Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR É g veit ekkert hvað ég á að kaupa,“ segir Bene- dikt Guðmundsson, verk- efnisstjóri hjá Akur- eyrarsetri Orkustofnun- ar, um leið og hann grípur innkaupa- kerru og snarast inn í Nettó á Glerártorgi á Akureyri. Hann kveðst jafnan sjá um dagleg innkaup fjöl- skyldunnar, enda vinni eiginkonan, Svanhildur Sigurgeirsdóttir, yfirleitt lengur en hann. „Hún tekur svo stóru skammtana um helgar, en ég fer nú oft með henni þá líka. Þá för- um við yfirleitt í Bónus eftir þessum almennu matvörum en svo bregðum við okkur í Hagkaup eða Hrísalund til að fá eitthvað gott í gogginn.“ Ástæðan fyrir að Benedikt var ekki alveg með það á hreinu hvað hann ætlaði að kaupa í þessari versl- unarferð var sú, „að ég náði ekki í konuna, hún hefur sennilega verið farin í mat. Það er svo huggulegt í þessum bönkum, heitur matur í há- deginu,“ segir hann og bætir við að hann verði því bara að þessu sinni að taka eitthvað eftir eyranu eins og hann orðar það. Hann byrjar á brauðinu, tekur eitt sem hentar fjögurra manna fjöl- skyldu, vænt og stórt. „Dóttirin þarf nesti í skólann,“ segir hann og skim- ar um brauðhillurnar. Finnur pitsu- kubba, fjóra saman í pakka og telur hentugt. „Svo þarf ég líka að kaupa safa,“ segir hann og stormar beint í kæliboxið eins og hann kallar það, framhjá óþarfanum, gosdrykkjum, flögum og annarri óhollustu af svip- uðu tagi. Æðir meira að segja fram hjá þokkalegum tilboðum. „Jú, ég kaupi oft vörur á tilboðum, en ekki endilega þegar ég er á daglegri snöggri yfirferð, bara að kaupa í matinn fyrir kvöldið,“ segir Bene- dikt. Í kæliboxinu tínir hann til safa, sykurskertan svala í skólann fyrir stelpuna og appelsínusafa í stærri umbúðum fyrir heimilisfólkið al- mennt. „Það er svo mikið drukkið af alls kyns safa núorðið, allir hættir að drekka mjólk.“ En skyrið er ávallt vinsælt á heimilinu og best þykir Benedikt sjálfum að spæna í sig blá- berjaskyr. Eftir að hafa tekið nokkrar slíkar og raðað í körfuna setur að honum hroll og því er stormað út úr kæli- boxinu. Þá er komið að því að finna eitthvað í kvöldmatinn. „Ég ætlaði að hafa kjötfars, mér þykir það gott, en það er búið að eyðileggja kjötfars- ið frá Norðlenska. Eftir að þeir tóku litarefnið úr farsinu er það eitthvað svo brúnt, ólystugt og lítið girnilegt,“ segir hann en samsinnir sam- ferðamönnum sínum í versluninni að sennilega sé það hollara fyrir vikið. „Það má vel vera, mér er annars nokkuð sama hvað ég set ofan í mig.“ Þar sem hann ætlaði að leika golf með félögum sínum síðdegis var hann ekki lengi að ákveða sig; pylsur skyldu það vera. Konan yrði senni- lega að vísu lítið hrifin af valinu, „hún er svo góðu vön úr bankanum“. Tekur pylsupakkann og leitar uppi þessi þar til gerðu pylsubrauð. „Ég er með tvær aðferðir þegar ég elda pylsur. Fyrri er þessi sígilda með tómat, sinnep og steiktum og hún verður í kvöld. Þegar ég hef meira við sýð ég kartöflur með og útbý ber- naisesósu.“ Næst liggur leiðin í holl- ustuna, ávaxtatorgið. Þar grípur Benedikt bananaknippi, þuklar nokkrar appelsínur vandlega og set- ur í poka, „svo verð ég alltaf að eiga tómata, þeir eru svo góðir í salat“. Benedikt kveðst jafnan ekki hafa mikið við í matseldinni á virkum dög- um, „þá gildir að hafa eitthvað ein- falt, fljótlegt. En ég hef gaman af að glíma við flókna rétti engu að síður og dunda við það um helgar þegar meira tóm gefst í eldhúsinu,“ segir hann og nefnir að hann hafi yndi af að útbúa súpur af öllu tagi, saltkjöt og baunir, gúllassúpur. „Hér er það svo sem ég læt mig dreyma,“ segir hann þegar haldið er framhjá kælinum hvar fiskur og fisk- réttir af margvíslegu tagi liggja. Þær borða ekki fisk, mæðgurnar og því er hann sjaldnar á borðum en húsbónd- inn kýs. „Við höfum stundum plokk- fisk, ég og strákurinn, og þá fá þær sér hamborgara.