Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN M ynd segir meira en þúsund orð, ef marka má gamalt máltæki sem flestir kannast við. Máltækið rifjaðist upp fyrir mér eftir að ég sá mynd, að vísu ekki ljósmynd, heldur bíómynd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í vikunni. Myndin ber titilinn Týndu börn- in (e. Lost Children). Fylgst er með lífi nokkurra barna í Afr- íkuríkinu Úganda, en þar hefur borgarastyrjöld ríkt í tæpa tvo áratugi, nánast án afskipta um- heimsins. Börnin sem áhorfendur kynn- ast eiga það sameiginlegt að hafa tekist að sleppa frá skæru- liðum sem rændu þeim, kenndu þeim að drepa og neyddu þau til þess að myrða fólkið sitt. Þar sést meðal annars lítill drengur sem uppreisnarmenn höfðu skorið af nef, eyru, varir, og fingur. Það er erfitt að koma því til skila með orðum hvernig var að horfa á þessa mynd. Þegar ég gekk út úr rökkvuðum bíósalnum bærðust með mér ýmsar tilfinningar. Ég fann til sorgar, reiði og vanmáttar. Ég dáðist samt mjög að því fólki sem ég sá í myndinni og reyndi að gera sitt besta til þess að hjálpa börnunum. Ég hugsaði um þá ábyrgð sem ég ber sem einstaklingur gagnvart umheim- inum. Jafnframt velti ég því fyrir mér hvort það skipti ein- hverju máli að sýna mynd sem þessa. Hversu margir bíógestir sem sáu Týndu börnin á mánudags- kvöldið hugsa enn um myndina og efni hennar? Hve margir skyldu svo gera meira en að hugsa? Það virðist auðvelt að þurrka tárin af hvörmunum eft- ir að hafa horft á hryllinginn, fara svo heim og snúa sér að því að skipuleggja næsta frí eða kaupa nýjar innréttingar. Í pallborðsumræðum sem efnt var til á miðvikudag á veg- um kvikmyndahátíðarinnar og UNIFEM á Íslandi var fjallað um mikilvægi mynda á borði við Týndu börnin. Spurt var: Skipta myndir máli? Þar voru við- staddir leikstjórar nokkurra bíómynda sem falla í mannrétt- indaflokk hátíðarinnar. Einn þeirra, hin kanadíska Elle Flanders, sagði í umræðunum að hún teldi það vera einn stærsta löst mannanna að flest- ir lifðu í afar litlum heimi og fólk sæi ekki veröldina í kring- um sig. Hvað sem þessari skoðun Flanders líður eru fullir bíósalir á myndum um átök og réttlæti í heiminum á kvikmyndahátíðinni til marks um að allnokkrum hópi fólks er annt um þessi mál. (Raunar nokkuð sem eigendur kvikmyndahúsa ættu að íhuga þegar þeir velja myndir til sýn- ingar). Og Íraninn Ali Samadi, einn tveggja leikstjóra Týndu barnanna, sagði í umræðunum að áhugi fólks á heimildar- myndum færi greinilega vax- andi. Hann rakti þetta meðal annars til þess að fólk væri orð- ið leitt á að hlusta á lítt upplýs- andi fréttir fjölmiðla um heims- málin. Í Þýskalandi, þar sem hann býr, hefðu borist daglegar fréttir í mörg ár af átökunum í Júgóslavíu, meðan þau stóðu yf- ir. Stöðugar fregnir hefðu birst af því að svo og svo margir hefðu fallið í átökunum þann daginn. En lítið hefði verið gert í að útskýra hvað gekk á. Og mikið rétt. Ýmsir kannast við fréttir sem snúast um lítið ann- að en um „tölu látinna“ á ham- fara- og stríðssvæðum heimsins. Þótt sú sýn sem við fáum á heiminn í gegnum helstu fjöl- miðla sé oft óskýr og brota- kennd, skiptir engu að síður máli fyrir þjáðar þjóðir að kom- ast á síður blaða og sjónvarps- skjái. Umfjöllun fjölmiðla getur aukið þrýsting á ráðamenn að grípa til aðgerða. Í nýlegu við- tali tímaritsins Columbia Journ- alism Review við Jan