Morgunblaðið - 06.10.2005, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.10.2005, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ALÞJÓÐASAMBAND blaðamanna og Evrópusamband blaðamanna vara íslensk stjórnvöld við því að þau hafi stofnað frelsi fjölmiðla í hættu eftir að gert hafi verið skyndiáhlaup (e. raid) á skrifstofur Fréttablaðsins. Áhlaupið hafi verið gert eftir að blað- ið birti fréttir sem tengi ráðgjafa rík- isstjórnarinnar við hneykslismál sem varði eitt stærsta smásölufyr- irtæki landsins, þ.e.a.s. Baug. Í yfirlýsingunni segir að starfs- menn sýslumannsins í Reykjavík hafi gert skyndiáhlaupið á föstudag eftir að lögbann var sett á Frétta- blaðið sem bannaði birtingu á tölvu- póstum og skjölum sem tengist um- fjöllun blaðsins um hneyklismál sem varði Baug og Sjálfstæðisflokkinn. Þegar yfirmenn á ritstjórn hafi full- vissað sig um að á skjölunum kæmi ekki fram hverjir væru heimildar- menn blaðsins, hafi gögnin verið af- hent. „Stjórnvöld á Íslandi eru að leika hættulegan leik þegar þau skipta sér af því sem fram fer á fréttastofum,“ er haft eftir Aidan White, formanni IFJ, í yfirlýsingu félagsins. Hann segir ennfremur að þessi aðgerð beri þess keim að verið sé að reyna að hræða blaðamenn til hlýðni og að svo virðist sem um sé að ræða tilraun til þess að bæla niður umræður um mikilvæg opinber mál- efni. Þetta geti stefnt frelsi fjölmiðla í hættu. Í yfirlýsingunni segir ennfremur að undanfarnar vikur hafi birst frétt- ir sem sýni fram á tengsl milli Sjálf- stæðisflokksins og tveggja ráðgjafa fyrrum forsætisráðherra landsins við undirbúning kæru gegn Baugi árið 2002. Einn af lykilmönnunum hafi verið ritstjóri Morgunblaðsins sem sé áhrifamikill innan Sjálfstæð- isflokksins. „Í gegnum tíðina hefur Morgunblaðið ávallt haft bein tengsl við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir í yf- irlýsingunni sem gefin var út á þriðjudag. Stuttlega er fjallað um Baugsmálið og að því hafi verið vísað frá héraðsdómi en Hæstiréttur muni brátt kveða upp sinn dóm. Þá segir í tilkynningunni að Fréttablaðið, sem sé í eigu Baugs, hafi um helgina birt fjölda tölvupósta sem fengnir voru frá nafnlausum heimildarmanni, og að í þeim hafi komið fram tengsl áhrifamikilla félaga í Sjálfstæðis- flokknum og Samfylkingunni við Baugsmálið. „Þetta er flókið mál sem krefst mikillar fagmennsku í blaða- mennsku,“ er haft er Aidan White. „Afskipti stjórnvalda hjálpa ekki til. Blaðamenn eiga að geta flutt fréttir án afskipta.“ Alþjóðasamband blaðamanna varar íslensk stjórnvöld við vegna skyndiáhlaups á Fréttablaðið Yfirvöld stofna frelsi fjölmiðla í hættu  Meira á mbl.is/ítarefni AIDAN White, aðalritari Alþjóða- sambands blaðamanna, sagði að sambandið vildi ekki gera of mik- ið úr þessu máli en vildi engu að síður leggja sitt af mörkum til stuðnings Blaðamannafélagi Ís- lands. „Við eigum ekki við að í þessu felist mikil hætta fyrir fjöl- miðlafrelsi eða að frelsi fjölmiðla á Íslandi sé beinlínis í hættu. Það sem við eigum við er að þetta hefur víðtækari merkingu sem yfirvöld ættu að gera sér grein fyrir,“ sagði White í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðspurður sagði White að sam- bandið teldi engu að síður að með þessu væri fjölmiðlafrelsi stefnt í hættu. „Þegar svona lag- að gerist stefnir það fjölmiðla- frelsi í hættu af því að þetta er af sumum túlkað, og í blaða- mennsku sérstaklega, sem aðferð til að hræða blaðamenn til hlýðni. Ferillinn sjálfur er aðferð til að skapa neikvætt andrúms- loft meðal blaðamanna um þær fréttir sem þeir flytja og þær heimildir sem þeir nota. Og það stofnar frelsi fjölmiðla í hættu,“ sagði hann. White sagði að þó að það hefði verið einstaklingur sem óskaði eftir lögbanninu hefðu það verið yf- irvöld sem veittu það og bæru því ábyrgð á því. Aðspurður hvort hann þekkti sambærileg mál sagðist hann vita þess mörg dæmi að reynt væri að stöðva umfjöllun fjölmiðla með ýmsum ráðum og notkun lög- banna og dómsúrskurða væri sí- fellt að færast í vöxt í þeim slag. Í yfirlýsingu alþjóðasambands- ins er talað um skyndiáhlaup. „Að sýslumaður komi fyr- irvaralaust á fréttastofuna og krefjist gagna. Í mínum bókum heitir það skyndiáhlaup.