Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi ÖSSUR hf. hlaut í gær verðlaun fyrir rafeindastýrt gervihné, Rheo Knee, sem fyrirtækið kynnti fyrst á síðasta ári. Þetta er í annað skiptið á árinu sem Össur hlýtur verðlaun fyrir hnéð. Síðastliðið sumar verðlaunuðu bandarísku samtökin Medical Mar- keting Association Össur fyrir útlit markaðs- og kynningarefnis sem hannað var fyrir nýja vörulínu Össurar með lífverkfræðilegri hönnun (e. bionic products), en Rheo Knee er fyrsta varan í þess- ari vörulínu. Í gær hlaut Össur síð- an árleg tækniverðlaun bandaríska markaðs- og ráðgjafarfyrirtækis- ins Frost & Sullivan. Í tilkynningu frá Frost & Sulliv- an segir að hið nýja gervihné sem Össur hefur sett á markað sé tæknibylting á sviði gervilima. Uppfinning fyrirtækisins muni hafa í för með sér að hægt verði að líkja nákvæmlega eftir hreyfingum í liðamótum og útlimum fólks. Mikil viðurkenning Árni Alvar, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Össurar, tók í gær við verðlaunum Frost & Sul- livans í London. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið að verðlaun- in væru mikil viðurkenning fyrir Össur og það markaðsstarf sem unnið hefur verið á vegum fyrir- tækisins. Verðlaunin vektu athygli á fyrirtækinu og það hjálpaði mikið til. „Við erum að fá þessi verðlaun fyrir tækninýjung,“ segir Árni. „Nýja gervihnéð, Rheo Knee, er fyrsta varan hjá okkur með nýrri tækni og fyrsta afurðin í nýrri vörulínu. Í hnénu eru bæði örtölva og gervigreind.“ Hann segir að ekkert fyrirtæki í heiminum framleiði gervihné með þeirri tækni sem Össur hefur nú sett á markað. Hné fyrirtækisins sé það fullkomnasta sem í boði er í heiminum. Össur hlýtur verð- laun fyrir gervihné Talið tækni- bylting á sviði gervilima  Fyrsta skrefið | B12 Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ÖLLUM starfsmönnum þjón- ustustöðva Símans á Blönduósi og Siglufirði hefur verið sagt upp. Starfsmönnunum var tilkynnt þetta í gær, þremur á Blönduósi og tveimur á Siglufirði, en loka á þjónustustöðvunum 1. nóvember nk. Fá starfsmennirnir hálfs árs uppsagnarfrest. Að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, er þetta gert vegna hagræðingar í rekstri þjónustustöðva og minnk- andi bilanatíðni. Fjöldi og stað- setning starfsstöðva Símans hafi verið ákveðin fyrir nokkrum ára- tugum og síðan þá hafi miklar tæknibreytingar orðið og sam- göngur stórlega batnað. Eva segir þessa ákvörðun ekki tengjast einkavæðingu Símans, um nokkurn tíma hafi endur- skipulagning starfsstöðvanna ver- ið í gangi. Ákveðið hafi verið að þjappa starfseminni á Norður- landi vestra saman og verður Blönduósingum og Siglfirðingum þjónað frá Hvammstanga, Sauð- árkróki og Akureyri. Einnig sé möguleiki á að einhver verkefni verði í verktöku, ef þörf krefur. Fleiri breytingar mögulegar Aðspurð segir hún engar ákvarðanir hafa verið teknar um starfsstöðvar í öðrum landshlut- um, en útilokar ekki að til frekari breytinga geti komið. Alls er Sím- inn með stöðvar á sextán stöðum á landinu. Eva segir að þrátt fyrir hagræðingu í þessum hluta rekstrarins muni Síminn áfram kappkosta að veita góða þjónustu á landsbyggðinni. Starfsmönnum Símans á Blönduósi og Siglufirði sagt upp ALÞJÓÐLEG rannsókn á íslensk- um jaðrakönum, með íslenskan vísindamann í fremstu sveit, Tómas Grétar Gunnarsson, hefur sýnt fram á, í fyrsta sinn hjá nokkrum farfugli, að sömu ein- staklingar noti annaðhvort góð búsvæði á bæði varp- og vetr- arstöðvum eða verri búsvæði á hvorum tveggja stöðvum. Rann- sóknin er kynnt í tímariti kon- unglegu bresku vísindaakademí- unnar, einu virtasta líffræðitímariti heims, en nið- urstöðurnar eru taldar hafa tals- verða þýðingu fyrir skilning á