Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Notaðu peningana þína ... Ingólfur H. Ingólfsson hefur um árabil haldið vinsæl námskeið um fjármál heimilanna og hjálpað fjölda fólks að ná tökum á fjármálum sínum. Penninn/Eymundsson veitir 15% afslátt af bókinni á meðan á námskeiðunum stendur Akureyri: 19. nóv. Ísafjörður: 21. nóv. Egilsstaðir: 23. nóv. Vestm.eyjar: 26. nóv. edda.is ... til þess að: • Greiða hratt niður skuldir • Hafa gaman af því að eyða þeim • Spara og byggja upp sjóði og eignir • Læra á verðbréfamarkaðinn Þú getur þetta allt með peningunum sem þú átt nú þegar því að þú átt nóg af þeim – þú þarft bara að finna þá. Reykjavík: 11. okt. 15. nóv. ÚR MÍNUS Í PLÚS - næstu námskeið: Skráning á www.spara.is eða í síma 587 2580 SÝSLUMAÐURINN í Reykjavík samþykkti síð- degis í gær fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar í veð- skuldabréfi í eignum Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar vegna meiðyrðadóms sem féll í London í sumar. Fjárnámið að upphæð tæplega 11 milljónir var gert í veðskuldabréfi sem gefið var út vegna sölu Hannesar Hólmsteins á húseign sinni í Reykjavík þann 1. september sl. og var skuldabréf- ið tekið í vörslu sýslumannsins í Reykjavík. Heimir Örn Herbertsson hdl., lögmaður Hann- esar Hólmsteins, mun kæra málið til Héraðsdóms Reykjavíkur. Að hans sögn hefur Hannes Hólm- steinn jafnframt ráðið lögmann í Englandi til að krefjast þess að dómurinn í Englandi verði endur- upptekinn. Það sé í sjálfu sér mikil ákvörðun enda sé tímataxti enskra lögmanna á bilinu 30-50.000 krónur Seldi húsið 1. september Fjárnámskrafan var tekin fyrir hjá sýslumann- inum í Reykjavík klukkan 13:15 og stóð hún í um þrjá og hálfan tíma. Miðað við tóninn í lögmönnum Jóns og Hannesar Hólmsteins eftir að henni var lokið rúmlega þremur tímum síðar er greinilegt að harkalega var tekist á. Útgefandi veðskuldabréfsins er Skipholt ehf., í eigu Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og fleiri en félagið keypti hús- ið af Hannesi Hólmsteini þann 1. september sl., skömmu eftir að dómurinn féll ytra. Skipholt greiddi 59 milljónir fyrir húsið, annars vegar með útgáfu skuldabréfsins sem hljóðar upp á 30,6 millj- ónir og hins vegar með yfirtöku skulda. Í skulda- bréfinu segir að Skipholt muni byrja að endur- greiða skuldina eftir fimm ár, þ.e. hinn 1. október 2010. Fram til þess dags greiðist hvorki vextir né afborganir af höfuðstól skuldarinnar. Samkvæmt kaupsamningnum hefur Hannes Hólmsteinn því ekki fengið greitt reiðufé vegna sölu hússins. Rut Júlíusdóttir hdl., lögmaður Jóns Ólafssonar, sagði að samkvæmt kröfu hennar hefði Hannes Hólmsteinn verið sviptur vörslu á skuldabréfinu. Þetta væri að hennar mati fullnægjandi niðurstaða í málinu enda hefði tekist að fá fjárnám í andvirði kröfunnar. Með þessu væru hagsmunir Jóns Ólafs- sonar tryggðir enda væri skuldabréfið á tryggum stað. Aðspurð sagði hún óvíst hvort Jón Ólafsson gæti látið selja skuldabréfið en það skipti í sjálfu sér ekki máli því engin áform væru um slíkt. Spurð um ástæðu þess að hún féllst ekki á að trygging yrði sett fyrir upphæðinni, sagði hún að hún hefði metið það svo að hagsmunir síns skjólstæðings hefðu ekki verið jafn vel tryggðir með þeim hætti. Hefði Jón fjárnám í höndunum gæti hann strax þegar málinu væri að fullu lokið krafist nauðung- arsölu á því sem fjárnám var gert í en með trygg- ingu gæti ferillinn orðið mun lengri og flóknari. Furðulegt að fallast ekki á tryggingu Heimir Örn Herbertsson hdl., lögmaður Hann- esar Hólmsteins, sagði niðurstöðu sýslumanns frá- leita og hann furðaði sig á þeirri hörku sem lög- maður Jóns Ólafssonar hefði beitt í málinu, sérstaklega í ljósi þess að boðin hefði verið fram trygging. Hjá sýslumanni krafðist Heimir Örn þess að við- urkenning á hinum enska dómi yrði endurskoðuð í samræmi við lög. Einnig þess að fjárnáminu yrði frestað þannig að niðurstaða fengist um ágreining um hvort dómurinn hefði gildi hér á landi. Þessu hefði öllu verið mótmælt af lögmanni Jóns og hafnað af sýslumanni. Þegar ljóst hefði orðið að málið héldi áfram hefði hann óskað eftir því að hann fengi að setja fram tryggingu fyrir greiðslu skuld- arinnar. „En af einhverjum undarlegum ástæðum hafnaði lögmaður Jóns tryggingunni. Og af enn undarlegri ástæðum hafnaði fulltrúi sýslumanns því að sett yrði trygging. Þetta tel ég með öllu löglaust og í raun- inni stórfurðulegt,“ sagði hann. Lyktirnar hefðu orðið þær að sýslumaður samþykkti fjár- námið og tók veðskuldabréfið í vörslu sína. Heimir Örn sagði að öllum ákvörðunum sýslu- manns í þessu máli yrði skotið til héraðsdóms. Varðandi sölu Hannesar