Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á MORGUN munu um 70 þús- und manns í 61 sveitarfélagi fá tækifæri til að greiða atkvæði um sameiningu sveitarfélaga. Mjög mikilvægt er að kjósendur kynni sér þá tillögu sem liggur fyrir um þeirra sveitarfélag og mæti á kjörstað. Íslend- ingar taka almennt mjög virkan þátt í kosningum enda kosningarétturinn einn af hornsteinum okkar lýðræðissam- félags. Reynslan hef- ur hins vegar sýnt að þátttaka hefur verið nokkuð minni í kosn- ingum um samein- ingar sveitarfélaga en í öðrum kosningum. Það verða þeir sem raunverulega vilja hafa áhrif á morgun að hafa í huga. Undanfarna áratugi hefur um- ræða um sameiningu sveitarfé- laga verið nokkuð áberandi hér á landi og íbúar fjölmargra sveitar- félaga hafa kosið og samþykkt sameiningu en aðrir hafa hafnað. Þetta hefur leitt til þess að sveit- arfélögum hefur fækkað hér á landi á síðastliðnum 50 árum úr 229 í 92. Mikilvægt að taka þátt Á þeim íbúafundum sem haldn- ir hafa verið undanfarnar vikur hefur umræðan verið mjög gagn- leg og fræðandi og almennt mjög já- kvæð. Þó hefur m.a. komið fram að íbúar á sumum svæðum virðast orðnir þreytt- ir á umræðu og at- kvæðagreiðslum um sameiningu sveitarfé- laga. Sérstaklega á þetta við í fjölmennari þéttbýlissveit- arfélögum þar sem íbúar hafa í sumum tilvikum margoft samþykkt samein- ingu, en nágrannarnir fellt. Það er mjög mikilvægt að allir íbúar þeirra sveitarfélaga sem samein- ingartillögur varða kynni sér til- löguna og taki þátt í atkvæða- greiðslunni, það er í senn lýðræðislegur réttur okkar og samfélagsleg skylda. Fram- íðarskipulag sveitarstjórnarstigs- ins skiptir okkur öll máli. Tækifæri til að hafa áhrif Það er í raun nánast einstakt að íbúum einstakra sveitarfélaga sé með þeirri aðferð sem nú er unnið eftir á Íslandi gefinn kostur á að greiða atkvæði um framtíð- arskipulag stjórnsýslustigs, í þessu tilviki þess mikilvæga stjórnsýslustigs sem sveit- arfélögin eru. Félagsmálaráð- herra, sem er fyrrverandi sveit- arstjórnarmaður, hefur sýnt mikinn áhuga á því að stuðla að því að sveitarstjórnarstigið eflist í framtíðinni. Fyrir liggur að íbúar muni njóta betri þjónustu takist okkur að sameina sveitarfélög hér á landi enn frekar og rannsókn sem unnin var á vegum Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri meðal íbúa sam- einaðra sveitarfélaga staðfestir það. Í skýrslu Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri segir m.a.: „Sé litið á félagsþjónustu sveit- arfélaga sérstaklega út frá þeim rannsóknum sem gerðar hafa ver- ið má fullyrða að þjónustustig hennar hefur víðast aukist, eink- anlega í smáu dreifbýlu sveit- arfélögunum. Því fela samein- ingar í sér mestar breytingar á félagsþjónustu þar sem þéttbýli og dreifbýli sameinast. Svo virðist sem þarna valdi meðal annars það að félagsleg vandamál séu dulin í fámenninu og því komi þjón- ustuþörf í dreifbýlu fámenni ekki upp á yfirborðið fyrr en fjarlægð við stjórnkerfi eykst.