Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á morgun  Menning og samfélag ÞÚSUNDIR baðgesta í Land- mannalaugum fengu svonefndan sundmannakláða í ágústmánuði bæði árin 2003 og 2004 en um er að ræða útbrot eða kláðabólur sem sundlirfur fuglasníkjudýra valda. Nú hefur þetta verið rakið til stokkandarkollu, sem verpti við baðstaðinn og ól þar upp unga sem allir reyndust smitaðir af þessum lirfum þegar að var gáð. Í grein, sem Karl Skírnisson og Libusa Kolarova skrifa í Lækna- blaðið, kemur fram að seinni hluta ágústmánaðar 2003 hafi þúsundir baðgesta í Landmannalaugum feng- ið sundmannakláða. Sundlirfum hafi fækkað í vatninu eftir því sem leið á haustið en stöku tilfella varð vart þar í desember og undir vor. Sagan endurtók sig um miðjan ágúst 2004 en fjöldi lirfanna virtist minni. Er skyndileg fjölgun sundlirfa í Laugalæknum um miðbik ágúst- mánaðar þessi ár rakin til stokk- andarkollu sem verpti við baðstað- inn og ól þar upp unga sem allir reyndust smitaðir bæði af nasa- og iðraögðum. Talið er að ungarnir hafi smitast strax eftir að þeir klöktust úr eggjum og að þeir hafi átt stærstan þátt í að magna upp lirfusmitið. Talið er að koma megi í veg fyrir skyndilega fjölgun sundlirfa í Laugalæknum seinni part sumars með því að meina stokkönd að ala þar upp unga. Sundmannakláði kallast kláðaból- ur sem sundlirfur fuglasníkjudýra af ættinni Schistosomatidae valda eftir að hafa smogið í gegnum húð manna. Stundum verður engra út- brota vart, einkum í fyrsta sinn sem lirfur smjúga inn í líkamann. Annars myndast bóla eftir hverja lirfu sem ónæmiskerfi líkamans nær að stöðva. Fimm tegundir þessara lirfa hafa þegar fundist hér á landi. Allar lifa þær á lirfustigi í vatnabobba en fullorðnar í andfugl- um. Stokkandarkolla olli sundmanna- kláða hjá þúsundum baðgesta FORSETI Alþingis, Sólveig Péturs- dóttir, tekur ásamt sendinefnd þátt í ráðstefnu í Pétursborg sem hófst í gær og stendur til 8. október um konur og lýðræði. Með þingforseta í för eru þing- mennirnir Jónína Bjartmarz, Jó- hanna Sigurðar- dóttir og Þuríður Backman. Jafn- framt tekur Rannveig Guð- mundsdóttir þátt í ráðstefnunni sem forseti Norður- landaráðs. Forstöðumaður alþjóða- sviðs skrifstofu Alþingis sækir einn- ig ráðstefnuna. Sólveig Pétursdóttir tekur þátt í pallborðsumræðum um ofbeldi gegn konum og mun fjalla sérstaklega um mansal. Jónína Bjartmarz tekur þátt í pallborðsumræðum um konur og atvinnulífið. Rannveig Guðmunds- dóttir, forseti Norðurlandaráðs, mun slíta ráðstefnunni. Sækir ráð- stefnu um kon- ur og lýðræði Sólveig Pétursdóttir HVERSU öruggt er Netið? Hvað er margvarp? Verður hægt að horfa á sjónvarp í símanum sínum í fram- tíðinni? Þessar spurningar voru meðal þeirra sem brunnu á þeim fjölmörgu sem sóttu Vísindakaffi með almenningi sem haldið var í Al- þjóðahúsinu sl. þriðjudagskvöld. Hugsunin að baki Vísindakaffi er að gefa vísindamönnum færi á að segja frá rannsóknum sínum á manna- máli. Eins og spurningarnar hér að of- an benda til var málefni þessa kaffi- fundar netrannsóknir og voru það þeir Sæmundur E. Þorsteinsson, forstöðumaður þróunarsviðs Sím- ans, og Heimir Þór Sverrisson, lekt- or við Háskólann í Reykjavík, sem veltu fyrir sér netrannsóknum und- anfarinn aldarfjórðung. Sæmundur minnti viðstadda á hversu gríðarlega miklu þær rann- sóknir hefðu