Morgunblaðið - 06.10.2005, Side 42

Morgunblaðið - 06.10.2005, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Erlingur Vig-fússon fæddist á Hellissandi 15. jan- úar 1936. Hann lést á sjúkrahúsi í Köln í Þýskalandi 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vigfús Jónsson, f. 1883, d. 1972, og Kristín Jensdóttir, f. 1889, d. 1953. Systk- ini Erlings voru; Jó- hanna Vigfúsdóttir, f. 1911, d. 1994, Jens Vigfússon, f. 1912, d. 1983, Haukur Vigfússon, f. 1913, d. 1995, Guðný Jóhanna Vigfúsdóttir, f. 1917, d. 2000, Svava Vigfúsdóttir, f. 1918, d. 2004, Guðbjörg Vigfúsdóttir, f. 1921, Vigfús Kristinn Vigfússon, f. 1924, Auður Vigfúsdóttir Weld- ing, f. 1926, Iðunn Vigfúsdóttir, f. 1927, Gyða Vigfúsdóttir, f. 1928, d. 1972, Ragna Vigfúsdóttir, f. 1930, og Jón Jóhann Vigfússon, f. 1931. Árið 1957 kvæntist Erlingur Huldu Jónsdóttur, f. 1934, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru; 1) Marta Jóna, f. 1956, maki Josef Klein, börn þeirra eru Jens, f. 1983, og Christoph, f. 1988. 2) Íris, f. 1959, maki Ólafur Einar Jó- hannsson, börn þeirra eru Hulda Sif, f. 1982, Jóhann Mar, f. 1990, og Sigríður, f. 1992. 3) Guðný Kristín, f. 1960, maki Oddur Gunnarsson, börn þeirra eru Marta Katrín, f. 1992, og Margrét Dúna, f. 1993. Barn Guðnýjar af fyrra hjónabandi er Ásta Axelsdóttir, f. 1981. 4) Lára Björk, f. 1969. Erlingur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Irene Vigfússon ár- ið 1976. Erlingur ólst upp í mikilli tónlistar- fjölskyldu á Hellis- sandi. Hann söng með kirkjukór Ingj- aldshólskirkju frá 12 ára aldri og allt þar til hann hélt til Reykjavíkur til trésmíðanáms. Hann hóf einsöngvaraferil sinn með karlakórnum Fóstbræðrum og söng með honum ásamt því að leggja stund á söngnám hjá Sig- urði Demetz til ársins 1966. Hann stundaði framhaldsnám í söng á Ítalíu og síðar í Þýskalandi. Eftir nám við óperustúdíó Kölnaróper- unnar var hann ráðinn einsöngv- ari við óperuna og gegndi hann því starfi til ársins 1998. Erlingur tók einnig þátt í nokkrum uppfærslum á fjölum Þjóðleikhússins, síðast í hlutverki Turridu í óperunni Cavalleria Rusticana árið 1983. Auk þessa hélt hann fjölmarga konserta víða um Evrópu ásamt því að taka þátt í uppfærslum Kölnaróperunnar, bæði þar í borg og víðar, svo sem í Asíu og Afríku. Minningarathöfn um Erling Vigfússon verður haldin í Grafar- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ég kveð elskaðan eiginmann minn og besta vin, Erling Vigfús- son. Eftir 36 ára samveru verð ég nú að kveðja hann. Sjá honum á bak. En ekki fyrir fullt og allt, – að- eins í stuttan tíma! Kölnaróperan og ævistarf hans sem óperusöngvara gæddi líf hans gleði og fyllingu. Hann söng víða um þessa heims lönd og færði mörgum gleði með söng sínum. Ég þakka Erlingi fyrir þessi 36 ár sem við áttum saman, með öllum sínum „hæðum og lægðum“. Sein- ustu árin var æ ofan í æ barist upp á líf og dauða. Síðasta stríðinu töp- uðum við bæði! Svo er trúarvissu okkar fyrir að þakka að nú veit ég af honum Erlingi á himnum. Nú syngur hann sinni undurfögru röddu: Dein ist mein Ganzes