Egeland, sem hefur umsjón með neyð- araðstoð fyrir Sameinuðu þjóð- irnar, segir hann að þessar þjóðir keppi í einskonar hluta- veltu um fjölmiðlaathygli. Fyrr á árinu hafi fólk sem átti um sárt að binda eftir flóðbylgjuna miklu í Asíu verið um á bilinu 10–15% allra þeirra sem neyð- araðstoð SÞ sinnti. Á sama tíma hafi þessi hópur fengið 90% allrar fjölmiðlaat- hygli. Egeland segir í viðtalinu að íbúar Norður-Úganda og Kongó í Afríku séu meðal þeirra sem hingað til hafi tapað í hlutaveltunni. Aðspurður um hvers vegna hann telji svo vera bendir hann á að eymdin í þess- um löndum virðist endalaus og fjölmiðlaneytendur á Vest- urlöndum kunni slíku illa. Fólk vilji lesa fréttir eins og það les sögur – það eigi að vera upphaf og endir og einfalt að skilja milli góðs og ills. Í hamförunum í Asíu hafi þetta verið auðvelt. Þar var náttúran í líki hins vonda, fólkið var gott og hjálp- arstarf bar árangur. Málið vandist þegar fjalla eigi um átök á borð við þau sem eiga sér stað í Kongó, þar sem 20 vopnaðir hópar berjast. „Vanda- mál mitt er að þjáning barnanna er sú sama. Við ber- um jafn mikla ábyrgð á að koma til hjálpar. Ef ég fæ ekki umfjöllun í fjölmiðlum, næ ég ekki athygli þeirra sem geta hjálpað, ég fæ ekki peninga, ekki fólk til að koma á staðinn og get því ekki veitt aðstoð,“ segir Egeland. Það er erfitt að vera bjart- sýnn eftir að hafa horft á mynd á borð við Týndu börnin. Mynd- in er þó svo áhrifamikil að ekki er annað hægt en að leyfa sér að vona að hún fái einhverju breytt. Væri barátta fyrir bættu lífi barnanna í Norður-Úganda ekki verðugt verkefni þjóðar sem stefnir á Öryggisráðið? Týndu börnin Ýmsir kannast við fréttir sem snúast um lítið annað en „tölu látinna“ á hamfara- og stríðssvæðum heimsins. VIÐHORF Elva Björk Sverrisdóttir elva@mbl.is Í ÁRATUGI hafa Vestfirðingar haldið á lofti þeirri staðreynd að Vestfirðir hafa lengst af verið eft- irbátur annarra landsvæða á Ís- landi í uppbyggingu vegakerfisins. Sveitarstjórnir, einar og sér eða í samvinnu, hafa reglu- lega ályktað um ein- stök verkefni og nauð- syn þess að flýta framkvæmdum og auka vegafé. Á vett- vangi Fjórðungs- sambandsins hafa sveitarstjórnarmenn einnig ályktað og nú síðast á Fjórðungs- þingi Vestfirðinga sem haldið var í síðasta mánuði. Þar var árétt- uð stefnumótun sam- bandsins í samgöngu- málum sem samþykkt var einum rómi á Ísa- firði haustið 2004 en hún byggðist í öllum meginatriðum á sam- þykkt Fjórðungsþings frá 1997. Oft hefur hægt miðað Það er ekki ofsagt að sveitarstjórn- armönnum á Vest- fjörðum hefur oft þótt hægt miða í uppbygg- ingu samgöngu- mannvirkja í fjórð- ungnum. Íbúar á norðanverðum Vest- fjörðum hafa lengi beðið þess að hægt yrði að aka á bundnu slitlagi um Ísafjarðardjúp og áleiðis inn á þjóðveg 1. Á sunn- anverðum Vestfjörðum hefur eðli- leg krafa íbúanna verið sú að byggður yrði upp greiðfær heils- ársvegur sem tengdi svæðið við aðra hluta landsins og ryfi þannig vetrareinangrun þess. Stranda- menn og íbúar Reykhólasveitar hafa einnig barist fyrir bættum samgöngum á sínum svæðum auk þess sem áhersla hefur verið lögð á heilsárstengingu milli þessara tveggja byggðarlaga. Samgöngu- yfirvöld hvers tíma, ásamt þing- mönnum kjördæmisins, hafa mátt þola harða gagnrýni heimamanna fyrir meintan seinagang og vart hafa tveir menn komið saman í fjórðungnum án þess að samgöngu- mál