“ Ómissandi, segir Benedikt að eiga mjólkurkex í skápnum og tekur styrkum höndum um einn slíkan. Segir svo að nóg sé komið í dag, hann þurfi ekki meira. Freistingin náði samt tökum á kapp- anum áður en að kassanum var kom- ið. „Ég elska svona gamaldags lakkr- ís,“ segir hann og hendir poka í körfuna. „Rosalega gott að maula á honum með sjónvarpinu á kvöldin.“ Vart búinn að sleppa orðinu og stilla sér upp í röðina við kassann þegar hann kemur auga á örbylgjupopp sem líka ratar ofan í körfuna. „Jæja, nú þarf ég ekki meira.“  HVAÐ ER Í MATINN? | Benedikt Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Orkustofnun á Akureyri Nokkuð sama hvað ég set ofan í mig Morgunblaðið/Kristján Benedikt Guðmundsson á ávaxtatorgi Nettó á Glerártorgi. Bónus Gildir 6.–9. okt. verð nú verð áður mælie. verð Íslensk pekingönd frosin....................... 999 1298 999 kr. kg Holta ferskir kjúklingabitar .................... 269 399 269 kr. kg KF reykt og saltað folaldakjöt ................ 389 539 389 kr. kg ÍL lambalæri úrbeinað .......................... 1.499 0 1.499 kr. kg KF lambasaltkjöt blandað ..................... 279 369 279 kr. kg KS lambabógur snyrtur ......................... 599 0 599 kr. kg Bónus ís, 2 ltr ...................................... 179 289 90 kr. ltr Epli rauð, 1,5 kg .................................. 149 0 99 kr. kg Myllu karmellukaka, 400 g ................... 199 0 497 kr. kg Bónus tannkrem, 75 ml........................ 59 99 786 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 6.–8. okt. verð nú verð áður mælie. verð Fjallalambs ósoðin lifrarpyls, frosin ........ 446 558 446 kr. kg Fjallalambs ósoðinn blóðmör, frosinn .... 398 498 398 kr. kg Fjallalambs svið frosin.......................... 398 568 398 kr. kg Lambalifur úr kjötborði ......................... 138 198 138 kr. kg Lambahjörtu úr kjötborði ...................... 178 288 178 kr. kg Lambanýru úr kjötborði......................... 88 158 88 kr. kg Blómkál .............................................. 99 249 99 kr. kg Kínakál ............................................... 129 189 129 kr. kg FK samlokubrauð, 700 g ...................... 75 119 107 kr. kg Farm frites franskar kartöflur, 750 g....... 119 198 158 kr. kg Hagkaup Gildir 6.–9. okt. verð nú verð áður mælie. verð Lambafille m/fitu, úr kjötborði .............. 2.499 2.998 2.499 kr. kg Lambahryggur, úr kjötborði ................... 898 1298 898 kr. kg Holta ferskur kjúklingur, 1/1 ................. 389 598 389 kr. kg Tyson kjúklingavörur ............................. 1.599 1.999 1.599 kr. pk. Daloon kínarúllur ................................. 499 679 499 kr. pk. Daloon vorrúllur m/nautakjöti ............... 499 659 499 kr. pk. Myllu Fjölkornasamlokubrauð ............... 2 249 2 kr. stk. Kaskó Gildir 6.–9. okt. verð nú verð áður mælie. verð Blóðmör.............................................. 266 354 266 kr. stk. Lifrarpylsa ........................................... 276 368 276 kr. stk. Verkuð svið.......................................... 430 573 430 kr. kg Bayonskinka........................................ 789 1.252 789 kr. kg Lambalæri frosið nýslátrað .................... 799 1.259 799 kr. kg Heill ferskur kjúklingur .......................... 389 598 389 kr. kg Jarðarber lausfryst stór poki .................. 149 299 149 kr. stk. Hindber lausfryst ................................. 99 199 99 kr. stk. Skógarber lausfryst .............................. 