Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
V
erkefnið er að byggja og reka tón-
listarhús með hljómburði í hæsta
gæðaflokki og fyrsta flokks aðstöðu
fyrir gesti og listamenn, ásamt
fyrsta flokks ráðstefnuaðstöðu í
ráðstefnumiðstöð.“ Þannig mæltist Ólafi B.
Thors stjórnarformanni Austurhafnar ehf í upp-
hafi blaðamannafundar í Þjóðmenningarhúsinu í
gær, þar sem kynnt var það ferli sem nú hefur
leitt til þess að gengið verður til samninga við
Portus-hópinn um byggingu og rekstur tónlistar-
húss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels við Reykja-
víkurhöfn. Reiknað er með að framkvæmdir geti
hafist að ári, og að þeim ljúki haustið 2009.
Ólafur lýsti því að ákveðið hefði verið á sínum
tíma að bygging og rekstur hússins yrðu einka-
framkvæmd, og að jafnframt hefði verið afráðið
að gera sérleyfissamning um verkið með aðferð-
um samningskaupa við að velja framkvæmda-
raðila, og taldi þá aðferðafræði hafa gefist mjög
vel. Þær aðferðir fólu í sér að eftir að tillögum var
skilað inn, var farið yfir þær, þær ræddar og
gagnrýndar og hópunum gefinn kostur á að betr-
umbæta, endurskoða og lagfæra með hliðsjón af
þeim þörfum sem Austurhöfn taldi þurfa að upp-
fylla. Ólafur sagði samvinnu þá sem náðst hefði
milli rekstrarmanna, arkitekta, framkvæmda-
manna og hönnuða við það ferli, hafa leitt til betri
heildarlausna en fengist hefðu með hefð-
bundnum aðferðum. „Þetta er ekki síst því að
þakka, hversu gífurlega vinnu allir umsækjendur
í ferlinu lögðu í það. Þeir lögðu allir ómetanlegan
skerf til þessa verks, þótt einn standi að endingu
uppi sem sigurvegari.“
Reykjavíkurborg ákvað að binda ekki deili-
skipulag byggingasvæðisins fyrr en ljóst yrði
hvernig lokatillögur um byggingarnar litu út, til
að gefa hönnuðum þeirra sem mest frjálsræði.
Ólafur sagði að nú riði á að samþykkja deiliskipu-
lag fyrir svæðið, með hliðsjón af verðlaunatillög-
unni, svo hefja mætti framkvæmdir hið fyrsta.
Ólafur lagði áherslu á að með tillögu Portus
væri ekki um að ræða byggingu á húsi, heldur
stórkostlega uppbyggingu hafnarsvæðisins, sem
myndi gjörbreyta ásýnd miðborgarinnar.
Allt miðast við fyrsta flokks hljómburð
Aðaltónleikasalur mun rúma 1.800 áheyrendur,
en tvískiptur ráðstefnusalur mun rúma 700
áheyrendur í bíóuppröðun eða 500 í skólastofu-
uppröðun. Í tengslum við ráðstefnusalinn verður
P
Í
s
i
A
f
u
u
L
a
f
t
a
i
sýningaaðstaða. Í kammermúsíksal, sem jafn-
framt verður æfingasalur Sinfóníuhljómsveit-
arinnar verður pláss fyrir 450 áheyrendur, en
mörg minni fundaherbergi verða í húsinu.
Tveimur stærstu fundaherbergjunum verður
hægt að slá saman, þannig að úr verði einn salur
fyrir kammermúsík eða einleikstónleika, sem
rúmar 180 áheyrendur. Ólafur lagði áherslu á að
hönnun þessa salar yrði miðuð við fyrsta flokks
hljómburð, að tillögu hljómburðarsérfræðinga
frá Artec fyrirtækinu, sem hefur verið Austur-
höfn til ráðgjafar um hljómburð. Hótelið verður
svipað að stærð og tónlistar- og ráðstefnuhúsið.
Alls geta byggingarnar numið á milli 80 og 90
þúsund fermetrum.
Að meðtöldum kostnaði við lóðir og bílastæði
hafði Austurhöfn, að sögn Ólafs, gert ráð fyrir að
stofnkostnaður við tónlistar- og ráðstefnu-
miðstöð gæti orðið 8,5 milljarðar. Þær áætlanir
voru þó gerðar áður en nokkrar teikningar lágu
fyrir til grundvallar því mati, og voru einungis
byggðar á forsögn um stærð. Þau tvö tilboð sem
komust lengst; tilboð Portus, og tilboð Eign-
arhaldsfélagsins Fasteignar og Klasa gerðu ráð
fyrir að stofnkostnaður yrði annars vegar 12
milljarðar og hins vegar um 9 milljarðar. Engu
að síður byggðust þau bæði á því að árlegt fram-
lag Austurhafnar yrði óbreytt, eða 600 milljónir á
ári.