“ (Grétar Þór Eyþórsson, 2002, 260) Almenn pólitísk sátt hefur ríkt um þá þróun hér á landi að stækka sveitarfélög og efla. Með því öðlast þau styrk til þess að veita hvers kyns þjónustu, ekki síst félagslega þjónustu. Ég trúi því ekki að neitt stjórnmálaafl á Íslandi sé reiðubúið til þess að beita sér gegn eflingu sveit- arstjórnarstigins, gegn því að íbú- ar njóti sem jafnastrar þjónustu um land allt, reynist þeir hafa þörf fyrir hana. Það er því miður staðreynd að minnstu sveit- arfélögin eru alls ekki í stakk bú- in að veita lágmarksþjónustu og margir gagnrýna byggðasamlög um verkefni og þjónustu m.a. með þeim rökum að innan þeirra sé pólitísk ábyrgð of óljós og áhrif íbúanna á eigin þjónustu í raun oft takmörkuð. Ég tel mikilvægt að þessar staðreyndir komi fram í umræðunni. Við erum með of mörg mjög fámenn sveitarfélög og það er ábyrgðarhluti af lög- gjafanum að setja lög sem kveða á um tiltekna jafna þjónustu til handa íbúum um land allt en að tryggja ekki að sama skapi að sveitarfélögin hafi álíka bolmagn til þess að veita þjónustuna. Erum við nægilega framsýn? Að lokum vil ég benda á að sú þróun í átt til sameiningar sem hér er markvisst unnið að er ekki séríslenskt fyrirbæri. Nei, þetta er þróun sem á sér stað í ná- grannalöndum okkar og um heim allan. Sameiningar sveitarfélaga eru sjálfsagður hluti af byggða- þróun ekki síst á Íslandi þar sem við erum sammála um að halda öllum landshlutum í byggð. Við verðum að vera jafnframsýn hér á landi og aðrar þjóðir eru. Við megum ekki verða eftirbátar þeirra og við megum ekki leyfa okkur að hvetja lítil sveitarfélög og fámenn til þess að fella til- lögur um sameiningar á laug- ardaginn kemur. Slíkt er ábyrgð- arhluti og að mínu mati má ráðuneyti félagsmála og sveit- arstjórnarmála ekki taka undir slíkan málflutning. Okkur ber skylda til þess að hvetja fólk til þess líta til framtíðar, bæði á landsvísu og í einstökum byggð- arlögum. Taktu þátt – nýttu kosningaréttinn Sigurjón Örn Þórsson fjallar um sameiningu sveitarfélaga ’Það er mjög mikilvægtað allir íbúar þeirra sveitarfélaga sem sameiningartillögur varða kynni sér tillög- una og taki þátt í at- kvæðagreiðslunni …‘ Sigurjón Örn Þórsson Höfundur er aðstoðarmaður félagsmálaráðherra. Í RITSTJÓRNARGREIN í Morgunblaðinu 25. september sl. segir m.a. „Það er alveg rétt hjá Árna M. Mathiesen að það verður hið sama að gilda um allar auðlindir í sameign þjóðarinnar. Og rétt að minna á af því tilefni, að nú þegar auðlindagjald hefur verið tekið upp í sjávarútvegi, er ástæða til að halda áfram á þeirri braut og taka upp auðlinda- gjald á öðrum sviðum, þar sem sameiginleg auðlind er nýtt af einkaaðilum.“ Fyrr í greininni er vitnað í orð Árna M. Mathiesen þar sem hann segir m.a. „… jafnræðis verður að sjálfsögðu að gæta á milli auðlinda en í dag er lagaákvæðum mjög misjafnlega farið hvað auð- lindir varðar, sbr. virkjanaréttindi. Það er ekki bara orkan í fallvötnum og jarðhiti, kaldavatnsréttindi, mal- artaka og nýting rafsegulbylgna, sem koma til skoðunar heldur einn- ig aðrar lifandi auðlindir en nytja- stofnar sem nýttar eru í dag eða kunna að verða nýttar. Má þar til dæmis nefna lax- og silungsveiði, dúntekju, eggja- og fuglatekju og jafnvel skotveiði.