Morgunblaðið - 06.10.2005, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 06.10.2005, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SVARIÐ er auðvitað gamall. Flestir vilja lifa vel og lengi en það að vera gamall er í augum margra lítið eftirsóknarvert. Skoðum aðeins hin ýmsu aldurs- skeið t.d. okkar Ís- lendinga og annarra Vestur-Evrópubúa. Aldursskeiðum má skipta gróflega í þrjá hluta. Í fyrsta lagi frá 0–30 ára. Þetta er skeið ungdómsára, vaxtar, þroska, menntunar, stofnunar heimilis og fjölskyldu. Gróska, eftirvænting og virkni einkennir þetta skeið. Annað skeið lífs- hlaupsins er hin svo- kölluðu manndómsár frá 30–60 ára. Það einkennist af því að vera með mörg járn í eldinum. Feta sig upp metorðastigann, eignast flott heimili, vera virkur í hringiðu lífsins, starfsframa, fé- lagsþátttöku, fjölskyldumálum. Einkenni eru stress og tíma- skortur. Þriðja skeiðið, efri árin frá 60–90, jafnvel 100 ára. Þetta er skeið lífsins sem ein- kennist af því að hafa smám saman meiri og meiri tíma og minna og minna umleikis. Launaðri vinnu lýkur, börnin fljúga úr hreiðrinu og oft skapast mikið tómarúm. Það kemur að því að einstaklingurinn er ekki lengur talinn með nema þá helst sem vandamál. Lítum aðeins nánar á málið, t.d. viðhorf til aldraðra. Þá sjaldan fjölmiðlar ræða um gamalt fólk er það fremur neikvæð mynd sem dregin er upp. Í sjónvarpinu eru sýndar myndir af háöldruðu veiku fólki sem dregst um ganga stofnana og styður sig við göngugrindur. Eru aðrir ald- urshópar sýndir veikir á sjúkra- stofnunum þegar talað er almennt um aldurshóp? Forsvarskona leik- skólakennara taldi að nú væri botn- inum náð þegar þeirri hugmynd var varpað fram að jafnvel ætti að fá eldri borgara og útlendinga til að aðstoða vegna manneklu í leikskól- unum í Reykjavík. Hvað með allar þær ömmur og afa sem áður fyrr sem og nú eru oft þörfustu þjónarnir til að gæta barna og að- stoða þau í leik og starfi? Veit hún ekki að aldraðir eru ekki eins- leitur hópur grárra borgara, heldur þver- skurður af þjóðfélag- inu með mismunandi menntun og reynslu, hið eina sameiginlega sem þetta fólk hefur er að vera 60 ára og eldra. Um „útlend- ingafóbíuna“ mætti einnig ræða. Heilar ráðstefnur eru haldnar til þess að ræða um vandamálin sem hljótast af því að fólk eldist. Á Alþingi hefur verið minnst á að auka þurfi þjónustu sálfræðinga og félagsráðgjafa til að sporna við auknu þunglyndi aldraðra en hvergi hef ég séð að litið sé á ástæður þessa þunglyndis, sem eru oft virðingarleysi, fátækt og e.t.v. fyrst og fremst að vera sviptir virkri þátttöku í lífinu, þ.e.a.s. hafa ekkert hlutverk. Ég skal játa að ég hef verið og er hlynnt þeirri ríkisstjórn sem ríkt hefur og ríkir nú en þar með er ekki sagt að ég sé sátt við alla hluti, fjarri því. Sem dæmi um algjöra vanþókn- un eru skattleysismörkin, sem nú eru rúmlega 71.000 kr. á mánuði. Hvernig á fólk sem hefur rúmlega 120 þús. kr. í launa-, eftirlauna- eða örorkutekjur að greiða skatt frá 71.296 kr. af þessum smán- artekjum? Má ekki hækka í staðinn skatthlutfall þeirra sem hafa hæstu launin, ofurlaunin? Gleðilegt er þó að sjá að þetta hlýtur að standa til mikilla bóta, þar sem ríkissjóður stendur sterk- ur og skilar afgangi, bankarnir þenjast út af velsæld eins og púkar á bitum. Íslendingar fjárfesta erlendis