueyðsla minni,
en þegar sigla þarf með aflann í land
reglulega um mörg hundruð mílna
leið.
Síldin gengur vestar
Norskir fjölmiðlar skrifa mikið um
það nú að norsk-íslenzka síldin geng-
ur í mun minni mæli en áður inn á
norsku firðina í ætisleit og til vet-
ursetu. Síðustu árin hafa fiskifræð-
ingar talið að allt upp í 8 milljónir
tonna af síld hefðu haldið sig inni á
fjörðunum í vetrarbyrjun. Nú geng-
ur síldin miklu lengra vestur vegna
hlýnandi sjávar og veiddist mikið af
henni inni í íslenzku lögsögunni fyrr í
sumar. Líklegt er að síldin taki upp
sitt fyrra göngumynstur ef áfram
hlýnar í sjónum. Hún gengur þá
vestur að Íslandi og hefur þar einnig
vetursetu áður en hún heldur upp að
Noregi til að hrygna á vorin.
Nú er búið að landa hér ríflega
46.000 tonnum af síld, að langmestu
leyti til bræðslu. Afli íslenzkra skipa
er 38.000 tonn, en erlend skip hafa
landað um 8.500 tonnum. Síldar-
vinnslan í Neskaupstað hefur tekið á
móti 12.600 tonnum og HB Grandi á
Vopnafirði er með 11.500. Til
Krossaness hafa borizt 7.800 tonn,
en aðrar verksmiðjur eru með
minna.
Metfrysting um borð
í vinnsluskipunum
Um 130.000 tonn
veidd af norsk-
íslenzku síldinni
Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason
Aflabrögð Þeir hafa verið fengsælir skipstjórarnir hjá Samerja í sumar.
Hér eru Arngrímur Brynjólfsson og Guðmundur Þ. Jónsson um borð.
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
ÁRLEG haustráðstefna Svæð-
isskrifstofu um málefni fatlaðra
fer fram í dag og morgun í Gull-
hömrum í Grafarholti en að þessu
sinni eru fundurinn helgaður
þeirri grósku sem einkennir fötl-
unarrannsóknir hér á landi. Á ráð-
stefnunni verða kynntar rann-
sóknir sem ekki hafa verið
kynntar á einum og sama vett-
vangi áður, en að auki mun
Christy Lynch frá Írlandi kynna
framsæknar hugmyndir sínar um
þátttöku fatlaðra í íslensku at-
vinnulífi.
Lynch sem er iðjuþjálfi og sér-
fræðingur í atvinnu með stuðningi
hefur starfað við málefni fatlaðra í
29 ár og hefur unnið ötullega við
að breyta lífsháttum þeirra, þar á
meðal með hugmyndafræðinni „at-
vinna með stuðningi“ sem lengi
hefur þekkst á meðal sjúklinga
sem glíma við geðraskanir. Hug-
myndafræðin byggist á því að að
gefa fólki sem glímir við einhvers-
konar fötlun jafna möguleika á
tækifæri í atvinnulífinu en Lynch
segir verndaða vinnustaði úrelta
sem og þau gildi og hefðir sem
hafa verið við lýði þegar kemur að
málefnum fatlaðra. Tími sé kom-
inn til að hverfa frá vernd-
unarsjónarmiðum í atvinnumálum
fatlaðra og koma þeim til vinnu á
almennum vinnumarkaði. Hann
segir ástandið hér á landi ekki
ósvipað því sem er að gerast í öðr-
um löndum Evrópu, þar sem hug-
myndafræðin er í raun enn í fæð-
ingu en hefur vaxandi möguleika á
að dafna. Mun fleira fólk sem
glímir við fötlun gæti lagt sitt af
mörkum á vinnumarkaðnum og
um leið bætt lífsviðurværi sitt og
öðlast aukna hamingju.
Atvinna með stuðningi
Stuðningur við einstaklinga sem
glíma við fötlun hefur verið efldur
hér á landi undanfarin ár og „at-
vinna með stuðningi“ hefur verið
starfrækt á Íslandi í um fimmtán
ár. Hugmyndafræðin felur í sér
einstaklingsmiðaða aðstoð við að
finna launuð störf á almennum
vinnumarkaði með áherslu á und-
irbúning, stuðningi og eftirfylgd
eftir þörfum. Þessi vinnubrögð
njóta mikilla vinsælda víðsvegar
um Evrópu en betur má ef duga
skal, segir Christy Lynch.
Vandinn liggur hjá
vinnuveitendum
Lynch segist vita ótal dæmi um
jafnvel mikið fatlað fólk sem lifir
góðu lífi í eigin húsnæði og vinnur
annað hvort allan eða hálfan dag-
inn. Í viðræðum sínum við fatlaða
einstaklinga heyri hann ætíð að
þeir vilji það sama og aðrir, ganga
í skóla, finna sér starf og lifa
gæfuríku lífi. Það að færa fatlaða
á þægilegan en einangraðan stað
fjarri ábyrgð og kröfum þjóð-
félagsins eigi því ekki rétt á sér
og með áætlun á borð við „atvinnu
með stuðningi“ sé fötluðum ein-
staklingum sýnd sú virðing sem
þeir eigi skilið og gert jafn hátt
undir höfði og öðrum.
„Fatlaðir vilja fá tækifæri til að
starfa á jafnréttisgrundvelli, þegar
það svo fæst kemur í ljós að þeir
standa sig yfirleitt vel og leggja
sig ætíð fram í vinnu. Flestir sem
ég hef rætt við vita hvernig það er
að vera útskúfaður af vinnumark-
aðnum og vinna því af krafti til að
halda vinnunni,“ segir Christy
Lynch en bætir við að stærsta
vandamálið liggi hjá vinnuveit-
endum sem óttast að hafa fatlaða
einstaklinga í vinnu. Fyrirtækin
þekki ekki og skilji ekki fötlun
nægilega vel og útskúfi þá fötl-
uðum sem starfskraft.
Fyrirtæki eru þó að verða með-
vitaðri um það að fjölbreytni kem-
ur þeim til góða. Eins er það vax-
andi vandamál í hinum vestræna
heimi að erfiðlega gengur að finna
fólk til að vinna einföld störf sem
gefa ekki mikið í aðra hönd og að
mati Lynch er mikið af fötluðu
fólki sem gæfi mikið fyrir slík
störf.
Christy Lynch heldur fyrirlestur um málefni fatlaðra
Fatlaðir vilja tækifæri
á vinnumarkaðnum
Morgunblaðið/Ásdís
Christy Lynch vill að fatlaðir komist á vinnumarkaðinn.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
Gerði
upp
hertrukk
Bílar á morgun