Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 45 MINNINGAR að standa rétt að verki og bera okkur rétt við vinnuna því öðrum kosti máttum við eiga yfir höfði okkar skammarræðu um það hvernig ekki ætti að gera hlutina. Þú lagðir alltaf áherslu á að hlutirnir væru rétt gerð- ir og hefur það verið gott veganesti. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Hvíl þú í friði Pétur, Ingólfur, Elínborg og Örn. Þegar haustar að og litir sumars- ins byrja að fölna þá andast Pétur Jó- hannesson á Vífilsstaðaspítala eftir löng og erfið veikindi. Árið er 1956 og undirritaður er á ferð í Chevrolet-fólksbifreið á leið vestur á Sand, bílstjórinn er Pétur Jóhannesson, vegirnir voru ekki eins greiðfærir þá og nú til dags og þegar við vorum að keyra Mýrarnar þarna forðum daga þá gekk á með útsynn- ingsskúrum og talsvert var um hvörf í veginum, sem þurfti að varast. Pét- ur stakk þá upp á því að ég yrði á „út- kikk“ og tilkynnti um dældir og mis- fellur framundan á veginum, svo að hann gæti betur einbeitt sér að akstrinum. En með þessu fékk hann mér ákveðið verkefni. Þannig var Pétur, átti auðvelt með að kveikja áhuga og hrífa aðra með sér. Ég man að ég var talsvert upp með mér yfir því að þekkja þennan mynd- arlega mann, háan og grannan og að spóka sig um á Sandinum með hon- um var ákveðið kikk, og þar að auki var hann giftur móðursystur minni, henni Elínborgu. Pétur var húsasmíðameistari og vann alla sína starfsævi að iðn sinni. Hann var verkstjóri hjá trésmiðjunni Byggir hf. sem stóð innarlega við Miklubraut. Þetta var nokkuð stór vinnustaður og oft glatt á hjalla í vinnunni og líka stundum tekið á því eftir vinnu. Síðar stofnaði hann fyrirtækið Bygging ásamt öðrum en eignaðist það síðar einn og rak það í mörg ár. Pétur var mjög hjálpsamur og bóngóður Þegar ég stóð í húsbygg- ingu laust fyrir 1970 þá aðstoðaði hann mig á margvíslegan hátt og var alltaf tilbúinn að hjálpa og redda málum, og það hafa áreiðanlega fleiri sömu sögu að segja. Pétur og Borga bjuggu lengst af á Kársnesbraut og þangað var gott að koma. Gestrisni þeirra hjóna og hlýja var einstök. Í veikindum sínum naut hann um- hyggju konu sinnar sem ávallt var til staðar. Á kveðjustund er margs að minn- ast en mér er efst í huga þakklæti fyrir einlæga vináttu og hjálpsemi Péturs. Elínborgu frænku, Jóhannesi, Sól- borgu og Magnúsi og fjölskyldum þeirra, votta ég dýpstu samúð. Blessuð sé minning Péturs Jó- hannessonar. Jón M. Björgvinsson. Mínar fyrstu minningar um Pétur móðurbróður minn eða Pétur pabba eins og ég hef alltaf mátt kalla Pétur eru aðfangadagskvöld á Kársnes- brautinni. Mér er minnisstætt hvað Pétri pabba fannst mikilvægt að allir væru komnir í hús og allt væri tilbúið þegar jólin voru hringd inn. Ég átti undantekningalaust yndislegt að- fangadagskvöld hjá Pétri og Borgu, frá því að ég man fyrst eftir mér sem barn þar til að ég stofnaði eigin fjöl- skyldu. Pétur pabbi var kletturinn í huga okkar mömmu. Hjálpsamur, hvetj- andi, réttlátur, vinnusamur, jákvæð- ur, ómetanleg fyrirmynd. Aldrei mun ég gleyma því hversu góður og hjálp- samur Pétur var við mömmu mína þegar hún þurfti á því að halda. Alltaf stóðu dyr þeirra hjóna Péturs pabba og Borgu mömmu opnar ef á þurfti að halda, þótt í nægu væri að snúast bæði í vinnu og á heimilinu á Kárs- nesbrautinni. Með þessum fáu orðum minnist ég Péturs pabba. Fjölskylda mín og mamma sendum Borgu mömmu, Jóa, Sólborgu, Magga og fjölskyld- um þeirra samúðarkveðju. Megi guð blessa minningu Péturs pabba. Edda Magnúsdóttir. gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægjuauka er vináttan dýr- mætust.