“ Hefur víðtækari merkingu fyrir fjölmiðlafrelsi SIF Sigfúsdóttir hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík vegna kosninga til borgar- stjórnar og sækist hún eftir 5. til 7. sæti. Sif lauk meistara- námi frá viðskipta- og hag- fræðideild HÍ árið 2005 með áherslu á mannauðsstjórnun og lýkur einnig kennsluréttinda- námi frá HÍ í vor. Í fréttatilkynningu frá Sif segir að hún vilji m.a. beita sér fyrir nýskipan í rekstri Reykjavíkurborg- ar. Sif segir mikið í húfi fyrir framtíð Reykjavíkur að rekstur borgarinnar sé hagkvæmur. Veigamikill þáttur í því eru starfsmannamál borgarinnar sem Sif vill að sett verði fram skýr stefna um. Hún bendir á að skortur sé á fólki í mörg mikilvæg upp- eldis- og umönnunarstörf í borginni og leita þurfi nýrra leiða til að auka áhuga fólks á þeim störfum. Sif á börn í leikskóla, grunnskóla, menntaskóla og háskóla í Reykjavík. Hún leggur áherslu á að borgin þurfi að vera samkeppnishæf við aðrar höf- uðborgir í kringum okkur og besta leiðin til þess sé að leggja áherslu á mennta- og fjölskyldumál innan borgarinnar. Reykjavík sé byggð á mannauði og hann þurfi að efla. Reykjavík eigi að vera aðlaðandi og vaxandi borg þar sem einstaklingurinn fái að njóta sín og eftirsótt og öruggt sé að búa. Sif sækist eftir 5.–7. sæti HJALTI Þór Björnsson, dag- skrárstjóri hjá SÁÁ og vara- bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti framboðslista Framsókn- arflokksins við sveitarstjórnar- kosningar næstkomandi vor. Hjalti hefur síðastliðin 18 ár starfað hjá SÁÁ, var dagskrár- stjóri á Staðarfelli í Dölum 1990–1996, dagskrár- stjóri göngudeildar 1996–1999 og hefur verið dag- skrárstjóri á Vogi síðan 1999. Hann er fæddur 1956 og uppalinn í Kópavogi. Hann hefur látið til sín taka í málefnum stangaveiðimanna og starfað í nefndum á vegum SVFR. Hann hefur verið for- maður í stjórn félags áfengisráðgjafa, FÁR, frá 2000 og unnið að réttindamálum þeirra. Hann hef- ur verið varamaður í bæjarstjórn Kópavogs síðasta kjörtímabil. Hjalti hefur verið starfandi innan Framsóknarflokksins frá ungum aldri, er stjórn- armaður í Framsóknarfélagi Kópavogs og á sæti í byggingarnefnd, er varamaður í félagsmálaráði og er í fræðslunefnd SVFR þar sem hann hefur gegnt formennsku frá 2004 ásamt formennsku í barna- og unglingastarfi SVFR. Í fréttatilkynningunni segir að Hjalti hafi áhuga á að halda áfram þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Kópavogi en vinna nánar með íbúunum að skipulagsmálum þannig að sátt ríki. Hann vilji efla þær stofnanir og félagasamtök sem vinna að for- vörnum og heilsueflingu, m.a. skátahreyfinguna og jaðaríþróttir. Hann vilji einnig endurskoða launa- mál starfsmanna bæjarins með það að markmiði að koma í veg fyrir atgervisflótta. Hjalti Þór sækist eftir 1. sæti SKÁLDSAGAN Skugga-Baldur eftir Sjón hefur nú verið þýdd og gefin út á dönsku. Af því tilefni héldu danska bókaforlagið At- hene og skrifstofa Norðurlandaráðs í Kaup- mannahöfn sérstakt útgáfuteiti í húsakynn- um Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í gær, en Sjón er eins og kunnugt er hand- hafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Charlotte Jörgensen ritstjóri hjá At- hene segir að bókin verði gefin út í þrjú þúsund eintökum í Danmörku. Hún sagði auk þess í ávarpi í útgáfuteitinu í gær að hún ætti von á því að bókin Skugga-Baldur myndi njóta mikilli vinsælda þar í landi. Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norð- urlandaráðs og Þorsteinn Pálsson, sendi- herra Íslands í Kaupmannahöfn, fluttu einnig ávörp og óskuðu Sjón til hamingju með bókmenntaverðlaunin. Sjón kvaðst í ræðu sinni afar þakklátur og ánægður með að vera í hópi þeirra stórkostlegu rithöf- unda sem áður hefðu hlotið bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs. Hann bætti því við að sér fyndist jafnvel eins og hann yrði að skrifa bók sem réttlæti veru sína í þeim hópi. Á dönsku heitir bókin Skygge-Baldur og hefur útgáfa hennar í Danmörku hlotið nokkra athygli í dönskum fjölmiðlum. Til dæmis var opnuviðtal við Sjón í blaðinu In- formation í gær. Þýðandi bókarinnar á dönsku er Kim Lembek. Ljósmynd/Johannes Jansson Sjón og Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, voru ánægð með bókina. Skugga-Bald- ur kominn út í Danmörku JÓHANNA Margrét Þorsteinsdóttir ljós- móðir lést í Reykjavík sl. þriðjudag. Jóhanna fæddist 7. september 1912 að Syðri-Brekk- um á Langanesi í Norður-Þingeyjar- sýslu. Foreldrar henn- ar voru Þorsteinn Guttormur Einarsson og Halldóra Halldórs- dóttir bændur að Syðri-Brekkum þar sem Jóhanna ólst upp í stórum systkinahóp. Jóhanna var í Hér- aðsskólanum að Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu veturinn 1932–1933. Hún lauk ljósmæðramenntun frá Ljósmæðraskóla Íslands haustið 1939 og starfaði sem ljósmóðir í Sauðanes- og Skálaumdæmi, sem í dag er Þórshafnarhreppur, á árun- um 1940–1952. Árið 1944–1945 starf- aði hún sem aðstoðarljósmóðir á fæð- ingardeild Landspítalans í leyfi frá störfum sínum á Langanesi. Jóhanna var ljósmóðir á Landspítalanum frá 1952 og deildarljósmóðir frá 1969 og þar til hún lét af störfum árið 1979. Frá árinu 1967 var Jóhanna fulltrúi Ljós- mæðrafélags Íslands í stjórn styrktarsjóðs Þuríðar Bárðardóttur ljósmóður og hafði um árabil verið vara- fulltrúi fyrir þann tíma. Hún var endur- skoðandi reikninga Ljósmæðrafélags Ís- lands um langt skeið. Hinn 2. maí 1979 var Jóhanna gerð að heið- ursfélaga í Ljós- mæðrafélagi Íslands og var heiðruð af sam- starfsfólki á fæðingardeildinni er hún lét af störfum sem ljósmóðir. Jóhanna hafði alla tíð yndi af ferðalögum bæði utan lands og inn- an. Hún var félagi í Ferðafélagi Ís- lands um langt árabil og var gerð að heiðursfélaga. Þórsmörk var hennar uppáhaldsstaður á Íslandi og eyddi hún ávallt parti úr sumri þar á með- an hún naut heilsu. Á áttræðisafmæli hennar gróðursetti Ferðafélag Ís- lands 80 birkiplöntur í Langadal og nefndi lundinn Jóhönnulund. Jóhanna var ógift og barnlaus. Andlát JÓHANNA MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR „Verkalýðshreyfingin stendur frammi fyrir mjög erfiðu verkefni á næstu vikum. Markmið kjarasamninga um efnahagslegan stöðugleika og jafnvægi á vinnumarkaði eru að engu orðin og forsendu- ákvæði kjarasamninga eru brostin. Verkalýðshreyfingin verður því að vera undir það búin að til uppsagnar kjara- samninga komi um næstu ára- mót,“ segir stjórn Eflingar- stéttarfélags í ályktun sem stjórn félagsins hefur sent frá sér. „Verðbólgan er í dag tvöfalt hærri en forsenduákvæði kjarasamninga gerðu ráð fyr- ir. Hún er afleiðing rangrar stjórnarstefnu. Stjórnar- stefnu þar sem verulega skortir á aðhald í ríkisfjármál- um, illa tímasettar breytingar á íbúðalánamarkaði sem hafa leitt til þess að boginn á lána- markaði er spenntur til hins ýtrasta og öllum stórfram- kvæmdum er stillt inn á sama tímabilið,“ segir einnig í álykt- uninni, svo og að stéttarfélög- in hafi ítrekað varað við þess- ari þróun. Ýtt undir ójafnvægi „Atvinnurekendur hafa á sama tíma ýtt undir ójafnvægi á vinnumarkaði með því að flytja inn vinnuafl í stórum stíl til þess að komast hjá því að greiða eðlileg launa- og starfs- kjör. Verkalýðshreyfingin mun aldrei sætta sig við slík félagsleg undirboð Stéttarfélögin hafa sín meg- in staðið við kjarasamningana en ábyrgð stjórnvalda og at- vinnurekenda er mikil. Spurn- ingin hlýtur að vera hvernig ætla atvinnurekendur og stjórnvöld að bregðast við? Forsendur kjarasamningsins eru skýrar. Hægt er að bregð- ast við með því að ná sam- komulagi innan sérstakrar forsendunefndar, með að- komu ríkisvaldsins, um það hvernig launafólki verður bætt það sem aflaga hefur far- ið. Ef niðurstaðan verður sú að sanngjörnum leiðréttingum til launafólks verði hafnað, þá hlýtur verkalýðshreyfingin að sameinast til viðbragða um næstu áramót.“ Verði viðbúin upp- sögn samninga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.