bæri á góma. Staðreyndirnar hafa verið flestum ljósar; ófullnægj- andi samgöngur á Vestfjörðum hafa dregið úr samkeppnishæfni vest- firsks atvinnulífs, haft neikvæð áhrif á búsetuþróun og heft aðgengi ferða- manna að mörgum helstu náttúruperlum Íslands. Miklar framfarir síðustu ár Síðustu ár hefur hins vegar mikið áunn- ist í vegamálum á Vestfjörðum, ekki síst í tíð Sturlu Böðv- arssonar samgöngu- ráðherra. Uppbygg- ingu vegar um Ísafjarðardjúp er lokið ef frá er talin þverun Mjóafjarðar og fram- kvæmdir tengdar henni. Miklar fram- kvæmdir hafa verið á sunnanverðum Vest- fjörðum, m.a. á Kletts- hálsi og Kleifaheiði, auk þess sem ráðherra hefur fallist á rök heimamanna um hvaða leið skuli valin við end- urgerð Vestfjarðaveg- ar milli Flókalundar og Bjarkalundar. Elsti hluti leið- arinnar verður í Borgarfirði Nú ber svo við að miklar fram- farir í vegamálum blasa við Vest- firðingum því stórtækar fram- kvæmdir hafa verið boðaðar, m.a. í kjölfar Símasölunnar. Ef tímaáætl- anir ganga eftir verður hægt að aka á bundnu slitlagi um Ísafjarð- ardjúp og áfram inn á þjóðveg 1 innan þriggja ára og mun vetr- arleiðin styttast um hartnær 80 km auk þess sem ferðatími mun stytt- ast enn frekar á nýuppbyggðum vegi. Ráðist verður í þverun Mjóa- fjarðar og aðliggjandi vegagerð og vegur um Arnkötludal verður lagð- ur. Þá verður lokið við uppbygg- ingu vegar um Svínadal á sama tímabili. Leiðin mun síðan liggja um nýlega Gilsfjarðarbrú og ný- uppbyggða Bröttubrekku. Má því segja að elsti hluti þjóðvegarins frá Ísafirði til Reykjavíkur verði í Borgarfirði að þremur árum liðnum þótt þar sé einnig unnið að miklum endurbótum. Þessu til viðbótar verður verulegum fjármunum varið til framkvæmda á Vestfjarðavegi, milli Flókalundar og Bjarkalundar, þótt ekki nægi þeir til að ljúka þeim verkefnum sem þar eru fyr- irhuguð. Ríkisstjórnin brást hratt og vel við Fyrir fáeinum dögum bætti rík- isstjórnin síðan enn við fram- kvæmdalistann, að tillögu sam- gönguráðherra, og samþykkti að farið yrði í gerð jarðganga undir Óshlíð við Ísafjarðardjúp þar sem vegfarendum hefur ætíð staðið mik- il ógn af grjóthruni og ofanflóðum. Bæjarstjórn Bolungarvíkur, með stuðningi nágrannasveitarfélaga og Fjórðungsþings Vestfirðinga, hafði sett fram eindregnar óskir um var- anlegar úrbætur á leiðinni, ekki síst í því ljósi að grjóthrun úr hlíðinni virðist hafa færst í aukana síðustu misseri. Með ákvörðun sinni er rík- isstjórnin að marka þá stefnu að einungis fullt öryggi gagnvart of- anflóðum og grjóthruni sé við- unandi fyrir vegfarendur á Óshlíð. Er það fagnaðarefni. Samgöngumannvirki allra landsmanna Hvalfjarðargöngin voru á sínum tíma bylting í samgöngum á Íslandi og nýttust þau Vestfirðingum á leið til og frá suðvesturhorninu jafnt sem öðrum landsmönnum. Á sama hátt mun Sundabrautin reynast drjúg samgöngubót og stór þáttur í því að stytta ferðatíma, jafnt þeirra sem erindi eiga við höfuðborgina og íbúa hennar. Þeir sem leggja svo leið sína vestur á Ísafjörð að þrem- ur árum liðnum munu komast að því að Vestfirðir eru nær en þá grunar og ferðatíminn einungis örfáar klukkustundir. Það verða tvímælalaust með stærri áföngum í samgöngusögu landsmanna um langt árabil. Gjörbylting í samgöngum Birna Lárusdóttir fjallar um samgöngumál ’Hvalfjarðar-göngin voru á sínum tíma bylt- ing í sam- göngum á Ís- landi og nýttust þau Vestfirð- ingum á leið til og frá suðvest- urhorninu jafnt sem öðrum landsmönnum.