Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 53 FRÉTTIR FYRSTI alþjóðadagur um líkn verður haldinn hátíðlegur víða um lönd á morgun 8. október nk. Al- þjóðadagurinn er sameiginlegt átak fjölda samtaka fagfólks sem vinnur við líknandi meðferð og al- þjóðlegra góðgerðastofnanna sem styðja sértaklega við þróun líkn- arþjónustu. Vorið 2005 var ný krabbameinsáætlun samþykkt fyrir alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO). Í samþykktinni er lögð áhersla á að líknarmeðferð er sjálf- stætt meðferðarform og mik- ilvægur hlekkur í allri krabba- meinsmeðferð. Þó að líknandi meðferð hafi náð mestri útbreiðslu í þjónustu við krabbameinssjúk- linga ætti hún að ná til allra sjúk- linga með lífshættulega sjúkdóma. Í tilefni alþjóðadagsins standa Samtök um líknandi meðferð á Ís- landi fyrir opnu húsi kl. 13–15, á 4. hæð í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð. Þar munu sérhæfðu líknarþjónusturnar á höfuðborg- arsvæðinu kynna starfsemi sína og margir heilbrigðisstarfsmenn verða á staðnum að svara spurn- ingum gesta. Dagskráin hefst form- lega með tónlistarflutningi Lauf- eyjar Sigurðardóttur fiðluleikara og Páls Eyjólfssonar gítarleikara. Síðar mun Erna Blöndal söngkona flytja nokkur lög af nýrri plötu sinni Faðmur, sem fjallar um sorg- ina og lífið, við undirleik Arnar Arnarssonar gítarleikara. Alþjóðadagur um líkn SAMNINGUR milli Kennaraháskóla Íslands og Lands- bankans um stuðning bankans við Málþing Rannsókn- arstofnunar Kennaraháskólans var undirritaður 4. október. Samningurinn er til þriggja ára og felur í sér stuðning við árlegt málþing Rannsóknarstofnunar KHÍ um nýbreytni, þróunarstarf og rannsóknir á sviði mennta, uppeldis og þjálfunar. Málþingið verður haldið í Kennaraháskóla Íslands 7. og 8. október nk. Meginþemað í ár verður: Nám í nútíð og framtíð: Pælt í PISA. Á myndinni eru talið frá vinstri: Sigríður Einars- dóttir og Kristín Björnsdóttir, frá Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands, Ólafur Proppé, rektor Kenn- araháskólans, Björgólfur Guðmundsson, formaður bankastjórnar Landsbanka Íslands, og Tinna Molphy frá Landsbankanum. Landsbankinn styður málþing KHÍ SJÖ umsækjendur eru um stöðu sóknarprests í Garðaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi, og fimm um sóknarprestsstöðu í Ólafsvík- urprestakalli, Snæfells- og Dala- prófastsdæmi. Embættin eru veitt frá 1. nóvember nk. og rann um- sóknarfrestur út 4. október sl. Umsækjendur um Garða- prestakall eru: Sr. Birgir Ásgeirs- son, sr. Eiríkur Jóhannsson, sr. Hans Markús Hafsteinsson, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sr. Kjartan Jóns- son, sr. Yrsa Þórðardóttir og sr. Þórhallur Heimisson. Umsækjendur um Ólafsvíkur- prestakall eru: Aðalsteinn Þor- valdsson guðfræðingur, Ingólfur Hartvigsson guðfræðingur, Klara Hilmarsdóttir guðfræðingur, sr. Magnús Magnússon og sr. Valdimar Hreiðarsson. Dóms- og kirkjumálaráðherra skipar í bæði embættin til fimm ára að fenginni niðurstöðu valnefndar. Tólf umsækj- endur um tvær sóknarprests- stöður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.