sem aldrei fyrr. Embættismenn og pólitíkusar skammta sér ríkulega margföld laun og eftirlaun. Við höfum efni á að kosta miklu til með því að sækjast eftir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og byggja íburðarmikið glæsi- tónlistarhús. Gott er að sjá hve efn- uð við erum og styrkir það þá trú mína á því að við höfum einnig efni á að styrkja myndarlega baráttu gegn fátækt hér á landi og örbirgð og alnæmi sem eru ríkjandi allt of víða í heiminum. Þó að hér á landi ríki ekki ör- birgð eða algjört allsleysi eins og ég hef kynnst af eigin raun í starfi meðal allslausra og veikra í Afríku er fátækt í landi velmegunarinnar Íslandi til skammar. Er e.t.v. ekki komið að réttlátari meðferð þeirra peninga sem við eigum sameiginlega? Nú tekur að styttast í sveitarstjórnarkosningar og áður en varir er komið að alþing- iskosningum. Mikill styrkur liggur í at- kvæðafjölda eldri borgara og er því ekki vandalaust að kjósa þá sem treystandi er fyrir betra þjóðfélagi í okkar ríka landi, fylgjast með lof- orðum og efndum. Margt hefur vel til tekist hér á landi á undanförnum árum, vel- megun og gróska í samfélaginu fyr- ir marga. Nú er lag að bæta úr fyrir þá sem farið hafa á mis við velmeg- unina svo að ánægjulegt geti orðið að vera gamall. Það sem allir vilja verða en enginn vill vera Anna Þrúður Þorkelsdóttir fjallar um velmegun og elli ’Nú er lag að bæta úrfyrir þá sem farið hafa á mis við velmegunina svo að ánægjulegt geti orðið að vera gamall. ‘ Anna Þrúður Þorkelsdóttir Höfundur er þjóðfræðingur og leiðsögumaður. GRUNDVÖLLUR Baugs- umræðunnar núna er torræð einkaskjöl nefndra og ónefndra manna úti í bæ sem borist hafa fjölmiðlum í eigu sakborninga í stærsta fjársvikamáli Íslandssög- unnar. Verður það að teljast ískyggilega heppilegt að tölvupóstar frú Jónínu Benedikts- dóttur berist á borð sakborninga og manna þeim tengdum á þessum tímapunkti. Spyrja má hvort tíma og mannafla fréttamiðla í landinu sé ekki betur varið í það að varpa ljósi á málarekstur ákæru- valdsins gegn Baugs- mönnum. Yrði slíkt væntanlega til þess að skýra og skerpa skoðanir fólks, auka réttaröryggi sakborn- inga og traust þjóð- arinnar á dómstólum og embættismönnum sem að lögreglu- og ákæruvaldi starfa. Sumir fjölmiðlar virð- ast ekki sjá sér hag í því. Þeir sjá sér ekki hag í því að standa undir nafni sem fjórða valdið, sem m.a. er ætlað að veita aðhald þeim stóru og sterku. Annaðhvort hafa þeir ekki hug- mynd um það í hverju þetta aðhald felst eða þeir halda að það felist í því að nota einkasamskipti fólks málstað sín- um til framdráttar. Ekki er hægt að fallast á að um- rædd tölvuskeyti hafi fréttagildi enda hurfu fyrirsagnir tengdar málinu af forsíðu Fréttablaðsins eftir að eðlilegar skýringar höfðu borist. Má hér spyrja hvort blaða- mennska Fréttablaðsins hafi ekki beðið enn eitt skipsstrandið. Þegar það virðist ljóst að fjölmiðlar, margir hverjir, eru ekki starfi sínu vaxnir hljóta menn að líta til stjórnarandstöðunnar, enda hlut- verk þeirra, líkt og fjölmiðla, að gæta hagsmuna landslýðs alls gagnvart ríkjandi öflum. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, von- arstjarna sósíaldemókrata hér á landi, sá sóma sinn í því að ráðast á embætti ríkislögreglustjóra og starfsmenn þess með dylgjum og órökstuddum fullyrðingum. Slíkur málflutningur er ekki til annars fallinn en að draga óverðskuldað úr trausti almennings á starfsmönnum ríkisins. Reyndar þarf ekki að koma á óvart að það skuli vera núverandi formaður Samfylking- arinnar sem hleypur undir bagga með Baugi enda hefur hann gert það áður. Úr því að nefnd manneskja hefur smekk fyrir dylgjum mætti spyrja hvað endurtekið reki hana til að styðja við bakið á mönnum sem nú sitja undir alvarlegum ásökunum fyrir dóm- stólum. Rétt er að ítreka að ekki er geng- ið út frá sekt sakborn- inganna í Baugsmál- inu. Aðeins er verið að benda á tilhneigingu vissra fjölmiðla og nafngreinds stjórn- málamanns til að taka upp hanskann fyrir Baugsveldið við hvert tækifæri. Getur verið að ástandið á Íslandi við upphaf 21. aldar sé í líkingu við það sem á 15. öld fékk Skáld-Svein til að yrkja svo: Hvert skal lýðrinn lúta? Lögin kann enginn fá, nema baugum býti til; tekst inn tollr og múta, taka þeir klausu þá, sem hinum er helzt í vil. Vesöl og snauð er veröld af þessu klandi, völdin efla flokkadrátta í landi, harkamálin hyljast mold og sandi, – hamingjan banni, að þetta óhóf standi Baugsósómi Guðmundur Óskar Pálsson fjallar um Baugsmálið Guðmundur Óskar Pálsson ’Spyrja máhvort tíma og mannafla frétta- miðla í landinu sé ekki betur varið í það að varpa ljósi á málarekstur ákæruvaldsins gegn Baugs- mönnum.‘ Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Í KENNARAHÁSKÓLA Ís- lands eru þessa dagana mikið í umræðunni ummæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borg- arstjóra Reykjavíkur í fréttum Ríkissjónvarpsins hinn 19. sept- ember sl. þar sem hún talaði fjálg- lega um skort á leiðbeinendum í vinnu í leikskóla borgarinnar. Hún sagði hreint út að nú vantaði rúm- lega 100 ófaglærða starfsmenn og einnig að það væri ráð að leita í skrár atvinnulausra og sækja þangað konur. Er ekki skortur á fagfólki inn í leikskólana? Borg- arstjóri sýnir börnum og for- eldrum vanvirðingu með þessum ummælum því börn eiga rétt á því að fólk sem kennir þeim á fyrsta skólastigi hafi til þess tilskilda þekkingu. Umönnun barna í leik- skólum er ekki óvirk gæsla heldur skipuleggja leikskólakennarar starf sem eykur möguleika leik- skólabarna til þess að vaxa og þroskast persónulega og undirbýr börn undir vaxandi þátttöku í lýð- ræðisþjóðfélagi eins og sjá má í aðalnámskrá leikskóla. Hvað með metnað Reykjavíkurborgar til handa börnum sem eru á fyrsta skólastigi og eiga samkvæmt Steinunni Valdísi að fá sína menntun frá ófaglærðum konum af atvinnuleysisskrám? Þegar við undirritaðir nem- endur á leikskólabraut við Kenn- araháskólann heyrum slík ummæli frá borgarstjóra sem jafnframt er yfir menntasviði Reykjavík- urborgar hljótum við að velta því fyrir okkur hvað við séum yfir höfuð að gera í þessu námi? Eins og málið snýr að okkur er borg- arstjóri að gefa í skyn metn- aðarleysi af hálfu borgarinnar fyr- ir hönd leikskólabarna og réttar þeirra til menntunar og að ekki sé þörf á fagfólki inn í leikskólana. Þannig skiljum við það, og teljum reyndar að ekki sé hægt að skilja það öðruvísi. Í stað þess að fjölga leikskólakennurum með því að hækka þeirra laun sem að sjálf- sögðu er löngu tímabært, um það virðast flestir í okkar samfélagi vera sammála um, þá talar borg- arstjóri um nauðsyn þess að fjölga ófaglærðu fólki í