Hæsta einkunn í fimm flokkum af átta
Matsnefnd var skipuð til að meta tillögur, en
hana skipuðu Stefán Baldursson, Kristrún Heim-
isdóttir og Orri Hauksson. Matsnefnd til að-
stoðar voru hópar sérfræðinga og ráðgjafa.
Stefán Baldursson kynnti niðurstöðu mats-
nefndarinnar og í máli hans kom fram að mjótt
hefði verið á munum milli lokatillagnanna, enda
hefði valið staðið á milli tveggja glæsilegra
lausna. Vinningstillaga Portus-hópsins hlaut
hæstu einkunn í fimm af átta matsflokkum, þ.e.
byggingarlist, lausn á rekstri bílastæða, fyrir við-
skiptaáætlun, fyrir fjárhagslegan og stjórn-
unarlegan styrk og fyrir metnaðarfulla dagskrá
og starfsemisáætlun. „Er það einróma álit mats-
nefndarinnar að vinningstillagan sé afar glæsileg
í alla staði og að byggingin verði áhrifamikið
kennileiti í ásýnd Reykjavíkur,“ sagði Stefán.
Hann sagði Portus-hópinn öflugan og fjárhags-
lega sterkan; tillagan fæli í sér stjórnkerfi sem
tryggði listrænan metnað og ágæta aðstöðu fyrir
Sinfóníuhljómsveit Íslands og væri því í fullu
samræmi við öll menningarleg meginmarkmið
verkefnisins.
Stóri tónleikasalurinn verður konsertsalur Sinfóníuhljómsveitar Íslands og mun einnig hýsa aðra stærr
„Hlýlega vafi
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
HAMRABORGIN VIÐ HÖFNINA
Tilkynnt var á blaðamannafundií gær að tillaga Portus-hópsinsað tónlistarhúsi, ráðstefnu-
miðstöð og hóteli við Reykjavíkur-
höfn hefði orðið fyrir valinu. Þetta
hús mun ekki aðeins marka tímamót í
íslensku þjóðlífi heldur mun það hafa
í för með sér byltingu. Þessi bylting
mun ekki aðeins eiga sér stað í ís-
lensku menningarlífi og þaðan af síð-
ur mun hún verða einskorðuð við höf-
uðborgarsvæðið. Hún mun koma öllu
landinu til góða.
Umræðan um tónlistarhús hefur
staðið um áratugi og hafa margir lagt
hönd á plóginn í þeirri löngu baráttu.
Nú hefur hún skilað sér í tillögum að
glæsilegri hamraborg við höfnina.
Listamaðurinn Ólafur Elíasson er
hönnuður byggingarinnar. Hann
vinnur með gler og mjúkar línur.
Birta mun gegna stóru hlutverki í
ásýnd hússins, hvort sem verður að
degi til eða næturlagi. Húsið verður
klætt glerkápu, sem mun vísa í ís-
lenskt stuðlaberg, en um leið verður
það gagnsætt og opið þannig að það
laði að í stað þess að hrinda frá. Gler-
kápan verður úr tvöföldum kristals-
laga gluggum í stálramma sem munu
endurvarpa ólíkri birtu eftir því
hvernig hún fellur á þá.
Hið nýja tónlistarhús mun valda
byltingu í íslensku tónlistarlífi. Ís-
lenskt tónlistarlíf hefur vissulega
verið líflegt og gróskumikið, en það
hefur engu að síður liðið verulega
fyrir skort á húsnæði við hæfi. Þá
vekur sérstaka ánægju að ekki er að-
eins hugsað fyrir því að reisa húsið,
heldur er þegar farið að huga að því
hvað skuli vera á boðstólum í húsinu
og er sérstaklega við hæfi að tónlist-
arsnillingurinn Vladimir Ashkenazy
skuli hafa verið fenginn til þess að
hafa umsjón með þeim þætti.
Margir nafntogaðir listamenn hafa
lagt leið sína til Íslands fyrir tilstilli
Ashkenazys og áhrif hans eru ótví-
ræð.
Hið nýja hús mun valda byltingu í
Reykjavík. Miðbærinn hefur verið
stórt vandamál í Reykjavík. Þrátt
fyrir að þar hafi ýmislegt gerst á und-
anförnum árum hefur hann verið að
koðna niður. Verslun hefur færst
þaðan í verslunarklasana og það hef-
ur gert mannlífið fátæklegra en áður.