Hólmsteins á húsinu til félags í eigu Kjartans Gunnarssonar, sagði Heimir Örn það fráleitt að halda því fram að Hannes Hólm- steinn hefði selt húsið sitt í þeim tilgangi að skjóta undan eignum eða um væri að ræða málamynda- gerning, eins og sumir hefðu gert. Þar að auki hefði hann boðist til að leggja fram tryggingu fyrir fjár- námskröfunni og því hefði hann á engan hátt reynt að koma eignum eða fé undan. Tilgangurinn með sölunni hefði verið að afla fjár til að standa straum af lögmannskostnaði vegna málaferla Jóns gegn Hannesi Hólmsteini. Nú væri staðan sú að skulda- bréfið hefði verið fryst hjá sýslumanninum í Reykjavík og Hannes Hólmsteinn gæti því ekki selt það til að afla sér fjár. Spurður um ákvæði skuldabréfsins um að greiðslur hefjist ekki fyrr en eftir fimm ár sagði Heimir Örn að þetta mál hefði borið að með skömmum fyrirvara. Hannes Hólmsteinn hefði leitað álits á málaferlum Jóns hjá lögfræðingi Há- skóla Íslands og fengið álitsgerð hjá dómsmála- ráðuneytinu og metið þau svör þannig að kröfur Jóns myndu tæpast ná fram að ganga. Þegar kom- ið hefði í ljós að hætta var á hinu gagnstæða hefði þurft að bregðast skjótt við og afla peninga til að hafa upp í kostnað. Þá gæti hann selt skuldabréfið til að afla sér fjár. Harkalega tekist á um fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar á hendur Hannesi H. Gissurarsyni Fjárnám tekið í veðskulda- bréfi vegna sölu á húseign Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Jóns Ólafssonar, og Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Hannesar Hólmsteins, koma á fund hjá sýslu- manni Reykjavíkur þar sem fjárnámskrafan var tekin fyrir í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms og óskað eftir endurupp- töku málsins í Englandi Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is HANNES hafði möguleika á að komast út úr þessu á mjög sóma- samlegan hátt en hann kaus að gera það ekki. Hann svaraði ekki bréfum frá lögmönnum mínum og skellti á þá ef þeir hringdu í hann. Því hag- aði hann sér frekar dólgslega og þess vegna erum við komnir þangað sem við erum komnir,“ segir Jón Ólafsson um lyktir meiðyrðamálsins í Bretlandi gegn Hannesi Hólm- steini Gissurarsyni. Jón segir að Hannes Hólmsteinn hafi þegar brotið gegn niðurstöðu dómstólsins með því að ítreka fyrri ummæli sem stefnt var fyrir. Jón segir að á þeim tíma sem hann hafi verið í fjölmiðlarekstri á Íslandi, hafi hann haft þá reglu að svara aldrei fyrir sig og láta aldrei á sér sjá, sama hvernig fólk hagaði sér gagnvart honum. En um leið og hann hafi hætt í fjölmiðlarekstri hafi hann verið orðinn „óbreyttur“ og þurfti þar með ekki lengur að líða meiðyrði. „Hannes lét margt um mig falla meðan ég var í fjölmiðla- rekstri og hann gerði það áfram eft- ir að ég hætti,“ segir Jón. „Hann þýddi þetta yfir á ensku í þeim eina tilgangi að valda mér tjóni erlendis sem hann og gerði. Þegar lá fyrir að hann hefði valdið mér tjóni, þá ritaði ég honum og Háskóla Íslands bréf og óskað eftir því að ummælin yrðu fjarlægð af heimasíðu hans sem vist- uð var í háskólanum. Jafnframt bauð ég Hannesi að hann myndi biðjast afsökunar í persónulegu bréfi til mín. En hann hunsaði allt þetta og háskólinn taldi að heima- síðan yrði tekin niður um áramót sem ekki varð. Þegar síðan var uppi mánuðum saman eftir áramót, ákvað ég að hefja mál. Ég gat vissu- lega farið fram á miklu hærri skaða- bætur hefði ég viljað en það gerði ég ekki því mér fannst það ekki passa við þær aðstæður sem eru á Íslandi. Ég var heldur ekki að leita að fjár- munum heldur niðurstöðu um að ummæli hans væru dæmd ómerk og ógild.“ „Hannes hagaði sér frekar dólgslega“ NÝ Sultartangalína verður sveigð og lögð niður í dal á nokkurra kílómetra kafla til þess að hún sjá- ist ekki frá Gullfossi. Hluti gömlu línunnar blasir þó enn við ferða- mönnum sem skoða fossinn. Þorgeir J. Andrésson, skrif- stofustjóri Landsnets, segir að ekki standi til að gamla línan verði tekin niður á þeim kafla sem sést frá fossinum, enda myndi fylgja því mikill kostnaður. Nýja línan á ekki að leysa þá gömlu af hólmi, heldur bæta við þá flutn- ingsgetu sem nú er til staðar vegna stækkunaráforma Norður- áls. Línan liggur frá virkjuninni 120 km leið að aðalveitustöðinni á Brennimel við Hvalfjörð. Verklok eru áætluð í næsta mánuði, og hefjast þá prófanir á línunni. Um 120 erlendir verkamenn á vegum króatískra og slóvenskra verk- taka hafa undanfarið unnið að því að reisa þau 310 tonn af stáli sem fara í möstrin og strekkja 360 metra af rafmagnsvírum. Morgunblaðið/Sigurður Sigm. Ný Sultartangalína í hvarfi frá Gullfossi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.