Herz …! Hinstu för sinni lýkur hann í heimahögunum á Íslandi! Bless, bless, elskan mín. Þín Irene. Þær urðu miklar breytingarnar á högum okkar systra við skilnað ykkar mömmu. Ég var níu ára, Lára ekki orðin eins árs, Íris tíu og Marta þrettán. Að hverfa úr mildu og þægilegu umhverfinu í Köln þar sem við bjuggum öll saman, við allsnægtir að því er mér fannst, og koma til Íslands um hávetur. Fyrst bjuggum við hjá ættingjum í Garði á Reykjanesi. Í minningunni um þessi umskipti vakir vetrardrungi, hríð og stormur, 30 mínútna gang- ur í skólann sem var svo gjörólíkur skólanum okkar í Köln. Mér fannst þetta óraunverulegt og ríghélt lengi í vonina um að þú kæmir til að fara með okkur aftur til okkar fyrra lífs þar sem við undum okkur svo vel. Það gerðist hins vegar ekki. Ég heyrði þig oft syngja svo fal- lega í útvarpinu og ávallt þegar ég hugsa til þín óma þessar ljóðlínur ósjálfrátt um huga minn: Ég leitaði blárra blóma að binda þér dálítinn sveig, en fölleit kom nóttin og frostið kalt á fegurstu blöðin hneig. En ég gat ei handsamað heldur þá hljóma sem flögruðu um mig, en það voru allt saman orðlausir draumar um ástina, vorið og þig. … Þó get ég ei annað en glaðst við hvern geisla er á veg þinn skín og óskað að söngur, ástir og rósir sé alla tíð saga þín. (Tómas Guðm.) Ég trúi því nú að þetta hafi ekki heldur verið auðvelt fyrir þig. Þörf þína og væntingar um að virkja þá guðsgjöf sem hæfileikar þínir voru og öðlast frama í söngnum var ekki hægt að uppfylla á Íslandi. Sam- bandið milli okkar var lítið og stop- ult á meðan ég var að vaxa úr grasi. Ég átti samt alltaf pabba í Þýskalandi sem var stjarna, óperu- söngvari í virtu óperuhúsi. Við fylgdumst með ferðum þín- um og afrekum eftir megni, kortin frá þér komu frá fjarlægum lönd- um. Söknuðurinn að fá ekki að taka þátt í lífi þínu og njóta sambands við þig varpaði þó skugga á stoltið af afrekum þínum og framgangi á listabrautinni. Hin síðari ár höfum við átt ánægjuleg samskipti. Við höfum hist nokkuð reglulega, ýmist í ferð- um mínum til Þýskalands eða í ár- legum ferðum þínum í heimahag- ana á Íslandi. Mér, Oddi og stelpunum þótti sérstaklega gaman að hitta þig í fjallakofanum þínum undir eikinni stóru uppi í Eifel. Það var þinn uppáhaldsstaður. Úti í guðsgrænni náttúrunni, fjarri skarkala þétt- býlisins, alltaf að smíða, betrum- bæta og dytta að. Það var líka in- dælt að fá þig í heimsókn, hrókur alls fagnaðar, léttur í lund og þægi- legur í samskiptum. Elsku pabbi, ég kveð þig með söknuði. Þín dóttir, Guðný Kristín. Það er með miklum trega sem ég kveð Erling Vigfússon tengdaföður minn, en okkur varð afskaplega vel til vina þótt hvor hafi búið í sínu landinu allt frá því fundum okkar bar fyrst saman. Mér er í fersku minni þegar ég hitti hann fyrst. Það var sumarið 1977 að Írisi dóttur hans þótti tímabært að kynna fyrir honum mannsefni sitt, en við höfðum þá verið saman í tæp tvö ár. Heimsótt- um við Erling þar sem hann bjó í bænum Troisdorf í nágrenni Köln- ar í Þýskalandi. Ekki var á þeim tíma hægt að fljúga beint til Þýska- lands, þannig að við höfðum viðdvöl í Kaupmannahöfn. Sú viðkoma með tilheyrandi skemmtanahaldi síðasta kvöldið tók nokkurn toll af heilsu- fari hins tilvonandi tengdasonar sem var þar af leiðandi ekki upp á sitt allra besta þegar Erlingur sótti okkur á flugvöllinn í Köln. Ástandið duldist honum ekki og það var því með glettnissvip sem hann sagði við dóttur sína: „Er þetta vinur- inn?