Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 6
BERGUR Ágústsson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, sendi Morgunblaðinu eftirfar- andi fréttatilkynningu í gær: „Vegna upplýsinga sem fram hafa komið í fjölmiðlum um að Vestmannaeyjabær sé hluthafi í Skúlason ehf. vill Vestmanna- eyjabær taka fram að Vestmannaeyjabær er ekki og hefur aldrei verið hluthafi í Skúlason ehf. Bæjaryfirvöld harma að nafn bæjarins hafi dregist inn í umræðu fjölmiðla um rann- sókn ríkislögreglustjóra á félaginu. Til frekari skýringa vill Vestmanna- eyjabær koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Þróunarfélag Vestmannaeyja (ÞV) var stofnað 1. sept. 1996 og var slitið 12. des. 2003. ÞV sem var sameignarfélag, m.a. í eigu Vestmannaeyjabæjar, gerði munnlegt sam- komulag við Skúlason ehf. um kaup á hlutafé í Skúlason ehf. á árinu 2001. Vegna kaup- anna voru greiddar 6 milljónir króna í júní- og júlímánuði árið 2001. Eftir að ÞV var lagt niður árið 2003 voru réttindi og skyldur þess yfirteknar af Vestmannaeyjabæ. Við ítarlega skoðun sem fór fram áður en ÞV var lagt nið- ur kom í ljós að Skúlason ehf. hafði aldrei uppfyllt kröfur laga um hlutafélög, ársreikn- inga o.fl. vegna kaupanna, sem gerði það að verkum að Vestmannaeyjabær taldi sig ekki bundinn af áðurnefndum samningi ÞV. Gerði Vestmannaeyjabær kröfu um að kaupin gengju til baka og að Skúlason ehf. endur- greiddi það fé sem greitt hafði verið félag- inu. Enn fremur var ríkislögreglustjóra send kæra vegna meintra brota forsvarsmanna Skúlason ehf. á almennum hegningarlögum, lögum um einkahlutafélög, lögum um bók- hald og ársreikninga og meðferð almanna- fjár. Skúlason ehf. hafnaði kröfu bæjarins um endurgreiðslur. Þá þegar hófst Vest- mannaeyjabær handa við að fá kaupunum rift eða láta þau ganga til baka. Stefndi Vest- mannaeyjabær Skúlason ehf. fyrir héraðs- dómi Reykjavíkur vegna þessa. Héraðs- dómur féllst á kröfur bæjarins þess efnis að kaupin gengju til baka og var félaginu í dómi héraðsdóms gert skylt að endurgreiða Vest- mannaeyjabæ 6 milljónir króna ásamt drátt- arvöxtum. Vestmannaeyjabær hefur því aldrei verið hluthafi í Skúlason ehf. Krafa Vestmannaeyjabæjar samkvæmt dómnum hefur ekki fengist greidd. Af þeim sökum verður fjárnámsbeiðni Vestmannaeyjabæjar á hendur Skúlason ehf. tekin fyrir hjá sýslu- manninum í Reykjavík 17. okt. nk. Í ljósi alls þessa lýsa bæjaryfirvöld í Vest- mannaeyjum því yfir að þau harma mjög að nafn bæjarins hafi dregist inn í umræðu um rannsókn ríkislögreglustjóra á hlutafélaginu Skúlason ehf. Vestmannaeyjabær hefur aldr- ei verið þátttakandi í rekstri Skúlason ehf., né hluthafi í félaginu, skv. dómi héraðsdóms Reykjavíkur.“ Vestmanna- eyjabær aldrei hluthafi í Skúlason ehf. 6 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FIMM breskir hluthafar í Skulason UK Ltd., sem Morgunblaðið ræddi við í gær, höfðu allir keypt hlutaféð í gegnum síma, flestir í gegnum spænskt fyrirtæki. Þegar þeir keyptu hlutaféð var þeim m.a. sagt að gengið myndi hækka mjög þegar fyrirtækið yrði skráð á markað í Bret- landi. Jóhannes B. Skúlason, framkvæmdastjóri Skúlason ehf., sem er í meirihlutaeigu Skulason UK, segist enga skýringu hafa á því hvers vegna spænskt fyrirtæki bauð hlutafé í fyrirtækinu í gegnum síma. Hann telur hugsanlegt að fyrir- tæki hans sé fórnarlamb í málinu. „Við erum fórnarlamb einhvers atburðar sem ég á erfitt með að átta mig á,“ sagði hann. Skulason UK Ltd. á 80% í Skúlason ehf., sam- kvæmt upplýsingum frá Jóhannesi B. Skúlasyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum frá bresku hlutafélagaskránni voru á síðasta ári 178 hluthafar í Skulason UK. Jó- hannes og Ingibjörg Reynisdóttir eiga stærstan hlut og félagið ASSA, sem á 8% hlut. Að öðru leyti eru flestir hluthafanna breskir einstaklinga með tiltölulega lítinn hlut. Að ósk bresku lögreglunnar gerði ríkislög- reglustjóri í fyrradag húsleit hjá Skúlason ehf. og yfirheyrði Jóhannes í tengslum við málið. Yf- irheyrslur héldu áfram í gærmorgun og kvaðst Jóhannes vera með réttarstöðu grunaðs