Einkum hefur þó vantað svipmikinn
arkitektúr til að skapa kjölfestu í
miðju bæjarins – arkitektúr, sem
gæti orðið einkennismerki borgar-
innar eða jafnvel landsins rétt eins og
óperan í Sydney er orðin samnefnari
fyrir Ástralíu, kúpullinn á þýska
þinginu er einkennismerki Berlínar
eða Pompidou-safnið minnir sam-
stundis á París. Með framsæknum
arkitektúr og djörfum vinnubrögðum
er hægt að ná slagkrafti og áhrifum,
sem eru langt umfram það að reisa
eitt hús. Nýtt tónlistarhús verður til
þess að renna stoðum undir þá upp-
byggingu, sem átt hefur sér stað í
miðborginni undanfarið, þar á meðal í
Skuggahverfinu. Það mun laða að
fólk og því hafa margfeldisáhrif á
starfsemina í miðbænum.
Með hinu nýja tónlistarhúsi myndi
ásýnd borgarinnar gerbreytast og
verða heilsteyptari. Húsið mun skapa
eðlilega tengingu við höfnina og haf-
ið, sem að vissu leyti hefur rofnað í
núverandi skipulagi. Það mun setja
svip á sundurlausa miðborg. Þá verð-
ur ekki síst glæsilegt að koma til
Reykjavíkur af hafi og sigla inn í
höfnina þegar nýtt tónlistarhús verð-
ur risið og trónir á bakkanum.
Húsið mun valda byltingu í ís-
lensku þjóðlífi. Metnaðurinn að baki
tónlistarhúsinu er í þágu þjóðarinnar
allrar. Orð Ashkenazys í Morgun-
blaðinu í dag segja sitt um það:
„Þetta hús mun gera það að verkum
að Reykjavík ber höfuð og herðar yfir
margar stórborgir í Evrópu í þessum
skilningi, þótt ég nefni engin nöfn,“
segir Ashkenazy og segir að hönnun
hússins virðist mjög vönduð og
heppileg í alla staði. „Með tilkomu
þessa húss munum við geta gert
marga hluti sem við gátum ekki gert
hér á landi áður fyrr vegna aðstöðu-
leysis. Með tilkomu hins nýja húss
eru möguleikar framtíðarinnar mjög
miklir.“
Sá forsmekkur, sem teikningar og
myndir af tónlistarhúsi, ráðstefnu-
miðstöð og hóteli við Reykjavíkur-
höfn gefa, var glæsilegur. Ef vel
tekst til verður ekki aðeins hægt að
segja að húsið hleypi lífi í þjóðlífið,
það verður engu líkara en húsið sjálft
verði lifandi. Húsið mun endurspegla
árstíðir og veðurfar. Hin glæsilega
tillaga opnar augun fyrir því tóma-
rúmi, sem nú verður fyllt upp í.
Reiknað er með að framkvæmdir
við húsið geti hafist að ári og að þeim
ljúki haustið 2009.
Aðaltónleikasalur mun rúma 1.800
áheyrendur, en tvískiptur ráðstefnu-
salur mun rúma 700 áheyrendur í bíó-
uppröðun eða 500 í skólastofuuppröð-
un. Í tengslum við ráðstefnusalinn
verður sýningaaðstaða. Í kammer-
músíksal, sem jafnframt verður æf-
ingasalur Sinfóníuhljómsveitarinnar,
verður pláss fyrir 450 áheyrendur, en
mörg minni fundaherbergi verða í
húsinu. Tveimur stærstu fundaher-
bergjunum verður hægt að slá sam-
an, þannig að úr verði einn salur fyrir
kammermúsík- eða einleikstónleika,
sem rúmar 180 áheyrendur. Mikil
áhersla verður lögð á að tryggja
vandaðan hljómburð. Reykjavíkur-
borg ákvað á sínum tíma að binda
ekki deiliskipulag byggingarsvæðis-
ins fyrr en ljóst yrði hvernig loka-
tillögur um byggingarnar litu út.
Þetta var gert til þess að gefa hönn-
uðum þeirra sem mest frjálsræði. Á
blaðamannafundinum þar sem verk-
efnið var kynnt í gær kom fram að nú
riði á að samþykkja deiliskipulag fyr-
ir svæðið, með hliðsjón af verðlauna-
tillögunni, svo hefja mætti fram-
kvæmdir hið fyrsta. Það er óhætt að
taka undir það um leið og rétt er að
leggja áherslu á að haga verður gerð
umferðarmannvirkja með þeim hætti
að húsið einangrist ekki og eðlileg
tenging og aðkoma verði að tónlistar-
húsinu.
Niðurstaðan, sem kynnt var í gær,
ber vitni vönduðum vinnubrögðum.
Ferlið hefur verið langt, en nú hefur
verið ákveðið að hefjast handa í sam-
ræmi við tillögur að húsi, sem ekki
mun aðeins gerbreyta íslensku tón-
listar-, menningar og þjóðlífi heldur
bylta því.