skilað á ekki lengri tíma. „Ef við rifjum upp hvernig staðan var árið 1980 þá var ekkert Net og engir tölvupóstar, enginn vefur og ekkert blogg. Hvað síma- mál snertir þá var staðan sú að menn urðu að panta utanlands- símtöl hjá Póst- og símamálastofn- un, engir farsímar voru í boði og símkerfið var hliðrænt auk þess sem engir ljósleiðarar voru í notk- un. Hvað sjónvarpi og útvarpi við- kemur var hvoru tveggja dreift með sendum frá jörðu og engin gervi- hnattatungl í notkun,“ sagði Sæ- mundur. Nokkuð var rætt um öryggi Netsins, skráningu tengingar fólks á vefnum og síðast en ekki síst um öryggi tölvupósta í ljósi nýliðinna frétta. Heimir minnti á að tölvu- póstur væri í eðli sínu óöruggur, eða álíka öruggur og póstkort eða gamli sveitasíminn, þar sem aldrei væri hægt að vita hvort einhver kæmist yfir hann á leiðinni eða hvar hann endaði. Sagði hann vissulega til leiðir til að tryggja öryggi tölvu- póstsendingar, s.s. rafræn undir- skrift og dulskrift, en hvort tveggja væri það flókið að það hentaði ekki til almenningsnota, þó svo að örygg- is sé gætt með þessum hætti þegar kemur að hlutum á borð við krít- arkortaviðskipti á Netinu og banka- viðskipti. Nokkuð var rætt um tölvuleka og svindl og bent á að yf- irleitt ættu lekar sér eðlilegar skýr- ingar þar sem sendur hefði verið póstur á rangan viðtakanda eða ein- hver komist yfir tölvu viðkomandi. Sama ætti við um krítarkortasvik, algengast væri að kortanúmerum væri stolið upp á gamla mátann, en hins vegar byði Netið upp á auð- veldari dreifingu. Morgunblaðið/Kristinn Heimir Þór Sverrisson (t.h.) og Sæmundur E. Þorsteinsson (t.v.) sátu fyrir svörum. Davíð Þór Jónsson stjórnaði. Netrannsóknir voru til umfjöllunar á Vísindakaffi KOSTNAÐUR við að haka í reitinn „slysatrygging við heimilisstörf“ á skattframtali er í kringum fjögur hundruð krónur og telst sá þá tryggður frá 1. ágúst það ár til 31. júlí árið á eftir, með því skilyrði að skattframtalinu hafi verið skilað til yfirvalda innan lögbundins frests. Í viðtali við Steinunni Valdísi Óskars- dóttur í Morgunblaðinu á miðviku- dag kom fram að hún haki ávallt í þann reit og það hafi komið henni vel þegar hún slasast við þrif síðastliðna helgi. Í tölum frá Tryggingastofnun rík- isins kemur fram að 92.933 einstak- lingar nýttu sér trygginguna í fyrra en aðeins 179 sóttu um bætur vegna slysa innan heimilis – þar af var 39 synjað um afgreiðslu og þrettán eru í bið. Samkvæmt sömu tölum töldu rúmlega 200 þúsund til skatts á síð- asta ári og því um 45% framteljanda sem fylla út í reitinn. Gjaldið er föst krónutala sem gef- in er upp á skattframtalinu og bætist við álagninguna í ágúst. Hjá Trygg- ingastofnun ríkisins fengust þær upplýsingar að slysatryggingin væri til að koma til móts við þá sem ekki hafa heimilistryggingu hjá trygg- ingafélagi en slys á heimili geta að sjálfsögðu bæði fallið undir heimilis- tryggingu almannatrygginga og tryggingafélaga. Í reglugerð um slysatryggingu við heimilisstörf teljast til dæmis mat- seld og þrif, umönnun sjúkra, aldr- aðra og barna, hefðbundin garð- yrkjustörf og almenn viðhalds- verkefni með hættulitlum og ein- földum verkfærum. 90 þúsund nýttu sér slysatryggingu við heimilisstörf Kostnaðurinn er fjögur hundruð krónur á ári Hvað græðum við á menningu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.