Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | MATARKISTAN Vanti menn girnilegar salt-fiskuppskriftir er hvergibetra að bera niður en hjákunnáttumönnum í Portú- gal. Þrátt fyrir að Íslendingar telji sig vera mikla saltfiskþjóð, eru það Portúgalar sem eiga vinninginn þegar kemur að matreiðslu hans enda státa þeir sig af því að eiga um eitt þúsund mis- munandi útfærslur af góm- sætum saltfiskréttum. Saltfisk- inn þurfa Portúgalar að flytja inn og gera það svo sannarlega í ómældu magni enda hefur „bacc- alao“ verið mikill þjóðarréttur í huga Portúgala um aldir. Hjónin Jose Manuel Mateus Bruxo og Ana Paula Mateus Cabrita Bruxo, sem reka veitingastaðinn Os Arcos í Albufeira, buðu útsendara Morgunblaðsins upp á rjómalagaðan gratíneraðan saltfiskrétt, sem óhætt er að mæla með og þegar falast var eftir uppskriftinni, var það auðvitað sjálfsagt ef það mætti verða til þess að kenna Íslendingum að setja salt- fiskinn sinn í fínan búning. Þau José Manuel og Ana Paula opnuðu veitingastaðinn sinn í fyrra- sumar, en hann tekur um 60 manns í sæti á tveimur hæðum og er stein- snar frá Íslendingabarnum Geordio Viking. Matseðillinn er fjölbreyttur og á nokkrum tungumálum, meðal annars má lesa hann á góðri ís- lensku. José Manuel segist vera kominn af fiskimannafjölskyldu í Albufeira, en bærinn sé nú svipur hjá sjón frá því sem var þegar hann var að alast þar upp. „Margt hefur breyst og bærinn vaxið ótrúlega mikið. Fiskimennirnir eru flúnir til næstu þorpa og sam- keppni veitingahúsa um ferðamenn- ina hefur aukist til muna. Menn tala líka um að dýrtíðin hafi vaxið með til- komu evrunnar á sama tíma og laun- in hafa staðið í stað. Það sést til dæmis á bjórnum, sem hækkað hefur um helming frá því að evran kom til sögunnar.“ Portúgalski veitingamaðurinn segist nýlega hafa sest að í gamla bænum sínum eftir sautján ára flakk um heiminn. Hann sigldi um heims- ins höf sem framkvæmdastjóri veit- inga á skemmtiferðaskipum Cele- brity Cruises, sem er með bæki- stöðvar sínar í Miami á Flórída. „Þetta voru skemmtileg og við- burðarík ár, en nú er kominn tími til að slaka á. Eftir allt þetta flakk mitt um heiminn, hef ég komist að því að Albufeira er og verður áhugaverðasti staðurinn til að setjast að á,“ segir José Manuel og hlær um leið og hann nær í uppskriftabókina sína og flettir upp á gratíneruðum saltfiski í rjóma- sósu. Saltfiskur í sósu útvatnaður saltfiskur þeyttur rjómi kartöflur laukur hvítlaukur, hvítur jafningur gerður úr smávegis af smjöri, hveiti og mjólk negulnaglar múskat pipar rasp ostur Saltfiskurinn er soðinn og síðan bein- og roðhreinsaður. Kartöflurnar eru afhýddar, skornar í skífur og léttsteiktar í olíu. Saltfiskur, laukur og hvítlaukur léttsteikt á pönnu í olíu. Hvíti jafn- ingurinn búin til með því að bræða smávegis af smjöri í potti, bæta hveitinu út í og þynna með mjólk. Kryddað með negulnöglum, múskati og pipar. Í eldfast mót fara fyrst létt- steiktar kartöflurnar í botninn, síðan saltfiskurinn sem blandaður hefur verið lauknum. Hvítu sósunni hellt yfir. Raspi og rifnum osti blandað saman og stráð yfir réttinn, sem bak- aður er í ofni um stund.  MATARKISTAN | Gratineraður saltfiskur í rjómalagaðri sósu Portúgalar kunna þús- und saltfiskútfærslur Veitingastaðurinn Os Arcos, Rua Alves Correia, 25, 8200 Albufeira. Sími: 289-513-460. