Morgunblaðið - 06.10.2005, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 06.10.2005, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 55 MENNING LOKS komst Sissel Kyrkjebø alla leið út til nýlendu feðranna. Ekki lengur barnastjarna eins og (til skamms tíma) Charlotte Church, heldur fullþroska söngkona á vandaf- markanlegu millisvæði popps, heims- tónlistar og klassíkur. Að vísu með háskalega metsöluvæna ímynd fyrir vandlátustu fagurtónkera – en á móti nógu fagmennsk, músíkölsk og (þarf að taka það fram?) tandurhrein í inn- tónun til að gera það sem hjá lakari listamönnum yrði aðeins sykurvella að ósviknum nektar og ambrósíu. Jafnvel þótt stöku sinni stappaði nærri lyftusætindum Clayderman- deildarinnar. Þetta voru fyrstu hughrifin af 2. tónleikum norska næturgalans í Há- skólabíói, þar sem undirritaður, líkt og sjálfsagt flestir áheyrendur í kúf- fulla kvikmyndahúsinu, heyrði í fyrsta sinn kliðfagran söng Sesselju í lifandi rauntíma. Og þau áhrif stóð- ust allt til enda. Fyrir utan fyrr- nefnda kosti, heillandi látlausa fram- komu og kynningar, oftast smekklegar útsetningar og vel heppnaða hljóðblöndun var kannski ekki sízt um að þakka frumlegu laga- vali, er stýrði nærri alfarið fram hjá vinsældapyttum stundarpoppsins en sótti því meir fanga til norrænna þjóðlaga og fáeinna klassískra eft- irlætisnúmera. Þar að auki var sannarlega kær- komin tilbreyting að tónlistarfólki og viðfangsefni frá Norðurlöndum í stað engilsaxneska heimsins sem kons- erthéðnum hættir til að einblína á þegar léttari geirinn er annars vegar. Sömuleiðis var óneitanlega frískandi að heyra kynnt á norrænu móð- urmáli í stað ensku, og um leið ákveð- inn léttir í fjarveru tónleikaskrár að flestir nærstaddir virtust auðveld- lega skilja tæra austmennsku söng- fuglsins, hér í landi síaukins ensku- laps (sbr. nýjast „Franconia“, „Swabia“ og „Bavaria“ fyrir Frank- en, Schwaben og Bæjaraland í „Dag- legt líf“). Svo stiklað sé á stóru úr 20 atriða og 1½ klst. langri dagskrá mætti nefna Wachet auf! („Vakna!“ Zíons verðir kalla) er heillaði strax frá byrj- un, þrátt fyrir að Sissel syngi bæði CF sálmalagið og frægan kontra- punkt Bachs, sem með réttu næði ekki neinni átt. Ónefnda þjóðlagið frá Mœri með „langeleik“-gítarmeðspili skartaði sem margt annað skemmti- legri útsetningu, og hið „veldig triste“ danska þjóðlag, Jeg lagde mig så silde, var einn af ófáum hápunkt- um kvöldins með glæsilegu tenútó- úthaldi. Kvennakórinn söng klið- mjúkt án einsöngvarans tvö lög á norsku eftir Sigvalda Kaldalóns, Á Sprengisandi og Ave Maria, en síðan kom Sissel inn aftur með ónefnt norskt[?] sálmalag er skartaði Harð- angurslegri einleiksfiðlu. Meðal ótvíræðustu hápunkta var þó hinn ómótstæðilega seiðandi norski Brúðarmars, þar sem Sissel vókalíseraði flúrað alþýðulagferlið svo þrautþjálfaður clarinotromp- etleikari hefði varla gert betur. Kunnuglegt þýzkt fjallalag náði og miklum áhrifum í útsetningu píanist- ans Kjells (eftirnafns ógetið), m.a. með hásveifri ágmentasjón í lokin. Í rauninni brast hvergi á dautt augna- blik, og m.a.s. „lumma“ á við Americ- an Patrol hélt furðumiklu flugi. Þó að hljóðnemasöngur sé um margt ósambærilegt sérfag er ég samt ekki frá því að ýmsir hérlendir ljóða- og jafnvel óperusöngvarar gætu lært sitthvað af slyngri radd- beitingu Sisseljar Kyrkjebø. Fyrir bjarta náttúrusópranrödd var túlkun hennar ótrúlega víðfeðm og dró í senn dám af vísnasöng, þjóðlaga- söng, poppkrauni og klassísku bel canto. Eiginlega saknaði maður að- eins langdræga skandínavíska sauða- kallsins er hefði haft fullt erindi inn- an um norska fólklórinn, þótt þegar sé komið á hverfandi hvel og ávallt hafi verið sértækt svið, jafnvel fyrir einörðustu þjóðlagamúsíkanta. Það má með sanni segja að Sissel Kyrkjebø hafi komið, sungið og sigr- að, og er vissulega þakkarvert að Concert skuli hafa komið þessari eft- irminnilegu kvöldstund til leiðar. En að því sögðu mætti þó kannski líka bauna litlu púðurskoti á hagræða auglýsingastefnu: er fyllilega sann- gjarnt að efla vonir um að fullskipuð sinfóníuhljómsveit og kór [„Oslo Symphony Orchestra & Oslo Bach Choir“] mæti til leiks, þegar aðeins reynist vera um 24 sinfóníuspilara og kvenhelming kórsins að ræða? Kom, söng og sigraði TÓNLIST Háskólabíó Sissel Kyrkjebø ásamt meðlimum úr Bachkór og Sinfóníuhljómsveit Óslóar. Laugardaginn 1. október kl. 20. Einsöngstónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Sverrir „Það má með sanni segja að Sissel Kyrkjebø hafi komið, sungið og sigrað, og er vissulega þakkarvert að Concert skuli hafa komið þessari eft- irminnilegu kvöldstund til leiðar,“ segir Ríkarður Ö. Pálsson m.a. BÓKIN Kommúnisminn, sögulegt ágrip, eftir Richard Pipes, er nýkom- in út í þýðingu Jakobs F. Ásgeirs- sonar og Mar- grétar Gunnarsdóttur. Jakob segir að lengi hafi vantað bók af þessu tagi á íslenskum bókamarkaði. „Það er talsvert til af áróð- ursritum um kommúnismann á íslensku, en engin hlutlæg, sagnfræðileg úttekt fyrr en núna.