“ (Epikúros). Það er rúmt ár síðan Villi bróðir hans lést. Í veikindum hans reyndist Kiddi okkur í fjölskyldunni frábær- lega vel. Varla leið sá dagur síðustu fimm mánuðina sem Villi dvaldi heima að Kiddi kæmi ekki í heimsókn og stytti honum stundir. Þeir röbb- uðu saman um allt milli himins og jarðar. Báðir höfðu áhuga á ljóðum og söng og þá var hlustað á ljúfa tónlist, farið með vísur, hlegið og grátið, allt eftir því hvernig líðanin var þann dag- inn. Börnin okkar Villa, tengdabörn og barnabörn voru öll vinir Kidda, kunnu vel að meta hann og þótti vænt um hann og barnabörnin okkar settu hann jafnvel næstan afa sínum. Kiddi var gull af manni. Elskulegu systkini, Hilda, Ásdís, Sigurjón og Kiddi Villi, tengdabörn og barnabörn, þið reyndust pabba ykkar frábærlega vel í veikindum hans, hann elskaði ykkur takmarka- laust og barnabörnin voru honum mjög hjartfólgin. Ég bið guð að blessa ykkur minningarnar og vaka yfir ykkur öllum um ókomin ár. Allra okkar kynna, er ánægjulegt að minnast. Mér finnst slíkum mönnum, mannbætandi að kynnast. (Kristján Jónsson frá Skála.) Guð blessi minningu Kristins Sig- urjónssonar. Erla Bergmann. Við áttum ófáar stundirnar saman við afi. Hrafnhólarnir voru mitt annað heimili fram eftir aldri og þar var nú aldeilis ekki setið á auðum höndum. Afi tók alltaf vel á móti fólki, nóg til af súkkulaði og sætindum, og oftar en ekki kraumaði í kjötsúpu inni í eld- húsinu, enda kjötsúpan hans afa með eindæmum bragðgóð. Alltaf átti afi til ís handa okkur barnabörnunum og eiginlega bara allt sem hugurinn girntist á þessum aldri. En þó að sæt- indin vantaði ekki á annarri hæðinni í Hrafnhólunum var alltaf mesta fjörið þegar við fórum út í bílskúr. Þá fyrst fóru hlutirnir að gerast. Grútskítugir upp fyrir haus, enda mældist dugn- aðurinn á þessum árum eftir því hversu skítugur maður var. Þeir voru nokkrir bílarnir sem við gerðum við, afi og ég. Já, ég gerði við fleiri bíla fyrir sjö ára aldur en ég mun nokkurntíma gera restina af æv- inni. Hversu stór minn þáttur var er ekki aðalatriðið, hvort sem það var að rétta afa skrúfulykil, negla í bílskúrs- hurðina eða hella niður olíu, þá sagði afi alltaf að ég kæmi að góðum notum þarna í bílskúrnum, þó hann hafi ann- að slagið skellt einum „sjúlla“ á mig. Félagsskapurinn var það sem við sóttumst báðir eftir, enda kom okkur vel saman strákunum. Ég man að þegar ég var yngri þá hélt ég alltaf að afi Kiddi væri ríkasti afi í heimi. Ástæðan var einföld. Inni í Hrafnhólum átti hann lítinn kassa, lít- inn þrískiptan trékassa, eiginlega kistu, dálítið eins og kastali, með læs- ingum úr járni og geymdur í neðstu hillunni inni í stofu. Kassinn var alltaf stútfullur af klinki. Eyddi ég ófáum tímunum í það að telja alla peningana hans afa, liggjandi á stofuteppinu og stafla klinkinu í búnka eftir gildi og stærð. Og svo, þegar allt klinkið hafði verið margtalið, reyndi ég að upplýsa afa um það hvað hann væri alveg of- boðslega ríkur. Afi gamli brosti alltaf vel út í annað þegar ég sagði að hann væri svo ríkur. Hann sagðist vera rík- ur, en síst væri það nú út af pening- unum. Ég hélt nú að afi væri eitthvað að misskilja málið, með kistu stútfulla af peningum, en þegar aldurinn fór að telja og vitið að stíga í kollinn þá auð- vitað skildi ég hvað hann var að meina. Því að afi var ríkasti maður í heimi, elskaður og dáður. Síkátur og fullur af kærleik. Alltaf á hlaupum út um allt, tilbúinn að hjálpa öllum