manns, hann væri grunaður um að tengjast málinu ytra. Hann átti þó von á því að hann yrði hreinsaður af þeim grun enda hefði hann hvergi komið nálægt málinu. Flest af því sem borið hefði verið undir hann um málið hefði hann ekkert kannast við. Honum skildist þó að málið snerist um rannsókn á aðilum í Bretlandi og á Spáni sem hefðu selt hlutafé í gegnum síma en fyrirtæki hans hefði aldrei tekið þátt í slíkri starfsemi. Um 25 stöðugildi Milli 40 og 50 manns vinna hjá Skúlason ehf. í um 25 stöðugildum, að sögn Jóhannesar. Fyr- irtækið sér um símsvörun fyrir nokkur íslensk fyrirtæki og stofnanir auk úthringinga, svokall- aða beina markaðssókn. Jóhannes sagði í samtali við Morgunblaðið að undanfarið ár eða svo hefði hann reynt að ná viðskiptum breskra fyrirtækja en án árangurs. Viðskiptavinirnir væru því ein- göngu á Íslandi. Þessu markaðsstarfi hefði hann sinnt, ásamt öðrum starfsmanni í hlutastarfi. Þá sagðist Jóhannes frá stofnun fyrirtækisins árið 1999 hafa selt hlutafé til breskra aðila og það skilað 20–30 milljónum í auknu hlutafé. Aðspurð- ur sagði hann að salan hefði farið fram með ýms- um hætti, hann hefði hitt menn á fundum, fengið ábendingar um hugsanlega fjárfesta og síðan hefðu þeir sem hann hefði rætt við haft samband við enn aðra. Spurður hvort salan hefði farið fram í gegnum síma sagði hann að svo væri ekki, þó hefði í einhverjum tilfellum verið rætt við menn í gegnum síma. Einnig hefði salan farið fram í gegnum „tengslanet“ en hann sagðist ekki vita nákvæmlega hvernig það hefði farið fram. Jóhannes tók skýrt fram að fyrirtæki hans hefði aldrei selt hlutabréf í gegnum síma. Spurður hvernig stæði á því að hluthafarnir sem Morgunblaðið ræddi við í gær, og eru á hlutafélagaskrá í Bretlandi, hefðu keypt í gegn- um spánskt fyrirtæki, sagðist Jóhannes enga skýringu kunna á því. Hann hefði ekki gert samning við önnur fyrirtæki um sölu á hlutafé í Skulason. Hann sagðist raunar hafa komist að ýmsu sem hann vissi ekki áður eftir að rannsókn ríkislögreglustjóra hófst . „Ég held að við séum fórnarlamb mjög undarlegra aðstæðna sem ég þarf að kynna mér sjálfur,“ sagði hann. Aðspurð- ur sagðist hann vita um einn Íslending sem hefði verið handtekinn í Bretlandi en hann tengdist ekki fyrirtæki sínu. Margt sem hann kannast ekki við Í viðtölum við hluthafana kom fram að þeim var tjáð að Skulason UK yrði innan tíðar skráð á hlutabréfamarkað. Aðspurður sagði Jóhannes að vonir stæðu til að það yrði mögulegt en ekki væri útlit fyrir að það væri hægt á þessu ári. Að- spurður sagði hann ekki hægt að segja hvort það yrði hægt á næsta ári. Hann sagði að mönnum hefði verið gerð grein fyrir áætlunum félagsins og að þeir myndu annaðhvort geta ávaxtað sitt fé með arðgreiðslum eða með því að selja hlutafé. Hann sagðist ekki kannast við að nýlega hefði verið hringt í hluthafa og sagt að það yrði skráð innan tíðar. „Það er rosalega margt í þessu máli sem ég kannast ekki við. Það er verið að rann- saka svikamál. Kannski er ég fórnarlamb í svika- málinu og ég er bara að reyna að komast að því,“ sagði hann. Maður af íslenskum uppruna handtekinn Jina Roe, talsmaður rannsóknardeildar fjár- svika hjá bresku lögreglunni, staðfesti í gær að einn þeirra sjö einstaklinga, sem voru handtekn- ir í Bretlandi í tengslum við rannsóknina, hefði verið af íslenskum uppruna, en sé ekki íslenskur ríkisborgari lengur. Hún vildi ekki segja til um hvernig hann er talinn tengjast málinu, né hvort hann tengist á einhvern hátt Skúlason ehf. eða Skulason limited. Roe sagði að rannsóknin beindist að umfangs- miklum fjársvikum og peningaþvætti, og talið væri að það næmi um 3 milljónum punda, jafn- virði 326 milljóna íslenskra króna. Rannsóknar- deild fjársvika hjá bresku lögreglunni tekur að- eins að sér stærri mál, og í þessu tilviki segir Roe að deildin hafi komið að málinu að beiðni al- mennra lögregluyfirvalda. Spurð hvort grunur leiki á því að Skulason limited hafi verið að selja hlutabréf í gegnum síma sagði Roe: „Málið snýst um fjársvik og „boiler room“ svik, en ég get ekki farið út í smá- atriði um hvað þeir eru grunaðir.