Morgunblaðið - 06.10.2005, Side 21

Morgunblaðið - 06.10.2005, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 21 MINNSTAÐUR – Bólguey›andi og verkjastillandiÍbúfen Notkunarsvi›: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólguey›andi, verkjastillandi og jafnframt hitalækkandi lyf. Lyfi› er nota› vi› li›agigt, slitgigt, tí›averkjum, tannpínu og höfu›verk. Einnigmá nota fla› sem verkjalyf eftir minniháttar a›ger›ir, t.d. tanndrátt. Varú›arreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni e›a er me› skerta lifrarstarfsemi má ekki nota lyfi›. Fólk sem hefur fengi› astma, nefslímubólgu e›a ofsaklá›a eftir töku acet‡lsalic‡ls‡ru e›a annarra bólguey›andi lyfja (annarra en barkstera) ætti ekki a› nota lyfi›. Nota skal lyfi› me› varú› hjá fólki me› tilhneigingu til magasárs e›a sögu um slík sár. Lyfi› er ekki ætla› barnshafandi konum. Aukaverkanir: Íbúfen getur valdi› aukaverkunum eins og t.d. ofnæmi (útbrot) og meltingaróflægindum. Skömmtun:Nákvæmar lei›beiningar um skömmtun fylgja lyfinu. Ekki má taka stærri skammta enmælt er me›. Lesi› vandlega lei›beiningar sem fylgja lyfinu. 14.09.05 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ LEIÐIN milli Kópavogs og Garðabæjar verður greiðfær- ari gangandi og hjólandi í vor, en þá á vinnu við lagn- ingu göngustígs milli bæjar- félaganna og göngubrúar yfir Kópavogslækinn að vera lok- ið. Brúin verður fremur sér- stök því hún verður hengd ut- an á bílabrúna yfir lækinn. Erfiðlega hefur gengið í gegnum tíðina að ákveða hver eigi að bera kostnað af lagn- ingu göngustíga meðfram stofnleiðum, en samkomulag hefur náðst um að Vegagerð- in greiði 20 milljónir króna vegna verksins en bæjar- félögin það sem upp á vantar, Kópavogur 60% og Garðabær 40%, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Göngustígurinn verður samtals 590 metrar og mun liggja frá Arnarnesi í Garða- bæ yfir Kópavogslækinn vest- an akbrautarinnar og tengj- ast inn á göngustígakerfi við Kópavogstún. Auglýst hefur verið eftir tilboðum í verkið, sem á að vera lokið 30. apríl 2006. Ekki fordæmi fyrir öðrum stígum Gunnar Einarsson, bæjar- stjóri Garðabæjar, segir að sú kostnaðarskipting sem Vega- gerðin og bæjarfélögin höfðu við þetta verk sé ekki endi- lega fordæmi fyrir frekari lagningu göngu- og hjólastíga milli bæjarfélaga. Hjólreiðamenn hafa sér- staklega gagnrýnt hversu illa gengur að fá hjólreiðastíga meðfram stofnbrautum milli sveitarfélaga, og hafa þeir gjarnan fengið þau svör að ekki sé sátt um hver eigi að greiða kostnaðinn og því séu ekki lagðir stígar. Stígar meðfram stofnbrautum milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar eru á aðalskipulagi Garða- bæjar, og segist Einar reikna með því að þeir verði lagðir, en framkvæmdin hafi ekki verið rædd frekar. Leggja göngustíg yfir Kópa- vogslæk Vesturbær | Sköpunargleðin var allsráðandi í Melaskóla þessa vik- una, en þá fóru fram þemadagar þar sem nemendur lögðu út frá verkum H.C. Andersen með ýmsum hætti, t.d. með skuggaleikhúsi, dans- verkum og leikspuna. Ragna Ólafs- dóttir, skólastjóri Melaskóla, segir að gjarnan séu haldnir þemadagar í skólanum á haustin, og að þessu sinni hafi verið ákveðið að notast við verk H.C. Andersen. Nemendur hafi m.a. lagt út frá frægum leikritum hans með leikspuna, leikriti með búningum, leiklestri og skuggaleik- húsi, auk þess sem þau hafi unnið ýmis myndverk og klippimyndir, og samið dansverk út frá ævintýrinu um tindátann staðfasta. Önnur vinsæl verk H.C. Andersen voru börnunum ofarlega í huga, og Litli ljóti andarunginn, Eldfærin, Næturgalinn og Nýju fötin keis- arans voru krökkunum innblástur á þemadögunum. Um 580 börn eru í Melaskóla í 1.–7. bekk. Lokadagur þemadaganna var í gær, á 59 ára afmæli skólans, og voru foreldrar boðnir velkomnir til að kynna sér hvað börnin hafa verið að vinna við. Ragna segir að mikill fjöldi foreldra hafi notað tækifærið og á annað hundrað hafi t.d. hlýtt á samsöng barnanna en nokkur hundruð foreldra hafi litið í heim- sókn þennan daginn. Sköpuðu út frá verkum H.C. Andersen Morgunblaðið/Ásdís Samsöngur Krakkarnir sungu af mikilli innlifun, þó að lögin hafi reyndar ekki tengst verkum H.C. Andersens. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.