“ Þar höfum við það. Loksins er það sagt berum orðum, ritstjóri Morgunblaðsins berst fyrir því öll- um árum að þjóðnýta landið og miðin. Bændur sem haft hafa auka- tekjur af lax- og silungsveiði, dún- tekju, eggja- og fuglatekju og skot- veiði vegna þinglýstra eigna sinna skulu ekki sitja einir að þeim tekjum lengur. Þeir skulu greiða auðlindagjald af þessari „auðlind“ sinni. Ég spyr er ekki mál að linni? Er ekki mál til komið að þið öll, eigendur jarða út um allt land, látið ykkur þetta mál varða og hafið hátt í umræðunni? Ætlið þið að láta stjórnarskrárnefndina um að koma þessu hugtaki „sameign þjóð- arinnar“ inn í sjálfa stjórnarskrá landsins án þess að nokkur taki eft- ir því? Þessu stórhættulega hugtaki sem enginn skilur hvað þýðir en sem höfðar svo sterkt til meirihluta þjóðarinnar að fæstum virðist detta í hug að gagnrýna það. Hún er undarleg þessi þráhyggja Morgunblaðsritstjóra að krefjast sérstaks skatts af öllum atvinnu- greinum sem gera má ráð fyrir að helst sé hægt að byggja upp á landsbyggðinni. Hvers vegna mega ekki þing- lýstir eigendur jarða út um allt land hafa sértekjur af eignum sínum án þess að skattleggja þurfi það sérstaklega? Hvar er frelsið til athafna fyrir fólk í dreifðum byggð- um landsins? Hvernig á fólk á landsbyggð- inni að búa til tekjur ef það má ekki nýta landið til þess? Hvers vegna skulda ein- staklingar sem hafa lagt aleigu sína í jarðarskika „þjóðinni“ eitthvað meira en aðrir einstaklingar? Af hverju má ég stofna fyrirtæki og flytja inn skó og efnast á því án þess að þurfa að greiða af því sér- stakan skatt annan en af hagn- aðinum sem skapast en ég má ekki stofna fyrirtæki með það að mark- miði að fá tekjur af því landi sem ég kaupi án þess að greiða fyrir það sérstakan skatt að auki við annan skatt? Hver ákvað að þetta væri „réttlæti“? Ég hef nú um langa hríð fylgst með því að íslenska ríkið hefur staðið í málaferlum við bændur út um allt á grundvelli laga nr. 57/ 1998 um þjóðlendur. Með þessum lögum tók íslenska ríkið eignarnámi allt það land, náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki voru þá þeg- ar í einkaeign. Ég minnist þess ekki að þessi lög hafi nokkru sinni komið til umræðu á meðal þjóð- arinnar. Samt er það svo að ein- staklingar eins og ég og þú út um allt land, einstaklingar sem í stað þess að eiga íbúð eða hús í Reykja- vík eiga land einhvers staðar hafa þurft að standa í kostnaðarsömum málaferlum við ríkið til að fá að halda þinglýstum eignum sínum! Þessi gjörð hefur farið lágt og afar fáir virðast hafa af því nokkrar áhyggjur. Það var ekki fyrr en málaferlin sneru að Reykjavík og ríkið ásældist land sem það hafði nýverið selt borginni með lögmæt- um hætti að málið vakti athygli og áhuga fjölmiðla. Árni M. Mathiesen á þakkir skildar fyrir að velta málinu út í umræðuna. Það er ástæða til að fylgja því eftir. Það er ljóst að hér hefur enginn meiri hagsmuna að gæta en það fólk sem býr úti á landsbyggðinni. Fólkið sem hefur á annan áratug rifist innbyrðis um sérhagsmuni sína og hefur til þess ópart notað þetta hugtak „sameign þjóðarinnar“ til að höfða til fjöldans. Nú er kominn tími til að þetta sama fólk geri sér grein fyrir því hversu mikið tjón það vinnur sjálfu sér með því að leyfa Morg- unblaðinu að halda uppi slíkum áróðri sem það hefur gert með hug- takinu „sameign þjóðarinnar“. Því biðla ég til ykkar lands- byggðarfólks – vaknið! Látið ykkur varða þessa umræðu um að koma hugtakinu „sameign þjóðarinnar“ inn í stjórnarskrá. Veltið því fyrir ykkur hvað það raunverulega þýðir og hvort þið viljið upplifa þann raunveruleika. Viljið þið að ríkið fái skýlausan rétt til að skattleggja sérstaklega allar þær atvinnugrein- ar sem hugsanlega gætu sprottið af því að eiga land og þar með talið auðlindir sem þar gætu hugsanlega verið til staðar? Vaknið, lands- byggðarfólk! Signý Sigurðardóttir fjallar um auðlindagjald ’Hvers vegna megaekki þinglýstir eigendur jarða út um allt land hafa sértekjur af eign- um sínum án þess að skattleggja þurfi það sérstaklega?