‘ Birna Lárusdóttir Höfundur er forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. HÉR á landi gildir svokallað fulltrúalýðræði, þannig að þegn- arnir velja sér fulltrúa til að fram- fylgja sínum málum. Þessir fulltrú- ar eru valdir af flokkslistum og úrslit kosninga ráða fjölda þeirra þingsæta sem hver flokkur fær. Þingsætin tilheyra því flokkum en ekki einstaklingunum sem boðnir eru fram í nafni flokk- anna. Þess vegna særir það réttlætiskennd kjósenda þegar þing- maður, sem nær kjöri vegna stuðnings við þann flokk sem hann er fulltrúi fyrir, fer með umboð kjósenda eins og honum sýnist, fer jafnvel úr stjórn- arandstöðu til að styðja stjórnarmeiri- hlutann á miðju kjör- tímabili, eins og ný- legt dæmi sannar. Að fylgja eigin sannfæringu Það er ekkert óeðlilegt við það sem segir í 48. grein stjórnarskrár, að þingmaður sé einungis bundinn af eigin sannfæringu og ekki við neinar reglur frá kjósendum sín- um. Það er eðlilegt að svo sé varð- andi afstöðu hans til einstakra mála (leturbreyt. höf.). Sem dæmi um slíkt er ef þingmaður er t.d. ekki sáttur við stefnu flokks síns í umhverfismálum, að þá hefur hann fullan rétt til að fylgja eigin sann- færingu. Ef kjörinn fulltrúi fólks- ins hefur hins vegar þá sannfær- ingu að hann geti ekki framfylgt þeim málum sem kjósendur ætluðu flokki hans að gera, á hann að segja ef sér svo næsti maður geti haldið þeim málstað fram. Annars virkar fulltrúalýðræðið alls ekki í reynd og svo virðist sem það sé löglegt að láta kjósa sig fulltrúa tiltekins flokks til þess eins að hlaupa strax í annan, þó allir séu sammála um að það sé siðlaust með eindæmum. Kjósendum misboðið Ef kjörnir fulltrúar fólksins fótum troða umboð kjósenda sinna með þessum hætti, hljóta kjósendur að krefjast þess að þeir fái þá heldur að hafa bein áhrif á framgang mála. Beint lýðræði er í raun einfaldara í framkvæmd með nútímatækni en nokkru sinni fyrr. Þannig er auðvelt að nýta tölvu- tækni til að þjóðin geti kosið um ákveðin málefni og umræða um þjóðfélagsmál er orðin öllum að- gengileg í fjölmiðlum og á netinu. Beint lýðræði er því augljóslega lýðræðislegra fyrirkomulag ef við viljum að lög byggi á vilja meiri- hluta atkvæðisbærra þjóð- félagsþegna hverju sinni. Það hefur ótvíræða kosti umfram full- trúalýðræðið til að tryggja lýðræðið, ekki síst ef staðan er þannig í raun að kjörnir fulltrúar geta virt vilja fólksins að vettugi og fótum troðið það umboð sem þeim var veitt. Endurskoðun stjórnarskrár Nú, þegar endurskoðun stjórn- arskrár stendur yfir, ætti að vera ærið tilefni fyrir stjórnarskrár- nefnd að skoða hvort ekki megi skýra betur í stjórnarskrá skyldur kjörinna fulltrúa fólksins. Þing- maður ætti að fylgja sannfæringu sinni í einstökum málum, en treysti hann sér ekki til að starfa fyrir umbjóðendur sína að stefnu flokks síns almennt, ætti hann að segja af sér svo næsti fulltrúi geti haldið uppi merki flokksins. Það skiptir engu hvaðan núgildandi reglur koma, þær eru ranglátar og þess vegna á að breyta þeim þannig að réttur kjósenda verði tryggður. Raunverulegt fulltrúalýðræði? Margrét Sverrisdóttir fjallar um lýðræði ’Þingsætin tilheyra þvíflokkum en ekki ein- staklingunum sem boðnir eru fram í nafni flokkanna.‘ Margrét Sverrisdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.