“ Richard Pipes lét ný- lega af störfum sökum aldurs sem prófessor í sagnfræði við Harvard- háskóla í Bandaríkjunum og segir Jakob að bókin sé einskonar summa af hans fræðistörfum. „Pipes er einn þekktasti sérfræðingur heims í sögu kommúnismans. Hann hefur skrifað fjölmörg fræðirit um byltinguna og kommúnismann í Rússlandi, en einn- ig fræðirit um eignarrétt og frelsi. Nánast alla sína starfsævi hefur hann verið prófessor í sögu við Harvard- háskóla.“ Jakob segir kjarnann í nið- urstöðum Pipes vera þann, að kom- únisminn sé kenning sem leiði til ófarnaðar. Sagan sýni, að svo sé. „Hann hrekur það sem stundum hef- ur verið haldið fram að kenningin sé góð en mennirnir hafi spillt henni. Niðurstaða Pipes er sú, að komm- únisminn sé ekki góð hugmynd sem hafi farið úrskeiðis, heldur vond hug- mynd, sem komi ekki heim og saman við veruleikann og reynslu mannsins. Samkvæmt kenningunni á komm- únisminn að leiða til fullkomins lýð- ræðis, en reynslan er sú að hann hef- ur alls staðar leitt til einræðisvalds og harðstjórnar. Þetta virðist vera innbyggt í hugmyndakerfið sjálft. Kommúnismanum hefur hvergi verið komið á með lýðræðislegum hætti. Í bókinni rekur Pipes fræðilegan grundvöll kommúnismans en segir svo í stuttu máli sögu hans á heims- vísu. Þetta er bók sem allir eiga að lesa,“ segir Jakob F. Ásgeirsson. Kommúnisminn er 180 síður með ítarlegri nafna- og atriðisorðaskrá, og gefin út af bókaforlagi Jakobs, Bókafélaginu Uglu. Sagnfræði | Nýtt ágrip af sögu kommúnismans komið út Kenningin leiðir til ófarnaðar Jakob F. Ásgeirsson SÖGUR um söguna – ráðstefna um sögulegar skáldsögur verður haldin í Reykholti og Norræna húsinu dag- ana 6.–8. október. Ráðstefnan er í boði norska sendi- ráðsins og norska lektoratsins í sam- vinnu við Stofnun Sigurðar Nordals, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Snorrastofu, Norræna húsið og sænska lektoratið en hún er haldin í tilefni 100 ára afmælis sam- bandsslitanna milli Noregs og Sví- þjóðar. Höfundar sem koma fram á ráðstefnunni eru Kjartan Fløgstad og Kim Småge frá Noregi, Ola Larsmo frá Svíþjóð og Kristín Steins- dóttir, Eyvindur P. Eiríksson og Þór- arinn Eldjárn frá Íslandi. Fræði- menn eru Anne Birgitte Rønning, Jón Yngvi Jóhannsson, Torfi Tulinus og Úlfar Bragason. Fræðilegur hluti ráðstefnunnar fer að mestu leyti fram í Snorrastofu á morgun en á laugardaginn lesa höf- undar úr verkum sínum í Norræna húsinu. Sá hluti dagskrárinnar er öll- um opinn og þeir sem ekki komast í Reykholt eru velkomnir þangað. Ráðstefna um sögu- legar skáldsögur Rannís tekur þátt í evrópska verkefninu Researchers in Europe 2005 til að kynna mikilvægi vísinda og rannsókna fyrir samfélagið. Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • www.rannis.is Dr. Guðrún Valdimarsdóttir sameindalíffræðingur, 33 „Rannsóknirnar hafa læknisfræðilegan tilgang því ef vel tekst til verður hægt að lækna ákveðna sjúkdóma, svo sem sykursýki, Parkinson og hjartabilun, með því að setja heilbrigðar frumur í stað skaddaðra,“ segir Guðrún Valdimarsdóttir sem vinnur að rannsóknum á stofnfrumum úr fósturvísum á rannsóknastofu í læknadeild Háskóla Íslands. Guðrún rannsakar áhrif vaxtarþáttarins TGF-beta í stofnfrumum úr fósturvísum í samstarfi við hóp vísindamanna í Hollandi en þaðan lauk hún doktorsnámi. Hún stundaði fyrst nám í líffræði við Háskóla Íslands og segist alltaf hafa stefnt að því að starfa við rannsóknir. „Ég tók mér samt tíma til að hugsa málið áður en ég fór í doktorsnámið því þetta er auðvitað ekki hefðbundin vinna. Í rann- sóknunum mínum fer t.d. mikill tími í að sinna þessum viðkvæmu frumum og vinnutíminn getur verið mjög óreglulegur. En ég hef tekið að mér kennslu í frumulíffræði til að hitta fleiri en frumurnar mínar – og til að hlaða batteríin fer ég í sund, út að hlaupa eða í gönguferðir úti í náttúrunni!“ Sjá nánar um rannsóknir Guðrúnar á vefnum www.visindi2005.is [frumur og kennsla] Vísindi – minn vettvangur P R [ p je e rr ]
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.