og gera allt fyrir alla. Ég mun aldrei kynnast neinum þér líkum, afi minn. Ég sakna þín, gamli töffari. Hestamaður fyrir austan, boxari í Ármanni og sjómaður við strendur Rússlands. Takk fyrir allt, elsku afi minn, ég á þér svo margt að þakka. minning þín lifir að eilífu. Ég mun segja mínum barnabörn- um sögur af afa Kidda. Ég bið þig að vera mér við hlið alla mína daga. Rokkum á þetta saman. Sigurður Straumfjörð Pálsson. Elsku afi. Það er ótrúlega skrýtið að þú sért farinn. Það var alltaf svo spennandi að fá að vera hjá afa nammikalli eins og við kölluðum þig. Þú fórst alltaf með mig, Guðrúnu og tvíburana í bíltúr að kaupa nammi, eða með Báví til að leyfa henni að hlaupa. Svo þegar við fluttum norður komstu reglulega í heimsókn og varst alltaf á milljón allan tímann. Hélst garðinum fínum og gerðir upp bað- herbergi með pabba og margt fleira. Svo hlakkaði ég alltaf svo til að koma til Reykjavíkur í heimsókn til þín, elsku afi. En núna þegar ég kem þá ertu ekki þarna lengur, allt er svo tómlegt og skrýtið án þín. Þú varst svo frábær, vildir alltaf hjálpa öllum og gera allt fyrir alla, þú varst svo yndislegur og góður. En þú ert samt kominn á betri stað uppi hjá Guði núna og finnur ekkert til og líður bet- ur. En ég elska þig, elsku besti afi minn, og þú ert alltaf í hjarta mínu. Þín Heiðdís Rósa. Mig langar til að minnast afa míns með nokkrum orðum. Hann var svo góður og yndislegur í alla staði, orðið nei var varla til í hans orðaforða og maður kom aldrei að lokuðum dyrum hjá afa. Hann hugsaði vel um okkur fjölskylduna og alla þá sem stóðu honum næst og á meðan hann hafði heilsu til leið varla sá dagur að hann ræki ekki inn nefið þó ekki væri nema í fimm mínútur, bara svona til að tékka á okkur hvort það væri ekki allt í lagi. Ég gat alltaf leitað til afa, alveg saman hvert tilefnið var. Á fyrstu ár- unum mínum í framhaldsskóla fór ég stundum til hans til að fá að læra hjá honum í friði og ró og fyrsta sem hann spurði mig alltaf að um leið og hann kom inn úr dyrunum var hvort ég væri nú ekki örugglega búin að borða eitthvað. Þetta var afi, alltaf að passa að manni liði vel og hefði nóg. Þegar ég var komin með bílpróf og bíl og farin að keyra þá var alveg sama stórt eða smátt sem ég þurfti hjálp með varðandi bílinn, afi var alltaf kominn fyrir hálft orð. Afi minn var hress, yndislegur, brosmildur, einstaklega góðhjartaður og vildi öllum vel. Hann var alltaf til taks og stóð alltaf við bakið á mér sama hvað á reyndi og fyrir það verð ég honum ævinlega þakklát. Þúsund þakkir fyrir allt, elsku afi minn, ég elska þig af öllu hjarta og minning þín mun lifa í hjarta mínu um ókomna tíð. Þín Bergrún Lilja. Elsku afi Kiddi. Nú ert þú farinn til Jesú og við vitum að þér líður vel núna. Eins og Eydís Rós sagði, þá ertu ekki lengur lasinn heldur hefur Jesú læknað þig og ætlar að passa þig fyrir okkur. Elsku afi, við kveðjum þig með miklum söknuði og biðjum góðan Guð að geyma þig. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Þetta er ekki eins og við héldum að það ætti að vera. Við höfðum svo stóra drauma og miklar væntingar. En nú ert þú farinn og hefur skilið okkur eftir með minningar um bros þitt. Aldrei höfum við vitað um neitt sem er svona erfitt að skilja, og það er ekkert sem við getum sagt sem tekur sársaukann við að missa þig. En við getum grátið með von, kvatt þig með von, því að kveðjustund okk- ar er ekki endirinn. Við syrgjum með von, og trúum með von, að það sé sá staður til þar sem við sjáum þig á ný. Því nú ert þú