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Veitingahjónin José Manuel og Ana Paula Bruxo á Os Arcos. ÉG fer og fæ mér stundum cappu- cino á kaffihúsinu Te og kaffi á Laugaveginum bara til að hafa af- sökun fyrir því að fá mér eina holl- ustuköku sagði dyggur lesandi Morgunblaðsins sem bað Daglegt líf að falast eftir uppskriftinni að þess- um góðu kökum. Sigríður Bragadóttir mat- reiðslumaður sem er verslunarstjóri hjá Te og kaffi í Suðurveri er höf- undur uppskriftarinnar. Hún segist oft þróa nýjar uppskriftir og er sér- staklega mikið fyrir að baka kökur ef það er einhver næring í þeim. „Hollustukökurnar sameina þetta tvennt, að vera hollar og góðar. Þær eru fullar af fræjum, hnetum og öðru hollmeti en það er þó ekki þar með sagt að þær séu sérlega hitaein- ingasnauðar því hnetur eru t.d. orkuríkar. Sigríður segir að því miður geti hún ekki gefið uppskriftina þar sem þetta séu kökur veitingahússins. „Ég á hinsvegar í fórum mínum tvær aðrar og alls ekki ósvipaðar uppskriftir að frábærum holl- ustukökum sem ég skal með gleði gefa lesendum Morgunblaðsins upp- skrift að.“ Það standa yfir breytingar á mat- seðlinum hjá Te og kaffi þessa dag- ana og á nýja seðlinum sem verður tekinn fram í þessum mánuði verður einmitt lögð aukin áhersla á bragð- góða hollusturétti, heilsukökur, ávaxtamöffins, matarmiklar súpur og ýmsa smárétti. All-bran kökur 120 g spelthveiti eða heilhveiti 1 tsk. matarsódi ¼ tsk. salt 200 g smjör 140 g hnetusmjör (fínt eða gróft) 160 g hrásykur 50 g All-bran 2 stór egg 1 tsk vanilla 200 g rúsínur 200 g haframjöl Bræðið saman smjör, hnetusmjör og hrásykur við vægan hita í þokka- lega stórum potti. Takið pottinn af hitanum og bætið all-bran út í. Látið bíða í smástund. Hrærið eggjum og vanillu út í með sleif. Bætið nú rús- ínum, haframjöli og öðrum þurr- efnum út í. Hrærið saman með sleif- inni. Úr uppskriftinni fást um 15 kökur, sem settar eru á tvær smjör- pappírsklæddar bökunarplötur og bakaðar í ofni í um 15 mínútur við 180°C á blæstri. Súkkulaðibitakökur 90 g hveiti 1 tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 25 g haframjöl 40 g hveitiklíð 60 g kókosmjöl 150 g súkkulaði, saxað 125 g smjör (mjúkt) 150 g púðursykur eða hrásykur 1 stórt egg 1 tsk. vanilludropar Smjör og sykur hrært hvítt og eggi bætt í. Vanillu bætt saman við og hrært vel. Öllum þurrefnum bætt varlega saman við og súkkulaðinu síðast. Stórar kökur eru mótaðar (um 75 g hver) og settar á smjörpapp- írsklædda bökunarplötu. Athugið að þær renna aðeins út. Bakað við 180°C á blæstri í um 15 mínútur. Um níu kökur fást úr þess- ari uppskrift.  UPPÁHALDSRÉTTURINN Hollustukök- urnar ómót- stæðilegar Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigríður Bragadóttir matreiðslumaður á heiðurinn að uppskriftinni og Jón Örn Angantýsson bakarameistari sér síðan um að baka þær. Morgunblaðið/Árni Sæberg All-bran kökurnar og súkku- laðibitakökur að hætti Sigríðar. Samhengi virðist vera á milli gáfna- fars fólks og hvað það vill drekka að mati danskra vísindamanna. Í Aften- posten kemur m.a. fram að léttvín var í uppáhaldi hjá þeim sem höfðu hæsta greindarvísitölu af 1.800 þátt- takendum úr hópi ungs fólks í danskri rannsókn, þar sem þátttak- endum var fylgt eftir um nokkurra ára skeið. Þetta samhengi kom vísinda- mönnunum ekki á óvart því að í Dan- mörku hefur léttvínsdrykkja þótt vísbending um sterka félagslega stöðu, í samfélagi þar sem bjór- drykkja er almennt viðmið. Rannsóknin var gerð á vegum Lýðheilsustofnunar Danmerkur og eru niðurstöðurnar birtar í tímarit- inu Addiction. „Það hefur þótt bera vott um góðan smekk að kjósa létt- vín frekar en bjór. Einmitt þess vegna er það áhugavert að sjá að þeir sem hafa hæsta greindarvísitölu kjósa frekar léttvín, líka þegar leið- rétt hefur verið vegna félagslegrar stöðu og efnahags,“ segja dönsku vísindamennirnir í Politiken. Samhengi milli gáfna- fars og drykkjusiða  RANNSÓKN Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.