“ Í framhaldi af þessum fyrsta fundi tókust með okkur góð kynni sem aldrei bar skugga á. Erlingur flutti til Þýskalands með fjölskyldu sína, eiginkonu og þrjár dætur, árið 1966. Fjórða dótt- irin fæddist þeim ytra. Erlingur og Hulda slitu samvistum árið 1969 og flutti hún til Íslands með dæturnar fjórar. Skilnaður þeirra varð fjöl- skyldunni mjög erfiður og setti mark sitt á þau öll, þó hvert með sínum hætti. Eftir að við Erlingur kynntumst betur fannst mér alltaf vera í honum tregi yfir því hvernig farið hefði, þótt hann gerði sér manna ljósast grein fyrir ábyrgð sinni á því hvernig komið var. Fann ég jafnan á honum að hann saknaði dætranna, fjölskyldunnar og lands- ins sem hann unni mjög. Við tengdafeðgar hittumst alloft og reglulegar eftir því sem árin liðu. Bæði heimsóttum við Íris hann til Þýskalands, en oftar kom hann þó hingað heim. Hin síðari ár bjó hann jafnan hjá okkur, enda au- fúsugestur. Erlingur var glæsimenni og auk þess að vera frábær söngvari og kunnur af afrekum sínum á tónlist- arsviðinu hér heima og erlendis var hann smiður góður, enda hafði hann lært þá iðn áður en hann hasl- aði sér völl í óperunni. Oft rétti hann mér hjálparhönd við margt sem gera þurfti. Réttara sagt var það hann sem stjórnaði verkunum en ég var í hlutverki handlangar- ans. Fyrir kom að hann var hrein- lega kallaður hingað heim til smíða sem Íris treysti mér ekki fyrir. Hafði hann gaman af því, þótt ekki léti hann mig gjalda þess. Í aðdrag- anda heimsókna hans til okkar var útbúið fyrir hann herbergi, en ólíkt því sem gerðist þegar aðra gesti bar að okkar garði, þá þurfti einnig að taka til í bílskúrnum. Gat dóttir hans ekki hugsað sér að hann sæi hvernig þar er jafnan umhorfs, enda var hann mikið snyrtimenni. Erlingur var einkar skemmtileg- ur maður, glaðsinna og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór. Það smitaði af honum kátínan og oft var á honum grallarasvipur sem gjarn- an var undanfari glettnislegra at- hugasemda. Hann var umtalsgóður og aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Erlingur átti við vanheilsu að stríða fyrir nokkrum árum, en náði sér furðuvel eftir erfiða baráttu við skæðan sjúkdóm. Hann var að hætta störfum í Kölnaróperunni um það leyti, enda kominn á þann aldur þegar söngvarar láta af störf- um. Síðustu árin átti hann ágæt og hafði hann gælt við að koma til Ís- lands í sumar sem var okkur til- hlökkunarefni. Af þeirri ferð varð því miður ekki. Það harma ég mjög. Blessuð sé minning Erlings Vig- fússonar. Ólafur E. Jóhannsson. Elsku afi, ég trúi ekki að þú sért farinn, ég sakna þín svo mikið. Ég gleymi aldrei þegar ég fór til þín til Þýskalands. Það var svo gaman þegar við fórum í dýragarð- inn saman. Ég