laus störf í leik- skólunum og gera í alla staði vel við það fólk t.d. með tveimur ein- greiðslum á ári. Nú rjúka sjálfsagt konur borgarinnar til og afskrá sig af atvinnuleysisskrám og ráða sig inn í leikskólana því hann er freistandi, feitur bitinn sem borg- arstjóri býður þeim, heilar 18.000 krónur á ári. Ekki einu sinni á hverju ári, heldur bara á þessu ári. Nú fýsir okkur að vita hvað borgarstjóri hefur í huga að bjóða fagfólki þeirrar stéttar sem sér- hæfir sig í að mennta börn á leik- skólaaldri. Við höfum ekki heyrt talað um neinar eingreiðslur þeim til handa. Það er grátlegt að borg- arstjórinn okkar sé sá aðili sem með hugmyndum sínum end- urvekur það gamaldags viðhorf og skort á þekkingu að engin sérstök menntun sé nauðsynleg til að mennta börn. Það yrði uppi fótur og fit ef ekki væri metnaður fyrir því að fá menntaða grunnskóla- kennara til kennslu í grunn- skólana. Á þá ekki að vera uppi fótur og fit núna þegar komið hefur fram að ekki er metnaður fyrir því að fá menntaða leikskólakennara til kennslu í leikskólana? Hlutverk leikskólakennara og leiðbeinenda felur í sér mikla ábyrgð og er mjög krefjandi, því ber að hafa í huga að það er ekki, og á ekki, að vera á færi hvers sem er að starfa í leikskóla. Í Kennaraháskóla Íslands er nú fjöldi nema sem stefna á að út- skrifast eftir þriggja ára há- skólanám sem leikskólakennarar. Við höfum aflað okkur mikillar þekkingar í leikskólakennslu og viljum koma út í starfið til að leiða leikskólabörn áfram í þekking- arleit sinni. Úti á vinnumark- aðnum er fjöldi fólks með leik- skólakennaramenntun sem er ekki að nota hana sem slíka vegna þess að launin eru skammarlega lág. Hvernig væri að bregðast við vandanum í eitt skipti fyrir öll og borga fólki sem vinnur slíkt hug- sjónastarf mannsæmandi laun og viðhalda faglegu starfi í leik- skólum? Það þýðir ekki endalaust að ýta vandanum á undan sér með eingreiðslum eða lélegum kjara- samningum til skamms tíma. Við eigum góða leikskóla þar sem börnin eyða 6–9 tímum á dag í leik og starfi undir handleiðslu fólks sem hefur ávallt í huga hvað er þeim fyrir bestu. Það er ávinn- ingur fyrir alla að leikskólarnir okkar séu mannaðir sérhæfðu starfsfólki sem þekkir þroska- möguleika barna á þessum aldri bæði sem einstaklinga og hluta af heild. Leikskólakennarar eru sér- fræðingar í uppeldi og menntun barna frá 0–6 ára og eru færir um að kenna ungum börnum und- irstöðuatriði siðmenntunar sem heldur lýðræðisþjóðfélagi saman. Leikskólakennarar leiðbeina einn- ig leiðbeinendum í sínu starfi þannig að samhliða menntun ungra barna stunda þeir fullorð- insfræðslu. Við krefjumst þess að stéttinni sé gert hátt undir höfði og að borgarstjóri útskýri fyrir leik- skólakennurum og leikskólakenn- aranemum hvað hún telji að leik- skólabörn í Reykjavík verðskuldi. Menntun leikskólabarna í Reykjavík Helena Rut Sigurðardóttir, Hrund Traustadóttir og Mar- grét Björk Jóhannesdóttir fjalla um kjör leikskólakennara ’Nú fýsir okkur að vitahvað borgarstjóri hefur í huga að bjóða fagfólki þeirrar stéttar sem sér- hæfir sig í að mennta börn á leikskólaaldri.‘ Helena Rut Sigurðardóttir Höfundar eru nemendur á 3. ári á leikskólabraut í Kennaraháskóla Íslands. Margrét Björk Jóhannesdóttir Hrund Traustadóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.