99 199 99 kr. stk. Nýtt íslenskt kínakál ............................. 99 199 99 kr. kg Nettó Gildir 6.–9. okt. verð nú verð áður mælie. verð Hamborgarsteik (úrb.grísabógur)........... 599 1198 599 kr. kg Saltkjöt ............................................... 199 344 199 kr. kg Lambalæri af nýslátruðu ....................... 799 1250 799 kr. kg Kjúklingavængir ferskir ......................... 99 299 99 kr. kg Kjúklingalæri fersk ............................... 299 599 299 kr. kg Toppur hreinn, 1,5 ltr og sítr. 1,5 lt ........ 75 149 75 kr. stk. Uppþvottalögur, 1 ltr ............................ 99 199 99 kr. stk. Mýkingarefni, 4 ltr................................ 299 399 299 kr. stk. Þvottaefni, 3. kg .................................. 399 599 399 kr. stk. Lausfryst jarðarber, stór poki ................. 149 299 149 kr. stk. Nóatún Gildir 6.–12. okt. verð nú verð áður mælie. verð Lax í heilu ........................................... 499 599 499 kr. kg Lambasúpukjöt ................................... 299 599 299 kr. kg Laxaflök beinhreinsuð .......................... 899 1298 899 kr. kg Epli Jónagold....................................... 49 109 49 kr. kg Kínakál ............................................... 199 349 199 kr. kg Pringles Dip salsasósa ......................... 149 269 497 kr. kg Pepsi Max, 2 ltr.................................... 99 175 49 kr. ltr Persil þvottaefni ,5,4 kg........................ 998 1298 184 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 6.–9. okt. verð nú verð áður mælie. verð Grísakótelettur kjötborð ........................ 896 1.298 896 kr. kg Bautabúrs Bayonesskinka..................... 1.119 1.599 1.119 kr. kg Dönsk grísabógssteik Borgarneskjötv. .... 598 879 598 kr. kg Beikonbúðingur Borgarneskjötvörur ....... 579 828 579 kr. kg Íslandsfugl læri m/legg magnkaup ........ 390 599 390 kr. kg Goða skinka ........................................ 186 237 861 kr. kg Gulrætur baby, 453 g ........................... 189 289 417 kr. kg Jarðarber, 200 g .................................. 99 249 495 kr. kg Þín Verslun Gildir 6.–12. okt. verð nú verð áður mælie. verð London lamb frá Borgarnesi.................. 1.193 1.491 1.193 kr. kg Grísahakk frá Borgarnesi ...................... 573 716 573 kr. kg F&F baconbollur .................................. 303 379 303 kr. pk. Myllu heilhveitisamlokubrauð................ 179 229 179 kr. stk. Freshetta Roma Pizzur, 400 g................ 369 416 672 kr. kg Gevalia kaffi, 500 g.............................. 329 399 658 kr. kg Hunt́s tómatsósa, 680 g....................... 99 149 138 kr. kg Nesquick kókómalt, 500 g.................... 289 339 578 kr. kg Swiss Miss, 737 g................................ 379 489 492 kr. kg Blóðmör og lifrarpylsa á tilboði  HELGARTILBOÐIN | neytendur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg 1/2 kg af Æringja sem er grafinn sauðavöðvi frá Fjalla- lambi. 1 krukka Pestó ásamt einu af þeim ítölsku brauðum sem bökuð eru í Bakaríinu við Brúna. Rifinn Mozzarella sem fram- leiddur er í mjólkurstöðinni á Egilsstöðum. Rauðvín og bjór til vara ef ein- hver er með ofnæmi fyrir rauðvíninu Aðferð: Æringinn sneiddur niður í örþunnar sneiðar. Hann síðan settur á disk ásamt pestóinu, brauðinu og ostinum. Svo fær sér hver eins og hann vill og skolar niður með rauðu eða bjór. Einstaklega þægilegur réttur sem passar við öll tæki- færi að mati Benedikts. Eink- um þó og sér í lagi þegar vinnufélagar koma saman og halda svonefnd litlu jól. Tækifæris jólaréttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.