‘ Signý Sigurðardóttir Höfundur er bóndadóttir og áhuga- maður um þjóðmálaumræðuna. NÝLEGA bárust fréttir af rekstri Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) fyrstu sex mán- uði ársins en halli reyndist lítill, aðeins nokkrir tugir milljóna sem ekki er mikið miðað við 14 milljarða rekstur. Hér á landi notum við enn föst fjárlög til rekstrar LSH. Þetta kerfi er í öðrum lönd- um innan OECD talið algerlega úrelt og öll löndin hafa tekið upp afkastatengt kerfi sem byggist á því að flokka sjúklinga í hópa eftir sjúkdóms- greiningu, aðgerðum og fylgikvillum og greina meðalkostnað við hvern hóp. Hér er um að ræða DRG- kerfið (Diagnosis Related Groups) sem notað er svo til ein- göngu á líkamlegum (somatiskum) bráða- deildum. Þetta kerfi hefur verið í þróun hátt í 30 ár og nú nær það ekki eingöngu yf- ir legusjúklinga held- ur einnig ferl- isjúklinga á dag- og göngudeildum. Unnið hefur verið að því á LSH að meta starf- semi spítalans á grundvelli þessa kerfis og árið 2004 er eiginlega fyrsta árið þar sem hægt er að meta starfsemi spítalans á þessum grundvelli. Samkvæmt upplýsingum fjár- máladeildar spítalans er fjöldi DRG-eininga á líkamlegu bráða- deildunum, þar með talin slysa- deild, 39.491 eining. Hvað kostar DRG-einingin? Ársreikningur LSH 2004 liggur fyrir og er útskýrður í ársskýrslu. Kostnaður er greindur niður á öll sviðin og því auðvelt að skipta sameiginlegum kostnaði við rekst- urinn miðað við stærð þeirra. Síð- an þarf að skipta kostnaði við rekstur rannsóknasviðanna niður á þau svið sem sinna sjúklingunum. Niðurstaðan er sú að kostnaður við rekstur líkamlegu bráðasviðanna er 19,8 milljarðar króna. Þeg- ar deilt er með fjölda DRG-eininga í þessa tölu er niðurstaðan sú að meðalkostnaður DRG-eininga á þess- um sviðum sé um 500 þúsund krónur. Kostnaður á DRG- einingu í Noregi er 30.714 norskar krónur og í Stokkhólmi 30.007 sænskar krónur. Í þessum tölum er há- skólastarfsemin ekki innifalin og þegar sjúklingar hafa legið fram yfir þann daga- fjölda sem DRG leyfir fara þeir á daggjöld og þær greiðslur koma til viðbótar. Hluti há- skólastarfseminnar er innifalinn hér á landi og langlegusjúkling- arnir á LSH eru ekki fluttir á daggjöld. Þessum sjúklingum hefur að sjálfsögðu fjölgað að undanförnu vegna skorts á hjúkr- unardeildum og erf- iðleika á mönnun þeirra deilda sem eru starfandi. Með tilliti til sterkr- ar stöðu íslensku krónunnar má reikna kostnaðinn á Norðurlöndum nálægt 350 þúsund krónur á hverja DRG-einingu. Hér á landi væri sambærileg tala 450–470 þús- und krónur. Erum við ef til vill að reka dýrasta spítala innan OECD ef Bandaríkin eru ekki talin með? Nauðsynlegt er að spyrja stjórn og framkvæmdastjórn Landspítala – háskólasjúkrahúss hver þau telja að sé kostnaður á DRG-einingu á líkamlegu bráðasviðunum. Hvað kostar rekst- ur Landspítala? Ólafur Örn Arnarson fjallar um kostnað við heilbrigðiskerfið Ólafur Örn Arnarson ’Nauðsynlegter að spyrja stjórn og fram- kvæmdastjórn Landspítala – háskólasjúkra- húss hver þau telja að sé kostnaður á DRG-einingu á líkamlegu bráðasvið- unum.‘ Höfundur er læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.