heima, nú ert þú frjáls. Við elskum þig. Þínar afastelpur Eydís Rós og Telma Lind. Elsku afi okkar var mjög skemmti- legur kall. Við kölluðum hann alltaf afa Kidda. Það var eitthvað skrítið ef við sáum hann ekki allavegana einu sinni á dag. Því afi kom alltaf reglu- lega til okkar. Ef hann kom ekki hringdum við í hann. Hann gerði allt- af allt fyrir okkur, lagaði hjólin og keyrði okkur í fótbolta og aðstoðaði okkur alltaf þegar okkur vantaði hjálp og var alltaf til taks. Þegar afi veiktist flutti hann til okkar í Greni- byggðina og bjó hjá okkur þangað til hann fékk íbúðina í Norðurbrúninni. En alltaf kom afi þegar honum leið illa, til okkar. Hann afi Kiddi mætti á alla fót- boltaleiki þegar hann gat og strák- arnir í fótboltanum voru byrjaðir að kalla hann afa Fótbolt. Afi var alltaf glaður og kátur. Hann var mjög góð- ur við okkur öll og talaði vel um alla. Við eigum eftir að sakna hans mjög mikið en við vitum að honum líður miklu betur núna. Guðmundur Kristinn og Guðbjörn Jón. Elsku besti afi minn. Afi minn var yndislegur maður, hann var alltaf að hjálpa öllum í kringum sig. Það er svo skrýtið að hafa hann ekki hjá sér lengur og erfitt að missa þennan frá- bæra vin frá sér. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, ég elska þig, afi minn. Kveðja. Þitt afabarn Guðrún Hanna. Mig langar að fara nokkrum orðum um frænda minn hann Kidda. Þeir voru bræður hann og pabbi, góðir bræður, félagar og vinir. Mín uppvaxtarár bjó Kiddi fyrir austan þannig að ég var búinn að slíta barnsskónum þegar við kynntumst að gagni og þau kynni þróuðust fljót- lega í góða vináttu, Kiddi var þannig maður. Hann var hugljúfur og skemmtilegur, brosmildur og alltaf stutt í grín og hlátur. Og hjálpsamur, já, hjálpsemi hans og hvernig hann bókstaflega tók á sig verkefni og vandamál fólksins í kringum sig og leysti er til eftirbreytni en ekki hægt að fara fram á. Við ræddum ýmis mál og höfðum stuðning hvor af öðrum. Baráttu hans við þann illvíga sjúkdóm sem tekið hafði Steina bróður hans, Sigurð mág hans og pabba með stuttu millibili ræddum við og stöppuðum stálinu hvor í annan, reyndar var æðruleysi hans og lífsgleði með þeim hætti að vafasamt var hvor taldi kjarkinn í hvorn. Kidda var annt um börnin sín og varð tíðrætt um þau og hann sá ekki sólina fyrir barnabörnum sínum og var afi eins og þeir gerast bestir og þeirra missir er mestur. Um leið og ég kveð þig, vinur, vil ég votta börnum þínum og barnabörnum mína dýpstu samúð. Megi guð blessa þau og leiða þau í gegnum sorgina. Vindurinn hvíslar í vanga minn og vætla tárin niður kinn til saknaðar ég í sálu finn sem fann ég ekki áður. Með guðs englum gengur andi þinn, í gleði ei lengur þjáður. (Heimir Bergmann.) Heimir. Elsku Kiddi frændi. Síðast þegar við hittum þig, fyrir nokkrum mán- uðum, varstu bara nokkuð sprækur. Við vissum auðvitað að þú varst orð- inn mikið veikur og það var viss léttir þegar við fréttum að þú værir farinn, þú varst orðinn svo kvalinn. Nóttina sem þú kvaddir dreymdi mömmu ömmu Rósu, þar sem hún var að fara í peysufötin og sagðist þurfa að drífa sig því hún væri að fara í afmæli. Það er enginn vafi á því að hún hefur tekið vel á móti þér. Draumurinn hefur örugglega verið mömmu huggun. Kátínan og sönggleðin er það sem stendur upp úr í minningunum um þig. Það var alltaf svo gaman þegar Kiddi frændi kom í heimsókn. Marg- ar sögurnar sagðir þú okkur af prakkarastrikum og ævintýrum ykk- ar pabba í gamla daga. Þær hefðum við svo sannarlega átt að varðveita á pappír eða snældu. Ætli