Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 23 MINNSTAÐUR Fyrir okkur hin… ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N AT 2 91 09 1 0/ 05 Djúpivogur | Fjöllistamaðurinn Örn Ingi var á ferð á Djúpavogi í síðastliðinni viku, en markmið hans með heimsókninni var að virkja sem flesta bæjarbúa til list- rænna athafna. Eftir stífar æfing- ar í vinnubúðum Arnar Inga frá þriðjudegi til laugardags var sleg- ið upp tilþrifamikilli sýningu á sunnudeginum og kom þá afrakst- urinn í ljós. Þátttaka var með ágætum, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Dagskráin var sett með viðhöfn í grunnskólanum þar sem elsti íbúi Djúpavogs, Snorri Gíslason sem er níræður að aldri, klippti á borða í tilefni dagsins. Hinn aldni íbúi, sem er í daglegu tali kall- aður Snorri á Bjargi, afhjúpaði þar veggmynd sem hann átti þátt í að vinna með grunnskólabörn- unum. Hafmeyjar þjóna til borðs Við miðju listaverksins, kring- um hringlaga veggklukku, er rún- um rist lófafar þessa aldna heið- ursmanns, í bland við handaför barnanna er unnu að verkinu. Í verkinu mætast því hið gamla og nýja og í miðjunni tifar klukkan til vitnis um að ekkert fái stöðvað tímans rás. En Snorri og grunnskólabörnin voru ekki þau einu sem stóðu fyr- ir málverkasýningu, því hluti af uppákomum Arnar Inga var ein- mitt myndlistarnámskeið með þátttöku íbúanna. Íþrótta- miðstöðin iðaði m.a. af lífi og var þar fimleikasýning, dans, tónlist- aratriði o.fl. Þátttakendur og gestir voru á öllum aldri sem vissulega gaf deginum aukið vægi. Það sem hvað mesta athygli vakti var mjög svo framúrstefnu- legur gjörningur sem framinn var í sundlaug Djúpavogs. Þar var m.a. dúklagt fljótandi borð út í miðri sundlaug og við það sat prúðbúið par sem var þjónað til borðs af tveimur hafmeyjum, allt þetta í takt við hljómþýða tónlist sem undirstrikaði stemmninguna. Dagskráin endaði svo með til- þrifamikilli fimleikasýningu á hinu fljótandi borði. Djúpavogsbúar í fjöllistagír Morgunblaðið/Andrés Skúlason Lófafar í listina Snorri Gíslason á Bjargi, elsti íbúi Djúpavogs, tók þátt í listsköpun með bæjarbúum og lagði sitt af mörkum til verksins. Keflavík | Fulltrúar British Stand- ards Institution (BSI) afhentu á dög- unum yfirmanni flotastöðvar varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli, Mark Laughton kafteini, ISO 9001:2000- vottun stofnunarinnar vegna verk- fræðideildar varnarliðsins. Verkfræðideild varnarliðsins á sér langa sögu en starfsmenn eru ís- lenskir, alls tólf að tölu. Helstu verk- efni deildarinnar eru hönnun, verk- fræðiráðgjöf og rekstur landupplýs- ingakerfis á varnarsvæðinu og Keflavíkurflugvelli. Starfsmenn verkfræðideildar- innar hafa á liðnum árum unnið að markvissum umbótum með gæða- stjórnun að leiðarljósi og að sögn Ingólfs Eyfells, forstöðumanns deildarinnar, þótti við hæfi að nota alþjóðlega viðurkennda staðla til að mæla árangur af starfi deildarinnar. Verkferlar voru skráðir samkvæmt ISO/TR 10013, en fljótt varð ljóst að breytinga var ekki þörf þar sem þeir voru þegar í samræmi við viður- kennda gæðastjórnun. Agaðri vinnubrögð Á meðan á innleiðingu ISO- staðalsins stóð varð verulegur sam- dráttur í umsvifum og mannafla varnarliðsins og fækkaði starfs- mönnum verkfræðideildarinnar úr 22 í 13. Þá reyndist ekki unnt að ráða utanaðkomandi ráðgjafa til aðstoðar og reyndi því mjög á starfsmenn alla við verkið. Þróun gæðakerfisins tók um eitt ár og var það tekið í notkun 1. október á síðasta ári. „Þegar horft er til baka sést að ávinningurinn er umtalsverður. Vinnubrögð eru agaðri og við náum að framkvæma það sem við setjum okkur. Markviss skilgreining verk- efna sparar tíma og fyrirhöfn og minna er um endurvinnu,“ segir Ing- ólfur. „Ávinningurinn af innleiðingu ISO 9001:2000-staðalsins felst ekki síður í einhug og góðum anda meðal starfsmanna verkfræðideildar- innar.“ Verkfræðideild varnar- liðsins hlýtur vottun Vottaðir Starfsmenn verkfræðideildarinnar ánægðir með ISO-vottun sína. Reykjanesbær | Reykjanesbær hef- ur skrifað undir samning við KSÍ um byggingu sparkvallar við Ak- urskóla sambærilegan þeim sem eru við aðra grunnskóla í Reykja- nesbæ. Samningurinn er liður í sparkvallaátaki KSÍ en markmið þess er að skapa skemmtilegan og öruggan vettvang fyrir knatt- spyrnuiðkun í sveitarfélögum. Reykjanesbær mun annast rekst- ur og viðhald vallarins en KSÍ legg- ur til fyrsta flokks gervigras og vinnu við lagningu þess. Reykjanesbær kostar allar fram- kvæmdir við byggingu vallarins s.s. undirbyggingu, girðingu með mörkum og frágang umhverfis völl- inn. Völlurinn sem er 20m x 40m verður upphitaður og lýstur. Sparkvöllur við Akurskóla LANDIÐ SUÐURNES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.