stofnstjórnun farfugla. Tómas Grétar segir í samtali við Morgunblaðið að jaðrakanar sem noti vond búsvæði virðist ekki færir um að fara á betri staði. Slíkir einstaklingar séu „fastir í neikvæðri aðstöðu út líf- ið“ og sýni átthögunum tryggð eftir að hafa einu sinni valið sér stað. Aðspurður segir Tómas að jaðrakaninn geti að þessu leyti vel talist íhaldssamur eins og mörg mannskepnan. Einnig sé um nokkurs konar stéttaskipt- ingu að ræða þar sem framtíð og örlög einstaklinga ráðist að miklu leyti af því hvar þeir komi úr eggi. Framhaldsrannsókn í gangi Rannsóknin var hluti af dokt- orsverkefni Tómasar við háskóla East Anglia í Norwich í Bret- landi, en þar er hann með rann- sóknarstöðu þó að hann búi á Sel- fossi. Þúsundir fugla voru merktar en auk Tómasar tóku breskir, franskir og írskir vís- indamenn þátt í rannsókninni. Vinnur Tómas nú að framhalds- rannsóknum á því hvernig þetta lífsmynstur jaðrakana kemst á og viðhelst. Jaðra- kanar eru íhalds- samir Tímamótarannsókn á lífsmynstri farfugla  Íslenskir | 6 SVO virðist sem samkomulag um kol- munnaveiðar geti verið í burðarliðn- um. Samtök útvegsmanna í Noregi og Íslandi og Evrópusambandið hafa komið sér saman um tillögu um skipt- ingu aflans milli aðildarþjóðanna. Færeyingar og Rússar hafa ekki lýst sig sammála tillögunni. Þetta kemur fram á heimasíðu samtaka útvegsmanna í Noregi. Þar segir að þetta sé í fyrsta sinn sem samkomulag þessara aðila um veið- arnar hafi náðst. Samkvæmt því muni Noregur og Evrópusambandið skipta með sér 57% af leyfilegum heildar- afla, Færeyjar og Rússland deili með sér 25% og í hlut Íslands komi 18%. Jafnframt er lagt til að leyfilegur koma á skynsamlegri nýtingu á þess- um mikilvæga fiskistofni. Verði þetta niðurstaðan verður kvóti Íslands á næsta ári 360.000 tonn. Aflinn nú er um 255.000 tonn, en í fyrra varð hann 422.000 tonn og mestur varð hann 500.000 tonn árið 2003. Heildarafli af kolmunna varð í fyrra 2,4 milljónir tonna. Noregur var með langmest, eða 960.000 tonn. Ís- land kom næst með 422.000, þá ESB með 360.000, þá Rússland með 347.000 og loks Færeyjar með 322.000 tonn. Tillögurnar um hlut- deild hvers lands nú eru í nokkru samræmi við hlutfall þjóðanna úr veiðinni 2004. Verði þetta niðurstaðan má búast við stóraukinni vinnslu á kolmunna til manneldis, bæði um borð í vinnsluskipunum og í landi. heildarafli á næsta ári verði tvær milljónir tonna, en hann verði svo lækkaður niður í 1,5 milljónir tonna á fimm árum og að svæðum með miklu af smáfiski verði lokað Gríðarlega mikilvægt Fundahöld embættismanna vegna þessa hefjast í Reykjavík næstkom- andi þriðjudag. Friðrik J. Arngríms- son, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að viðræður samtaka útgerðarmanna á Íslandi, í Noregi og innan ESB hafi leitt til þess að þau leggi til við stjórn- völd að þessi leið verði farin. Því mið- ur hafi Færeyingar og Rússar ekki séð sér fært að standa að þessari til- lögu. Það sé gríðarlega mikilvægt að ná samkomulagi um þessar veiðar og þess vegna hafi allir samningsaðilar gefið eftir af fyrri kröfum sínum til að Lausn kolmunnadeilu í sjónmáli " 7 3  & " !        /  %      )                  =  ,, Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is EF við vissum ekki betur væri engu líkara en að rjúpan, sem ljósmyndari rakst á í þjóð- garðinum á Þingvöllum, væri á leiðinni inn í opið eldhaf. Svo rauðir voru haustlitirnir í fögru umhverfinu. Rjúpan gat í það minnsta vappað um svæðið án þess að lenda í sigtinu hjá veiðimönnum. Eflaust munu margir leggja leið sína á Þingvöll á næstunni til að njóta haustlitanna. Morgunblaðið/Ómar Rjúpa í rauðum haustlitum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.