Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ... OG ÞEGAR PRINSESSAN KYSSTI FROSKINN... ... ÞÁ BREYTTIST HANN Í UNDURFAGRAN PRINS MÉR ÞYKIR SVO VÆNT UM ÞESSA SÖGU HÚN VEITIR HONUM VON MARK! SPILUM EINHVERN ANNAN LEIK ÞARNA ER SLÉTTU- HUNDUR SLÉTTUHUNDAR DUTTU ÚR TÍSKU MEÐ HESTVÖGNUNUM MÉR SKILST AÐ SLÉTTU- HUNDAR SÉU ÚR TÍSKU JÁ, EN VIÐ ERUM AÐ KOMAST AFTUR Í TÍSKU SAGT ER, AÐ BAKI HVERS MIKILMENNIS SÉ KONA... SEM NÁLGAST HANN ÓÐFLUGA SUND- VÖRÐUR ÞÚ ÞARNA, SNÚÐU VIÐ. ÞÚ ERT KOMINN ALLT OF LANGT ÚT HVAÐ GET ÉG SAGT? VIÐ ERUM ÖLL SAMMÁLA NEMA ÞÚ ERTU AÐ SEGJA AÐ ÞÚ HAFIR RÉTT FYRIR ÞÉR OG VIÐ ÖLL VIT- LAUST FYRIR OKKUR? ÞAÐ VÆRI EKKI Í FYRSTA SKIPTI ÉG SEGI DÓMARANUM AÐ VIÐ ÞURFUM ANNAN DAG EINS GOTT AÐ ÞESSI SKÚRKUR ER LÉLEG SKYTTA ÉG BÍÐ BARA ÞANGAÐ TIL HANN VERÐUR SKOTLAUS OG... HVAÐA GLAMPI ER ÞETTA ÞETTA ER PUNISHER! VIÐ ERUM BÚIN AÐ FARA YFIR ÖLL GÖGNIN OG ÞETTA ER MÍN NIÐURSTAÐA Dagbók Í dag er fimmtudagur 22. september, 265. dagur ársins 2005 Víkverji skilur ekk-ert í endalausum kaupum íslenskra fyr- irtækja erlendis, það er einna líkast því sem þau sitji á falinni kistu troðfullri af gulli og ausi á báðar hendur. Í Danmörku hafa Íslendingar verið stórtækir í kaupum á verslunum, nú síðast á nærri 50 verslunum Merlin-raftækjakeðj- unnar eins og komið hefur fram í fréttum. Danir eru að vonum slegnir yfir þessu og kannski skiljanlega. Eða hvað þætti mönnum ef Grímseyingar tækju upp á því að kaupa upp stórfyrirtæki í Reykjavík í stórum stíl? Kunningi Víkverja, sem er umsvifamikill kaupsýslumaður, var í Kaupmanna- höfn á dögunum, og hann varð var við að Dönum er óskiljanlegt hvaðan hinir fyrrum nýlenduþegnar og ör- eigar fá allt þetta fé til að kaupa fyr- irtæki. Þessi kunningi Víkverja lenti við hliðina á Dana í lest og eins og siður er þar í landi tóku þeir upp létt spjall. Daninn átti ekki til orð yfir ís- lensku kaupahéðnana sem gerðu strandhögg í helgustu versl- unarvéum Dana. „Hvað ætlið þið eiginlega að kaupa næst?“ spurði Daninn hálfskelfdur og trúði síðan kunningja Vík- verja fyrir því að versta martröðin sem hann gæti hugsað sér væri að Íslendingar keyptu Tívolí og breyttu því í Disney World! x x x Víkverji fór vesturum haf á dögunum en hann kvíðir slíkum ferðum alltaf í nokkra daga áður en hann leggur af stað. Flugið er langt og erfitt og afar þröngt er um farþeg- ana í vélum Icelandair þannig að nær ómögulegt er að stytta ferðina með værum blundi eða bara teygja þokkalega úr fótunum. Víkverja finnst raunar sætin skrúfuð of þétt í gólf flugvélanna miðað við það verð sem hann greiðir fyrir flugið. Þrengsli eru kannski ekki tiltökumál í stuttu flugi til Evrópu en allt um- fram þrjá klukkutíma verður að kvöl og pínu. Víkverji væri raunar fús til að greiða örlítið meira fyrir flugmiða Icelandair ef það yrði til þess að hann slyppi við að vera fluttur eins og síld í dós yfir Atlantshafið. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is            Háskólabíó | Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona, betur þekkt sem Diddú, verður sérstakur gestur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld og annað kvöld kl. 19.30 en hún heldur einmitt upp á þrjátíu ára starfs- afmæli sitt um þessar mundir. Mun Diddú flytja margar af sínum uppáhalds- aríum, allt frá Mozart að Bernstein. Tónsprotinn verður í hendi Kurts Kopeckys. Morgunblaðið/Ásdís Diddú og Sinfónían MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Finnið og sjáið, að Drottinn er góður, sæll er sá maður er leitar hælis hjá honum. (Sl. 34, 9.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.