man hvað það var gaman að fara með þér og Balú í gönguferð í kringum vatnið eða í hjólatúr. Ég sakna þín, ég sakna þess að fara með þér upp í Eifel, ég sakna þess að fara með þér í Kola- portið að kaupa harðfisk, ég sakna þess að fara með þér út að hjóla, ég sakna þess að fara með þér að veiða í Hvítá og ég sakna þess að minna þig á að taka lyfin þín. Það virðist vera svo stutt síðan ég bak- aði pönnukökur handa ykkur Nonna, það er eins og það hafi gerst í gær. Þú varst alltaf svo glaður, alltaf jafn góður við mig. Þú ert hetjan mín, að hafa sigrast á veikindunum í lifrinni og varst allt- af svo hress eftir það. Þér fannst svo gaman að hjálpa pabba með pallinn í Laugarási, eða þegar þú varst að laga vegginn niðri á baði. Það var svo gaman að koma heim úr skólanum þegar þú varst alltaf heima til að taka á móti mér. Ég gleymi aldrei þegar við Jói fórum með þér í bæinn 17. júní, þegar við fórum með þig í Kolaportið í fyrsta sinn. Þetta allt mun ég muna, hetj- an mín stóra. Takk fyrir að hafa verið öll þessi ár í lífi mínu, alltaf. Guð veri með þér, elsku afi. Bless- uð sé minning þín. Ég elska þig. Þín Sigríður. Erlingur Vigfússon óperusöngv- ari var yngstur þrettán systkina. Hann var móðurbróðir minn og yngri en ég. Það var nokkuð sjald- gæft að eiga móðurbróður sem er yngri en maður sjálfur. En í mínum huga var hann Erlingur ekki ein- ungis frændi minn heldur einnig vinur minn og leikfélagi, og átti heima á Gimli á Hellissandi. Ég þekkti Erling frá fyrstu tíð, við lékum okkur saman sem börn og unglingar. Það er margs að minnast frá bernsku- og æskuár- unum á Hellissandi. Leikir barna og unglinga voru gjörólíkir því sem í dag er talið sjálfsagt. Sjónvarp og myndbandstæki voru ekki til. Börn og unglingar urðu því sjálf að sjá sér fyrir dægrastyttingu. Við frændurnir lékum okkur, ásamt öðrum börnum, við að skoppa gjörðum, fara í „fallin spýtan“, „yf- ir“ og fleiri leiki. Þá var slábolti vinsæll og vitanlega fótbolti. Oft var líka farið niður að sjó, sér- staklega niður að „lóni“ sem var rétt hjá Gimli. Þar var siglt litlum bátum á milli hafna sem höfðu hin ýmsu nöfn. Í norðanroki var farið upp í Kórklett og setið þar í góðu skjóli og hlustað á brimið skella á klettunum með öllum sínum þunga. Það var tilkomumikil tónlist á að hlýða og stórkostleg sjón á að horfa. Já, þær eru margar minn- ingarnar frá þessum árum. Erlingur var bráðþroska ung- lingur. Hann var stór eftir aldri og það kom snemma í ljós að hann var afar vel að manni. Enda var það ein iðja í okkar leikjum að metast á um það hver gæti lyft þyngsta stein- inum. Erlingur ólst upp við tónlist og mikinn söng. Elsta systir hans spil- aði í kirkjunni á Ingjaldshóli í rúma hálfa öld og faðir hans söng þar enn lengur. Jón bróðir hans var einnig kirkjuorganisti í mörg ár. Og systkini hans sungu meira og minna í kórum árum saman. Það var oft safnast saman við orgelið á Gimli og „lagið tekið“. Sú tónlist sem þar var iðkuð hefur trúlega sí- ast inn í lítinn dreng og lifað með honum alla tíð. Erlingur lærði trésmíðar og vann við þær um hríð. Hann