Morgunblaðið - 07.10.2005, Síða 23

Morgunblaðið - 07.10.2005, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 23 MINNSTAÐUR Fyrir okkur hin… ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N AT 2 91 09 1 0/ 05 Djúpivogur | Fjöllistamaðurinn Örn Ingi var á ferð á Djúpavogi í síðastliðinni viku, en markmið hans með heimsókninni var að virkja sem flesta bæjarbúa til list- rænna athafna. Eftir stífar æfing- ar í vinnubúðum Arnar Inga frá þriðjudegi til laugardags var sleg- ið upp tilþrifamikilli sýningu á sunnudeginum og kom þá afrakst- urinn í ljós. Þátttaka var með ágætum, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Dagskráin var sett með viðhöfn í grunnskólanum þar sem elsti íbúi Djúpavogs, Snorri Gíslason sem er níræður að aldri, klippti á borða í tilefni dagsins. Hinn aldni íbúi, sem er í daglegu tali kall- aður Snorri á Bjargi, afhjúpaði þar veggmynd sem hann átti þátt í að vinna með grunnskólabörn- unum. Hafmeyjar þjóna til borðs Við miðju listaverksins, kring- um hringlaga veggklukku, er rún- um rist lófafar þessa aldna heið- ursmanns, í bland við handaför barnanna er unnu að verkinu. Í verkinu mætast því hið gamla og nýja og í miðjunni tifar klukkan til vitnis um að ekkert fái stöðvað tímans rás. En Snorri og grunnskólabörnin voru ekki þau einu sem stóðu fyr- ir málverkasýningu, því hluti af uppákomum Arnar Inga var ein- mitt myndlistarnámskeið með þátttöku íbúanna. Íþrótta- miðstöðin iðaði m.a. af lífi og var þar fimleikasýning, dans, tónlist- aratriði o.fl. Þátttakendur og gestir voru á öllum aldri sem vissulega gaf deginum aukið vægi. Það sem hvað mesta athygli vakti var mjög svo framúrstefnu- legur gjörningur sem framinn var í sundlaug Djúpavogs. Þar var m.a. dúklagt fljótandi borð út í miðri sundlaug og við það sat prúðbúið par sem var þjónað til borðs af tveimur hafmeyjum, allt þetta í takt við hljómþýða tónlist sem undirstrikaði stemmninguna. Dagskráin endaði svo með til- þrifamikilli fimleikasýningu á hinu fljótandi borði. Djúpavogsbúar í fjöllistagír Morgunblaðið/Andrés Skúlason Lófafar í listina Snorri Gíslason á Bjargi, elsti íbúi Djúpavogs, tók þátt í listsköpun með bæjarbúum og lagði sitt af mörkum til verksins. Keflavík | Fulltrúar British Stand- ards Institution (BSI) afhentu á dög- unum yfirmanni flotastöðvar varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli, Mark Laughton kafteini, ISO 9001:2000- vottun stofnunarinnar vegna verk- fræðideildar varnarliðsins. Verkfræðideild varnarliðsins á sér langa sögu en starfsmenn eru ís- lenskir, alls tólf að tölu. Helstu verk- efni deildarinnar eru hönnun, verk- fræðiráðgjöf og rekstur landupplýs- ingakerfis á varnarsvæðinu og Keflavíkurflugvelli. Starfsmenn verkfræðideildar- innar hafa á liðnum árum unnið að markvissum umbótum með gæða- stjórnun að leiðarljósi og að sögn Ingólfs Eyfells, forstöðumanns deildarinnar, þótti við hæfi að nota alþjóðlega viðurkennda staðla til að mæla árangur af starfi deildarinnar. Verkferlar voru skráðir samkvæmt ISO/TR 10013, en fljótt varð ljóst að breytinga var ekki þörf þar sem þeir voru þegar í samræmi við viður- kennda gæðastjórnun. Agaðri vinnubrögð Á meðan á innleiðingu ISO- staðalsins stóð varð verulegur sam- dráttur í umsvifum og mannafla varnarliðsins og fækkaði starfs- mönnum verkfræðideildarinnar úr 22 í 13. Þá reyndist ekki unnt að ráða utanaðkomandi ráðgjafa til aðstoðar og reyndi því mjög á starfsmenn alla við verkið. Þróun gæðakerfisins tók um eitt ár og var það tekið í notkun 1. október á síðasta ári. „Þegar horft er til baka sést að ávinningurinn er umtalsverður. Vinnubrögð eru agaðri og við náum að framkvæma það sem við setjum okkur. Markviss skilgreining verk- efna sparar tíma og fyrirhöfn og minna er um endurvinnu,“ segir Ing- ólfur. „Ávinningurinn af innleiðingu ISO 9001:2000-staðalsins felst ekki síður í einhug og góðum anda meðal starfsmanna verkfræðideildar- innar.“ Verkfræðideild varnar- liðsins hlýtur vottun Vottaðir Starfsmenn verkfræðideildarinnar ánægðir með ISO-vottun sína. Reykjanesbær | Reykjanesbær hef- ur skrifað undir samning við KSÍ um byggingu sparkvallar við Ak- urskóla sambærilegan þeim sem eru við aðra grunnskóla í Reykja- nesbæ. Samningurinn er liður í sparkvallaátaki KSÍ en markmið þess er að skapa skemmtilegan og öruggan vettvang fyrir knatt- spyrnuiðkun í sveitarfélögum. Reykjanesbær mun annast rekst- ur og viðhald vallarins en KSÍ legg- ur til fyrsta flokks gervigras og vinnu við lagningu þess. Reykjanesbær kostar allar fram- kvæmdir við byggingu vallarins s.s. undirbyggingu, girðingu með mörkum og frágang umhverfis völl- inn. Völlurinn sem er 20m x 40m verður upphitaður og lýstur. Sparkvöllur við Akurskóla LANDIÐ SUÐURNES

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.