Morgunblaðið - 06.10.2005, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.10.2005, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjarðargata 13-15 Hafnarfirði 565 7100XEINN AN 05 09 00 4 Stærðir frá 34 - 46 TALSVERÐAR truflanir urðu á netsambandi og útvarpssendingum á höfuðborgarsvæðinu og víðar í kjöl- far rafmagnsleysis, sem varð rétt fyrir klukkan 18 í gærkvöld. Þá lá niðri sjónvarp gegnum ADSL, en engar truflanir urðu á GSM- og fast- línukerfum Símans. Keðjuverkun í rafkerfinu olli því að aðveitustöð A5 í Elliðaárdalnum sló út, og varð því rafmagnslaust í Árbæ og í Breiðholti, í Gerðum, Löndum og Brekkuhverfi í Kópa- vogi, auk þess sem vart varð við truflanir í miðbænum. Ekki er óvarlegt að áætla að tug- þúsundir íbúa höfuðborgarsvæðisins hafi orðið rafmagnsleysisins beint varir, en mun fleiri fengu að þola af- leiðingar þess, þar sem öllum út- varpsstöðvum á höfuðborgarsvæð- inu sló út, nema rásum Ríkis- útvarpsins. Þá slokknaði á um- ferðarljósum víða á höfuð- borgarsvæðinu, en að sögn lögreglu olli það engum alvarlegum óhöppum. Um tuttugu mínútur tók að koma rafmagni á að mestu, en starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa enn ekki fundið orsök bilunarinnar. Unn- ið verður að frekari bilanagreiningu í dag og munu vinnuflokkar Orkuveit- unnar fara eftir kerfinu með þar til gerð mælitæki. Að sögn Evu Magnúsdóttur, kynningarfulltrúa Símans, urðu eng- ar truflanir á tal- og farsímakerfum símans, en talsverðar truflanir urðu á netsambandi um tíma, auk þess sem sjónvarpsþjónusta Símans um ADSL féll niður. Þá héldust sjón- varpsútsendingar um breiðbandið stöðugar. Einnig hægðist á netum- ferð í kjölfar rafmagnsleysisins og vill Eva benda notendum á að end- urræsa endabúnað sinn ef þeir eiga erfitt með að tengjast Netinu. „Þó svo allt sé komið í lag hjá okkur, þá veldur þetta því að gjarnan þarf fólk að endurræsa hjá sér, til að allt smelli saman.“ Einnig urðu truflanir í búnaði sem stýrir símasambandi við 118 og tal- samband við útlönd, en þó náðist að veita lágmarksþjónustu. Hjá OgVodafone urðu einhverjar truflanir á netþjónustu, en þó ekki verulegar, að sögn Gísla Þorsteins- sonar, almannatengslafulltrúa fyrir- tækisins. „Engar truflanir urðu á fastlínu og fóru GSM-sendar beint yfir á varaafl, svo það urðu engar truflanir á þeim heldur,“ segir Gísli. „Netsamband til Evrópu datt út í skamma stund, en allri umferð var beint til Bandaríkjanna og þaðan til Evrópu. Því urðu litlar tafir á net- sambandi við útlönd.“ Víðtækt rafmagnsleysi á höfuðborgarsvæðinu olli miklum truflunum ADSL-tengingar féllu niður DAGBLAÐALESTUR var meiri í september síðastliðnum en í júní samkvæmt nýbirtri fjölmiðlakönnun IMG Gallup. Meðallestur á hvert blað Morgunblaðsins, þegar mæl- ingin fór fram í september, mældist 51% en var 48,9% í júní. Á sama tímabili jókst meðallestur Frétta- blaðsins úr 66,6% í 67,6%. Meðal- lestur Blaðsins jókst úr 28,7% í júní í 32,2% í september og á DV úr 16,2% í 16,7%. Þegar horft er sérstaklega á höf- uðborgarsvæðið leiddi könnunin í ljós að Fréttablaðið var þar með 72,2% meðallestur á tölublað, Morg- unblaðið með 55,4%, Blaðið með 46,7% og DV með 16,8%. Þegar litið er til þeirra sem eitt- hvað lásu dagblöð umrædda könn- unarviku þá var Morgunblaðið með 70,7% lestur, Fréttablaðið með 90,8%, Blaðið 50,4% og DV með 38,7%. Hefur lestur allra blaðanna aukist frá því í júní síðastliðnum. Áhorf á Stöð 2 og Skjá 1 jókst Mæling á sjónvarpsnotkun í sömu könnun leiddi í ljós að uppsafnað áhorf á Stöð 2 og Skjá 1 jókst frá því í júní en aðeins dró úr áhorfi á Sjón- varpið á sama tíma. Samkvæmt könnuninni horfðu 92,2% aðspurðra eitthvað á Ríkissjónvarpið í vikunni sem spurt var um en 94,6% í júní. Áhorf á Stöð 2 mældist 74,5% í sept- ember síðastliðnum en var 70,5% í júní. Áhorf á Skjá 1 mældist 68,3% í september en var 66,1% í júní. Könnunin var dagbókarkönnun gerð 7.–13. september og náði til notkunar á dagblöðum og sjónvarpi. Úrtakið var 1.167 Íslendingar á aldrinum 12–80 ára, valdir með til- viljunaraðferð úr þjóðskrá. Fjöldi svara var 607 og nettó svarhlutfall því 52%. Lestur Morgunblaðs- ins jókst um 2,1%                                       SKÁKVIKA hófst í Hafnarfirði í gær. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra og Lúðvík Geirsson bæjarstjóri voru viðstödd upphaf skákvikunnar í Hvaleyrarskóla. Ráðherrann og bæjarstjórinn tóku þátt í að afhenda nemendum 3. bekkjar bók- ina Skák og mát að gjöf frá skák- félaginu Hróknum og bókaútgáf- unni Eddu. Þorgerður Katrín menntamálaráðherra ávarpaði börnin og lagði áherslu á að skák væri skemmtileg og að Hafn- arfjörður ætti ekki bara að vera fótboltabær og handboltabær, held- ur líka skákbær. Að skákviku í Hafnarfirði standa Hrókurinn, Kátu biskuparnir og skákdeild Hauka. Morgunblaðið/Sverrir Þorgerður Katrín afhendir 3. bekkingum Hvaleyrarskóla Skák og mát. Hafnarfjörður á að vera skákbær ÁRNI Magnússon, félagsmálaráð- herra, segir umræðu um hækkun lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga eiga eftir að fara fram en hann ætli sér ekki að gerast flutnings- eða stuðningsmaður þess að menn fari að breyta íbúalágmarkinu í sveit- arstjórnarlögum í kjölfar samein- ingarkosninga um næstu helgi. Hann hefur enga trú á því að málið verði tekið upp á þessum tíma og kveðst sjálfur ekki hafa myndað sér skoðun á því hvað sé hæfileg stærð, það verði að ræða af kost- gæfni þegar umræður um málið hefjist. Honum finnst hins vegar sveitarfélag með fimmtíu íbúum vera of smátt sveitarfélag. Líklegt þykir honum að málið verði tekið fyrir á næsta kjörtímabili en ekki fyrr. Síðustu frjálsu kosningarnar Árni sat kynningarfund um sam- einingu sveitarfélaga í Eyjafirði sem haldinn var á Dalvík síðastlið- inn mánudag. Eftir honum var haft að hann teldi eðlilegt að huga að laga- setningu til að sameina sveitar- félög og að kom- andi sameining- arkosningar gætu orðið síð- ustu frjálsar kosningar af því tagi en í samtali við Morgunblaðið segist Árni ekki hafa tekið afstöðu til lagasetninga þó svo hann útiloki ekkert í þeim efnum. Það sé ekki sú leið sem val- in hafi verið hér á landi, þrátt fyrir að flest nágrannalandanna taki þannig á málunum, en hann telur líklegt að umræðan muni koma upp á næsta kjörtímabili en málið látið liggja á milli hluta í aðdraganda sveitastjórnarkosninga eftir hálft ár og muni ekki verða hitamál fyrir næstu Alþingiskosningar. Árni Magnússon telur umræðu um lágmarksíbúatölu óumflýjanlega Ekki tekin upp á núverandi kjörtímabili Árni Magnússon „SAMKVÆMT beiðni breskra lög- regluyfirvalda (Serious Fraud Of- fice) um samstarf og samvinnu vegna rannsóknar á skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti, fram- kvæmdi efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjórans húsleitir á einka- heimili og hjá fyrirtæki í Reykjavík í dag,“ segir í frétt frá ríkislögreglu- stjóranum, sem birtist á vefsíðu lög- reglunnar (www.logreglan.is) í gær. „Húsleitirnar hófust í morgun og á sama tíma voru framkvæmdar á annan tug húsleita víðsvegar um Bretland vegna málsins og sjö ein- staklingar handteknir þar í landi. Bresk lögregluyfirvöld rannsaka umfangsmikil fjársvik í Bretlandi og peningaþvætti sem felst í því að koma afrakstri ætlaðra fjársvika undan. Fjársvikin eru talin felast í kerfisbundinni sölu hlutabréfa í fyr- irtækjum með blekkingum, röngum og villandi upplýsingum um fyrir- tæki og væntanlega skráningu bréfa í kauphöll. Brotastarfsemin er talin hafa staðið um nokkurra missera skeið og grunaðir einstaklingar í málinu búa og starfa víðsvegar í Evrópu. Að húsleitum, almennri gagnaöfl- un, m.a. leit í tölvum, handtökum og yfirheyrslum vinna fimmtán starfs- menn efnahagsbrotadeildar.“ Húsleitir að beiðni bresku lög- reglunnar KARLMAÐUR sem ákærður er fyr- ir manndráp í Hlíðarhjalla í Kópa- vogi að kvöldi 15. maí sl., sagði fyr- ir dómi við þingfestingu málsins að hann féllist á atvikalýsinguna í ákærunni en hann hefði unnið verknaðinn í sjálfsvörn í átökum sem hann átti ekki frumkvæði að. Maðurinn er ákærður fyrir manndráp með því að verða Vu Van Phong að bana með hnífstungum. Í ákærunni segir að hann hafi ráðist að fórnarlambi sínu með hnífi og veitt honum rispur og skrámur á kinn, brjóstkassa og hálsi, skorið hann illilega á hægri hendi, í gegn- um hægri framhandlegg og loks tvívegis í brjóstkassa. Ákærður fyrir að drepa mann með hnífstungum ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.