flutti til Reykjavíkur og bjó þar um skeið. Þar gekk hann í karlakórinn Fóst- bræður þar sem hann eignaðist góða vini og félaga. Fljótlega var eftir því tekið að þessi ungi tré- smiður frá Hellissandi hafði ein- stakalega fallega og mikla söng- rödd frá náttúrunnar hendi. Var honum fljótlega falið að syngja ein- söng. Félagar hans og vinir hvöttu hann til að læra söng. Og það varð til þess að hann fór að sækja söng- tíma hjá Sigurði Demetz og hjá honum stundaði hann söngnám í nokkur ár. Seinna lagði hann stund á söngnám bæði á Ítalíu og í Þýskalandi. Þegar hann bjó í Reykjavík tók hann þátt í óperu- flutningi í Þjóðleikhúsinu. Erlingur hafði mjög fallega rödd frá náttúr- unnar hendi. Hann var mjög tón- viss og músíkalskur og átti auðvelt með að tileinka sér það sem fyrir hann var lagt að læra. Eftir að hann flutti út árið 1966 söng hann víða í Evrópu og kynnti íslenska tónlist við góðan orðstír og var landi og þjóð til sóma. Hann var fastráðinn við óperuna í Köln árið 1969 og starfaði þar meðan heilsan leyfði. Það má segja að ævi Erlings hafi veri ævintýri líkust. Það eru væg- ast sagt ólíkir staðir Hellissandur, sem á uppvaxtarárum Erlings var afskekktur staður, og stórborgin Köln í Þýskalandi. Það hljóta að hafa verið mikil viðbrigði fyrir ung- an mann að söðla um og yfirgefa heimahagana, land og þjóð og halda út í hinn stóra heim, út í óvissuna, þar sem samkeppnin er svo óvægin og baráttan hörð. Þetta mátti Er- lingur reyna og takast á við. Bar- áttan hefur sjálfsagt oft verið hörð og heimþráin sagt til sín. Ég get ímyndað mér að myndir frá æsku- stöðvunum hafi oft komið upp í hugann, sérstaklega hin seinni árin. Hann hafði mælt svo fyrir að jarð- neskar leifar hans ættu að hvíla fyrir vestan, í kirkjugarðinum á Ingjaldshóli. Þar mun um framtíð alla heyrast söngur stormsins frá Snæfellsjökli við undirleik bylgj- unnar sem brotnar við bjargið inn- an við Hellissand. Ég votta öllum ástvinum Erlings einlæga samúð mína og bið þeim allrar blessunar í bráð og lengd. Megi algóður Guð blessa minn- ingu Erlings Vigfússonar. Hreinn Hjartarson. Kær vinur er horfinn jarðnesku sjónarsviði. Söngfuglinn síungi þagnaður. Fyrir meira en 44 árum kynnti maðurinn minn tilvonandi okkur Erling. Báðir voru þeir þá eins og ungir fákar. Geislandi, stæltir og reistir. Eins og þeir hefðu bergt af ódáinsbrunni og tíminn snerti ekki við þeim. Báðir áttu þeir eftir að þeysa um heiminn, taka á móti dynjandi fagnaðarlátum tónlistar- unnenda, með fangið fullt af blóm- um. – Báðir eru þeir nú fallnir, vin- irnir, fyrir þeim sem engu eirir. Auðvitað fór kynningin fram með því að Ragnar settist við flygilinn og Erlingur stillti sér upp í söng- ERLINGUR VIGFÚSSON Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA BENJAMÍNSDÓTTIR frá Katastöðum, Núpasveit, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 4. október. Hjördís Óskarsdóttir, Örn B. Ingólfsson, Jóhanna Óskarsdóttir, Sigurður Í. Ámundason, Anna Jóna Óskarsdóttir, Lárus Lárusson, Óskar Óskarsson, Erna Elísdóttir, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.