“ Alls tóku um 140 lögreglumenn þátt í aðgerð- unum víðsvegar um Bretland í gær, en hér á landi tóku 15 starfsmenn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra þátt í húsleit hjá Skúlason ehf. og á heimili Jóhannesar B. Skúlasonar, framkvæmdastjóra félagsins. Jóhannes B. Skúlason, framkvæmdastjóri Skúlason ehf., segist ekki tengjast meintum fjársvikum og peningaþvætti í Bretlandi og á Spáni Telur fyrirtækið fórnar- lamb undarlegra aðstæðna Morgunblaðið/Árni Sæberg Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra framkvæmdi húsleit hjá fyrirtækinu Skúlason sl. mið- vikudag að beiðni breskra lögregluyfirvalda um samstarf og samvinnu vegna rannsóknar í Bretlandi á skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti. Eftir Rúnar Pálmason og Brján Jónasson Veit ekki hvers vegna hluthafar keyptu í gegnum spænskt fyrirtæki ALLS voru 178 hluthafar í Skulason limited fyrir ári, nær allir breskir ríkisborgarar. Þeir hluthafar sem rætt var við í gær höfðu keypt hluti í von um skjótan gróða þegar félagið færi á markað, sem ekki hefur orðið neitt af. Skulason limited, félag skráð í Bretlandi á að sögn forsvarsmanna þess 80% hlut í Skúlason ehf, sem lög- reglan gerði húsleit hjá í fyrradag. Skráðir eru 178 hluthafar í Skulason limited þann 18. nóvember 2004. Þá hét félagið reyndar V.I.P. Associates limited, en nafninu var breytt þann 25. apríl sl. samkvæmt upplýsingum úr bresku hlutafélagaskránni. Jó- hannes B. Skúlason, framkvæmda- stjóri Skúlason ehf., segir að Skula- son limited hafi keypt V.I.P. Associates limited í lok árs 2003 og þá hafi átt að breyta nafninu. Hann hafi þó ekki séð um það persónulega. Samkvæmt upplýsingum frá bresku hlutafélagaskránni áttu Jó- hannes Skúlason og Ingibjörg Reyn- isdóttir hvort um sig um 35,6% hlut í félaginu í nóvember á síðasta ári, eða um 77,12% samanlagt. Samtals voru gefnir út 47 milljónir hluta í félaginu, og var bókfært verð hvers hlutar 1 pens, eða 0,01 pund. Samanlagt bók- fært virði félagsins var því 470.000 pund, eða um 51 milljón króna á gengi gærdagsins. Það segir þó ekki til um raunvirði félagsins, sem gæti verið mun meira ef vel hefur gengið síðan það var stofnað. Öllum selt í gegnum síma Samkvæmt hlutafélagaskrá voru 176 skráðir hluthafar í félaginu í nóv- ember 2004, fyrir utan Ingibjörgu og Jóhannes. Hluthafarnir eru, að undan- skildu félaginu ASSA, sem á 8% hlut, allt einkaaðilar búsettir í Bretlandi og eiga mjög lítinn hlut hver. Sá sem á stærstan hlut á um 1,3%, en aðrir eiga allt niður í 5.000 hluti, eða 0,01%. Morgunblaðið hafði samband við fimm breska hluthafa í Skulason, sem allir sögðu að sér hefðu verið seld hlutabréf í Skulason, eða V.I.P. Assoc- iates limited áður en þau sameinuðust, í gegnum síma. Flestir sögðu að þeir hefðu keypt í gegnum hlutabréfasala sem staðsettur var á Spáni. Jina Roe, talsmaður rannsókna- deildar fjársvika hjá bresku lögregl- unni, sagði að grunur léki á að stunduð hefðu verið svokölluð „boiler room“ svik, þar sem miklum þrýstingi er beitt við símasölu, gjarnan við sölu á hluta- bréfum sem síðan reynast verðlaus. Átti að hækka um 80% „Mér var lofað því að hlutabréfin myndu hækka úr 10 pensum á hlut í 18 pens á hlut þegar fyrirtækið yrði sett á markað í London,“ sagði einn hluthaf- inn í samtali við Morgunblaðið. Sumir hluthafana keyptu tvisvar, fyrst fyrir um tveimur árum, en svo aftur fyrir nokkrum mánuðum. Þeir sögðu að í síðara skiptið hefði verið talað um að fyrirtækið hefði verið á leið á markað, og að þeir hefðu haft vonir um tals- verðan gróða þegar það yrði. Tveir hluthafanna sögðust hafa reynt að hringja í Skúlason limited undanfarið þar sem þeir voru farnir að undrast hvers vegna ekkert virtist vera að gerast, en sögðust ekki hafa náð í neinn forsvarsmanna félagsins. Einn sagði að hann hefði gert sér grein fyrir því að fjárfesting sem þessi væri ekki áhættulaus, en hann hefði vonast til þess að fá um 20-50% hagnað af hlutabréfunum á um einu ári. Vonast eftir skyndigróða Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.