Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 65 KRINGLANÁLFABAKKI Með Steve Carell úr “Anchorman” og “Bruce Almighty” V.J.V. TOPP5.IS R.H.R. MÁLIÐ Frábær rómantísk gamanmynd sem steinliggur fyrir stefnumótið. Með þeim stórgóða John Cusack og hinni fallegu Diane Lane. A.G. Blaðið CINDERELLA MAN kl. 5 - 8 - 10.50 B.i. 14 ára. THE 40 YEAR .. kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára. THE 40 YEAR ..VIP kl. 5.30 - 8 - 10.30 GOAL kl. 6 - 8.30 - 10.50 MUST LOVE DOGS kl. 6 - 8.15 - 10.30 VALIANT m/- Ísl tal. kl. 3.40 SKY HIGH kl. 3.50 CHARLIE AND THE ... kl. 3.45 - 6 - 8.15 STRÁKARNIR OKKAR kl.10.30 B.i. 14 ára. RACING STRIPES m/ísl.tali. kl. 3.50 THE 40 YEAR OLD..kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára. GOAL kl. 5.45 - 8.15 - 10.45 THE CAVE kl. 10.30 B.i. 16 ára. VALIANT m/- Ísl tal. kl. 3.40 - 6 VALIANT m/ensku.tali. kl. 8 CHARLIE AND THE ... kl. 3.40 SKY HIGH kl. 3.50 Diane Lane John Cusack Erfi ðasta brellan er að fá þá til að staldra við.VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri D.V. S.V. MBL kvikmyndir.is SÉRHVER DRAUMUR Á SÉR UPPHAF Kalli og sælgætisgerðin FYRSTI HLUTI AF ÞRÍLEIK. DÚNDUR FÓTBOLTAMYND SEM HITTIR Í MARK OG MIKLA MEIRA EN ÞAÐ. Sýnd um helgina FRUMSÝND Í DAG! FRAMLEIÐANDINN Brian Graz- er, leikstjórinn Ron Howard og handritshöfundurinn Akiva Golds- man, sem öll fengu Óskarsverðlaun fyrir A Beautiful Mind, taka höndum saman á ný með Russell Crowe í myndinni Cinderella Man. Á móti Crowe leikur ekki síðri stjarna, Renée Zellweger. Myndin er byggð á ævi boxarans Jims Braddock, sem Crowe leikur, en hann var neyddur til að setjast í helgan stein. Zellweger leikur Mae konu hans en myndin gerist í krepp- unni miklu. Crowe fær skyndilega tækifæri til að fara aftur í boxhanskana og vinn- ur óvænt mikinn sigur. Fylgjumst við svo með honum í baráttunni gegn tölfræðinni en sigurgangan heldur áfram. Lokabardaginn er svo þegar hann mætir erfiðasta andstæðingi sínum til þessa, Max Baer (Craig Bierko) en Baer þessi er þekktur af illu fyrir að hafa stútað tveimur and- stæðingum sínum í hringnum. Frumsýning | Cinderella Man Öskubuski Russell Crowe þurfti að setja upp boxhanskana fyrir hlutverk sitt sem Jim Braddock. ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 69/100 Roger Ebert 88/1002 Hollywood Reporter 100/100 New York Times 80/100 Variety 70/100 (allt skv. metacri- tic) JOSH Lucas fer með aðalhlutverkið í háspennumyndinni Stealth en hann er í hlutverki hugrakks herflug- manns. Lucas leikur Ben Gannon, sem leiðir hóp flugmanna í áhættu- sömu verkefni. Lucas fékk aðstoð frá orrustuflugmönnum til að und- irbúa sig fyrir hlutverkið og jafn- framt þriggja vikna herþjálfun. Margar starfsstéttir hafa áhyggj- ur af því að Hollywood sýni þær í röngu ljósi. Var ekki svo í þetta skiptið? „Þetta er látið líta út fyrir að vera auðvelt á meðan sannleikurinn er sá að þú missir sex kíló af vatnsþyngd í flugi. Þeir eru eins og ólympíu- íþróttamenn hvað styrkinn varðar en þurfa þó líka að nota hugann á stærðfræðilegan og vísindalegan hátt í stríðsæfingum,“ segir Lucas sem ber virðingu fyrir flugmönn- unum og bendir á að aðeins einn hundraðasti af einu prósenti nái svona langt. Hann segir að leikaravalið sé að breytast hvað varði svona spennu- myndir. „Án þess að gera lítið úr þeim þá er þetta ekki eins og þessar Stallone, Schwarzenegger og Dolph Lundgren-myndir sem við höfum séð áður. Þetta hefur breyst. Það sem Hollywood er að gera er að nota leikara eins og Matt Damon, Sam Rockwell og Jamie Foxx í svona myndir. Þessir strákar eru klárir og skapandi leikarar en ekki djúprödd- uð vöðvatröll.“ Lucas fæddist í Arkansas árið 1971 og hefur aldrei náð tökum á tölvuleikjum en þeir geta víst hjálp- að fólki til að verða góðir orrustu- flugmenn. „Ég ólst ekki upp við tölvuleiki. Herinn segir að margir af þessum strákum sem verða frábærir flug- menn séu svo góðir í tölvuleikjum. Það þarf gott auga og samhæfingu og þessir strákar hafa það.“ Ágætis leikarar eru með Lucas í myndinni en í öðrum helstu hlut- verkum eru Jessica Biel, Jamie Foxx, Sam Shephard og Richard Roxburgh. Frumsýning | Stealth Háspenna flughætta Josh Lucas hafði gaman af því að setja sig í fótspor flugmanns. ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 35/100 Roger Ebert 38/100 Hollywood Reporter 40/100 New York Times 30/100 (allt skv. metacritic) KVIKMYNDIN The Descent segir frá sex vinkonum sem hittast við rætur afskekkts fjallgarðs til að hefja eina af sínum árlegu ævin- týraferðum. Í þetta sinn hefur hellaferð orðið fyrir valinu. Leið- togi hópsins er hin harðskeytta Juno en hinar eru skandinavísku hálfsysturnar Rebecca og Sam, base-stökkvarinn Holly og ensku- kennarinn Beth sem er þarna stödd gegn vilja sínum til að hafa auga með Söru sem er enn að jafna sig á dauða eiginmanns síns og barns. Stúlkurnar hefja ferðina um hina hættulegu en ævintýralegu fallegu hella. Áður en langt um líður herja vandræðin á hópinn þegar göngin að baki þeim falla saman og allar sjáanlegar út- gönguleiðir lokast. Liðsheildin batnar heldur ekki við það þegar þær komast að því að Juno hefur leitt þær í áður ókannaðan helli og að hjálparsveitum sé ókunnugt um ferð hópsins. Í þeirri von að aðra útgönguleið sé að finna halda stúlkurnar áfram en eftir því sem þær halda lengra og lengra inn í fjallið fara þær að finna fyrir nærveru hrikalegra ófreskja. Þær eru ekki lengur bara týndar, heldur orðnar að fórnarlömbum hrikalegra rán- dýra sem halda til í myrkum og rökum iðrum fjallsins. Frumsýning | The Descent Ævintýrið endar með ósköpum í The Descent. Í iðrum jarðar ERLENDIR DÓMAR IMDb: 75/100 The Sun: 4/5 Financial Times 5/5 Metro: 5/5 The Times: 4/5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.