þið séuð ekki að skemmta ykkur konunglega þarna uppi við að rifja þær upp! Guð geymi þig, Kiddi frændi, og takk fyrir allt. Elsku Sigurjón, Kiddi, Hildur, Dísa og aðrir aðstandendur, þið eigið alla okkar samúð. Drottinn, er endar mín ævi öruggt ég treysti á það, að í himinsins heilögu sölum þar hafir þú búið mér stað. Ég treysti því nú, að bænin sé brú, sem mig bera mun alla leið til þín. En eitt er þó best og sem undrar mig mest, það er elskan, sem berð þú til mín. (Árni Sigurj.) Systkinin í Skipó. Það er erfitt að sætta sig við að Kiddi frændi sé farinn, svo kær var hann fjölskyldunni. Hann var tíður gestur á heimili mömmu og pabba í Bleikjukvíslinni. Hjálpsemi hans var einstök. Ef einhver var að byggja eða í vandræðum með bílinn var hann fyrstur til að bjóða fram aðstoð. Ósér- hlífni Kidda kom best í ljós ef erf- iðleikar steðjuðu að hans nánustu. Þá var hann til staðar eins og klettur. Í veikindum pabba var velvild hans og hlýja óendanleg. Hann var óþreyt- andi að koma í heimsókn og sat þá oft löngum stundum á spjalli við pabba til að stytta honum stundir. Það var mömmu og okkur öllum ómetanlegur styrkur að eiga Kidda að á þeim erf- iðu tímum. Kiddi var rólyndismaður og heima- kær. Hann fylgdist vel með, var nokk- uð pólitískur og hafði ákveðnar skoð- anir á ýmsum þjóðmálum en þar sem í öðru ræddi hann málin öfgalaust, án fordóma og talaði ekki illa um nokk- urn mann. Hann var áhugamaður um knattspyrnu og harður Frammari. Í síðasta skiptið sem ég hitti hann á Landspítalanum töluðum við um fót- bolta en þá var Fram nýfallið úr úr- valsdeildinni. Við vorum báðir óhressir með það en hann taldi að fall- ið yrði bara til góðs, menn myndu koma margefldir til baka og vera snöggir að vinna sig upp í úrvalsdeild að nýju. Dæmigert fyrir Kidda að sjá jákvæðar hliðar á öllum málum. Kiddi bar sig ávallt vel þrátt fyrir veikindin en átti erfitt með að sætta sig við að geta ekki unnið. Jafnvel þegar hann var orðinn rúmfastur fann maður að hann ólgaði af eirðarleysi yfir að geta ekki verið á fullu við að hjálpa vinum og fjölskyldu í ýmsum framkvæmdum eins og hann var vanur. Ég veit að margir munu minnast Kidda með þakklæti og hlýju. Gamalt dægurlag inniheldur ljóð- línuna „traustur vinur getur gert kraftaverk“, hún á vel við Kidda og hans nærveru í gegnum tíðina. Hafðu þökk fyrir samfylgdina, Kiddi minn, fullvissan um að það verður vel tekið á móti þér þar sem þú ert nú er okkur styrkur. Öllum ættingjum Kidda og vinum sendum við, ég og fjölskyldan, inni- legar samúðarkveðjur. Ingólfur Sigurðsson. Hann lætur ekki deigan síga, mað- urinn með ljáinn. Þeir kvöddu með einungis árs millibili bræðurnir, pabbi og Kiddi. Hver hefði trúað því? Kiddi reyndist foreldrum mínum stoð og stytta – ekki aðeins í veik- indum pabba, heldur árin öll á undan. Hann var vakinn og sofinn yfir vel- ferð þeirra og lét engan bilbug á sér finna. Traustari vinur er vandfund- inn. Undir það síðasta, þegar pabbi varð að láta undan síga, var Kidda þó verulega brugðið. Það fannst glöggt. Hví höggvið er aftur og enn í sama knérunn veit eng- inn en hitt veit ég að við sitjum eftir með sorg í hjarta. Kiddi var ekki síður góður vinur okkar systkinanna. Gegnheill, traust- ur, óeigingjarn og glaðsinna; þannig var Kiddi. Að leiðarlokum vil ég, fyrir okkar hönd, þakka honum samfylgdina. Við sendum börnum hans, tengdabörn- um, barnabörnum og öðrum aðstand- endum hugheilar samúðarkveðjur. Við grátum góðan dreng. Bragi V. Bergmann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.